Morgunblaðið - 11.12.1991, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991
Forsætis- og fjármálaráðherra:
Forstjórar ríkisfyr-
irtælga ábyrgir fyrir
að rekstur standist
Morgunblaðið/KGA.
Eins og sjá má var mikil örtröð hjá bensínstöðvum borgarinnar
í gærdag og gærkvöldi vegna verkfallsins.
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra og Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra segja það hafa verið rætt í ríkissljórn með hvaða hætti
tryggja megi að framkvæmd fjárlaga næsta árs verði innan þess
ramma sem fjárlögin munu marka. Meðal þess sem er til skoðunar
í fjárinálaráðuneytinu er að auka ábyrgð forstjóra ríkisstofnana,
þannig að þeir verði ábyrgir fyrir því að þær stofnanir sem þeir eru
í forsvari fyrir, fari ekki fram úr fjárlögum. '
Dagsbrún:
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gærkveldi að það hefði vissulega
verið rætt að auka ábyrgð forstjóra
ríkisstofnana í fjármálalegu tilliti,
en hann kvaðst ekki eiga von á því
að útfærslan yrði það vel á veg
komin að koma mætti slíku ákvæði
inn í fjárlagafrumvarpið við þriðju
umræðu. „Ut af fyrir sig er ekki
nauðsynlegt að setja um þetta sér-
stakt lagaákvæði, því í raun bera
forstjórar ríkisfyrirtækja sjálfkrafa
ábyrgð á fjárhag rikisstofnana, en
þeir hafa aldrei verið látnir búa við
þá ábyrgð. Við höfum séð að þama
þarf að koma til aukin ábyrgð, því
iðulega eru það sömu aðilamir ár
eftir ár eftir ár, sem leika þann
leik að fara fram úr fjárlögum og
hafa þau að engu,“ sagði forsætis-
ráðherra.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra sagði að kappkosta þyrfti að
sá flati niðurskurður sem boðaður
hefði verið næðist í raun og vem.
„Því þurfum við að hafa ákveðið
kerfi sem getur fylgt þessu eftir.
Við höfum ýmis tæki og emm nú
byijaðir á þvi að rannsaka hvemig
við getum náð utan um þetta, með
því að hafa samband við fulltrúa
ráðuneytanna, sem hafa svo sam-
Verkfall
skollið á
VERKFALL Dagsbrúnar hjá
olíufélögunum hófst á miðnætti
sl. nótt og eru flestar bensín-
stöðvar borgarinnar því lokaðar
í dag. Deiluaðilar funduðu hjá
Ríkissáttasemjara í allan gær-
dag en án árangurs. Ríkissátta-
semjari reiknar ekki með að
boða deiiuaðila til sáttafundar á
næstunni.
Verktakar á bensínstöðvum
hyggjast hafa opið í dag en félag-
ar í Dagsbrún hafa sagt að þeir
muni reyna að koma í veg fyrir
það. Bensínstöðvar í nágranna-
sveitarfélögum borgarinnar verða
opnar.
„Við slitum þessum viðræðum í
kvöld og við sjáum ekki ástæðu
til að halda þessu lengur áfram,“
sagði Einar Oddur Kristjánsson
formaður VSÍ í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi. „Það var
greinilegt að Dagsbrún vildi fá
þessi verkföll sín. Þau munu standa
fram að jólum og ekkert við
að gera. Eg sé ekki að það sé
til þess að halda þessu áfram eða
hefja aftur viðræður fyrr en
nýju ári.“
Davíð Oddsson forsætisráðherra:
Tel öruggan þingmeiri-
hluta fyrir aðgerðunum
band við viðkomandi ríkisstofnan-
ir,“ sagði Friðrik.
Friðrik sagði að ríkið ætti
kannski erfitt um vik, vegna laga-
ákvæða um uppsagnir opinberra
starfsmanna. „En fyrir þá sem ekki
spila með og vilja ekki ná árangri,
verða náttúriega að vera einhver
viðurlög. Það er engin niðurstaða
komin í það mál í ráðuneytinu hjá
okkur, en þetta er allt til skoðun-
ar,“ sagði ijármálaráðherra.
