Morgunblaðið - 03.12.1991, Page 16

Morgunblaðið - 03.12.1991, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 Þú og þínir geta áhyggjulaust ferðast með Héðinn-Schindler lyftum því nú tekur Öryggisþjónustan VARI á móti bilanatilkynningum utan skrifstofutíma og beinum neyðarboðum frá lyftum allan sólarhringinn og kallar tafarlaust út viðgerðarmenn efþörf krefur. Öryggi og þjónusta Lyngási 8 - Garðabær Telefax 91-653182 Si'mi 91-653181 VARI Sérhæfð alhliöa öryggisþjónusta Sími 91-29399 ORUGGAR LYFTUR ALLAN SOIARIIRINGINN Héðinn Schindler lyftur hf. og Öryggisþjónustan VARI eiga sameiginlegt áhugamál: öryggi þitt og þinna Reglubundið eftirlit tryggir öruggan og áfallalausan rekstur lyftunnar. Héðinn-Schindler lyftur hafa eðlilega haft stærstu markaðshlutdeild hérlendis á sviði lyftubúnaðar um árabil. Það gerir vandaður tæknibúnaður og góð þjónusta. Fólk treystir Héðinn- Schindler lyftum. ■ Neyðarvakt VARA allan sólarhringinn tryggirskjót viðbrögð verði bilun. • • Oryggisþjónustan VARI hefur lengur en nokkur annar aðili hérlendis, sérhæft sig í búnaði sem stuðlar að öryggi einstaklinga og fyrirtækja á markvissan og nútímalegan hátt. Fólk treystir VARA. Við stöndum saman og stuðlum að öryggi þínu Nú leggjast þessi fyrirtæki á eitt. Þau sameina hátæknibúnað í fremstu röð og þjónustu allan sólarhringinn og stuðla þannig að auknu öryggi lyftufarþega. HEÐINN Schindler lyftur hf. .. ■ 1 i 4rc$mtl w / \4etsölublað á hverjum degi! Þyrlukaupa- deilan eftir Gunnar Inga Gunnarsson Enn einu sinni stendur íslenzka þjóðin agndofa frammi fyrir hörmulegu sjóslysi. Atburðurinn hefur slegið landsmenn harmi og menn fyllast samúð með aðstend- endum hinna látnu sjómanna. Harminn og samúðina bera flestir í þegjandi æðruleysi. Þannig er íslenzk hefð. Landsmenn fengu að fylgjast með hluta þessa sorglega atburða í beinni útsendingu fjölmiðlanna. Á slysstað voru tekin viðtöl við nokkra björgunarmenn, sem stóðu daprir í bragði, eftir vanmáttuga björgunartilraun, sem hafði miste- kist. í einu viðtalinu kom fram, að nú hefðu íslendingar þurft að eiga stærri og betri þyrlu, þyrluna, sem menn hafa beðið eftir. Ekki var hægt að skilja orð björgunar- mannanna á annan hátt en þann, að með stórri og fullkominni björgunarþyrlu hefði verið unnt að koma í veg fyrir það, sem hafði gerzt. Örvæntingin, sorgin og samúðin settu af stað tilfinningastorma í kjölfar fréttanna. Fjölmiðlarnir blésu með. Hvers vegna var ekki búið að kaupa nýja og stóra þyrlu, eins og Alþingi hafði heimilað? Hver bar ábyrgðina á því? Stormurinn barst inn á. Alþingi. Þar gerði þingmaðurinn íngi Björn Albertsson hið sorglega slys að til- efni til að skamma stjórnvöld fyrir seinagang í þyrlumálinu. Áhorf- endur máttu skilja orð þingmanns- ins á þá lund, að framtaksleysi stjómvalda hefði átt þátt í því, að björgun hefði mistekizt! En stöldrum nú við og skoðum málið betur. Þegar slysið varð, áttu íslendingar bilaða þyrlu á ísafirði. Á sama tíma voru nothæfar þyrlur varnarliðsins til taks á Keflavíkur- flugvelli. Deila menn ekki um það, -hvenær og hvemig hefði átt að standa að útkalli þeirra? Gefum okkur nú, að ný og stærri