Morgunblaðið - 11.12.1991, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991
Margrét Guðmunds
dóttir - Minning
Fædd 27. september 1988
Dáin 4. desember 1991
Frá haustinu 1989 og í tæpt ár
vorum við saman og lékum, sung-
um, hlógum og grétum. Þessi hópur
var ég, Steinunn, Ámi, Margrét,
Marta, Hekla og Olafur Steinar og
við kölluðum heimilið Binnuborg.
Þótt dagmömmustarfið hafi oft ver-
ið erfitt þá gaf það líka ótrúlega
mikið að sjá alla þessu litlu einstakl-
inga vaxa og þroskast.
Nú er Steinunn, dóttir mín, tæp-
lega þriggja ára og segir að besta
vinkona sín sé Margrét. Hvemig
er hægt að útskýra fyrir litlu bami
að besta vinkonan, rétt rúmlega
þriggja ára, sé dáin og að þær geti
ekki leikið sér meira saman. Mar-
grét sem alltaf sagði: „Já, gemm
það“ með Iöngu jái ef stungið var
upp á einhverjum leik. Hún var
ýkjulaust afskaplega jákvætt og
auðvelt bam að passa og oft hafði
ég orð á því að hægt væri að hafa
tíu böm á Binnuborg ef þau væru
öll jafn meðfærileg og Margrét.
Þótt vinir hennar séu of ungir
til að skilja þennan missi, þá kemur
stórt skarð í vinahópinn og hennar
verður sárt saknað.
„Elsku Kalli pabbi og Stína
mamma" eins og Margrét var vön
að segja, ég vona að þið séuð nógu
sterk til að standast þessa eldraun.
Við stöndum öll með ykkur af heil-
um hug.
Binna
Hljótt er inni, úti kyrrð og friður,
aðeins regnið drýpur niður,
yfir þurran, þyrstan svðrð.
Nóttin heyrir bænir alls, sem biður
við bijóstin þín, móðir jörð.
Allir hlutu einn og sama dóminn.
Alla þyrstir, líkt og blómin,
hverja skepnu, hverja sál.
Um allar byggðir blikar daggarljóminn,
bláma slær á sund og ál.
Öllum sorgum sínum hjartað gleymir.
Svalinn ljúfi um það streymir,
eins og regn um sviðinn svörð.
Blómin sofna, bömin litlu dreymir
við bijóst þín, móðir jörð.
(Davið Stefánsson frá Fagraskógi)
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur til ástvina Margrétar.
Börn og starfsfólk
Laufásborgar.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast yndislegrar frænku
minnar, Margrétar Guðmundsdótt-
ur, sem lést síðastliðinn miðviku-
dag, nýorðin þriggja ára, eftir að
hafa veikst hastarlega á þriðjudags-
morgun. Ég varð þeirrar ánægju
aðnjótandi að fá að búa með henni
og foreldrum hennar undanfama
tvo mánuði og kynnast henni vel.
Hún var einkabam foreldra
sinna, Kristínar Pálsdóttur og Guð-
mundar Karls Amarsonar, og
þeirra ljós og yndi. Nú syrgja þau
hana sárt. Óll þeirra framtíðar-
áform vom miðuð við að gera hag
hennar sem mestan.
Þegar ég kom heim á kvöldin sat
hún yfirleitt í fanginu á Stínu
mömmu eða Kalla pabba, hamingj-
usöm og sæl.
Margrét litla var einstaklega ró-
legt bam og gat setið tímunum
saman við cið mála myndir, leika
sér eða syngja. ^
Þó hún sé nú horfin frá okkur
mun minningin um hana lifa björt
og hlý í huga okkar um ókomna
framtíð.
Um leið og ég þakka henni sam-
vemna á Skólavörðustígnum bið ég
guð að geyma hana og styrkja for-
eldra hennar í þeirra miklu sorg.
Dósi frændi
Margrét er fallin frá aðeins
þriggja ára gömul. Fallegar minn-
ingar um einstaklega yndislegt bam
fá mig til þess að festa þessar línur
á blað.