Friðrik sagði að viðræður þær
sem nú færu fram við forsvarsmenn
ríkisstofnana ættu að tryggja áð
sömu menn kæmu ekki í upphafí
næsta árs og segðu að þetta eða
hitt væri útilokað.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist telja gagnrýni sveitar-
stjórna og Reykjavíkurborgar á efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinn-
ar eðlilega út af fyrir sig. Sveitarsljórnarmenn hafa harðlega
mótmælt þeim hluta aðgerðanna, sem skerða munu ráðstöfunarfé
sveitarfélaganna. Þá hafa sjómenn mótmælt harðlega skerðingu
sjómannaafsláttar og bændur hafa mótmælt því að greiðslur til
þeirra verði lengdar úr 10 mánuðum í 12.
Nýtt korta-
tímabii hafið
BJARNI Finnsson, formaður
Kaupmannasamtakanna, segist
gera ráð fyrir að allflestar versl-
anir hefji nýtt kortatímabil í dag,
11. desember, í stað 18. þessa
mánaðar.
Aðspurður sagðist Bjami vita til
þess að margar stærri verslanir
flýttu kortatímabilinu fram til 11.
desember. Þá hefði hann heyrt að
slíkt væri orðið mjög algengt í öðr-
um verslunum í desembermánuði.
Tilganginn sagði hann vera að
dreifa viðskiptum í verslunum fyrir
jólin þannig að auðveldara væri að
sinna aukinni eftirspum.
Davíð Oddsson segir að það
hefði verið betra að eiga viðræður
við sveitarfélögin, ef þess hefði
verið kostur. Það sé rétt hjá þeim
að ákvarðanir um ráðstafanir í
ríkisfjármálum hafi verið teknar á
síðustu stundu, „en það hefur nú
verið viðhorfíð við þessa tillögu-
gerð og það hljóta menn að sjá,
ef þeir horfa á þær allar, að allir
hljóta að verða að leggja sitt af
mörkum til þess að þetta takist,"
sagði forsætisráðherra.
Davíð sagði að þær álögur sem
sveitarfélögin þyrftu að bæta á
sig, væru ekki í svo ríkum mæli
að þau bæra þær ekki, „en vissu-
lega kallar þetta á visst aðhald hjá
þeim, eins og hjá öllum öðrum.
Eins og hjá ríki, fyrirtækjum og
einstaklingum. Sveitarfélögin era
því hluti af þessum stóra hópi sem
tekur þátt í því að axla þennan
vanda.“
Forsætisráðherra var spurður
hvort hann væri sannfærður um
að þingmeirihluti væri fyrir þeim
ráðstöfunum sem nú hefðu verið
kynntar, sérstaklega hvað varðar
þrengingu sjómannaafsláttar og
frestun hluta jarðgangagerðar á
Vestfjörðum: „Eg held að það leiki
enginn vafí á því að það sé þing-
meirihluti fyrir þessum aðgerðum
þegar þær verða afgreiddar. Form-
lega séð hefur aðeins einn aðili í
þingflokknum mótmælt frestun
Vestfjarðaganganna og annar sem
mótmælt hefur þrengingu sjó-
mannaafsláttar. Að sjómannaaf-
sláttur verði miðaður við þá daga
sem sjómenn era á sjó, var jú alit-
af hugsunin á bak við þennan af-
slátt. Ég held að hluti af þessum
mótmælum byggist á því að sjó-
menn telji að þessi þrenging þýði
miklu meiri skerðingu á afslættin-
um en fjármálaráðherra hefur sagt
að hún muni verða,“ sagði Davíð.
Davíð sagði að fjármálaráðherra
hefði lýst því yfir að skerðingin á
afslættinum myndi ekki nema
hærri upphæð en þegar hefði verið
nefnd, 200 milljónir króna. „Það
eru 200 milljónir af 1.500 milljón-
um sem sjómenn hafa í skattaaf-
slátt umfram aðrar stéttir," sagði
Davíð Oddsson forsætisráðherra.
Sjá viðbrögð við efnahagsað-
gerðunum á miðopnu.
------» ♦ »-----
Nafnvextir
lækka um
0,25-1,25%
SPARISJÓÐIRNIR, íslandsbanki
og Landsbanki íslands lækka
nafnve^ti í dag um 0,25-1,25%,
mismunandi eftir stofnunum og
lánaflokkum. Sparisjóðirnir
lækka vextina um 0,25-0,50% og
eru nú með sömu vexti á víxlum
og skuldabréfum og Búnaðar-
banki íslands, sem var með
lægstu vextina fyrir breyting-
una. Víxilvextirnir eru 15,5% og
skuldabréfavextir í b-flokki
16,25%, 0,75-1% la;gri en sam-
bærilegir vextir Landsbanka ís-
lands og íslandsbanka.
