Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.12.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórh og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Sjálfstæðisyfirlýsing- Ukraínumanna TT íkt og búist hafði verið við, I j reyndist yfirgnæfandi meiri- hluti Úkraínumanna hlynntur því að segja skilið við Sovétríkin í þjóð- aratkvæðagreiðslu þeirri er fram fór um helgina. Landsmenn hundsuðu afdráttarlausar viðvaranir Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétforseta, sem sagt hafði að stuðningur við sjálf- stæðisyfirlýsingu stjórnvalda myndi hafa hinar alvarlegustu afleiðingar. Þessi niðurstaða er enn einn naglinn í líkkistu miðstjórnarvaldsins í Kreml og staðfesting þess að sov- éska heimsveldið er liðið undir lok. Valdagrunnur Gorbatsjovs, sem aldrei var traustur,. er nú veikari en nokkru sinni fyrr og tilraunir hans til að bjarga sovéska ríkjasam- bandinu, sem bandalagi laustengdra fullvalda lýðvelda, hafa enn sem komið er ekki borið árangur. Þótt líklegt verði að telja að Úkraínu- menn séu tilbúnir til að eiga sam- starf á efnahagssviðinu við fyrrum lýðveidi Sovétríkjanna sýna yfirlýs- ingar stjórnvalda í Úkraínu, að þar telja menn hugmyndir Gorbatsjovs um takmarkaða miðstýringu Moskvuvaldsins tímaskekkju. Óvissa ríkir því um framtíð Míkh- aíls Gorbatsjovs Sovétforseta. Það þarf ekki að koma á óvart að Úkraínuménn hafa valið að segja , skilið við Sovétríkin. Ekki er unnt að aðskilja sögu Úkraínu og sögu hryllingsins í Sovétríkjunum, sem kommúnistar kölluðu yfir þjóðirnar sem þar búa í nafni sósíalismans. Talið er að um sjö milljónir manna hafi látist í hungursneyðinni í Úkr- aínu 1932-1933 er samyrkjubúskap var þröngvað upp á þjóðina, sam- kvæmt fyrstu fimm ára áætluninni. Öryggislögreglan þáverandi, OGPU, forveri KGB, leitaði uppi „stéttar- óvini” og „skemmdarverkamenn” og ógnir og hryllingur urðu fremur en nokkru sinni áður viðtekinn þátt- ur í stjómun ríkisins. Tveimur árum áður hafði Jósef Stalín látið til skar- ar skríða gegn smábændum. Hafin var útrýmingarherferð, milljónir manna voru ýmist teknar af lífí eða neyddar til að flytjast á brott m.a. til Síberíu. Llndir stjórn Níkíta Khrústsjovs, sem þá var flokksleið- togi í Úkraínu, voru settar á svið kosningar í suðausturhluta Póliands eftir að hann hafði verið hernuminn og öryggislögreglan þáverandi, NKVD, sá til þess að íbúarnir lýstu yfir afdráttarlausum vilja sínúm til að verða hluti af Úkraínulýðveldinu. Andstaðan við stalínismann eftir síðari heimsstyijöldina var ávallt sterk í Úkraínu en árið 1949 hafði hún að mestu verið upprætt m.a. með aðstoð njósnarans Kim Philby. Og þegar andstæðingar Khrústsjovs steyptu honum af stóli í október- mánuði 1964 höfðu þeir í hyggju að nota þátttöku hans í grimmdar- verkum Stalíns í Úkraínu gegn hon- um, neitaði hann að segja af sér. Yfírlýsingar Leoníds Kravtsjúks, sem kjörinn var forseti landsins um helgina, gefa til kynna að hann og Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hafi, hið minnsta, myndað með sér óformlegt bandalag. Svo virðist sem uppi séu hugmyndir um að mynda einhvers konar efnahagsbandalag tiltekinna lýðvelda og að ætlunin sé sú að hundsa með öllu tillögur Gorb- atsjovs í þeim efnum. í fyrri viku lýsti Jeltsín yfir því að hann myndi ekki undirrita nýjan sambandssátt- mála stæðu Úkraínumenn utan ríkjasambandsins. Það fengi ekki þrifist