Morgunblaðið - 11.12.1991, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991
Einkaskólar — Ríkisskólar
Mælistika á menntun — Jafnrétti til náms
eftir Margréti Theo-
dórsdóttur og Maríu
Sólveigu Héðinsdóttur
Við ættum að einbeita okkur að
framtíðinni — það er þar sem við
verðum að vera þau ár sem við eig-
um eftir ólifuð.
(Mark Twain)
Allir nemendur á grunnskólaaldri
eru skyldugir til þess að sækja skóla
og það er hlutverk ríkis og sveitar-
félaga að halda uppi skólastarfi
fyrir þennan tiltekna hóp nemenda,
þ.e. mennta unga fólkið í samvinnu
við heimili þeirra.
Sérhver nemandi er einstakur —
ólíkur öllum öðrum. Hann á að öllu
jöfnu kost á að ganga í sinn hverfís-
skóla. Þeim hverfísskóla er ætlað
að mennta sína nemendur — hvem-
ig svo sem þeir eru — óháð kyni,
stétt, efnahag eða öðru s.s. fötlun,
hegðunarvandkvæðum, óvenju
miklum námshæfileikum, listræn-
um hæfíleikum, samskiptaörðug-
leikum. Þetta eru nemendur sem
em mismunandi í stakk búnir til
þess að tileinka sér og vinna úr
eigin verðleikum og veikleikum.
Hvernig sem á skólakerfíð er lit-
ið er ljóst að skóli er ekki sama og
skóli, þ.e. það að ganga í t.d. Aust-
urbæjarskóla er ekki það sama og
að ganga í Vesturbæjarskóla. Þrátt
fyrir að þeir séu báðir svo nefndir
ríkisskólar þá hefur hvor skóli um
sig sínar áherslur, mismunandi upp-
byggingu, mismunandi kennara —
og nemendur, en í grundvallaratrið-
um njóta þeir hvor um sig svipaðra
fjárframlaga af hálfu ríkis- og sveit-
arfélags. þeir hafa hvor um sig sína
skólastefnu og vinna úr þeim mögu-
leikum sem em fyrir hendi hverju
sinni; mismunandi starfsmönnum,
nemendum ... en menntunin sem
hver og einn hlýtur — er hún betri
eða verri en í einhverjum öðram
skóla?
Mælistikan og menntunin
Hvernig á að leggja mælistiku á
það hvort allir nemendur í báðum
skólunum standi jafnt að vígi; njóti
þess að eiga jafnan rétt á menntun?
Tryggir það jafnrétti til náms að
hver skóli hafí hlutfallslega úr svip-
uðu fjármagni að spila — frá hendi
ríkis og sveitarfélags? — Tryggir
það öllum einstaklingunum í skól-
unum tveimur jafnan möguleika á
að fá námsefni og kennslu við hæfí?
Ef niðurstöður athugana leiddu
t.d. í ljós að í Austurbæjarskóla sé
hlutfall barna fráskilinna foreldra
miklu hærra en t.d. í Vesturbæjar-
skóla — getur skólinn þá bætt
muninn?
Ef niðurstöður athugana leiddu
t.d. í ljós að í Selárskóla séu foreldr-
ar mun betur settir fjárhagslega en
í öðrum skólurh — hlutfallslega. —
Hefur það engin áhrif á skólastarf-
ið í þeim skóla?
Svör óskast!
Skólinn er menntastofnun en
ekki félagsmálastofnun. Ef við vilj-
um rannsaka gæði skóla eða athuga
hvort ákveðin skólagerð eða rekstr-
arform þeira eigi rétt á sér, þarf
að rannsaka þá starfsemi sem þar
fer fram.
Hverra manna ert þú, vinur?
Ymsar tilgátur hafa verið raktar
í fjölmiðlum að undanförnu um
starfsstétt og hjúskaparstöðu for-
eldra barna í einkaskólum. Hafa
Tjarnarskóii og ísaksskóli fremur
verið nefndir í þeirri umræðu en
Suðurhlíðaskóli og Landakotsskóli
á þeirri forsendu að þar séu skóla-
gjöld sem einungis efnaðir foreldrar
séu færir um að greiða. Einnig
hafa sést fullyrðingar um að einka-
skólar dragi úr möguleikum ríkis-
skólanna til þess að þroskast og
þróast.
