Morgunblaðið - 11.12.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.12.1991, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 283. tbl. 79. árg. MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tímamótafundur leiðtoga aðildarríkja Evrópubandalagsins: Samkomulag um meginatriði gjaldmiðils- og utanrikismála NATO-ríkjum utan EB boðin áheyrnar- og aukaaðild að Vestur-Evrópusambandinu Francois Mitterrand, forseti Frakklands, á tali við Jacques Delors, forseta framkvæmda- stjórnar Evrópuband- alagsins, áður en síðari fundardagurinn hófst í gær í Maastricht í Hollandi. Maastricht. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. LEIÐTOGAR Evrópubandalagsríkjanna, sem verið hafa á fundi í Maastricht í Hollandi, náðu í gærkvöldi samkomulagi um útlínur sameiginlegrar stefnu í utanríkis- og varnarmálum. Samstaða hafði einnig náðst í gjaldmiðilsmálum og verið var að leggja síðustu hönd á málamiðlun við Breta um félagsleg réttindi innan bandalagsins. Að henni samþykktri hefur brautin verið rudd fyrir timamótasam- komulag um pólitíska einingu aðildarríkja Evrópubandalagsins (EB) og myntbandalag. Andstaða Breta við myntbanda- lag og sameiginlega stefnu Evrópu- bandalagsríkjanna í félagsmálum setti sinn svip á leiðtogafundinn og í gær var óttast, að hann gæti far- ið út um þúfur vegna ágreiningsins um síðarnefnda málaflokkinn. Um hann virtist hins vegar ætla að tak- ast málamiðlunarsamkomulag. „Við höfum líklega komist að niðurstöðu, sem hægt er að vinna með,“ sagði einn þýsku embættis- mannanna seint í gærkvöld og tals- m^-ður Hollendinga, sem eru í for- sæti fyrir EB, sagði, að samningur- inn- væri að öllum iíkindum í höfn. Var unnið að sérstökum bókunum um félagsleg réttindi og gjaldmið- ilsmál fram eftir nóttu. John Major, forsætisráðherra Breta, hvikaði ekki frá andstöðu sinni og stjórnar sinnar við sameig- inlega lagasetningu um málefni vinnumarkaðarins en Francois Mitt- errand Frakklandsforseti og fulltrú- ar Þjóðveija, ítala og Belga hótuðu að beita neitunarvaldi gegn hugsan- legri lokaályktun með útþynntan félagsmálasamning innanborðs. Virtist það loks ætla að verða niður- staðan, að hin EB-ríkin 11 gerðu með sér sérstakan félagsmálasamn- ing, sem stæði utan EB-laganna. Aðilar að samningnum gætu Bretar síðan gerst þegar og ef þeir vildu. A Maastricht-fundinum náðist einnig samkomulag um „hugsan- legan ramma að varnarstefnu, sem leitt getur með tímanum til sameig- Miðausturlönd: Viðræður hafnar á ný Washinglon. Reuter. Samningamenn araba og ísra- ela hófu á ný viðræður um frið í gær eftir nokkurra vikna hlé. Tafir hafa orðið vegna deilna um efni og fundarstað; ísraelar vildu að aðeins yrðu undirbúningsfund- ir í Washington en síðan yrði vett- vangur viðræðnanna fluttur nær Miðausturlöndum. Palestínumenn hafa verið hluti viðræðunefndar Jórdana en vilja nú að nefndin verði sjálfstæð. ísraelar hafna þeirri tillögu en hafa gefið í skyn að hægt væri að ná samkomu- lagi með því að samninganefndirnar skiptist allar í undirnefndir sem fjalli hver um sinn málaflokk. Palestínsku fulltrúarnir töldu víst að hægt yrði að finna lausn á málinu en margt bendir til, að Israelar standi fast á kröfunni um að aðeins verði haldnir undirbúningsfundir í Washington. inlegra varna“. Eru níu aðildarríki Vestur-Evrópusambandsins hvött til að móta stefnu sína í samræmi við það og mun Vestur-Evrópusam- bandið bjóða þeim EB-ríkjum, sem enn eru utan þess, aðild á næsta ári. Þá verður þeim aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem ekki eru í EB, íslandi, Tyrk- landi og Noregi, boðið upp á auka- eða áheyrnaraðild. Undir samkomulagið um mynt- bandalagið