án Úkraínu, sem er næst fjöl- mennast lýðveldanna með um 52 milljónir íbúa. Sjálfur hefur Gorb- atsjov sagt, að hann fái ekki séð að Sovétríkin geti verið til án Úkr- aínu. Margir hafa látið í ljós efasemdir um Kravtsjúk sem er fyrrum hug- myndafræðingur kommúnista- flokksins í Ukraínu en hefur nú gerst ákafur talsmaður þjóðernis- stefnu og róttækra umbóta. Niður- staða kosninganna er á hinn bóginn ótvíræð og sjálfur hefur Kravtsjúk sýnt umtalsv'erð pólitísk hyggindi ekki síst með því að treysta sam- skiptin við Rússa, sem eru um 20% íbúa Úkraínu. Forsætisráðherra rík- isstjórnar hans sem og varnarmála- ráðherrann eru Rússar og þarf því ekki að koma svo mjög á óvart, að umtalsverður hluti rússneska minni- hlutans var hlynntur sjálfstæði Úkraínu. Umbótatillögur Kravt- sjúks og undirsáta hans, sem miða að því að koma á fijálsu markaðs- hagkerfi í Úkraínu, þykja á hinn bóginn ekki sannfærandi. Þau stórtíðindi sem nú hafa gerst í Úkraínu munu hafa víðtæk áhrif. Eðlilegt er að menn hafi nokkrar áhyggjur af þróun mála þar sem upplausn sovéska heimsveldisins raskar þeim stöðugleika sem ríkt hefur. Einkum og sér í lagi hlýtur sú staðreynd, að sovésk kjarnorku- vopn eru staðsett í Úkraínu að valda ugg en stjórnvöld vilja tryggja, að þau lendi ekki i höndum Rússa og að þeim verði eytt. Óvíst er hver ætti að framkvæma þá upprætingu og hafa eftirlit með henni. Þá hefur sá-yfirlýsti ásetningur stjórnvalda að stofna eigin her einnig vakið mikla athygli. Á þeim spennu- og óvissutímum, sem nú ríkja, er mikil- vægt, að lýðræðisríkin í vestri slaki hvergi á því samráði sem tryggt hefur öryggi þeirra. Úkraínumenn hafa með óyggj- andi hætti lýst yfir því, að þeir vilji segja skilið við Sovétríkin og ráða framtíð sinni sjálfir án afskipta mið- stjórnarinnar í Moskvu. Nýtt sjáif- stætt ríki hefur litið dagsins ljós og nánasta framtíð þess mun ráðast af samvinnu þeirra Leopíds Kravt- sjúks og Borís Jeltsíns. Á þeim vett- vangi má ekki mikið út af bera til að upplausnin í Sovétríkjunum fýrr- verandi komist á nýtt og alvarlegra stig. Míkhaíl S. Gorbatsjov hefur treyst á stuðning erlendis frá í bar- áttu þeirri um völdin sem fram hef- ur farið í Sovétríkjunum á undan- förnum vikum og mánuðum. Sá stuðningur hefur ekki dugað honum til að knýja fram hugmyndir sínar um ríkjasambandið nýja og það sögulega skref sem Ukraínumenn hafa nú stigið kann að verða til þess, að erlend ríki taki í vaxandi mæli að leiða hjá sér miðstjórnina í Moskvu sem er rúin bæði trausti og áhrifum. Frá ráðstefnu um mótun framtíðarstefnu I vímuefnavörnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frumvarp um vímuefnavarnir: 2% af söluvirði áfengis verði látíð renna tíl vímuefnavarna ÁFORMAÐ er að verja 2% af brúttótekjum Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins til sjóðs sem er ætlað að standa undir kostnaði við áfengis- og vímuefnavarnastarfs hérlendis. Kveðið er á um þetta í frumvarpi til laga um vímuefnavarnir sem kynnt var á ráðstefnu um mótun framtíðarstefnu þessara mála um helgina. í fyrra námu 2% af áfengissölu ÁTVR um 120 milljónum króna. y: Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra sagði að árangur ráðstefnunnar hefði verið íjórþætt- ur. í fyrsta lagi hefði í fyrsta sinn tekist að skapa samráðsvettvang allra einstaklinga, félagasamtaka og stofnana sem vinna að vímuefna- vörnum og meðferðarmálum