Morgunblaðið - 11.12.1991, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 11.12.1991, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991 63 < \ < Í í í J 9 :: i i i I 3 I SKIÐI / OLYMPIULEIKARNIRI ALBERTVILLE Daníel Jakobsson stendur sig vel í Svíþjóð: „Heff ekkert erindi til Albertville" DANÍEL Jakobsson, skíða- göngumaðurinn efnilegi frá Isafirði, tók þátt í tveimur göngumótum í Svíþjóð fyrir skömmu og stóð sig vel. „Ég er í góðri æfingu og er ánægð- ur með frammistöðuna í fyrstu mótunum," sagði Daníel. aníel, sem er 18 ára, er við nám í skíðamenntaskóla í Jerpen og er á öðru ári. Hann keppti í bik- armóti unglinga, yngri en 20 ára, í Ákersjö í Norður-Svíþjóð um síð- ustu helgi. Þar hafnaði hann í 4. sæti í 12,5 km göngu með fijálsri aðferð og var einni mínútu á eftir Morgen Gjöranson, sem sigraði. Gjöranson, sem hefur verið í sér- flokki í þessum aldurflokki, keppti m.a. á HM unglinga í fyrra og stóð sig vel. „Gjöranson var ræstur út mínútu á eftir mér og hann náði mér eftir sex kílómetra. Ég hékk síðan aftan í honum það sem eftir var göngunnar og er ánægður með það,“ sagði Daníel. Hann keppti á héraðsmóti á sama stað fyrir hálfum mánuði í sömu vegalengd og hafnaði í 5. sæti, 1,5 mín. á eftir Gjöranson. „Það hefur verið frekar lítill snjór hér í Jerpen og því þarf að fara töluverða vega- lengd til að komast í snjó. En ég er í góðri æfingu og stefni á að ná góðum árangri á heimsmeistara- móti unglinga sem fram fer í Finn- landi í mars,“ sagði Daníel. DaníePhefur verið nefndur sem fulltrúi íslands í göngu á Ólympíu- leikunum í Albertville í febrúar. En gefur hann kost á sér ef hann verð- ur valinn? „Ég hef ekkert erindi á Ólympíu- leikana. Þjálfarinn minn leggur áherslu á að ég verði vel undirbúinn fyrir heimsmeistaramót unglinga í mars því þar er minn vettvangur og ég er sammála honum. Ég taldi mig ekki eiga möguleika á að fara á Ölympíuleikana þar sem ég var ekki einu sinni valinn í íslenska A-landsliðið. Ég tel að minn tími sé ekki kominn til að taka þátt í- Ólympíuleikum.“ Daníel Jakobsson. Rmm íslend- ingará ÓL Olympíunefnd íslands hefur ákveðið í samráði við Skíðasamband íslands að þátt- takendur íslands á Vetra- rólympíuleikunum í Albertville í Frakklandi verði fimm talsins. Eins og staðan er í dag er óljóst hveijir verði fulltrúar ís- lands. Spumingin er um það hvort senda eigi tvo göngumenn og þtjá alpagreinamenn, eina konu og tvo karla, eða fjóra alpagreinamenn, eina konu og þrjá karla, og einn göngumann. Endalegt val á Vetrarólymp- íuleikana verður tilkynnt eftir áramót, eða eftir að landsliðs- mennimir í alpagreinum og göngu hafa keppt á sterkum mótum í Evrópu. Vetrarleikarnir verða form- lega settir í Albertville 8. febrú- ar og lýkur 23. febrúar. ÚRSLIT KORFUKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Lanþráður sigur Valsmanna Morgunblaðið/Bjarni Magnús Matthíasson hefur auga með knettinum og góðar gætur á Joe Lewis Hurst. Magnús er með grímu vegna þess að hann nefbrotaði í fyrri viku. Bergur Hinriksson, UMFG og Matthías Matthíasson, Val eru við öllu búnir. UMFT - Snæfell 114:99 íþróttahúsið á Sauðárkróki, úrvalsdeildin í körfuknattleik, Japis-deildin, þriðjudaginn 10. desember 1991. Gangur leiksins: 4:4, 12:11, 23:18, 37:26, 51:39, 6lÍ8/'70:52, 76:62, 81:80, 89:87, 97:87, 105:94, 114:99. Stig Tindastóls: Valur Ingimundarson 29, Pétur Guðmundsson 27, ivan Jónas 17, Haraldur Leifsson 11, Einar Einarsson 11, Hinrik Gunnarsson 9, Kristinn Baidvinsson 8, Ingi Þór Rúnarsson 2. Stig Snæfells: Tim Harwey 33, Bárður Eyþórsson 29, Rúnar Guðjónsson 21, Karl Guðlaugsson 9, Sæþór Þorbergsson 7. