Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 Fyrirlestur um kenning- ar Webers í KVÖLD, þriðjudagskvöldið 3. desember, heldur Ágúst Hjörtur Ingþórsson heimspekingur, fyr- irlestur á vegum félagsins í Lög- bergi, Háskóla íslands, stofu 101. Fyrirlesturinn nefnist „Járnbrúr skrifræðis og skynsemi” og fjall- ar um kenningar þýska heim- spekingsins og félagsfræðingsins Max Webers. í fyrirlestrinum mun Ágúst _ gagnrýna kenningar Webers, sér- staklega hugmyndir hans um hlut- verk náðarleiðtoga í lýðræðisríkj- um. Að fyrirlestrinum loknum gefst áheyrendum tækifæri til að koma með fyrirspurnir. Ágúst Hjörtur Ingþórsson lauk BA-prófi í heimspeki frá Háskóla íslands árið 1986 og MA-prófi frá Ottawa-háskóla í Kanada árið 1988. Hann vinnur nú að doktors- ritgerð um stjórnmálaheimspeki við sama háskóla. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.00 og er aðgangur ókeypis og öilum op- inn. (Fréttatilkynning) Á --------------- Bókmennta- vaka Hring- skugga I kvöld þriðjudaginn 3. des- ember efnir Bókmenntafélagið Hringskuggar til bókmennta- vöku þar sem aðallega verða kynntar nýjar bækur. Vakan fer fram í samkomusai á jarðhæð Alþýðuhússins, Hverfis- götu 8-10, og er gengið inn frá Ingólfsstræti. Eftirtalin skáld munu lesa úr verkum sínum: Elísabet Jök- ulsdóttir, Margrét Lóa Jónsdóttir, Baldur Oskarsson, Jón Oskar og Pjetur Hafstein Lárusson. Jafnt félagsmenn sem aðrir eru velkomn- ir. Aðgangseyrir er 300 kr. Morgunblaðið/Frímann Ölafsson Fundarmenn í húsi björgunarsveitarinnar í Grindavík. Talið fv. Sigurður M. Ágústsson, Gunnar Jóhannesson, Gunnlaugur Dan Ólafsson, Eðvarð Júlíusson, Gunnar Tómasson, Sigmar Eðvarðsson, Óskar Sævarsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Kristmundur Ásmundsson, Jón Sigurðsson, Bjarni Andr- ésson og Ólafur Arnberg Þórðarson. Fundur um öryggismál 1 Grindavík: Aðgerðir samræmdar BJÖRGUNAR- og slysavarnadeildin Þorbjörn hafði nýverið for- göngu um að halda fund með lögreglunni í Grindavík, formanni Rauða kross deildarinnar í Grindavík, lækni og bæjarfulltrúum um samræmdar aðgerðir þessara aðila í öryggismálum. E’yrsta málið sem komst á dag- skrá var um nauðsyn þess að leggia veg um Hópsnes sem væri fær sjúkraflutningabifreið en núver- andi vegur er því sem næst ófær henni. Bæjarfulltrúar tóku mjög vel í að leggja veg um nesið og var ákveðið að fela byggingarfulltrúa að gera könnun á því hvernig væri hagkvæmast að vinna það verkefni. Þá var rætt um boðskiptaleiðir björgunarsveitar og iögreglu og kom þar fram að lögreglan fékk ekki að vita um strandið við Hóps- nes fyrr en 20 mínútum eftir að björgunarsveitin var kölluð út og sagði Sigurður M. Ágústsson að- stoðaryfirlögregluþjónn að það væri mjög slæmt. Eftir að ný sigl- ingarlög tóku gildi fyrir nokkrum árum er krafa um iögreglurann- sókn í öllum sjóslysum og því væri það slæmt fyrir lögreglu að komast ekki með fyrstu mönnum á vett- vang til að vinna að rannsókn. Sigmar Eðvarðsson formaður björgunarsveitarinnar sagði þá að úr því