vímu- efnaneytenda. í öðru lagi hefði þessum aðilum verið gefið tækifæri til að kynnast betur og kynna starf sitt hver fyrir öðrum. í þriðja lagi hefði þátttakendum gefist kostur á að láta í ljós skoðun sína og hafa áhrif á lagafrumvarp um áfengis- varnir og aðrar vímuefnavarnir sem nú er í smíðum. Með ráðstefnuhald- inu væri og lagður grunnur að enn öflugra starfi þátttakenda í framtíð- inni. Á ráðstefnunni kom fram mikil ánægja með 31. grein frumvarpsins en þar er kveðið á um að 2% af brúttósölu áfengis hjá ÁTVR skuli varið til sérstaks sjóðs sem standa skuli undir kostnaði við áfengis- og vímuefnavarnastarf samkvæmt lögunum. Sé miðað við sölutölur ÁTVR í fyrra nemur þessi upphæð um 120 milljónum króna. í áliti vinnuhóps sem ijallaði um sölu og dreifingu áfengis, kom fram mikil andstaða við einkavæðingu ÁTVR vegna áfengisvarnasjónarm- iða. Er bent á að varhugavert sé að blanda saman sölu á áfengi og nauðsynjavörum og sala víns hljóti að aukast ef sú verður raunin. í umræðum hópsins komu einnig fram áhyggjur vegna aukinnar áfengissölu við áningarstaði ferða- manna. Ein af hverjum tólf konum fær brj óstakrabbamein Agóði af sýningu Borgarleikhússins á Þéttingu næstkom- andi fimmtudag rennur til krabbameinsrannsókna ALLUR ágóði af sýningu á leikritinu Þéttingu í Borgarleikhúsinu, næst- komandi fimmtudag, rennur óskertur til Rannsóknarstofu Krabbameins- félags íslands í sameinda- og frumulíffræði, og gefa allir aðstandendur sýningarinnar vinnu sína. Meginviðfangsefni Rannsóknarstofu Krabba- meinsfélags íslands er brjóstakrabbamein, en líkur á að konur fái þetta krabbamein eru einn á móti tólf. Að sögn dr. Helgu M. Ögmunds- dóttur, forstöðumanns Rannsóknar- stofu Krabbameinsfélags íslands í sameinda- og frumulíffræði, fæst rannsóknarstofan aðallega við spurn- ingar svo sem hvers vegna bijósta- krabbamein er algengara í sumum Flögguðu en gleymdu að opna AUSTURSTRÆTI var opnað fyrir bílaumferð 1. desember síðastliðinn í tilraunaskyni í næstu sex mánuði. Til stóð að opna götuna um morguninn en það gleymdist og var langt lið- ið á daginn þegar menn rönk- uðu við sér og opnuðu hliðið. „Undirbúningurinn hófst snemraa að morgni og var mann- skapur sendur til að ljú'ka fram- kvæmdunum og flagga áður en gatan yrði opnuð. En svo gleymd- ist í öllum hamaganginum að kalla þann til sem átti að sjá um að opna götuna. Það var síðan gert klukkan sex að kvöldi,” sagði Sigurður Skarphéðinsson aðstoð- argatnamálastjóri. fjölskyldum en öðrum og hvort hægt sé að segja fyrir um áhættu á að fá sjúkdóminn og horfur hjá þeim, sem hafa fengið hann. Hún segir jafn- framt að helstu niðurstöður, sem fengist hafa fram að þessu séu að fundist hafa breytingar á genum, sem tengist krabbameinsmyndun í æxlunum, sem unnið er með, og að þessar breytingar séu tíðari og meira áberandi hjá sjúklingum, sem hafa fjölskyldusögu, þ.e. eiga nákominn ættingja, sem einnig hefur fengið bijóstkrabbamein. Afbrigði í frumu- starfsemi, sem finnist í sjúklingum og ættingjum þeirra, gæti bent til aukinnar tilhneigingar til að fá bijóstakrabbamein. Rannsóknarstofan var sett á lagg- irnar eftir þjóðarátakssöfnun árið 1986 og var formlega opnuð vorið 1988. Helga segir að bijóstkrabba- mein sé lang algengasta krabba- meinið ásamt krabbameini í blöðru- hálskirtli, en það er mjög algengt hjá eldri körlum. „Það hefur verið vaxandi tíðni jafnt og þétt frá um 