Áður en ég kynntist Margréti
hafði ég heyrt margar sögur af
því, hvað hún væri skýr og
skemmtilegt bam. Margréti hitti ég
ekki oft, en best kynntist ég henni
í sumarbústað við Þingvallavatn í
sumar, þar sem hún var gestur fjöl-
skyldu minnar um verslunarmanna-
helgina. Þar vann hún hug og hjörtu
allra með hlýrri framkomu sinni,'
spumingum og fullyrðingum, en
hún var ófeimin, ræðin og skemmti-
leg. Hún hafði lifandi áhuga á því,
sem fyrir hana bar og gleði hennar
var fölskvalaus.
Margrét var óvenjulega bráð-
þroska og efnilegt bam. Það er
sárt að sjá á eftir svo ungum gleði-
gjafa, en minningin um Margréti á
eftir að lifa með þeim, sem kynnt-
ust henni. Megi þessi fagra minning
veita styrk öllum þeim, sem nú eiga
um sárt að binda vegna fráfalls
hennar.
Ég vil færa foreldrum og öðmm
aðstandendum Margrétar innileg-
ustu samúðarkveðjur mínar og fjöl-
skyldu minnar.
Guðrún Sveinsdóttir
Ég kynntist Möggu fyrst þegar
Stína mamma kom með hana undir
belti til Beriínar í júlí 1988. Geisl-
andi af stolti og eftirvæntingu sýndi
hún mér dýrðina og við systumar
urðum ásáttar um að kúlan væri
hvort tveggja í senn fagurlega
sköpuð og mátuleg fyrirferðar.
Hún systir mín blómstraði og
Dómhildur, eins og margir kölluðu
hana þá, óx og dafnaði.
27. september fékk ég að vita
að lítil stúlka væri komin í heiminn
pg skömmu síðar dreif ég mig til
íslands.
í þijú ár gat ég fylgst með Möggu
þroskast í yndislegustu manneskju
sem ég hef kynnst, Okkur í fjöl-
skyldunni bar öllum saman um að
hún væri sérdeilis vel heppnuð, ef
ekki beinlínis of góð. Magga frænka
trúði mér líka fyrir því að hún ætti
besta pabbann í heiminum og það
fór ekki framhjá neinum að Stína
mamma skipaði álíka sess. Mér
fannst ánægja Stínu og Kalla með
Margréti sína endurspeglast í skap-
gerð hennar sjálfrar.
Ég sé hana fyrir mér brosa á
sinn fallega og einlæga hátt og
ósjálfrátt grípur mig löngun til að
taka þessa elsku í faðminn og
stijúka í burtu veikindin, sem höfðu
skyndilega dauða hennar í för með
sér. Líf Möggu var sjálfsagður hluti
af tilveru okkar hinna og það er
sárt að þurfa að horfa á eftir þess-
ari yndislegu litlu mannveru.
Samúð mín með Kalla og Stínu
á sér engin takmörk. Elskumar
mínar, mér þykir svo vænt um ykk-
ur. Það huggar að eiga um Mar-
gréti svo ljúfar minningar.
Sigrún systir
Þegar staðið er andspænis því
að þurfa að kveðja hinsta sinni
manneskju sem var manni jafn kær
og hún Magga mín var mér, duga
orðin skammt. Þau tæplega tvö ár
sem við bjuggum undir sama þaki
miðlaði hún mér af hjartagæsku
sinni og kátínu, enda hafði hún nóg
af hvoru tveggja. Hún var hamingj-
usöm alla sína stuttu ævi, og
endurgalt þá ást og hlýju sem Kalli
og Stína veittu henni svo ríkulega.
Engu bami hefi ég kynnst hvorki
fyrr né síðar, sem bjó yfir eins já-
kvæðri útgeislun og Magga. Hún
gjörbreytti viðhorfí mínu til bama
yfirleitt og vakti hjá mér þrá til að
eignast einn dag bam jafn yndislegt
og hún var. Stína og Kalli vom
henni foreldrar sem ég held að öll
böm myndu óska sér. Þau unnu
markvisst að því að gera hennar
hérvistardaga sem hamingjuríkasta
með óþijótandi ást og umhyggju.