undirrita allir 12 leið- togar EB-ríkjanna en stefnt er að sameiginlegum gjaldmiðli og evr- ópskum seðlabanka í síðasta lagi 1999 og hugsanlega 1997 svo fremi sjö ríkjanna 12 uppfylli' ströng, efnahagsleg skilyrði þar að lútandi. Bretum verður það þó í sjálfsvald sett hvenær eða hvort þeir gerast aðilar að myntbandalaginu. Reuter Þing Hvíta Rússlands og Úkraínu samþykkja samveldisstofnunina: Saka Gorbatsjov um að hafa stefnt að nýrri alræðisstióm Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, virðist enn stað- ráðinn í að beijast gegn ákvörð- un leiðtoga slafnesku ríkjanna þriggja um stofnun nýs samveld- is sjálfstæðra ríkja þótt flest bendi til, að staða hans sé næsta vonlaus. I gær var á kreiki orð- rómur um, að hygðist segja af sér en talsmaður hans vísaði því á bug. Þingin í Hvíta Rússlandi og Ukraínu samþykktu í gær samveldisstofuunina og Leoníd Kravtsjúk, forseti Úkraínu, fór hörðum orðum um Gorbatsjov. Sakaði hann forsetann um að hafa ætlað að koma á nýju alræð- iskerfi. Helsti ráðgjafi Borísar Reuter Til nokkurra ryskinga kom í Moskvu í gær þegar saman laust tveim- ur fylkingum, annars vegar kommúnista og hins vegar lýðræðis- sinna. Höfðu þær efnt til útifunda og þriðja fundinn og þann fjöl- mennasta héldu stuðningsmenn Jeltsíns, forseta Rússlands. Jeltsíns, forseta Rússlands, sagði í gær, að ekki væri til neins að kalla saman sovéska þingið eins og Gorbatsjov hefur krafist vegna þess, að það væri ekki lengur til. Talsmaður Gorbatsjovs, Andrei Gratsjov, vísaði í gær á bug orðrómi um að forsetinn hygðist segja af sér en það var haft eftir Georgíj Shak- hnazarov, einum aðstoðarmanni Gorbatsjovs. Sagði hann síðar, að orð sín hefðu verið mistúlkuð og líkti yfirlýsingunni um samveldið við „hreint valdarán". Hvorki Gorbatsjov né Jeltsín létu frá sér fara beinar yfirlýsingar í gær en Robert Strauss, sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, spáði því í Washington, að mikil átök ættu eftir að eiga sér stað um framtíðar- skipan mála í Sovétríkjunum. Sagði hann það eftirtektarvert hve hljótt væri yfir hernum á þessum afdrifa- ríku tímum. Þing Hvlta Rússlands og Úkraínu samþykktu í gær yfirlýsinguna um samveldi þeirra og Rússlands en í henni er jafnframt lýst yfir, að Sov- étríkin séu úr sögunni í landfræðileg- um og lagalegum skilningi. Kravt- sjúk Ukraínuforseti var í ræðu sinni mjög harðorður um Gorbatsjov og sagði, að hann sjálfur bæri meg- inábyrgð á hruni Sovétríkjanna. „Við vitum hvers vegna svona er komið og hver ber ábyrgðina. Á bak við þetta allt saman stendur ákveð- inn maður," sagði Kravtsjúk og sak- aði Gorbatsjov um að hafa ætlað að koma á nýju alræðiskerfi. Sergei Shakhrai, helsti ráðgjafi Jeltsíns, forseta Rússlands, sagði í gær, að krafa Gorbatsjovs um, að sovéska þingið yrði kallað saman, væri út í hött vegna þess, að þingið væri ekki lengur til. Undir það tók Staníslav Shúshkevítsj, leiðtogi Hvíta Rússiands, sem sagði, að lang- flestir þingmenn samveldislýðveld- anna þriggja myndu ekki mæta til þess. Ef þeir mættu hins vegar yrðu þeir í afgerandi meirihluta jafnvel þótt einhveijir í þeirra hópi væru á bandi Gorbatsjovs. Gennadíj Búrbúlís, fyrsti aðstoð- arforsætisráðherra Rússiands, sagði á þingi, að ýmis sovétlýðveldanna, til dæmis Armenía og sum Mið-Asíu- lýðveldanna, hefðu sýnt áhuga á nánum tengslum eða aðild að nýja samveldinu og væri svo líka um Eist- land og Litháen, sem fengið hafa sjálfstæði. Búrbúlís sagði einnig, að ekki stæði til að skilja Gorbatsjov eftir úti í kuldanum. Reynsla hans gæti komið samveldinu nýja vel. Sjá fréttir á bls. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.