1940 og er það sama þróun hér og í nágrannalöndum okkar. Það má reikna með að um 1.000 konur á lífi á landinu, hafi einhvern tíma fengið bijóstakrabbamein, en meðallíkur á að konur fái þetta krabbamein eru einn á móti tólf. Líkurnar eru meiri hjá þeim, sem hafa einhveija fjöl- skyldusögu,” segir Helga. Helga segir að á rannsóknarstof- unni hafi náðst betri árangur en hjá flestum öðrum rannsóknarstofum við að rækta illkynja frumur úr æxlun- um, en erfiðleikar við það hafi tals- vert staðið í vegi fyrir rannsóknum á bijóstakrabbameini. „Þetta höfum við hagnýtt okkur til rannsókna á litningum og fundið breytingar, sem fróðlegt verður að fylgja eftir. Enn- fremur gefur þetta okkur tækifæri til að rannsaka hegðun frumnanna og fá betri skilning á því t.d. hvað ræður vaxtarhraða og tilhneigingu til að mynda meinvörp,” segir dr. Helga M. Ögmundsdóttir. í erindi sem Tómas Helgason, yfirlæknir Geðdeildar Landspítal- ans, hélt á ráðstefnunni kom fram að áfengisneysla hérlendis hefði aukist er bjór var leyfður. Athyglis- vert væri að samhliða þeirri lög- leyfingu hefði neysla á sterkari drykkjum aukist meðal ungmenna. Tómas sagði að rýmkaður að- gangur að áfengi og betri afkoma almennings hefði tvímælalaust meiri áfengisneyslu í för með sér. Máli sínu til stuðnings benti hann á að áfengisneysla væri sýnilega meiri í sveitarfélögum þar sem áfengisútsala væri fyrir hendi en þar sem hún væri ekki til staðar. Með mikilli fjölgun áfengisverslana á síðastliðnum áratugum hefði að- gangur að áfengi aukist sem leiddi til meiri drykkju. Að mati Helga má einnig rekja rætur aukinnar áfengisneyslu til gífurlegrar fjölg- unar vínveitingastaða á síðustu ára- tugum. Árið 1950 hefði einungis einn veitingastaður haft vínveit- ingaleyfi en nú væru þeir rúmlega tvö hundruð talsins. „Bjartsýnisráðstefnur” skipulagðar: Tæknifræðingar þinga um nýsköpun í atvinnulífinu NOKKRAR ráðstefnur um at- vinnumál eru í undirbúningi. í desember eru til dæmis ákveðnar tvær ráðstefnur, önnur er um nýsköpun í atvinnulífinu og hin um eflingu atvinnulífs. Báðar eru þessar ráðstefnur á bjartsýnis- nótunum, ætlaðar til að vega á móti umræðunni um erfiðleika í efnahags- og atvinnulífinu. Fleiri slíkar eru á döfinni, meðal ann- ars tvær fljótlega eftir áramót. Tæknifræðingafélag íslands heldui' ráðstefnu á morgun undit' yfirskriftinni Nýsköpun í atvinnulíf- inu. Tilgangurinn er að vekja at- hygli á tækifærum sem gætu orðið lyftistöng þróunar og framfara á komandi árum. Ráðstefnan er hald- in í A-sal á Hótel Sögu á morgun og hefst klukkan 13.30. Meðal framsögumanna eru Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra. Verktakasamband íslands heldur ráðstefnu um eflingu atvinnulífs á næstunni. Verktakar segjast vera búnir að fá nóg af erfiðleikatali og svartsýni og vilji snúa vörn í sókn með bjartsýnisráðstefnu. Ráðstefna þeirra verður haldin 16. desember. SAMNINGUR UM EES 3000 karfatonn nefnd með sam- þykki sjávarútvegsráðherra - segir Hannes Hafstein aðalsamningamaður íslands um könnunarviðræðurnar árið 1990 TALAN 3000 tonn af karfa var nefnd sem möguleg viðmiðun í gagnkvæmum veiðiheimildum í könnunarviðræðum embættis- manna Islands og Evrópubanda- lagsins á síðasta ári, með vitund og vilja Halldórs Ásgríinssonar þáverandi sjávarútvegsráð- herra, Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra og ýmissa hagsmunaaðila í sjávar- útvegi. Hins