Magga var með afbrigðum skýr
og skynsöm stúlka. Hún hafði
ánægju af því að vera vel til höfð
og skildi frá fyrstu tönn mikilvægi
þss að þvo sér vandlega kvölds og
morgna. Þó vafðist það fyrir henni
hvers vegna ekki mátti klæðast
sparifötunum alla daga en sætti sig
við það vandræðalaust. Hún var
vinmörg enda laðaðist fólk að henni
og voru það ófá mannanna hjörtu
sem hún bræddi með framkomu
sinni. Hún var tilfinninganæm, full
af ást og væntumþykju sem tengdi
okkur sterkum böndum.
Að hafa fengið að umgangast
Möggu mína og kynnast henni eins
náið og raun bar vitni fæ ég seint
þakkað. Hennar skarð í mannheimi
verður seint fyllt og sorgin sem því
fylgir að hafa misst eitthvað svo
yndislegt ristir djúpt.
Megi algóður guð styrkja Stínu
og Kalla í þeirra miklu sorg. Minn-
ingin um Möggu lifír í minningu
okkar allra. stulli fræn(li
Gyða Guðmunds-
dóttir - Minning
Jónas H. Ingimund-
arson - Minning
Fæddur 2. janúar 1931
Dáinn 2. desember 1991
Fædd 7. janúar 1917
Dáin 29. nóvember 1991
Elsku amma Gyða er dáin. Þó
dauði hennar hafi ekki komið á
óvart og kannski verið það besta
fyrir hana, þá erum við nógu eigin-
gjöm til þess að óska þess að við
hefðum fengið að hafa hana hjá
okkur örlítið lengur.
Amma Gyða var án efa óeigin-
gjamasta og jákvæðasta manneskja
sem við höfum þekkt. Hún var allt-
af fyrst og síðast að hugsa um
aðra en sjálfa sig. Enginn mátti
fara frá henni án þess að þiggja
eitthvað og aldrei taldi hún eftir sér
að sauma föt á okkur krakkana eða
gera hvað sem var fyrir okkur þó
hún væri oft lúin. Þolinmæði henn-
ar var líka alveg endalaus og það
þótt hún væri lengi vel með fullt
af bömum í kringum sig allan lið-
langan daginn þar sem hún starf-
aði lengi sem dagmamma. Okkur
eru í fersku minni öll skiptin sem
amma kom æðandi með strætó í
heimsókn en fimm mínútum síðar
stóð hún upp og þurfti endilega að
ná næsta vagni heim aftur. Svona
var hún alltaf á fleygiferð og
óþreytandi við að heimsækja okkur
þó við væram ekki alltaf jafn dug-
leg að endurgjalda henni heimsókn-
imar. Seinni árin eftir að við krakk-
amir fengum bílpróf varð það að
þegjandi samkomulagi að amma
stoppaði aðeins lengur og við keyrð-
um hana heim í staðinn. Það var
líka gott að eiga ömmu í nágrenn-
inu þegar við systumar hófum nám
í Kennaraháskóla íslands haustið
1988. Þá röltum við stundum til
hennar í hádeginu og fengum mjólk
og brauð og hinar ómissandi loft-
kökur sem amma var fræg fyrir.
Fyrir einu og hálfu ári þurfti
amma að gangast undir höfuðupp-
skurð. Eftir þann uppskurð gat hún
ekki hreyft sig nema að litlu leyti
og dvaldist lengst af á Grensásdeild
Borgarspítalans. Hún var þó að
öðra leyiti við sæmilega heilsu þar
til hún veiktist illa sl. sumar en þá
var tvísýnt um líf hennar. Við eram
þakklát fyrir að hafa þó fengið að
hafa hana hjá okkur þessa mánuði
í viðbót því bæði upplifði hún mestu
hamingjustund okkar systranna
með okkur þegar við giftum okkur
báðar í sumar og eins fékk hún að
sjá meira af fyrsta langömmubam-
inu sínu henni Rakel Maríu sem
fæddist þann 8. maí á þessu ári.
í byijun nóvember var amma
flutt á Heilsuvemdarstöðina þar
sem hún veiktist skömmu síðar og
dó þann 29. nóvember. Undir það
síðasta var hún mjög þjáð og var
dauði hennar því sannkallaður líkn-
ardauði. Við viljum þakka starfs-
fólki langlegudeildar Heilsuvemd-
arstöðvarinnar kærlega fyrir góða
umönnun, eins starfsfólki á deild
E6 á Borgarspítalanum og síðast
en ekki síst starfsfólki Grensás-
deildar þar sem hún dvaldist lengst
af þetta eina og hálfa ár.