björgun- arþyrla, í eigu Islendinga, hefði verið til taks, þegar slysið varð. Hvar hefði hún þá verið stödd? Hefði sú þyrla ekki getað verið á ísafirði og þá jafnvel biluð? Hefði nýja stóra þyrlan verið kölluð út fyrr en raun varð á og þá bara fyrir það eitt, að vera nýja stóra þyrlan okkar? Svari hver fyrir sig. Gefum okkur einnig að nýja stóra íslenzka þyrlan hefði verið kölluð út á réttum tíma. Hefði það tryggt björgun sjómaannnna? Þannig mætti stunda vangaveltur langtím- um saman. Þjóðina greinir ekki á um þörfina á góðum björgunar- þyrlum til að tryggja sem bezt öryggi sjómanna og annarra, sem lenda í háska. Ekki er heldur deilt um mikilvægi þess, að hafa sem bezt samstarf við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, varðandi Gunnar Ingi Gunnarsson „Undirritaður tilheyrir þeim hópi manna sem telur, að vandann eigi fyrst og fremst að leysa í náinni samvinnu við varnarliðið. Öryggi ís- lenzkra sjómanna verð- ur bezt tryggt með víð- tæku samstarfi við björgunarsveitir varn- arliðsins.” björgunarstarf á sjó og landi. Reynslan hefur kennt okkur það. Ekki deila menn heldur um nauð- syn þess að finna, sem allra fyrst, lausn á þessu brýna öryggismáli. En um hvað deila menn þá? Jú, það er deilt um leiðir. Undirritaður tilheyrir þeim hópi manna sem tel- ur, að vandann eigi fyrst og fremst að leysa í náinni samvinnu við varnarliðið. Öryggi ísienzkra sjó- manna verður bezt tryggt með víð- tæku samstarfi við björgunarsveit- ir varnarliðsins. Þeir munu hafa í sinni þjónustu fjórar stórar og vel- útbúnar þyrlur. Viðræður um slíkt samstarf munu standa fyrir dyr- um. Þar til niðurstaða í þeim við- ræðum fæst, er kolrangt að ijúka í þyrlukaup í tilfinningaham. Frumhlaup Inga Björns Alberts- sonar, alþingismanns, verður alls ekki til að tryggja framgang beztu lausnar á þessu máli. Þótt hann fari hamförum á Alþingi, eignast hann ekki þar með einkaleyfi á samúð með sorgmæddum aðstand- endum hinna látnu sjpmanna. Lausn þyrlumálsins snýst ekki um einstakar persónur eða einkahags- muni. Lausnin er stórt hagsmuna- mál allrar þjóðarinnar. Og lausnin þolir litla bið. Höfundur er læknir á Heitsugæstustöðinni í Árbæ. Ný útgáfa á Rubaiyat ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu ljóðabókin Rubaiyat eftir Omar Khayyam í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Bókin er gefin út í tilefni þess að 9. nóvember sl. voru liðin 90 ár frá fæðingu Magnúsar Ásgeirs- sonar. í kynningu útgefanda segir: „Omar Khayyam var persneskur og er talin fæddur árið 1048, en látinn árið 1131. Þessi ljóðabálkur hans hefur verið rómaður á Vesturlöndum fyrir ljóðræna feg- urð og ekki síður hinni hispurs- lausu lífsgleði sem kvæðin geisla af, eftir að Edward Fitzgerald kynnti hann í frægri þýðingu árið 1859. Ljóðaþýðingar Magnúsar Ás- geirssonar urðu afar vinsælar hjá almenningi og hafði hann mikil áhrif á þróun íslenskrar ljóðlistar. Þýðing hans á Rubaiyat birtist fyrst í heild árið 1935.” Páll Valsson ritar aðfaraorð í þessari nýju útgáfu sem er 71 bls. Bókin er prýdd 16 litmyndum af persneskum myndverkum frá 16. og 17. öld. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.