Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 45 Bernódus Örn Finn- bogason — Minning 2. nóvember síðastliðinn vaknaði ég við að bankað var á herbergis- hurðina hjá mér. Ég vissi það þá að eitthvað hafði gerst sem ég kæmist engan veginn hjá að heyra. Það reyndist vera til- kynning um andlát bróður míns Bernódusar Arnar Finnbogasonar og skólabróður míns' Ágústar Helga Markússonar. Það fá engin orð lýst þeirri tilfinningu sem um mig fór. Minn eini og besti besti bróðir sem var okkur öllum svo kær kemur aldrei aftur heim til okkar. Nei, það gat bara ekki verið satt. Mér varð hugsað til kvöldsins áður, Berni var svo ljóslifandi fyrir mér að þetta gat bara ekki verið raunveruleikinn. Og Ágúst hann var bara að koma heim í frí frá Reykjavík og við höfð- um öll verið saman kvöldið áður svo ung og lífsglöð og uppfull af fram- tíðardraumum og nú nokkrum klukkustundum síðar eru þeir farn- ir á vit feðranna, farnir að þjóna öðru hlutverki í þessari veröld, að hugsa sér hvað maður er lítil í þessu lífi og viðkvæmur. Ágúst var skólabróðir minn frá því við vorum 6 ára og leikfélagi er við vorum börn. Hans sakna ég sárt og bið góðan Guð að blessa minnningu hans. Það ætti ekki að vera erfitt að skrifa minningargrein um bróður sinn sem jafnframt var minn besti vinur og óskabróðir, en ég á bara mjög erfitt með að velja úr því sem ég hef að segja, ég gæti skrifað heila bók'. Við erum 5 systkinin Guðrún Benný, ég Elísabet Anna, Ingibjörg, þar á eftir kom Bernódus Örn og yngst er Arndís Aðalbjörg. Þessi stóri hópur liefur alla tíð ver- ið mjög samheldin og traustur, því er það geysileg sorg að missa einn svo skyndilega úr hópnum, eftir er skarð sem er svo stórt, svo stórt og djúpt og breitt, sem enginn get- ur fyllt upp í. Við áttum yndisleg 16 ár saman og þakka ég Guði fyrir það að hafa átt yndislegan heilbrigðan bróðir sem var lifsglaður og kátur og sá björtu hliðarnar á öllum málum. Hann var duglegur og vinnuglaður og þau verkefni sem hann tók sér fyrir hendur kláraði hann með sóma og var strax farinn að huga að því næsta. Sennilega er margt verra en dauðinn. Eg hefði ekki getað hugs- að mér að horfa upp á drenginn minn meðvitundarlausan og lamað- an eftir svona slvs, þá er nú piinn- ingin um hann hressan og kátan, ljúfari og meðvitundin um það að honum líði nú vel róar mig. Berni var vinamargur og komu krakkarnir mikið heim til okkar, ég veit að það eru margir sem sakna hans sárt, og bara vona að þau hætti ekki að koma til okkar því það er ennþá sárara að missa þá líka. Ekki leið á löngu þar til okkur barst önnur sorgarfrétt, Magnús Ingi Iialldórsson eiginmaður Guð- bjargar Hjartardóttur, móðursystur minnar lést af slysförum á Breiða- dalsheiði 14. nóvember sl. Það voru okkur þungbær tíðindi, annar góður drengur fallinn frá. Það kom upp í huga mér var hve frekur og grimm- ur þessi heimur er, það er svo merkilegt hvað almættið er eigin- gjarnt að hrifsa alla þessa góðu menn svona frá okkur, og í svona litlu samfélagi, eins og Bolungai’vík er þetta ansi stór skammtur sem við höfum þurft að þola undanfarið, 5 menn á 10 mánuðum, það er svo sannarlega stór skammtur. Ég vil biðja góðan Guð að blessa minningu Magnúsar heitins og styrkja Guggu frænku, litlu frænd- ur mína og frænku, í sorg þeirra. Það er sárt að sakna, það er gjaldið sem við greiðum fyrir sáran missi. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt okkur fjölskylduna í sorg okkar. Góður Guð blessi Bernódus bróður minn sem við syrgjum öll svo_ sárt. Ástar- og saknaðarkveðjur frá „stóru systur”. Elísabet Anna Finnbogadóttir Jóhann Björnsson, myndskeri — Minning Mig langar með fáeinum orðum að minnast Jóhannesar Björnsson- ar, föðurafa dóttur minnar, Guð- bjargar Ásu. Hún dvaldist mörg sumur hjá Magneu og Jóhanni á Húsavík og var vafin ást og um- hyggju. Ékki má gleyma Guðnýju, móður Jóhanns. Hún var sérstaklega hlý og elskuleg kona og höfðu þau þrjú mikil áhrif á litla barnssál, sem hún býr að alla ævi. Betri ömmu, afa og langömmu hefði hún vart getað eignast, svo kærleiksrík voru þau öll. Alla tíð hefur verið mjög náið samband á milli þeirra og heim- sóknir tíðar, eftir að Magnea og Jóhann fluttu til Reykjavíkur. Það var dóttur minni ávallt ánægjuefni, er hún gat rétt þeim hjálparhönd, eins var rneð ömmu hennar og afa, þau voru ávallt tilbúin að gefa af sér þegar á þurfti að halda, traust og sterk. Það var unun að sjá hve þau hjón voru samhent í einu og öllu. Þau báru virðingu hvort fyrir öðru og gætu margir lært af þeirra ástríka hjónabandi. Þau gáfu öllum svo mikið af sjálfum sér. Manni leið svo yndislega vel í návist þeirra. Guð styrki ástvini Jóhanns sem sakna hans mjög sárt. Ég vil þakka honum fyrir þá vináttu og um- hyggju sem hann sýndi okkur alla tíð. Sofi hann rótt í faðmi guðs. Ása Andersen ★ Samstarf fyrirtækja ★ Námskeið um fyrirtækjanet, fyrirtækjaform framtíðarinnar, 9. desember 1991, frá kl. 8.45 til 16.45 Efni: íslensk áætlun um fyrirtækjanet. Kristján Jóhannsson, rekstrarhagfræðingur. Erlend reynsla og hagnýtar leiðbeiningar um samstart Ivrtrtmkja \íynrtækjaaa\um. Klaus Möller Hansen, ráðgjafi hjá Price Waterhouse í Danmörku. Lagaleg atriði við samstarf fyrirtækja, félagaréttur og samstarfssamningar. Jóhannes Sigurðsson, hdl. Samstarfssálfræði og trúnaðartraust við samstarf fyrirtækja. Jón S. Karlsson, viðskipta- og sálfræðingur. Verkefnisstjórnun við samstarf fyrirtækja. Tryggvi Sigurbjarnarson, ráðgjafa- verkfræðingur. Dæmi um islenskt fyritækjanet. Þátttakendur: Námskeiðið er einkum ætlað starfsmönnum fyrirtækja, sem hyggja á eða eru þátttakend- ur í samstarfi fyrirtækja, einnig þeim, sem Siarfa \ ufx'muM uu, hto , með einum eða öðrum hætti að aukinni samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og loks er námskeiðið ætlað ráðgjöfum í fyrir- tækjarekstri. Námskeiðið er haidið á vegum Vinnuveiten- dasambands íslands, Samstarfsnefndar at- vinnurekenda í sjávarútvegi, Landssam- bands iðnaðarmanna, Útflutningsráðs ís- lands, Félags íslenskra iðnrekenda, Alþýðu- sambands íslands og SAMMENNTAR (samstarfsnefnd- ar atvinnulífsins og skóla um framkvæmd COMETT áætlunarinnar á islandi). Námskeiðsgjald er kr. 3.500,-. Þátttaka til- kynnist til Endurmenntunarnefndar Háskól- ans í síma 91-694940 eða 91-694923. 20% VE RDLÆKKU N VEGNA HAGSTÆÐRA MAGNINNKAUPA Skerar, tennur og undirvagnshlutir í CATERPILLAR, einnig í flestar aðrar gerðir og tegundir vinnuvéla. T.D.: JCB <• KOMATSU JOHN DEERE * INTERNATIONAL HARVESTER FIATALLIS « BANTAM « CASE « O&K « LIEBHERR « HITACHI « POCLAIN HEKLA HF Laugavegi 170-174, 105 Reykjavik, Simi 695500 HEKLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.