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Bergur Steingrímsson. Áhorfendur: Um 400. Valur-UFMG 97:84 Hlíðarendi, úrvalsdeildin i körfuknattleik, Japisdeildin, þriðjudaginn 10. des. 1991. Gangur leiksins: 0:2, 8:9, 16:9, 21:19, 28:21, 37:29, 49:35, 49:39, 58:43, 69:51, 73:59, 89:68, 97:84. Stig Vals: Franc Booker 35, Tómas Holton 18, Magnús Matthíasson 16, Ragnar Jóns- son 13, Svali Björgvinsson 9, Símon Ólafs- son 4, Matthías Matthíasson 2. Stig UMFG: Joe Lewis Hurst 31, Guðmund- ur Bragason 22, Bergur Hinriksson 17, Hjálmar Hallgrímsson 8, Rúnar Ámason 6. Áhorfendur: Um 400. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Sigurður Valur Halldórsson og voru þeir langt frá þvi að vera bestu menn vallarins. Reyndar með þeim slakari. Skíði Heimsbikarinn í alpagreinum Sestriere, ftalíu: Svig karla: Alberto Tomba (Ítalíu) •••............2:00.49 (1:00.09/1:00.40) Finn-Christian Jagge (Noregi) ............... 2:01.40(1:00.78/1:00.62) Ole-Christian Furuseth (Noregi) ............... 2:01.54(1:01.32/1:00.22) Paul Accola (Sviss) ............... 2:01.83 (1:01.45/1:00.38) Fabio De Crignis (ítaliu) ............... 2:02.54 (1:01.13/1:01.41) Thomas Stangassinger (Austurríki) ...............2:02.87(1:01.64/1:01.23) Carlo Gerosa (Italíu) ............... 2:03.21(1:01.81/1:01.40) Hubert Strolz (Austurríki) ............... 2:03.28(1:02.07/1:01.21) Armin Bittner (Þýskalandi) ............. 2:03.44(1:02.32/1:01.12) Peter Roth (Þýskalandi) ............... 2:04.01(1:02.16/1:01.85) Handknattleikur ÍBK-Grótta 24:17 Bikarkeppni kvenna, 8-liða úrslit: Markahæstar í liði ÍBK: Hajni Mezni 6 Ásdís Þorkelsd. 5, Þuríður Þorkelsdóttir 5. Markahæstar í liði Gróttu: Brynhildur Þorgeirsdóttir 5, Laufey Sigvaldadóttir 4 og Björk Brynjólfsdóttir 3. Knattspyrna Köln - Dynamo Dresten..............1:1 ■Hætta verð við leik Cambridge og Black- bum i 2. deild í Englandi, þar sem mikil ísingvarávellinum. Staðan varþájöfn, 0:0. í kvöld HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla: Strandg. Haukar — Stjarnankl. 20.00 Bikarkeppni karla: Seltj. Gróttab —Víkingur ..kl. 20.00 Hlíðarendi Valur ÍBV.... ..kl. 20.00 Bikarkeppni kvenna: Hliðarendi Valur ÍBV.... ..kl. 18.00 Höllin Fram — KR ,.kl. 20.00 Höllin Ármann —FH ..kl. 21.30 VALSMENN sigruðu Grindvík- inga í Japísdeildinni í gærkvöldi með 97 stigum gegn 84 og skutust þar með upp að hlið þeirra. Þetta var langþráður sigur Valsmanna - sá fyrsti á Grindvíkingum í ellefu leikjum. Sigur Vals var í rauninni aldrei í hættu. Grindvíkingar voru yfír fyrstu tvær mínúturnar en síð- an ekki söguna meir SkúliUnnar og Valsmenn gerðu Sveinsson út um leikinn í fyrri skrífar hálfleik, léku vel en Grindvíkingar sváfu værum svefni. Upphafsmínútumar lofuðu góðu nema hvað annar dóm- arinn lét ekki sjá sig og hófst leikur- inn því ekki fyrr en stundarfjórð- ungi síðar en til stóð. Staðan eftir rúma mínútu var 8:7 en síðan hættu gestirnir að hitta og þá var ekki að sökum að spyija. Því miður voru það aðeins fyrstu mínúturnar sem voru fjörugar, en þó sáust oft fallegir hlutir, sérstak- lega hjá Völsumm sem nú virðast komnir á gott skrið. Það er allt annáð að sjá til liðsins í þessum leik miðað við fyrstu leikina. Booker var í stuði eins og oft áður og virðist vera kominn í sitt gamla form. Hann er geysilega hreyfanlegur í sókninni auk þess sem hann skorar grimmt, oft ótrú- legar körfur. Hann gerði m.a. fyrstu 12 stig Vals í síðari hálfleik. Tómas