Landsbanki íslands lækkar víxil-
vexti úr 17% í 16,25% og vexti af
yfirdráttarlánum úr 20% í 19,25%.
Vextir skuldabréfa í b-flokki lækka
um 0,75% í 17,25% og vextir af
innlendum afurðalánum úr 17,75%
í 17%. Innlánamegin lækka vextir
á kjörbók úr 6,5% í 5%.
Islandsbanki lækkar vexti á víxl-
um úr 17% í 16,25%, yfirdráttarlán
lækka úr 20% í 19,75%, vextir á
skuldabréfalánum úr 17,75% í
17,25%, vextir á afurðalánum
lækka úr 16,25% í 15,50% og vext-
ir á viðskiptavíxlum úr 20% í
19,25%.
Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSI:
Grandvöllur að samningum og
6% raunvaxtastigi á næsta ári
næsta ári. Þetta teljum við grunn-
inn að kjarasamningum — kjara-
samningum sem grundvallast á
stöðugleika í gengismálum, engum
breytingum í kaupgjaldi og að
kaupmáttur launa verði sáralítið
skertur, þegar upp er staðið," sagði
Einar Oddur.
Aðspurður um harkaleg við-
brögð sjómanna vegna skerðingar
á sjómannaafslætti, sagði Einar
Oddur: „Við skiljum auðvitað þessi
viðbrögð, vegna þess að aliir þeir
sem verða fyrir skerðingu, þeim
sárnar auðvitað. En við skulum
bara líta á þá staðreynd að það er
ekki hægt að ná árangri í að
minnka útgjöld ríkisins, án þess
að það verði frá einhveijum tekið.“
EINAR Oddur JKristjánsson formaður Vinnuveitendasambands ís-
lands segir VSI telja að með þeim ráðstöfunum í rikisfjármálum,
sem kynntar voru á mánudag, í tengslum við fjárlagagerð, hafi
verið lagður grundvöllur að því að kjarasamningar geti tekist.
Hann segist einnig trúa því að þessar ráðstafanir muni leiða til
verulegrar raunvaxtalækkunar hér á landi og nefnir í þeim efnum
6% raunvaxtastig á næsta ári.
„Vinnuveitendasambandið telur
að þessi niðurskurður sé í flestum
tilvikum marktækur og við trúum
því að hann eigi að duga til_þess
að halda fjármálum ríkisins innan
nauðsynlegra marka á næsta ári,“
sagði formaður VSÍ í samtali við
Morgunblaðið í gær. Einar Oddur
sagði að þegar svona niðurskurður
á vegum ríkisins kæmi til fram-
kvæmda gerðist það auðvitað ekki
öðru vísi en þannig að margir
misstu spón úr aski sínum. „Þetta
er auðvitað enginn óskalisti fyrir
vinnuveitendur fremur en aðra, en
við lítum þannig á að heildarárang-
urinn sem næst með þessum að-
gerðum geti verið raunhæfur og
við teljum þetta mjög jákvætt. Við
trúum því að þetta geti orðið
grunnur að því að raunvextir á
Islandi geti farið mikið niður og
orðið svipaðir og í nágrannalöndum
okkar,“ sagði formaður VSÍ.
Einar Oddur sagði að hann teldi
að raunvextir gætu með þessum
ráðstöfunum lækkað niður í um 6%,
sem væri gríðarlega mikilvægur
þáttur í þessu dæmi. „Við leggjum
því mikla áherslu á að styðja þessa
viðleitni ríkisstjómarinnar, þó að
við vitum að þetta sé sárt fyrir
marga. Vegna þess að við lítum á
það þannig að þetta geti orðið lyk-
illinn að því að aðrar þjóðhags-
stærðir verði í lagi. Við höfum róið
að því öllum árum að hér verði
lægri verðbólga á næsta ári, en
áður hefur tíðkast og trúum því
að með samstilltu átaki geti verð-
bólga hér á landi orðið 2,5% á