Ef við hugsum okkur að könnun
yrði gerð um starfsstétt og hjúskap-
arstöðu foreldra sem eiga börn sín
Margrét Theodórsdóttir og María Sólveig Héðinsdóttir
„En stofnun einkaskóla
gerist ekki af sjálfu sér.
Þeir spretta úr jarðvegi
sem til staðar er við
stofnun þeirra. Þeir eru
stofnaðir af áhuga, þörf
og metnaði til þess að
gera vel. Og ekki þarf
að óttast áhrif lélegs
einkaskóla — hann dytti
strax uppfyrir.“
í þessum skólum hvernig ætti þá
að nota niðurstöðumar? Skipta nið-
urstöðurnar máli þegar þeirri
spurningu er svarað hvort eitt eða
fleiri rekstrarform megi vera í skól-
unum?
Hugsanlegar niðurstöður:
1) Foreldrar em efnameiri. Á
skólinn þá ekki rétt á sér?
2) Foreldrar eru efnaminni. Á
skólinn þá ekki rétt á sér?
3) Hærra hlutfall fráskilinna
foreldra/fólks_í hjónabandi nr. eitt,
tvö, þrjú .. . Á skólinn þá ekki rétt
á sér??
4) Svipuð samsetning fólks og í
hinum gmnnskólunum? Á skólinn
þá rétt á sér?
5) Hærra hlutfall einstæðra
feðra/mæðra! Á skólinn þá ekki
rétt á sér?
Jafnir möguleikar?
Hveijar svo sem niðurstöður yrðu
— hverju breytir það með tilliti til
möguleika til menntunar? Eru nem-
endur í ríkisskólunum sviptir ein-
hverju þó að foreldrar sumra kjósi
að fá skólavist í einkaskólum — og
greiði fyrir bæði menntun og ýmsa
aðra þjónustu sem þeir skólar kjósa
að veita? Svo er alls ekki því að
foreldrar barna í einkaskólum taka
jafnt sem fyrr þátt í rekstri ríkis-
skólanna með skattgreiðslum sín-
um. Þeir taka áfram þátt í að
mennta börn á Kópaskeri sem í
Reykjavík. Er það ekki óréttlátt að
foreldrar skuli tvígreiða fyrir
menntun barna sinna? Fullyrðingar
um að einkaskólar dragi úr mögu-
leikum hins almenna grunnskóla
eiga því ekki við rök að styðjast.
Hvað með mig?
Þar við bætist að margvísleg
þjónusta sem sjálfsögð þykir í ríkis-
skólunum og ómældir fjármunir
fara í, eins og sérkennsla er t.d.
ekki álitin sjálfsögð fyrir einkaskól-
ana, a.m.k. fá nemendur í Tjarnar-
skóla engan sérkennslukvóta. Ætti
það ekki að vera réttlætismál fyrir
þá?
011 sérúrræði eru alfarið mál
skólans að undanteknum stuðningi
við tvo nemendur en um þá hefur
verið gerður sérstakur samningur
milli skólans, foreldra og Fræðslu-
skrifstofu Reykjavíkur. Starfsmenn
Fræðsluskrifstofu hafa fullyrt að
Tjarnarskóli sé sá skólakostur sem
að þeirra mati henti þessum tilteknu
nemendum best!
Aðrar kvótaúthlutanir af ýmsu
tagi sem dreift er á skólana ná
heldur ekki til Tjarnarskólanem-
enda. Hér má nefna kvóta til að
standa straum af félagsmálum í
skólum, til bókakaupa og bóka-
safnskennslu, til listkynningar í
skólum ...
Gildismatið
Sem betur fer er það ekki á valdi
opinberra aðila að stjórna því hvaða
neyslu fólk kýs fyrir sig og sína.
Sumir kjósa t.a.m. að leigja tvær
myndbandsspólur á dag, eða fara í
sund, kaupa enskunámskeið, fara í
tónlistarskóla, læra fluguhnýtingar,
kaupa sé gallabuxur eða hvítkáls-
haus ... allt er þetta háð mörgum
þáttum mannlífsins, lífsskoðun
fólks, efnahag og gildismati...
Innihaldið og umbúðirnar
Athugun sem beindist að skóla-
starfi einkaskóla — ríkisskóla væri
frekar til þess fallin að svara spurn-
ingunni um réttmæti einkaskóla —
ríkisskóla.
Hugsanlegar spurningar:
1) Em allir ríkisskólarnir það
góðir að þeir eigi að hafa starfs-
leyfi?