er einnig að verða eins og hann á að sér og í gær var hann mjög góður. Magnús var sterkur, bæði í vöm og sókn og þeir Ragnar og Svali áttu ágætan dag. Grindvíkingar léku iila. Sóknir þeirra voru hræðilega óskipulagðar. Leikmönnum virtist liggja mikið á Olympíumeistarinn Alberto Tomba kunni vel við sig á heimavelli, í Sestriere á Ítalíu, í gær er hann sigr- aði í svigi heimsbikarsins. Norðmenn- imir, Finn-Christian Jagge og Ole- Christian Furuseth, höfnuðu í 2. og 3. sæti. Tomba „La bomba“ náði besta tím- anum í fyrri umferð og hélt sæti sínu í síðari umferð vel studdur að áhorf- endum sínum. Hann var tæpri sek- úndu á undan Jagge samanlagt og vann þar með 22. heimsbikarmótið. Svisslendingurinn Accola, helsti að ljúka sóknunum og það varð til þess að boltinn gekk sárasjaldan manna á milli. Ein til tvær sending- ar og skot þannig að menn komust ekki einu sinni í sóknarfráköstin. Hurst skoraði mest en nýting hans var ekki góð. Guðmundur hafði sig lítið í frammi í sókninni fyrr en í síðari hálfleik og Bergur átti góðan leik, gerði sárafá mistök. Athygli vakti að Pálmar skoraði ekki eitt einasta stig, og hefur það ekki gerst í ein tvö ár. keppinautur Tomba í stigakeppninni, varð í 4. sæti eftir að hafa náð næst besta tímanum á eftir Furuseth í síð- ari umferð. Mac Girardelli frá Luxemborg, heimsbikarhafí frá í fyrra, átti ekki góðan dag og varð að sætta sig við 16. sætið og var meira en fimm sek. á eftir Tomba. „Brautin var of hörð fyrir mig,“ sagði Girardelli. Accola hefur nú 10 stiga forskot á Tomba í heildarstigakeppninni. Næst verður keppt í bruni í Val Gardena á Ítalíu á laugardaginn. Villuveisla að var sannkallaður flautukon- sert á Sauðárkróki þegar Tindastóll vann Snæfell, 114:99. Dómarar ieiksins Bjöm Kristinn Óskarsson Bjömsson og Bergur Stein. gnmsson dæmdu 56 villur - 32 á heima- menn og 24 á gestina. Sex léik- menn fóru af leikvelli með fímm villur. Fjórir heimamenn og tveir gestir. Tinsastólsmenn byijaði leikinn betur, en Snæfellingar með Tim Harwey, sem besta leikmann vallar- ins, voru aldrei langt undan. Þegar Tindastóll náði 18 stiga forskoti í seinni hálfleik leit út fyrir öruggan sigur liðsins. Svo var ekki og fór Harwey á kostum - raðaði niður stigum og mataði þá Bárð Eyþórs- son og Rúnar Guðjónsson með glæsilegum sendingum. Snæfell- ingar minnaði muninn í eitt stig, 81:80, og þegar heimamaðurinn ívan Jónas fór af leikvelli með fimm villur - þegar níu mín. voru til leiks- loka, eygðu þeir sigur - lögðu of mikið kapp á sóknarleikinn. Þegar Harwey fór af leikvelli með fímm villur sögðu heimamenn hingað og ekki lengra og voru sterkari á loka- sprettinum þrátt fyrir að þeir misstu Pétur Guðmundsson, Harald Leifs- son og Bjöm Sigtryggsson 'af velli með fimm villur. Sæþór Þorbergs- son hjá Snæfelli fékk einnig sína fimmtu villu. SKOTFIMI Cari sigraði Carl J. Eiríksson sigraði á Islands- mótinu í keppni með staðlaðri skammbyssu, sem fram fór íþrótta- húsinu Digranesi í Kópavogi um helg- ina. Carl, sem keppti fyrir Aftureld ■ ingu í Mosfellsbæ, hlaut 536 stig. Sveinbjöm Bjamason frá Skotfélagi Kópavogs varð í öðru sæti með 515 stig og síðan kom Hannes Haraldsson með 507 stig, en 10 keppendur tóku þátt. Þórhildur Jónasdóttir hafnaði í 6. sæti með 495 stig, sem er íslands- met kvenna. Nokkrir af bestu skotmönnum landsins voru ekki með vegna þes að þeir fengu ekki aðstöðu til æfmga fyrir mótið, sem hefur venjulega farið fram á vorin. SKIÐI / HEIMSBIKARINN Tomba sterkur heima
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.