Morgunblaðið - 11.12.1991, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991
Tilvera úr vatns-
melónusykri
Bókmenntir
Einar Falur Ingólfsson
Richard Brautigan: Vatnsmelónu-
sykur. Skáldsaga. Hörpuútgáfan
1991. Gyrðir Elíasson þýddi.
„Nóttin var syöl og stjörnurnar
rauðar. Mér varð gengið fram hjá
Vatnsmelónuverksmiðjunni. Þar er
það sem melónunum er breytt í syk-
ur. Safinn er pressaður úr vatnsmel-
ónunum og látinn krauma þar til
ekkert er eftir nema sykur, og síðan
vinnum við úr honum þetta sem við
eigum: tilveru okkar“ (44).
Einföld tilvera, gerð úr vatnsmel-
ónusykri. í þessari sögu Richards
Brautigans eru melónurnar mikil-
vægar og sykúrinn sá nýtist í margt;
hús eru gerð úr honum og jafnvel
rúðuglerið, melönusafi blandaður sil-
ungslýsi er fyrirtaks ljósmeti, og þar
sem sólin skín í mismunandi litum
eftir því hvaða vikudagur er, þá
ræktar fólkið í sögunni einnig mislit-
ar vatnsmelónur. Á þriðjudögum eru
til dæmis gullnar melónur, gráar á
miðvikudögum og svartar, hljóm-
lausar vatnsmelónur á fimmtudögum
- og þann dag heyrast engin hljóð
í söguheiminum. Frásagnarmátinn
er slíkur að allt virðist þetta sáraein-
falt og eðlilegt, og það sama má
segja um annað sem fyrir ber í hinum
ytri heimi sögunnar. Sögumaður
kann vel að meta svörtu melónumar
og þær henta vel i ákveðna hluti:
„Þegar þær eru skornar heyrist ekk-
ert hljóð, og þær eru mjög Ijúffengar.
Þær eru tilvaldar í hluti sem gefa
ekki frá sér hljóð. Ég man eftir
manni sem smíðaði klukkur úr svörtu
hljómlausu vatnsmelónunum og
klukkumar hans voru þögular.
Maðurinn gerði sex eða sjö svona
klukkur og svo dó hann.“
Richard Brautigan fæddist í Was-
hington-fylki í Bandaríkjunum árið
, 1935. Upp úr tvítugu fór hann að
senda frá sér ljóðabækur en skáld-
sögur hans sem komu út á sjöunda
áratugnum vöktu mikla athygii, ein
þeirra var einmitt Vatnsmelónusykur
sem kom út 1968. Frumleiki og efni-
stök Brautigans nutu ekki síst hylli
meðal ungs fólks, en þegar áhrif
hippatímabilsins svokallaða tóku að
dvína, þá dofnaði um leið áhuginn á
verkum Brautigans. Hann hélt þó
áfram að skrifa, en við fálegar undir-
tektir, og að lokum stytti hann sér
aldur haustið 1984. Síðustu árin hef-
ur sól Brautigans risið að nýju, um
hann em skrifaðar bækur, verk hans
endurútgefin og það er ákaflega erf-
itt, allt að því vonlaust, að fá keypt-
ar eldri útgáfur bóka hans í Banda-
ríkjunum í dag.
Vatnsmelónusykur gerist í einföld-
um heimi á einhveijum óræðum tíma,
en það yfirbragð magnar upp seið-
andi andrúmsloft frásagnarinnar þar
sem allar aðstæður virðast í fantasíu-
kenndum draumi. Aðsetur fólksins í
sögunni nefnist iDEATH, einhvers-
konar samyrkjubú þar sem fólkið
borðar gulrótakássu, r'æktar silunga,
og lifir ákaflega vernduðu lífí og vill
ekkert af vandamálum vita. Fólkið
er sælt í sínum nútíma, þar er allt
sem það þarfnast. Verri staður er
hin ógnvekjandi Gleymda Verk-
smiðja, staður þar sem haugar af
gleymdum hlutum, hlutum sem eng-
inn veit hvað er (einhverskonar rusla-
haugur frá okkar tíð) teygja sig
áfram mílu eftir mílu. Við Gleymdu
Verksmiðjuna búa inBOIL og félagar
hans, rustalýður sem flutti sig frá
iDEATH, fór að brugga viskí úr
gleymdum hlutum og hugsa um
fortíðina, orsök og afleiðingu. Þeir
eru helsta ógnin við fólkið í iDEATH
Egill Ölafsson og drauma-
sveitin á Hótel Borg
EGILL Ólafsson og draumasveit-
in mun koma fram og m.a. leika
lög af hinní nýju plötu Egils
„Tifa, tifa“ fimmtudaginn 12.
desember að Hótel Borg. Tón-
leikamir hefjast klukkan 22.