2) Eru allir einkaskólarnir það
góðir að þeir eigi að hafa starfs-
leyfi?
39 Er hægt að rökstyðja það að
einkaskólar séu þeir einu sem þurfa
að hafa starfsleyfi sem er háð
frammistöðu?
- 4) Er munur á kennslustunda-
ijölda í ríkisskólum — einkaskólum?
5) Hvað eru margir „starfsdag-
ar“/frí í ríkisskólum — einkaskól-
um?
6) Hver er munur á veikindafor-
föllum starfsfólks í ríkisskólum —
einkaskólum?
7) Hvernig er stundaskrá nem-
enda í ríkisskólum — einkaskólum?
8) Hvernig er staðið að hags-
munamálum nemenda í ríkisskól-
um/einkaskólum?
9) Hvernig tengsl era á milli
heimilis og ríkisskóla — einkaskóla?
10) Hvað með námsárangur
nemenda . . .?
11) Hvernig er mætingum nem-
enda háttað í ríkisskólum — einka-
skólum?
Allt em þetta atriði sem eru ekki
háð rekstrarformi skólanna en
tengjast beint spurningunni um
jafnrétti.
Góðir hverfisskólar —
einkaskólar
Fjölgun einkaskóla ætti í sjálfu
sér ekki að vera neitt keppikefli —
hvorki til þess að leysa vandamál
grunnskóla né þeim til höfuðs. Fólk
vill auðvitað góða hverfís-, ríkis-,
borgar- og einkaskóla. En stofnun
einkaskóla gerist ekki af sjálfu sér.
Þeir spretta úr jarðvegi sem til stað-
ar er við stofnun þeirra. Þeir em
stofnaðir af áhuga, þörf og metnaði
til þess að gera vel. Og ekki þarf
að óttast áhrif lélegs einkaskóla —
hann dytti strax uppfyrir. Hann er
háður því að einhver sækist eftir
þeirri þjónustu sem hann býður upp
á. Hann er líklegur til þess að fara
eigin leiðir, auka fjölbreytni — og
vinna þróunarstarf sem er gjarnan
til eftirbreytni fyrir aðra skóla. Því
krafan um að standa sig við skóla-
haldið er hvergi meiri en þar.
Að velja eða velja ekki...
Einkaskólar eru valkostur sem
sumum finnst eftirsóknarverður.
Við sjáum víða að val er mikilvægt
og eftirsóknarvert; foreldrar velja
oft annan hverfisskóla en sinn, velja
sér iðulega húsnæði í hverfi þar sem
þeir álíta að tiltekinn skóli henti
börnum þeirra. Á það ekki rétt á
sér? Forvitnilegt væri að vita hversu
hátt hlutfall reykvískra nemenda
er í öðrum hverfisskóla en sínum
eigin! Við skipulagningu á námi
hvers barns hugsa flestir foreldrar
um bestu lausn fyrir sitt bam —
ekki það að hugsa um að bæta
hverfisskólann fyrst — og hugsa
svo um barnið sitt.
Til þess að mæta þessari þörf á
valkostum er hægt að hugsa sér
að ríkisskólarnir þróuðu með sér
aukna fjölbreytni þar sem þeir sér-
hæfðu sig á tilteknu sviði til þess
að fjölga æskilegum valkostum.
Hægt yrði þá að velja t.d. skólann
með tónlistina í fyrirrúmi, með
raungreinarnar, með verkgreinarn-
ar. . . Allt til þess að mæta þeirri
staðreynd að enginn er eins, eða
eins og áður kom fram: Hver og
einn er einstakur!
Á rökstólum — með beinu baki
Mörgu hefur verið fleygt í um-
ræðunni um einkaskóla/ríkisskóla
að undanförnu. Umræðan hefur
meðal annars tengst skipan nefndar
þeirrar er skólamálaráð Reykjavík-
ur hefur skipað til þess að semja
viðmiðunarreglur um rekstrarst-
uðning borgarinnar við einkaskóla.
Sú nefnd kemur einnig til með að
leggja fram tillögur er beinast að
því hvernig auka megi sjálfstæði
grunnskólanna, en sú krafa er sí-
fellt að verða háværari.
