Morgunblaðið - 11.12.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.12.1991, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991 Stefán E. Einars- son - Minning' Vönduð japönsk gæðaúr á frábæru verði I kr. 4.940 Fáanleg gyllt eöa tvílit, silfur og gulllituö, meö svartri eöa hvítri skífu. Fást hjá úrsmiöum Fæddur 3. ágúst 1986 Dáinn 3. desember 1991 Það má segja að skammt sé stórra högga á millj á litlu deildinni okkar á Múlaborg. í sumar misstum við ísak Fannar og nú missum við Stefán Erling líka. Stefán Erling byijaði á sérdeild Múlaborgar í október 1988 og var því á sínum síðasta vetri hjá okkur. Stebbi, eins og hann var kallaður, var orðinn 5 ára, yndislegur ljóshærður strák- hnokki, sem sífellt var að koma okkur skemmtilega á óvart hvað andlega getu snerti. Hann var svo mikill „sjarmör" að hann gat heillað okkur allar upp úr skónum og erf- itt var að neita honum um nokkurn hlut. Stebbi hafði líka svo sterkan persónuleika á sinn sérstæða hátt að hans skarð verður vandfyllt og ákveðið tóm hefur skapast á deild- inni og erfitt verður að skilja að hann komi ekki framar til okkar með rútunni á morgnana. En mitt í öllum okkar söknuði finnum við samt hvað Stebbi gaf okkur geysi- mikið þessi ár sem við fengum að hafa hann og það verður aldrei frá okkur tekið. Elsku Sigga, Einar, Pálmi og Thelma. Eins og venjulega verða öll orð svo fátækleg á svona sorgar- stundum. Stebbi var nýbúinn að sigrast á mjög erfiðum veikindum þegar dauða hans bar svo brátt að. Það er sagt að vegir guðs séu órann- sakanlegir og maður skilur því ekki alltaf tilgang lífsins eða veit hvers biðja ber. Sá sem öllu ræður hefur ætlað Stebba annað hlutskipti og það verðum við sem eftir lifum að sætta okkur við. Minningamar um Stebba, sem var svo einstakur og yndislegur, eigið þið eftir og þær munu lýsa ykkur um ókomin ár. Fyrir hönd okkar allra á sérdeild Múlaborgar sendi ég ykkur og öll- um ástvinum Stebba innilegustu samúðarkveðj ur. Megi guð styrkja ykkur og styðja. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Borghildur Thors, yfirþroskaþjálfi. Mig langar til að minnast Stefáns litla, sem var rúmlega tveggja ára gamall þegar leiðir okkar lágu sam- an. Stefán vakti strax í upphafi kynna okkar sterkar og notalegar tilfinningar hjá mér. Ég gerði mér fljótt grein fyrir að áhrifin sem ég varð fyrir í gegnum dagleg sam- skipti mín við Stefán, yrðu mér dýnnæt og varanleg. Ég heillaðist mjög af þessum litla dreng, hann var blíðlyndur, feiminn, en ákveðinn og duglegur, hann tre- ysti takmarkalaust fólki sem hann var í tengslum við. Það er sagt að fegurðin komi innanfrá, Stefán átti til hreina feg- urð, sanna fegurð, sem snerti við- kvæma strengi og yljaði, hann krafðist einskis á móti. Stefán átti fallegt heimili og ynd- islega fjölskyldu, hann naut mikils ástríkis, og aðeins það besta var nógu gott fyrir Stefán. Mikil unun var að sjá hve sam- hentir foreldramir voru og tengslin sterk milli þeirra og barnanna. Það var sl. vor, það var komið miðnætti, kyrrð var að færast yfir mannlífið, ég var að tygja mig til heimferðar. Áður en ég hélt út í bjarta vomóttina, fór ég upp í her- bergi til Stefáns, hann svaf væmm svefni, ég horfði á hann í nokkrar mínútur, og gat ekki stillt mig um að stijúka hlýjan vangann. Jafnvel þó þessi litli drengur væri sofandi, þá færðist yfir mig notalegur friður við að horfa á hann og stijúka honum blíðlega um vang- ann. Núna er komið að því eina mið- nætti í lífi Stefáns, sem skiptir sköpum í tilvem okkar allra. Ég ★ GBC-Pappírstætarar Þýsk framlelðsla Ýmsar stœrðir og gerðlr fáanlegar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 ADEC strýk ekki hlýjan vangartn hans aftur, en í huga mínum á ág mynd, skýra