Ennfremur mun dúettinn „Við“,
sem skipaður er Kristjáni Frímanni
Kristjánssyni draumamanni og
Björgvin Gíslasyni gítarleikara
bjóða upp á ljóðrænan galdur - eins
og segir í frétt frá Hótel Borg.
Draumasveitina skipa eftirtaldir:
Ásgeir Óskarsson, Berglind Björg
Jónsdóttir, Björgvin Gíslason, Egill
Ólafsson, Hafaldur Þorsteinsson og
Þorsteinn Magnússon.
Ævintýri á jólanótt
Bókmenntir
Sigrún Klara Hannesdóttir
Olga Guðrún Árriadóttir
Ævintýri á jólanótt
Hlín Gunnarsdóttir myndskreytti
Iðunn, 1991.
Anna Sóley fær í jólagjöf, frá
ömrhu sinni eina af þessum
skemmtilegu kúium sem fyllast af
snjókomu ef þær eru hristar. Þetta
reynist ver töfrakúla og í gegnum
hana fer hún út í himingeiminn.
Þar ríkir sorg því jólastjörnunni
hefur verið stolið óg drengurinn
Bjarmi sem átti að gæta hennar er
í öhgum sínum. Saman leggja börn-
ín af stað í leit að stjörnunni en
eins og ge,rist í ævintýrum verður
þeim ýmislegt til hjálpar svo sem
sólskinsberin sætu sem geyma sól- leggja aðra stjömu sem kölluð er
arhitann til vetrarins, mjólkin úr Litla-Píslin. Þegar bömin bénda
tunglkúnni Mánamjöll og léttfeta- honum á hvað er að undrast hann
skómir sem amma Bjarma lánar til sitt eigið skilningsleysi. Það eina
ferðarinnar. íkornaengillinn eða sem þurfti til að halda lffi í Litlu-
flugtrítillinn kemur þeim líka til Píslinni og láta hana dafna var að
hjálpar og vísar þeim veg. sýna henni hlýju.
Þetta er mjög falleg saga — Texti Olgu Guðrúnar er fallegur
ævintýri sem ber þann boðskap að og litríkuri Sagan er spennandi frá
með kærleik sé hægt að bjarga Iffi upphafi til enda og eins og sönnu
og verma einmana, bitra sál. Það ævintýri sæmir endar hún vel.
er Durtur sem hefur stolið jóla- Myndirnar eru fíngerðar teikningar,
stjörnunni, og vegna kærleiksskorts flestar hringlaga, í daufum gráum
er hann að verða búinn að eyði- tónum sem hæfa ævintýrinu vel.
Richard Brautigan
eftir að síðasta talandi tígrisdýrið var
drepið.
Sögumaðurinn er nafnlaus og býr
einn í kofa skammt frá iDEATH.
Hann var áður myndhöggvari en er
nú að skrifa sína fyrstu bók, þá tutt-
ugstu og fjórðu sem er skrifuð á
staðnum. Að vísu eru milljónir af
bókum í Gleymdu Verksmiðjunni en
þær les enginn og nýtast þær einung-
is í eldivið. Sagt er frá ástum sögu-
mannsins og Pálínu, hressilegrar
stúlku í iDEATH, en inn í frásögnina
blandast Margrét fyrrum vinkona
hans og þau örlög sem henni eru
búin vegna þess að hún er leitandi
og hugsar um hluti sem aðrir vilja
ekki vita af. Hún fer til dæmis í
leiðangra inn á svæði Gleymdu Verk-
smiðjunnar, safnar gleymdum hlut-
um og veltir fyrir sér uppruna þeirra
og tilgangi. Yfír þessum heimi sam-
ræmis og vemdaðs sakleysis vokir
ógnin og skuggalegir atburðir ge-
rast, annaðhvort vegna ástar eða
haturs.