Umræðan er í sjálfu sér góðra
gjalda verð ef hún er ekki alltaf í
sama hjólfarinu; klifinu um að eink-
askólar stuðli að mismunun. Ekki
má gleyma að í hverjum skóla, hvort
sem hann er svo nefndur ríkisskóli
eða einkaskóli, er hver einstakling-
ur afar dýrmætur. Miklu máli skipt-
ir að uppeldi hvers og eins takist
sem best til þess að bæta mannlíf
og þjóðlíf sem mest. Fjölbreytileiki
í rekstrarformi skóla sem öðmm
þáttum þjóðlífs er af hinu góða. Það
er hægt að fara svo margar leiðir
að takmarkinu að koma hverjum
og einum til manns.
Leiðir liggja til allra átta
Hver segir að allir eigi að fara
sömu leiðina, að allir eigi að leggja
sömu áherslurnar — þær henta
ekki öllum. Áhersla í ríkisskólum á
fækkun í bekkjardeildum er gott
dæmi um þetta — sú áhersla er
ekki fyrir hendi í einkaskólum að
sama skapi. Hví skyldi það vera?
Leiðirnar til þess að bæta skóla-
starfið geta verið svo margar.
Við mannfólkið höfum sem betur
fer mismunandi viðhorf og lífsskoð-
anir. Við eigum að virða það. Það
er mannbætandi.
Höfundar eru skólastjórar
Tjarnarskóla.
Kristiiegur bamaskóli
eftir Guðmund Örn
Ragnarsson
Margir eru þeirrar skoðunar að
það sé rangt að hafa áhrif á börn
hvað varðar trúarskoðanir. Þau eigi
að velja sjálf. Börn verða stöðugt
fyrir áhrifum í umhverfí sínu, sem
móta þau. Ef við sjálf innrætum
börnum okkar ekki kristna trú, trú
á Jesúm Krist, sem Drottinn og
frelsara, getur svo farið að einhverj-
ir.aðrir innræti þeim guðleysi. Skóli
er aldrei hlutlaus í fræðslu sinni,
ekki á neinu sviði. Skólayfirvöld og
skólastjóm móta meginstefnu skól-
ans. Höfundar kennslubóka túlka
efnið á sinn hátt og kennarar geta
ekki leynt skoðunum sínum á þeim
viðfangsefnum sem fengist er við
hverju sinni. Kristið foreldri á sam-
kvæmt Biblíunni að hafa áhrif á
barn sitt og kenna því Guðs orð
og/eða sjá til þess að það verði
uppfrætt í Guðs orði. (5. Mós.
6:5-7). Nú kynni einhver að spyija:
„En eru börnin ekki uppfrædd í
Guðs orði fyrir fermingu?" Ég full-
yrði að sú fræðsla er hvorki fugl
né fiskur, vegna þess að í flestum
tilvikum skortir grundvöllinn, þá
uppfræðslu sem inna átti af hendi
öll tíu árin áður en komið var í ferm-
/r „Markmiðið með kristi-
legum barnaskóla
(grunnskóla) er að ala
börnin upp í kristinni
trú og kenna þeim að
taka ætíð mið af Guðs
orði í öllum kringum-
stæðum lífsins.“
ingamndirbúninginn. Þvert á móti
eru börnin oft uppfull af hugmynd-
um sem eru í andstöðu við kristna
trú. Markmiðið með kristilegum
barnaskóla (grannskóla) er að ala
börnin upp í kristinni trú og kenna
þeim að taka ætíð mið af Guðs orði
í öllum kringumstæðum lífsins, til
anda, sálar og líkama. Uppeldi sem
miðar að því að þau verði sterkir,
ábyrgir einstaklingar með jákvæð
viðhorf til samfélagsins og um-
hverfís síns. Áherzla verður lögð á
biblíuleg grundvallaruppeldisatriði,
eins og heiðarleika, vinnusemi,
þrautseigju, óeigingirni og kærleika
til allra manna. Andi skólans á að
uppörva nemendur til að þeir taki
framförum í samræmi við getu
hvers og eins. Við sem erum kristin
berum ábyrgð á því að næsta kyn-
slóð heyri fagnaðarerindið, taki við
Guðmundur Örn Ragnarsson
því og endurfæðist til lífs í Jesú
Kristi.
Það er skoðun mín að foreldrar
muni á næstu ámm ekki sætta sig
við einn hugmyndafræðilega mið-
stýrðan skóla af ríkinu heldur krefj-
ast þess að hafa valfrelsi fyrir börn
sín.
Höfundur er prestur.