vegar var ekki um formlegt tilboð að ræða. Þetta segir Hannes Hafstein aðal- samningamaður íslands hjá EFTA, en deilur hafa risið upp um þetta milli Halldórs og Jóns Baldvins. „í áratugi hafa verið í gangi samtöl milli Evrópubandalagsins og íslands um tvíhliða samskipti,” sagði Hannes Hafstein. „1986 átti Willy De Clerq, sem þá fór með utanríkismál fyrir bandalagið, fund með Steingrími Hermanns- syni [þáverandi forsætisráðherra] og Matthíasi Á. Mathiesen [þáver- andi viðskiptaráðherra] þar sem ákveðið var að halda áfram við- ræðum um samkipti þessara aðila. Ári síðar ræddi Steingrímur aftur við De Clerq, þar sem ákveðið var að blanda ekki saman viðskiptum og fiskisamskiptum, heldur yrði annars vegar rætt um hvað gera mætti til að bæta viðskiptakjörin og hins vegar um framtíðarsam- skipti í fiskimálum. I framhaldi af því hitti Halldór Ásgrímsson Manuel Marin deildar- stjóra fiskimáladeildar EB í Bruss- el. Halldór bauð Marin þá til Is- lands í endurgjaldsheimsókn til að tala áfram um sjávarútvegssam- skipti. En áður en von var á honum komu fulltúar fiskimáladeildar og utanríkismáladeildar EB til að sjá hvað hægt væri að ræða um. Þetta var þessi margumræddi fundur, sem var auðvitað enginn samn- ingafundur,” sagði Hannes. Fundur þessi var' haldinn 29. mars 1990 í Reykjavík, og Hannes sagði að þar hefði verið rætt um almennan fiskimálasamning sem næði yfir vísindasámstarf og hugs- anleg skipti á takmörkuðum gagn- kvæmum veiðiheimildum. „Þá var nefnt, að það gæti verið í því formi að það væri allt að 3000 tonnum af karfa fyrir jafngildi loðnu úr stofninum sem Grænlendingar eiga en voru búnir að selja EB. Þetta var nefnt að undangengnum umræðum um málið á íslandi og með samþykki sjávarútvegs- og utanríkisráðherra. Og daginn áður hafði verið rætt við nokkra hags- munaaðila í sjávarútvegi sem að töldu að í lagi væri að reyna þetta til að kanna hvort þannig mætti finna einhvern flöt á þessum sam- skiptum. En bandalagið sagði, að þetta væi'i svo sem gott og blessað _ef horft væri á tvíhliða samskipti ís- lands og EB. En ef íslendingar ætluðu að fá lækkaða tolla af sjáv- arafurðum krefðist EB veiðiheim- ilda í staðinn. Því varð ekkert úr þessu máli, og heldur ekkert af heimsókn Marins,” sagði Hannes. Þegar Hannes var spurður hvort hann túlkaði þetta sem tilboð af hálfu íslands, sem Evrópubanda- lagið gæti nú vitnað til, svai'aði hann: „Auðvitað getur Evrópu- bandalagið vitnað til þess að við höfum talað við þá fyrir tveimur árum að hugsanlega væri mögu- leiki á að gera þetta. Þar með vissu. þeir að við værum tilbúnir að ræða við þá á þessum nótum. En þetta voru ekki samningaviðræður og menn setja ekki formleg tilboð fram í öðru en samningaviðræð- um, Þetta voru einungis könnunar- viðræður vegna hugsanlegrar heimsóknar,” sagði Hannes Haf- stein. Nýjar upplýsingar staðfesta að ekki var sagt rétt frá - segir Magnús Gunnarsson formaður SAS MAGNÚS Gunnarsson formaður Samtaka atvinnurekenda í sjávarútvegi segir að upplýs- ingar, sem samtökin séu að afla sér um þessar mundir, styrki þann grun'að þeim liafi ekki ver- ið sagt alveg rétt frá samninga- viðræðum Islands og Evrópu- bandalagsins um sjávarútvegs- þátt samninganna uin evrópskt efnahagssvæði. „Eftir uppákomuna í síðustu viku fórum við að kanna eftir okkar leið- um hvernig þessi mál stæðu, og hvernig þau hefðu þróast frá því í október. Þær