Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIDJUDAGUR DE3EMBER 19^1
Gamlar minningar
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Ásgeir Guðmundsson:
GAGNNJÓSNARI BRETA Á ÍS-
LANDI. 215 bls. Skjaldborg hf.
Reykjavlk, 1991.
Þetta eru stríðsminningar. ís-
lendingur, alinn upp í Danmörku,
flækist í net Þjóðverja þar \ landi
og tekst ferð á hendur til íslands
vorið 1942 til að njósna fyrir þá
hér; er skotið á land úr kafbáti en
gefur sig óðara fram við breska
hernámsliðið.
Spennandi? Það fer nú eftir því
hvernig'á málin er litið. Alltént er
frásögnin nákvæm; að mínum dómi
langdregin um of. Felur ennfremur
í sér mótsagnir ýmsar sem skerða
trúverðugleikann — með réttu eða
röngu. Ib Ámason Riis — en svo
heitir maðurinn — segist t.d. hafa
kunnað svo lítið í þýsku að hann
hafi naumast treyst sér til að tala
Ásgeir Guðmundsson
það mál 'að gagni. Eigi að síður rifj-
ar hann nú upp heilu setningamar
á þýsku sem hann hefur eftir Þjóð-
verjum þeim sem hann skipti við
Tölvufyrirtæki
Til sölu er fyrirtæki á sviði viðskiptahugbúnaðar, sem
fæst einnig við innflutning og sölu á tölvum. Fyrirtækið
var stofnað 1982. Heildarvelta 1991 verður 9,5 til 10,0
milli. króna. Hagstætt verð og góð greiðslukjör í boði.
mmmrn m
Nóatúni 17 105 Reykjavík Sími: 621315
Atvinnumiólun • Firmasala * Rekstrarróógjöf
Kaupið fyrirtæki núna
Framundan er besti sölumánuður ársins. Höfum
mikið úrval af ýmsum verslunum. Oft er hægt að
ná inn kaupverðinu bara með desembersölunni.
Hafið samband strax.
rynTnryj^Ti^TTw
SUÐURVERI
SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
■■■■■■i^HHHi
1 21150-2137C 1 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri ' KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. lóggiltur fasteignasali 1
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Ný og glæsiieg í Grafarvogi
á vinsæium stað við Sporhamra. 4ra herb. íb. á 1. hæð tæpir 120 fm
auk bflsk. Sameign fullg. Nokkuð vantar af innr. Áhv. lán kr. 6,5 millj.
þar af kr. 5,0 millj. til 40 ára með 4,9% ársvöxtum.
Á útsýnisstað við Fossvoginn
einbhús nýtt og glæsil. í Kópavogi 157,1 fm auk bílsk. 32,4 fm. Úrvals-
frágangur á öllu. Mikil og góð áhv. lán. Skipti mögul. á góðri 4ra
herb. íb.
Góð eign - tvær íbúðir - verkstæði
Reisul. steinh. á vinsælum stað í Langholtshverfi m/ tveimur 3ja herb.
samþ. íb. á 1. og 2. hæð. Ennfremur kj. og geymsluris. Góður bílsk.
(verkstæði) 45 fm. Tilboð óskast.
Með bílskúr í smfðum við Álftamýri
Mjög góð 3ja herb. íb. á 3. hæð. Rúmg. stofa, sólsvalir. Nýl. endur-
byggð sameign.
• • •
Nokkrar góðar ibúðir
2ja, 3ja og 4ra herb.
lausarnú þegar.
ALMENNA
FASTEIGNASAIAM
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
meðan á undirbúningi ferðarinnar
stóð. Svo ýtarlega er sagt þarna frá
mönnum og málefnum og svo mjög
er farið ofan í smáatriði að engu
er líkara en sögumaður sé að segja
frá atburðum sem gerðust í gær.
Samt eru þetta nærri hálfrar aldar
gamlar minningar. Það er nú minni
sem segir sex.
Stríð er dauðans alvara í bókstaf-
legri merkingu orðanna. Ungur
maður, sem verður fyrir reynslu af
þessu tagi, óviðbúinn og án þess
að hann hafi ætlað sér það, má
vera meira en lítið kjarkaður ef
hann á ekki að ugga um sinn hag.
Síst af öllu býst maður við að hon-
um sé hlátur í hug. En Riis virðist
hafa tekið þessu með íslensku
kæruleysi og dönskum húmor: »Eg
hló með sjálfum mér ... Þetta var
alveg drepfyndið ... Og vissulega
fannst mér þetta drepfyndið ...«
Ef eitthvað er fyndið í sögu þess-
ari þá er það að manninum skuli
hafa þótt þetta svona fyndið.
Hitt er annað mál að snúist allt
á betri veginn er kannski hægt
hlæja að slíkum hremmingum hálfri
öld síðar.
Höfundurinn er sagnfræðingur
með talsverða reynslu að baki sem
söguritari. Og hér er hann að fást
við sérgrein sína. Árið 1976 birti
hann í Sögu ritgerð s_em bar yfir-
skriftina: Nazismi á íslandi. Saga
Þjóðernishreyfingar íslendinga og
Flokks Þjóðernissinna. Var saman-
tekt sú bæði fróðleg og vel unnin.