Vatnsmelónusykur er önnur skáld-
saga Brautigans sem kemur út í
þýðingu Gyrðis Elíassonar. Hin fyrri,
Svo berist ekki þurt með vindum,
kom út 1989. Þýðing Gyrðis er vönd-
uð og virðist gerð af mikilli virðingu
fyrir frumtextanum. Það ætti engum
að koma á óvart því menn hafa bent
á eitthvað sem kalla mætti andlegan
skyldleika með þessum tveimur höf-
undum. Stíllinn er ekki beint líkur
þeim sem Gyrðir skrifar; hann er
jafn seiðandi en einfaldur á einhvem
annan hátt og allt að því riaívur,
ekki auðugur af myndhverfingum,
en þar sem brugðið er upp myndum
þýðir Gyrðir sérstaklega failega: „Ég
vaknaði á undan Pálínu og fór í
smekkbuxurnar. Grár sólargeisli
smaug niðuna og lagðist hljóðlega á
gólfið. Ég fór og setti fótinn í geisl-
ann, og fóturinn varð grár“ (50).
Frágangur Vatnsmelónusykurs er
góður, drunginn í ljósmynd Nökkva
Elíassonar á kápu endurspeglar and-
rúmsloft textans á dularfullan hátt.
Nú er bara að vona að Gyrðir Elías-
son kynni frægustu skáldsögu
Brautigans, Trout Fishing in Amer-
ica, sem fyrst fyrir íslenskum lesend-
um.
NORRÆN BARNA-
BÓKAVERÐLAUN
Bókmenntir
Sigrún Klara Hannesdóttir
Norræn barnabókaverðlaun, Den
Nordiske Bornebogspris, hafa verið
.veitt frá 1985 og er það Norræna
skólasafnvarðafélagið, Nordisk
skolebibliotekarforening, sem veitir
verðlaunin. Þau má veita fyrir eitt
bókmenntaverk eða fyrir framlag til
barnabókmennta aimennt.
Skólasafnvarðafélög á Norður-
löndunum, á íslandi Félag skóla-
safnskennara, mega tilnefna tvö
verk frá hverju landi og síðan er það
þriggja manna nefnd sem velur úr
þeim. Frá íslandi voru að þessu sinni
send verk Guðrúnar Helgadóttur,
Sitji guðs englar, Saman í hring og
Sænginni yfir minni, og bækur Guð-
mundar Ólafssonar, Emil og Skundi
og framhald hennar, Emil, Skundi
og Gústi.
Frá upphafi hafa verðlaunin farið
tvisvar til Noregs og einu sinni til
hvers hinna landanna nema íslands,
en ennþá hefur enginn íslenskur
bamabókahöfundur fengið þessa
viðurkenningu. í fyrsta sinn sem
verðlaunin voru veitt komu þau í
hlut Mariu Gripe sem er vel þekkt
á íslandi fyrir bækur sínar um Húgó
og Jósefínu, Náttpabba, Elvis og
Sesselju Agnesi, en það var einmitt
fyrir bókina um Sesselju Agnesi sem
viðurkenningin var veitt. Arið 1986
fékk Tormod Haugen verðlaunin.
Haugen hefur síðan fengið H.C.
Andersen-verðlaunin sem Alþjóð-
legu barnabókasamtökin, IBBV,
veita og hafa verið kölluð litlu Nó-
belsverðlaunin. Árið 1987 fóru norr-
ænu verðlaunin til Kaarina Helakisa,
finnsks rithöfundar, fyrir framlag^
til barnabókmennta. Árið eftir fékk
Mette Newth verðlaunin fyrir bókina
„Bortforelsen" og Sven Otto S. frá
Danmörku hlaut verðlaunin 1989.
Sven Otto er vel þekktur hér á landi
til dæmis fyrir myndskreytingar sín-
ar á Grimmsævintýrum. Mats Wahl
frá Svíþjóð fékk svo verðlaunin árið
1990 fyrir bókina „Maj Dalin“.
Nýverið var úthlutað verðlaunun-
um fyrir árið 1991 og var það fær-
eyska bókin Hrossin í Skorradal sem
hlaut viðurkenninguna. Þessi viður-
kenning er að_ því leyti sérstök að
höfundurinn, Ólavur Michelsen, er
látinn fyrir margt löngu. Sagan um
Hrossin í Skorradal kom út í smá-
sagnasafni Ólavs, Brögð og björg,
árið 1978, árið sem hann dó. Ólavur
fæddist 1933 á Suðurey í Færeyjum
og var lengst af kennari, en jafn-
framt tók hann virkan þátt í stjórn-
málum og félagsmálum í heimalandi
sínu. Hann var ritstjóri 14. septemb-
ers, blaðs þjóðveldisflokksins, í 15
ár. Auk þess tók hann þátt í undir-
búningi að byggingu Norræna húss-
ins í Færeyjum svo eitthvað sé nefnt.