upplýsingar sem við höfum aflað okkur staðfesta frekar það sem við höfum haft á tilfinning- unni, að hlutirnir séu ekki eins og okkur hafa verið sagðir. Þetta styrkir enn þá afstöðu okkar að við viljum fá þessi mál öll upp á borðið áður en við gerum upp okkar hug til EES-samningsins,” sagði Magn- ús Gunnarsson við Morgunblaðið. Samtökin hafa dregið til baka fyrri stuðningsyfirlýsingu sína við samninganá um evrópskt efnahags- Ekki hægt að túlka þetta á annan hátt en sem tilboð - segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra JÓN Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra segir, að ekki sé hægt að túlka það á annan hátt en sem tilboð, að íslenskir emb- ættismenn hafi nefnt í viðræðum árið 1990 við embættismcrm Evr- ópubandalagsins að Island gæti hugsanlega boðið 3000 tonn af karfa gegn jafngildi af loðnu í lögsögu EB. „Eins og [Hannes Hafstein] aðal- samningamaður íslands hjá EFTA staðfestir, þá gerðist þetta á undir- búningsfundi, sem haldinn var í Reykjavík mars 1990, til að búa í haginn fyrir komu Manuels Marins [framkvæmdastjóra EB sem sér um sjávarútvegsmál],” sagði Jón Bald- vin Hannibalsson. „Á fundinum er þetta tilboð gert, með öllum eðlileg- um fyrirvörum um samþykki mót- aðila og heildarlausn. En það reyndi ekki á þetta tilboð vegna þess að á þessurn tíma hélt EB sig við grundvallarforsendur sínar, einhliða veiðiheimildir, með þeim rökurn að þetta væri engin fórn af hálfu íslands. Vegna þessa hélt málið ekki áfram. Það breytir hins vegar engu um, að tilboðið var gert. Ef á það hefði verið fallist hefði það auðvitað verið til nánari umfjöliunar á formlegmm fundi í framhaldinu með sjávarútvegsráð- herra íslands og Marin. En þetta er ekkert einstakt til- felli. Eins og fram kom í ádeilum framsóknarmanna á mig fyrir kosn- ingar, sem ég svaraði, þá hefur það gerst áður að af hálfu íslenskra stjórnvalda höfðum við lýst okkur reiðubúna um gagnkvæmni í veiði- heimildum. Það gerðum við Stein- grímur Hermannsson á fundi með framkvæmdastjórn EB árið 1990. Það gerði þáverandi sjávarútvegs- ráðherra á fleiri slíkum fundum, og þetta hafa allar ríkisstjórnir gert, sem setið hafa við völd frá því frí- verslunarsamningurinn og bókun 6 urðu virk,” sagði utanríkisráðherra. Hann bætti við, að ekki væri verið að rifja þetta upp nú neinum til hnjóðs, heldui' aðeins verið að skýra frá staðreyndum. „En nú hafa þeir sömu, sem að þessu stóðu, allt á hornum sér og telja það fá- heyrt að slík tilboð séu gerð nú, en sem eru ekkert annað en endurtekn- ing á tilboðum sem áður hafa verið gerð,” sagði utanríkisráðherra. Hannes Hafstein sagði við Morg- unblaðið, að ekki hefði þarna verið um samningaviðræður að ræða heldur könnunarviðræður og form- leg tilboð væru ekki sett fram í öðru en samningaviðræðum. Þegar utanríkisráðherra var spurður, hvort það væri' því ekki veruleg oftúlkun hjá honum, að tala um til- boð í þessu sambandi svaraði hann að svo væri ekki. „Ef þetta var ekki tilboð, hvernig ætluðu menn að draga í land ef því hefði verið tekið?” sagði utanríkisráðherra. svæði á þeirri forsendu, að upplýs- ingar Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra um gagnkvæman sjávarútvegssamning íslands og Evrópubandalagsins hafi ekki verið réttar. En SAS telur að nokkuð lengi hafi legið fyrir, að EB myndi krefjast þess að veiða hér eingöngu karfa. Magnús Gunnarsson kom á fund