Síðan hefur hann haldið sig við
skyld efni. Þau hljóta nú að fara
að ganga til þurrðar, þar sem Iíka
fleiri háfa verið að róa á sömu mið.
Gagnnjósnari Breta á íslandi er
þokkalega skrifuð bók ef litið er til
frásagnarinnar einnar sem slíkrar.
En einhvern veginn sýnist þetta
vera verkefni fyrir ungan og fram-
gjarnan blaðamann fremur en virð-
ulegan sagnfræðing. Aðalatriði
þessarar tvö hundruð blaðsíðna
sögu gætu hæglega rúmast í dá-
vænu blaðaviðtali.
Jónas Ingimundarson
Anna Júlíana Sveinsdóttir
Anna Júlíana og
Jónas Inginiundarson
Tónlist
Ragnar Björnsson
Aðrir Ljóðatónleikar Gerðubergs
voru laugardaginn 30. nóvember.
Anna Júlíana og Jónas „sungu sam-
an” (eins og Jónas sjálfur orðar
það) spænska endurreisnartónlist
eftir minna þekkta þarlenda höf-
unda, svo sein A. Mudarra, J. de
Anchieta, Chr. Morales og Fr. de
la Torre, en þessi spænsku lög út-
setti norskur tónlistarmaður, Arne
Dörumsgaard, fyrir píanó og söng-
rödd. Ágætar skýringar Önnu Júlí-
önu fylgdu lögunum og verulega
forvitnilegt var að kynnast þessari
gömlu spænsku tónlist sem þau
„sungu saman” af ágætum skiln-
ingi á viðfangsefnunum, en innihald
textanna sveiflaðist milli hinna
ýmsu þátta tilfinningalífsins. Áfram
héldu þau að kynna lítið kynnt
sönglög svo sem þrjú lög eftir Fr.
Chopin og síðast en ekki síst laga-
flokk eftir þann merkilega tónlistar-
mann, rúmenska, Georges Enesco,
f. 1881, frægur sem tónskáld, fiðlu-
leikari og kennari, en meðal nem-
enda hans má nefna Menuhin.
Lagaflokkinn „Sept chansons de
Clément Marot” eftir Enesco bar
hæst á efnisskránni, var sérlega
forvitnilegt að kynnast honum, var
hann jafnframt kannske best flutta
viðfangsefni tónleikanna. Hér álít
ég svið Önnu vera, þ.e. að kynna
okkur gömul og sjaldheyrð sönglög.
Til þess þarf gáfur, svo sem sögu-
þekkingu, góða tungumálakunn-
áttu, góða sviðsframkomu, geta
tjáð sig með orðum einum auk list-
rænna hæfileika, en þessa þætti
alla hefur forsjónin prýtt Önnu, en
slíkir flytjendur eru ekki á hveiju
strái og ættu að vera dýrkeyptir.
Vandamál Önnu er raddbeitingin,
þar er eitthvað að sem verður að
laga, hvaða flutningsform sem valið
er. Hér verður Anna að leggjast,
undir feld og hugsa upp á nýtt.
Engar ráðleggingar kann ég henni
aðra en miskunnarlausa sjálfsgagn-
rýni og ráð réttra aðila, til þessa
endurmats hefur Anna gáfur og
hæfileika sem þurfa að geta nýst.
Jónas „söng” afar vel á píanóið og
hefðu fáir gert betur.
Nýsköpun í atvinnulífinu
Eiríkur
Ásgelr
Ingólfur
Halldór
Ásgríi
mur
Þorsteinn
Davíð
ÞaÖ hefur ekki farið fram hjá neinum að nú árar illa í íslensku eíhahags-
og athafnalífi. Mörgum þykir syrta í álinn, en ef grannt er skoðað leynast
í atvinnulífinu mörg tækifæri, sem geta orðið lyftistöng þróunar og
framfara á komandi árum. Tæknifræðingafélag íslands ætlar að leggja
sitt af mörkum í þessum efhum með því að boða til ráðstefhu um
nýsköpun f íslensku atvinnulífi.
Dagskrá:
Setning ráðstefnunnar - Eiríkur Þorbjömsson, formaður TFÍ
Nýsköpun íatvinnulífinu - Jón Sigurðsson.'iðnaðarráðherra
Ný atvinnusókn - Ásgeir Magnússon, Iðnþróunarfélagi Eyflrðinga
Tœkifyrir sjávarútveg - Ingólfur Ámason, rekstrartæknifræðingur
Horfur í sjávarútvegi - Halldór Ámason, aðstoðarmaður
sj ávarútvegsráðherra
Hugbúnaður - útflutningsgrein - Ásgrímur Skarphéöinsson, rafeinda-
tækniffæðingur
Iðnhönnun - Þorsteinn Geiiharðsson, arkitekt og iðnhönnuður
Margt smátt gerir eitt stórt - Davíð Lúðvíksson, FÍI
Ráðstefnan er ætluð öllum þeim aðilum sem áhuga hafa á þessu brýna
þjóðarverkefhi. Hún verður haldin í A-sal Hótel Sögu, miðvikudaginn
4. desember nk. og hefst kl. 13:30 stundvíslega. Ekkert ráðstefnugjald.
Tæknifræðingafélag íslands