Í grein sem Gunnar Hoydal skrifar
um skáldið í tilefni verðlaunanna er
til þess tekið að þegar hann fæddist
Ólavur Michelsen
hafi danskan verið opinbert mál í
Færeyjum. Þetta breyttist þó árið
1938 að leyfilegt var að nota fær-
eyskuna í skólum.
Verðlaunasagan Hrossin í
Skorradal (Rossini á Skoradali) með
myndskreytingum Danans Eriks
Hjorth Nielsens var gefin út af För-
oya lærarafelag 1990 og kom þá
samtímis út á dönsku, íslensku og
þýsku. íslenska þýðingin var gerð
af Hirti Pálssyni. Sagan er ævisaga
færeysks hests sem kallast Rauður.
Hann er glæsilegur fyrirliði, ótaminn
á heiðum uppi, en fégráðugir
hrossaprangarar gelda hann og selja
síðan til Bretlands. Þar er hann not-
aður í kolanámum til að draga
vagna. Þegar hann hefur verið blind-
aður fær hann loks innri frið og
getur rifjað upp fornar sælustundir.
Talið er að höfundurinn hafi séð í
hestinum tákn fyrir Færeyjar, tákn
um frelsi og stolt, sem samt verður
að láta bugast undan ofureflinu.
Sagan er átakanleg og myndirnar
undirstrika lífsbaráttu þeirra sem
hlekkjaðir þrá frelsið, en fá ekki að
njóta þess nema í draumi.
-----♦ ♦ ♦--
Aðventu-
tónleikar
Selkórsins
Aðventutónleikar Selkórsins
verða í Seltjarnarneskirkju mið-
vikudaginn 11. desember kl.
20.30.
Á efnisskrá eru kirkjuleg lög frá
ýmsum löndum. Einnig verk eftir
Mozart sem flutt verða ásamt
strengjasveit. Einsöngvari með
kórnum er Magnea Tómasdóttir.
Stjórnandi Selkórsins er Jón Karl
Einarsson. _ .... . ,
(Frettatilkynning.)
NÝ ÚTGÁFA SÓLARLJÓÐA
BOKAUTGAFA Menningarsjóðs
og Bókmenntafræðistofnun Há-
skóla Islands hefur gefið út Sólar-
ljóð. Njörður P. Njarðvík dósent
sá um útgáfu Sólarljóða, skýrir
þau og fjallar um túlkun þeirra
og sögu. Bók þessi er 10. bindi í
flokknum íslensk rit, en honum
ritstýra Davíð Erlingsson og
Njörður P. Njarðvík.
Sólarljóðum og útgáfunni er m.a.
þannig lýst á bókarkápu: „Sólarljóð
eru kaþólskt helgikvæði eftir ókunn-
an höfund' á 13. öld og virðast lengi
hafa verið lítt eða ekki þekkt. Þeirra
er ekki getið í rituðum heimildum
fyrr en komið er fram á 17. öld, og
frá sama tíma eru elstu varðveitt
handrit.
Sólarljóð eru eitt stórbrotnasta
trúarljóð sem ort hefur verið á ís-
lenska tungu. Það birtir í senn ka-
þólska heimsmynd og leiðsögn um
þann heim. Sá sem kunni Ijóðið og
tileinkaði sér boðskap þess átti að
rata- um refilstigu lífsins, átti að
kunna að deyja og átti að hafa feng-
ið nægilega yfirsýn yfir tilveruna
handan dauðans til að geta fetað sig
þar áfram allt til eilífrar sáluhjálpar
vegna fyrirheits frelsarans um hjálp-
ræði. Njörður P. Njarðvík hefur
unnið að rannsóknum á Sólarljóðum
um árabil og birtir hér niðurstöður
sínar. Hann skýrir kvæðið og túlkar
það, og fjallar ítarlegar um það en
áður hefur verið gert. Hann gerir
grein fyrir byggingu Sólarljóða,
kvæðisheild, efnislegu samhengi,
trúarhugmyndum, táknmáli og fleiri
atriðum, og er sú umfjöllun í senn
fræðileg og persónuleg, sérstaklega
í hinum mýstísku hlutum og þekk-
ingu höfundar, um aldur þess og
varðveislu, og gerir grein fyrir skoð-
unum fyrri fræðimanna á kvæðinu,
byggingu þess og aldri.“
Sólarljóð eru 232 blaðsíður að
stærð í þessari nýju útgáfu. Bókin
er unnin í Prentsmiðju Hafnarfjarð-
ar, en kápu gerði Hringur Jóhannes-
son, listmálari.
Njörður P. Njarðvík