Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ.IUDAGUR 3. DESBMBÖR 'íðffl Frumvarp um breytingu á lögum um hagræðingarsjóð: F orleiguréttur verð- ur athugaður í nefnd Fyrstu umræðu um frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingu á lögum um hagræð- ingarsjóð er lokið. Össur Skarp- héðinsson (A-Rv) vill að byggð- arlög hafi einhvers konar for- leigurétt á aflaheimildum. Hann vill einnig að úreldingarstyrkir verði notaðir til stuðla að veið- um Islendinga á erlendum mið- um. Frumvarpið um breytingar á lögum um hagræðingarsjóð. Með frumvarpinu er það hlutverk sjóðs- ins að koma til aðstoðar einstökum byggðarlögum fellt úr gildi; frum- varpið gerir ráð fyrir því að allar tekjur sjóðins af framsali afla- heimilda renni til Hafrannsókna- stofnunar. Einnig er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að heimild sjóðs- ins til að veita úreldingarstyrki verði hækkuð úr 10% af húff- tryggingarmati í 30%. Frumvarpið var tii umræðu síð- astliðinn fimmtudag og föstudag. Halldór Asgrímsson (F-Al) lýsti þá þegar yfir andstöðu framsókn- armanna við frumvarpið og að þeir myndu gera það sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir áð frumvarpið færi óbreytt í gegn. Alþýðubandalagsmenn töldu rangt að breyta lögunum um hagræðing- arsjóð sérstaklega, úr samhengi við lögin um stjórn fiskveiða. Sjóð- inn hlutverk hans yrði að athuga í samhengi við lögin um stjórnun fiskveiða og boðaða endurskoðun á þeim. Óssur Skarphéðinsson (A-Rv) sagði að hagræðingarsjóður hefði aldrei fullnægt þeim tveim hlut- verkjum sem hann átti að gegna, fækkun fiskiskipa og aðstoð við byggðarlög í erfiðleikum. Á síð- asta fiskveiðiári hefði aflaheimild- um hans verið ráðstafað til aðstoð- ar loðnuflotann. Össur taldi afar gagnlegt að nú væri tekjunum af sjóðnum ætlað að standa straum af rannsóknum Hafrannsóknastofnunar. Hins vegar taldi Össur það skref aftur á bak að ekki væri lengur gert ráð fyrir heimild til að taka lán til að kaupa og úrelda skip. Ekki væri lengur stuðningur við byggðarlög í erfiðleikum. En ræðumaður benti á að, samkvæmt gildandi lögum um sjóðinn væri honum ekki ætlað að gefa nauðstöddum byggðarlög- um aflaheimildir heldur selja, og það ekki á neinum sérstökum vHagkaupsprís" heldur gangverði. Össur taldi ástæðu til að halda áfram inn í iögum heimild til að aðstoða. Kvaðst ræðumaður Stuttar þingfréttir: Fyrstu lögin Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 1991 voru samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. 30 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu í heild sinni, enginn var á móti en 20 greiddu ekki atkvæði, 13 þing- menn voru fjarverandi. Frestun fjárlagaumræðu Starfsáætlun Alþingis gerði ráð fyrir því að önnur umræða um Qazdía Ullarjakkar með loðkraga í karrýgulum, dökkbláum og beige litum. Verö kr. 17.900,- Allar stærðir Kápusalan Borgartúni 22 — Sími 624362 Sb) I MI PÓSTKRÖFUR myndu beita sér fyrir því að áfram yrði inni í lögunum réttur til að veita byggðarlögum forleiguheim- ild. Ræðumaður taldi jákvætt að heimild til að veita úreldingar- styrki er hækkuð úr 10% í 30% af húftryggingarverðmæti. Ræðu- maður taldi mikið þarfaverk að minnka fiskiskipaflotann. Össur varpaði fram þeirri hugmynd að heimildum til úreldingarstyrkja yrði breytt í þá átt að þeim yrði ekki einungis veittir til að eyða skipum eða selja úr landi heldur mætti einnig styrkja íslenska aðila til að fara með skip til veiða í fisk- veiðilögsögu annarra þjóða ef samningar tækjust um slíkt. Sú tækniþekking sem íslendingar hefðu að bjóða gætu nýst öðrum. Ef vel tækist til væri ekki einung- is fundin not fyrir erlendan skipa- flota heldur gæti sala á íslenskri tækniþekkingu og vélbúnaði siglt í kjölfarið. Til slíks ætti að hvetja. Steingrímur J. Sigfússon (Ab- MMfMSI Þorsteinn Pálsson Rv) og ítrekaði gagnrýni Alþýðu- bandalagsins að byggðahlutverk sjóðsins skyldi vera aflagt. Hann taldi lítt til bóta að hafrannsóknir skyldu verða kostaðar af sjávarút- veginum, það væri orðhengilshátt- ur að segja að það sem fengist fyrir sölu veiðheimildanna rynni til þessara grunnrannsókna öðru fremur. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra sagði m.a. í sinni lokaræðu að sú aðstoð sem gert væri ráð fyrir að yrði aflögð hefði verið mjög takmörkuð og ekki hugsuð sem nein lausn til fram- búðar. Ráðherra taldi vel geta komið til greina að athuga það í sjávarútvegsnefnd að forkaups- eða forleiguréttur yrði tekin inn, hugsanlega yrði Byggðastofnun þá ætlað eitthvert ákvörðunarvald þar um. Ráðherra sá heldur ekk- Össur Skarphéðinsson ert því til fyrirstöðu að það yrði athugað í nefnd hvort sjóðurinn hefði ekki áfram lántökuheimildir til að sinna tímabundnum úr- eldingarverkefnum. Aðalatriðið væri að meginmarkmið frum- varpsins næðu fram að ganga. Halldór Ásgrímsson (F-Al) fagnaði að sjávarútvegsráðherra hefði ekki útlokað að hafa ákvæði um forleigurétt. En Halldór vildi fá betur upplýst við hvað væri átt og hvernig því yrði hagað. Myndi hann beita sér fyrir því að það yrði athugað vandlega í sjávarút- vegsnefnd. Annars taldi ræðumað- ur að lögin um hagræðingarsjóð yrði að skoða í samhengi við lögin um stjórn fiskveiða. Réttast væri að vera ekki að hrófla við lögunum heldur leyfa þeim að sqnna sig. Umræðu varð lokið en atkvæða- greiðslu frestað. frumvarp til fjárlaga yrði í dag 3. desember. Nú er Ijóst að þetta stenst ekki. Karl Steinar Guðnason formaður fjárlaganefndar sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins að umræðan gæti frestast um allt aðv einni viku. Karl Steinar vildi ekki tilgreina ástæður en þess má geta að ýmsir stjórnarandstæð- ingar hafa haft á orði og gagnrýnt að nauðsynleg tekjuöflunarfrum- vörp samhliða fjárlagafrumvarpinu skuli ekki enn vera fram komin. Fullveldisdagurinn: Gildi menntunar fyrir sam- félagið má ekki gleymast - sagði Steinunn V. Óskarsdóttir, formaður Stúdentaráðs „GILDI menntunar fyrir samfélagið má aldrei gleymást þeg- ar rætt er um menntun og kostnað við hana,” sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður Stúdentaráðs, í ávarpi sínu við setningu fullveldishátíðar stúdenta í Háskólabíói á sunnu- daginn. Hún sagði mcnntunina vera eina af fjórum mestu auðlindum landsmanna og forsendu nýtingar hinna þriggja sem væru fiskurinn, orkan í fallvötnum og jarðhitanum og náttúrufegurðin. Stúdentar minntust þess á full- veldisdaginn að í ár eru liðin 80 ár frá stofnun Háskólans. Af því tilefni flutti Háskólakórinn nýtt íslenskt verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, „Leiftur - Skarphéð- inn í brennunni,” við ljóð Hannes- ar Hafstein. Fjölbreytt hátíðar- dagskrá var í Háskólabíói á full- veldisdaginn. Þá var fyrsta skófl- ustungan að nýju stúdentahverfi við Háskólann tekin en í nýja hverfinu er fyrirhugað að byggja ellefu hús á næstu sjö árum. Guðrún Helgadóttir, alþingis- maður, sagði í ræðu sem hún hélt á hátíðinni að áttatíu ára saga Háskóla íslands og 73 ára saga fullveldisins væri sveipuð birtu. „Þjóð vor hefur tekið sér sess meðal þeirra þjóða sem best búa. Háskóli íslands hefur eflst og dafnað landi og lýð til gagns og gæfu. Nú þegar öldin er nær á enda greina skarpskyggnir menn dimm ský við sjóndeildar- hringinn, sem lagst gætu yfir land vort og frelsi ef vér gætum ekki vöku. Þjóðrækni og menningar- arfur eru ef til vill ekki tískuorð meðal ungs fólks í dag, miklu fremur flutningur íjármagns milli landa og fjórfrelsi athafnalífsins. En að baki fjármagnsins er fólk, • fólkið sem íjármagnið skapar. Glati það fólk þjóðlegri sjálfsvit- und sinni er það heillum horfið. Sú þróun sem nú á sér stað í Evrópu er glöggt dæmi um það að gagnslaust er að teikna lönd á kort og búa til þjóðlönd meðan íbúarnir geyma enn í hjarta sér þjóðlega sjálfsvitund sína. Henni verður ekki fyrir komið, þar dugar ofbeldið ekki til,” sagði Guðrún Helgadóttir. Um 200 manns sóttu hátíðar- dagskrána á fullveldisdaginn. O Q Q O Nýir Stúdentagarðar EGGERTSGATA C C3 CC Q Gamlir Ld hjónagarðar co Íbuðír Leikskóli Aðkoma og bilastæði HÍ og Stúdentagarða Æ/i $ Á kortinu sést, hvar gert er ráð fyrir að hverfið rísi á næstu sjö árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.