utanríkismálanefndar Alþingis í gærmorgun, þar sem þetta mál var rætt, en vildi á þessu stigi ekki tjá sig um hvað þar hefði farið fram. „Menn mega ekki túlka þetta þannig, að við séum að leggjast gegn samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Við viljum einfald- lega vita um hvað þetta snýst, og fá allar upplýsingar upp á borðið,” sagði Magnús. I samtali við Hannes Hafstein aðalsamningamann íslands hjá EFTA kom fram, að hagsmunaaðil- um í sjávarútvegi hafi á sérstökum fundi árið 1990 verið kynntar hug- myndir um að bjóða EB 3000 tonn af karfa gegn jafngildi af loðnu í lögsögu EB, og þeir hafí ekki gert athugasemdir við það. Magnús sagðist ekki kannast við þennan fund sérstaklega. En margir fundir hefðu Verið haldnir um mögulega skiptingu á veiðiheimildum og hags- munaaðilar hefðu ekki sett bremsur á allar þær hugmyndir sem þar komu fram. Hins vegar hefðu þeir alltaf lagt á það áherslu að uppi- staðan í veiðiheimildum EB hér við land yrðu vannýttar tegundir. Minnist þess ekki að hafa gefið heimild til að nefna magn -segir Halldór Asgrímsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra HALLDÓR Ásgrímsson fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra segist ekki niinnast þess sérstaklega að hafa gefið embættismönnum heimild til að nefna, í könnunar- viðræðum við embættismenn Evrópubandalagsins, að Island gæti hugsanlega boðið 3000 tonn af karfa gegn jafngildum veiði- heimildum í lögsögu EB ef það yrði til að liðka fyrir frekari við- skiptaívilnunum fyrir íslenskar sjávarafurðir. Hannes Hafstein aðalsanminga- inaðui' íslands hjá EFTA, segir að þessi tala hafi verið nefnd í könnun- arviðræðum snemma árs 1990, með vitund og vilja Halldórs og Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkis- ráðherra. „Ég minnist þess ekki sérstak- lega. En hitt er ljóst, að Árni KoL beinsson, sem var með Hannesi í þessu máli, hafði mitt fulla traust og ég treysti þeim til að þreifa fyr- ir sér í þessu máli. En aðalatriðið er að það var ekkert tilboð lagt fram. Eg fullyrði, að það hefði ver- ið bókað í fundargerð, hefði slíkt tilboð verið gert. Og ég hefði aldrei látið mér detta til hugar, að leggja fram eitt eða annað tilboð án þess að hafa til þess heimild frá ríkis- stjórninni, sem ég hafði ekki,” sagði Halldór Ásgrímsson. Halldór hefur sagt að Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra hafi farið með ósannindi, þegar hann sagði að á undirbúningsfundi embættismanna íslands og EB í lok mars 1990 hafi tilboð af þessu tagi verið lagt fram. Hannes Hafstein sagði við Morgunblaðið, að á fund- inum hefði áðurnefndri tölu verið varpað fram af hálfu Islendinga. Hannes sagði einnig, að þarna hafi verið urn könnunarviðræður að ræða, og formleg tilboð séu aðeins lögð fram á formlegum samninga- fundum. „Á þessum fundi var hreyft hug- mynd um skipti á jafngildum veiði- heimildum í litlum mæli. En and- rúmsloftið á fundinum var þannig, að af hálfu Evrópubandalagsins var þetta ekki talið koma til greina, til að greiða fyrir frekari viðskipta- ívilnunum fyrir íslenskar sjávaraf- urðir. Jón Baldvin Hannibalsson hefur sagt, að þetta hafi verið til- boð af Islands hálfu, en allir hljóta að geta séð, að það hefði ekki þjón- að nokkrum tilgangi að leggja fram eitthvað tilboð um tegundir og magn inni í slíku andrúmslofti,” sagði Halldór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.