þyrfti að bæta og koma þyrfti á öruggum boðskiptum milli þessara aðila. Gunnlaugur Dan Olafsson formaður Rauða kross deildar Grindavíkur kom með þá tillögu að gert yrði skipurit sem unnið yrði eftir við sjóslys og með því tryggt að allir aðilar sem hlut eiga að máli vissu um atburðinn því sem næst á sama tíma. Þá lýsti Sigmar því yfir að nauðsynlegt væri að hafa aðgang að lækni og helst þannig að hann væri í för með björgunarsveitarmönnum á vettvang. Menn voru sammála að samræma þyrfti aðgerðir ailra að- ila og var ákveðið að fulltrúar þess- ara aðila mundu ræða um það hvernig því væri best fyrir komið. Ólafur Arnberg Þórðarson út- gerðarmaður sagði að huga þyrfti vel að siglingarljósum í og við Grindavíkurhöfn því margt hefur breyst í bænum á undanförnum árum og nú væri svo komið að sum innsiglingarljós falla inn í ljósadýrð bæjarins og valda skipstjórnar- mönnum vandræðum og undir- strikaði mikilvægi þess að þessi mál væru í góðu lagi. Fundarmenn tóku undir þessa skoðun og hug- mynd kom fram að leita til Vita- og hafnamálastjórnar til að gera úttekt á þessum málum og koma með tillögur um úrbætur. Fram kom að björgunarsveitar- menn vinna undir miklu álagi og vilja oft gleymast í umræðunni eft- ir á. Gunnar Tómasson formaður slysavarnadeild Þorbjarnar sagði að á vegum Slysavarnaféiags Is- lands starfaði sálfræðingur sem veitir björgunarsveitum stuðning eftir slík slys og mundi væntanlega hitta sveitarmenn í Grindavík. FÓ Egill með út- gáfutónleika 1 KVÖLD, þriðju- daginn 3. des- ember, klukkan 21, verða útgáfu- tónleikar Egils Ólafssonar. í byrjun október sendi hann frá sér fyrstu sóló- plötuna sína, Tifa, Tifa. Á tónleikunum mun Egill flytja efni af nýútkom- inni plötu auk þess sem þekkt og áður óútgefin lög fljóta með. Urval þekktra hljóðfæraleikara sjá um flutninginn með Agli, þ. á m. Björgvin Gíslason, Haraldur Þor- steinsson, Ásgeir Óskarsson, Szym- on Kuran, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Berglind Björk og Þorsteinn Magn- ússon. Forsaia aðgöngumiða verður í Borgarleikhúsinu og verslunum Skífunnar. Sjöttu háskóla- tónleikarnir SJÖTTU háskólatónleikar vetr- arins verða í Norræna húsinu, miðvikudaginn 4. desember klukkan 12.30. Þá verður flutt Háskólasvíta eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Flytjend- ur eru Björn Thoroddsen, gítar, Reynir Sigursson, víbrafónn, Þórð- ur Högnason, bassi, Pétur Grétars- son, trommur og stjðrnandi er Gunnar Reynir Sveinsson. Aðgangur er 300 krónur en 250 krónur fyrir handhafa stúdentaskír- teinis. ----' » ♦ ♦---- Síðasta sj/n- ingavika Astu Síðasta sýnir.garvika er hafin á verkum Ástu Eyvindardóttur í Kaffi 17 í verzluninni 17 við Laugaveg. Þá hefur Ásta hengt upp nokkrar myndir í galleríi á Baldursgötu 11 í tengslum við veitingastaðinn Þrír frakkar hjá Úlfari. HER KOMA GOÐAR FRETTIR 1.-4. desember Jarlinn *■ 1/ F I T I N a A T n F A ■ Jarlínn *■ v f i t i n a a <: r n f a ■ SPRENGISANDI VIÐ BUSTAÐAVEG KRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.