Þótt amma sé nú farin frá okkur
fyrir fullt og allt, þá er það víst að
við munum varðveita minningu
hennar með þeim dýrmætustu sem
við eigum. Við hugsum til baka
með þakklæti fyrir þær yndislegu
stundir sem við upplifðum með
ömmu, hún lifir áfram í hugum
okkar.
Bryndís, Gyða Björk og ísak.
Kallinu verður hver að hlýða á
þeirri stundu sem það kemur. Þetta
veit hver sjómaður og hver sá sem
leiðir hugann að hverfulleik lífsins.
Þegar kallað var „klárir“ á síldar-
bátnum Keili frá Akranesi árið 1959
vissi hver maður hvað kallið þýddi.
Jónas Högni eða Högni eins og hann
var kallaður daglega hafði sannar-
lega lag á að gera okkur undirmönn-
um sínum ljóst hvernig bar að gegna
kallinu, og hvemig störfum var best
fyrirkomið við hæfi hvers og eins.
Okkar fyrstu kynni urðu þetta
sumar, traust og vinátta skapaðist
milli allra þeirra sem þama vora í
áhöfn. Undirritaður hefur notið
handleiðslu þeirra sem vora í áhöfn-
inni á lífsferlinum og oft vitnað til
þess hvemig að verkum var staðið á
mb Keili A.K.92.
Högni er fjórði úr þessari áhöfn
sem horfin er úr þessum heimi. Þeg-
ar horft er til baka lifir eftir mynd
af samtaka sveit vaskra sjómanna
sem unnu þjóðinni og fjölskyldum
sínum til heilla og buðu í byrginn
hveijum þeim vanda sem að steðjaði.
Það er sagt að eitt sinn skuli hver
deyja, og rétt er, að óijúfanlegt er
að dauði fylgir lífi.
Högni starfaði hjá Sementsverk-
smiðju ríkisins frá árinu 1968 til
dauðadags. Hann var stilltur vel og
dagfarsprúður, glettinn og iðjusamur
en flíkaði ekki tilfinningum sínum
og kvartaði aldrei.
Frá því að sá sem þetta ritar fór
að hafa opinber afskipti hvatti Högni
mig, studdi og ráðlagði, fyrir það og
margt annað er mér þakklæti í hug.
Þegar leiðir okkar lágu saman að
nýju þegar hann réðst til starfa hjá
Sementsverksmiðju ríkisins end-
umýjuðust þau tengsl frá 1959 sem
áður er getið. Ekki síst fyrir það að
eiginkonur okkar vora samstarfskon-
ur um nokkurra ára skeið og þeirra
í milli er traustur vinskapur. Þessi
orð eru rituð sem þakklætisvottur
fyrir góða viðkynningu en ekki til
að rekja lífshlaup.
Högna vkr ljóst að kallið gat kom-
ið hvenær sem var, hann gekk ekki
heill til skógar og hafði farið í að-
gerð vegna þess sjúkdóms sem hann
gekk með. Laugardaginn 16. nóv-
ember fóru þau hjón Ebba og Högni
í góðum vina hópi í skemmtiferð til
að njóta lífsins, þessi ferð var ákaf-
lega vel heppnuð og þeim öllum til
ánægju.
Mánudagsmorguninn þann 18.
nóvember þagar Högni var að búa
sig undir eril vikunnar kom kallið.
Hann hné niður og var fluttur í
skyndi á sjúkrahús Akraness. Þær
ströngu stundir sem nú fóru í hönd
þar til yfir lauk þann 2. desember
hafa verið þrautatími fyrir eiginkonu,
böm, ættingja og vini.
Góður drengur er kallaður úr þess-
um heimi löngu fyrir aldur fram.
Við hjónin þökkum samfylgdina og
vottum Ebbu, Lilju, Magnúsi og öll-
um vandamönnum okkar innilegustu
samúð.
Edda og Gísli
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til-
vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar
getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning-
argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.