fallega mynd af yndislegum, blíðum, litlum glókoll, sem gaf mér það sem ekkert fær afmáð. Ég á oft eftir að láta hugann staldra við þessa mynd, og ýlja mér við minningamar sem hún vekur. Litla Stefáni þakka ég fyrir allar stundirnar sem við áttum saman í þessu lífi, hann færði mér ávallt birtu og yl á köldum vetrardögum. Einar, Sigga, Pálmi og Thelma, aðrir ættingjar og vinir, ég votta ykkur samúð mína og bið guð um að veita ykkur styrk og huggun, til að takast á við þann mikla sökn- uð og harm sem þið berið í bijóstum ykkar. Guðrún A. Kristjánsdóttir Lífið er skrítið og erfitt að skilja. Við emm heppin ef við fæðumst heilbrigð og allt saman er í lagi. En svo fæðast börn sem em fötluð, en það er ekki nóg, oft fylgir því að þau em veikburða og það að sjálfsögðu misjafnlega mikið. Mað- ur spyr: Hvers vegna er ekki nóg að börnin fæðist fötluð, þurfa þau líka að vera veik? Hvers vegna? Þessari spumingu fáum við sjálf- sagt aldrei svarað. Stebbi litli var aðeins fimm ára og vissi alveg hvað hann vildi þó svo að hann gæti ekki talað þá bara benti hann á hlutina. Eins var hann fullfær um að sýna hvort hann var ánægður eða mislíkaði eitthvað. Stebbi litli byijaði á Múlaborg á sérdeildinni fyrir fötluð böm fyrir þremur ámm, ári seinna vomm við foreldrarnir orðnir mjög góðir vinir enda áttum við mikið sameiginlegt: Bömin okkar . .. Eitt kvöldið þegar ég kom í heimsókn var Stebbi litli vakandi og þá heltók hann mig al- veg, hann var með kubbana sína að byggja tuma svo það endaði með því að ég var farin að byggja með honum. að því loknu fór ég að toga í puttana og tæmar á hon- um og hann var alveg dolfallinn enda mátti ekki hætta, þá togaði hann alltaf í hendurnar á mér. Stebbi var mikil persóna, maður gat bráðnaðn gjörsamlega fyrir honum. Eitt sinn hringdi mamma hans í mig og sagði mér að Stebbi hefði klifrað niður úr rúminu sjálf- ur. Þá vissi ég að hún var ekki með fætuma á jörðinni af ánægju, því að allar framfarir hjá fötluðum bömum em alveg rosaleg upplifun. Á einu ári þroskaðist Stebbi mik- ið og sýndi miklar framfarir, það var alveg ótrúlegt hvað hann var duglegur. Stebbi var oft mikið veik- ur og vom þá foreldrar hans með vaktaskipti á spítalanum, en yfir- leitt leið ekki langur tími þar til hann var kominn heim aftur. Það vildi svo til að við vomm stödd heima hjá Stebba þegar hann veikt- ist skyndilega og farið var með hann á spítala. Ekki bjóst maður við því að þetta væri hans síðasta ferð þangað, við héldum að hann kæmi heim eins og alltaf og myndi vinna á sínum veikindum og allt myndi verða í lagi. En nú er Stebbi kominn til Guðs og við vitum að Guð vemdar hans hreinu sál, læknar hann svo hann geti hlaupið og gert allt það sem honum hefur langað til, en ekki getað. Það er lítið hægt að segja eða hugga í svona mikilli sorg. En minn- inguna um litla ljóshærða snáðann varðveitum við í bijósti okkar. Elsku Einar, Sigga, Pálmi og Thelma og aðrir aðstadendur. Við hjónin vottum okkar dýpstu samúð, megi Guð gefa ykkur öllum styrk og hjálpa ykkur í gegnum þennan erfiða tíma. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson) Halldóra, Hjálmar og fjölskylda. Veit ég að þú Ijúfur lifír ljóss í ríki, er dvöl þér vís. Vaki drottinn æ þér yfir englum hjá í Paradís. (E.B.) I dag viljum við kveðja Stebba litla, vininn okkar svo bjartan með brosið sitt blíða. Lítinn dreng sem nú hefur fengið hvíld frá erfiðum sjúkdómum og leikur nú með Guðs englum. Stebbi litli var alinn upp í ástríki foreldra sinna og systkina sem vakin voru yfir velferð hans. Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má, Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá. Htyggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. (H.P.) Elsku Sigga, Einar, Pálmi Þór og Thelma Sif. Guð geymi ykkur og gefi ykkur trú og styrk. Harpa, Nonni, Tara Lind og Karólína Iris. Til minningar um elskulegan frænda, sem guð tók í faðm sinn eftir langa baráttu við erfið viek- indi. Lítinn dreng, sem dvaldi stutt hjá okkur en gaf svo mikið. Minn- ing hans mun ylja okkur um ókom- in ár. Guð geymi Stebba litla. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem braut hina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. . Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Elsku Sigga, Einar, Pálmi og Thelma, guð veiti ykkur styrk í sorginni. Jónas og Begga, Dunna og Palli, Tryggvi og Inga, Lingi. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan; „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (Sb. 1886 - B. Halld.) Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Með þessum orðum viljum við kveðja lítinn vin. Við skiljum ekki af hveiju hann var hrifinn svona snögglega burt úr faðmi foreldra sinna. Jesús sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim þess eigi því þeirra er himnaríki." (Matt. 19.14.) Þessi heilnæmu orð verða foreldrum hans vonandi huggun þegar fram líða stundir. En þau sýndu honum ávallt sérstaka nær- gætni og ást allt hans líf og voru vakin og sofin yfir velferð hans. Þau gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að létta honum lífið. Elsku Sigga og Einar, nú er sól- argeislinn ykkar horfinn á braut. Hann vermdi okkur öllum um skeið og við eigum margar yndislegar minningar um hann sem munu lifa áfram. Við treystum því að Jesús muni aldrei sleppa hendi sinni af honum og við treystum því að hjá honum geti hann látið ljós sitt skína og fái að njóta þess sem hann fékk ekki notið hér. Margar spumingar líða um hug- ann en fátt verður um svör. Við stöndum eftir með tvær hendur tómar, hvað getum við gert, nema leggja þær saman í bæn að leiðar- lokum. Faðir, þú breiðir arma bjarta og bamið faðmar þitt, ég finn þitt heita hjarta og hjartað fagnar mitt. Eg vil ei við þig skilja, ég vel þitt náðarskjól. Mitt veika líf er lilja þín líkn er hennar sól. Sigurður Sigurðsson, Þorbjörg Sigurðardóttir og fjölskylda. Mig langar með þessum sálmi að kveðja litla drenginn sem okkur öllum var svo kær. Gráttu, móðir, gjöfina Drottins friðu, gráttu þá með djúpri hjartans blíðu. Sérðu ei sigurbjarma? Sérðu ei líknarvarma breiða sig um bamsins engilhvarma? Því til hans, sem bömin ungu blessar. biðjum hann að lesa rúnir þessar, heyrum, hvað hann kenndi: Hér þótt lífið endi rís það upp í Drottins dýrðarhendi. Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða, lof sé Guði, búin ertu að striða. Upp til sælu sala saklaust bam án dvala Lærðu ung við engla Guðs að tala. (Sb. 1945 - M. Joch.) Elsku Sigga, Einar og böm, Guð veiti ykkur styrk við ykkar sára missi. Svanhvít Tómasdóttir -----»-»-«----- Leiðrétting Kafli í minningargrein Páls Magnússonar um Bernódu Sigurð- ardóttur er birtist í blaðinu um helgina, féll niður í vinnslu. Þar segir á þessar leið: Næstelsti sonur hennar, Örlyg- ur Haráldsson, lést í hörmulegu slysi 1965, og eiginmann sinn, Svein Ársælsson, missti Bedda 1968 og stóð þá ein uppi með fimm böm. En maðurinn með ljáinn hafði enn ekki lokið tollheimtu sinni af þessari konu. Yngsti sonur hennar og æsku- vinur minn, Karl Sveinsson, lést 1990 eftir langvarandi baráttu við hræðilegah sjúkdóm. Skömmu síð- ar var Bedda sjálf heltekin af krabbameini, sem nú hefur leitt hana til fundar við horfna ástvini. Jafnvel þróttmestu manneskjur geta brotnað undan slíku álagi, eða þá hitt, sem kannski gerist oftar, brynjað sig hijúfri skel gegn öllu og öllum í umhverfinu. En ekki Bedda. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.