Morgunblaðið - 11.12.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.12.1991, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1991 Hvernig líður dönskunni? Rætt við Piu Jarvad hjá Dönsku málnefndinni o g prófessor Jorn Lund sem láta vel af ástandinu Flestir íslendingar taka það sem gefið að ástkæra ylhýra málið „okkar þurfi verndar og umhyggju við. Það sé ekki hægt að láta það eiga sig, þróast einhvem veginn, heldur verði að stýra því og stjórna, gæta þess að það veikist ekki af þágufallssýki eða spjallist ekki af samneyti við erlendar tungur. Þessi umhyggja fyrir velferð málsins er útbreidd á Islandi, en það er langtífrá sjálfsagður hlutur að svo sé eða að allar þjóðir hugsi um móðurmál sitt á þennan hátt. í Dan- mörku er allt annað viðhorf uppi á teningnum. Margrét Danadrottn- ing hefur látið svo ummælt i ávarpi að það sé til marks um hve Danir séu opnir fyrir umheiminum og umburðarlyndir að þeir auðgi mál sitt með erlendum orðum. Með íslenskum augum séð ríkir algjört stjómleysi í Danmörku hvað varðar umgengni um dönskuna. Þar heyrist varla talað um gott mál og slæmt mál, heldur aðeins um ólíkt málfar einstakra aldurs- og þjóðfé- lagshópa, um mállýskur og tækni- mál. Samt eiga Danir sér Danska _> málnefnd, rétt eins og við eigum íslenska málnefnd og þessar tvær nefndir starfa saman á norrænum vettvangi, ásamt málnefndum hinna Norðurlandaþjóðanna. Til að fræð- ast um hvemig Danska málnefndin starfar og um afstöðu Dana til móð- urmálsins, var leitað til tveggja dan- skra fræðimanna, þeirra Piu Jarvad hjá málnefndinni og Jorn Lund pró- fessors á danska kennaraháskólan- um og ritstjóra nýrrar danskrar al- fræðiorðabókar. í gegnum vinnu sína hjá mál- nefndinni þekkir Pia Jarvad til af- stöðunnar á íslandi. Hún segir af- stöðu flestra danskra málvísinda- manna svipaða og komi fram í áður- nefndum orðum drottningarinnar. „Hlutverk málnefndarinnar er að fylgjast með málinu, ekki að stýra því. Að þessu leyti er það frábmgð- ið því sem gerist hjá Islensku mál- nefndinni. Við ákvörðum stafsetn- ingu og beygingar orða, en hvorki framburð né úrskurðum við hvað sé gott mál og slæmt mál. Nefndin skráir ný orð, en með skráningunni eru orðin ekki viðurkennd á neinn hátt sem góð eða vond, æskileg eða óæskileg, aðeins að þau em til í málinu. Við skeram ekki úr um hvort einn framburður sé betri en annar eða hvort eitt orð sé öðm betra í einhverju ákveðnu samhengi.“ Mál er m.a. stéttbundið - þess vegna er ekki hægt að segja til um gott og vont mál „Framburðarvenjur skapast af sjálfu sér og sem ríkisstofnun eigum við ekki að segja til um hvort er fallegra að bera orð fram upp á jósku eða borgundarhólmsku eða með lág- eða hástéttarframburði. Það er venjulega talað um að það sé þrennt, sem ákvarði hvernig mál viðkomandi talar, nefnilega stétt hans, aldur og landsvæði. Stéttamál er þekkt víða um heiminn, þannig að málið er mismunandi eftir stéttum. Það getur varla verið skynsamlegt að stimpla mál einstakra þjóðfélagshópa sem gott eða vont.“ Er enginn þrýstingur á málnefnd- ina að stýra málinu, t.d. að skera úr um gott og slæmt mál eða að beita sér gegn slettum? PJ: „Nei, en ég er ekki frá því að það sé vaxandi tilhneiging til hreintungustefnu í Danmörku. Lík- lega stafar þetta af nánara sam- bandi við Evrópu, sem fær fólk til að óttast að málið verði um leið fyr- ir meiri áhrifum. Varðandi muninn á íslenskri og danskri afstöðu í þessum efnum, álítum við erlend áhrif ekki sérlega stórt vandamál. Af rannsóknum má sjá að það em í raun ótrúlega fá orð, sem em fengin að láni úr ensku, aðeins um 10% af nýjum orðaforða. Lán úr öðrum málum eins og frönsku og þýsku er svo lítið að það tekur ekki að nefna það. Önnur 10% af nýjum orðaforða í dönsku em þýð- ingarlán. Þá er átt við orð, sem eru þýdd á dönsku, en mynduð að enskri fyrirmynd. Þetta em orð eins og „kynslóðabil“. Lars Brink, sem er prófessor í dönsku við Háskóla ís- lands, hefur gert athugun á enskum tökuorðum í dönskum dagblöðum. Niðurstaða hans var að það væri langt á milli slíkra orða. Á norrænum vettvangi veltum við Danirnir því stundum fyrir okkur hvort afslöppuð afstaða hér stafi ekki af því að í raun sækja önnur mál lítið á dönsku, eða danskan sækir lítið til þeirra. Það er auðvelt að þýða orð á dönsku. Við höfum litlar áhyggjur af því, sem virðist ekki vera nein hætta. Það er spurning hvort hættan er meiri fyrir íslenskuna. Landfræði- lega er ísland nær Bandaríkjunum. En afstaðan í Noregi, Finnlandi, Færeyjum og á íslandi er svipuð, nefnilega kvíði um framtíð tungu- málsins. Kannski stafar þetta af því að þessar þjóðir hafa verið undir- okaðar. Danir em ekki markaðir af þessu og em því kannski heldur ekki hræddir við málfarslega undir- okun.“ Tökuorð í dönsku úr ensku - framburður upp á ensku Em einhveijar reglur um tökuorð í dönsku? PJ: „Nei, það eru engar reglur, en venjan er að löng, samsett orð em oftast þýdd, en stutt orð em oft tekin beint sem tökuorð. Sem dæmi um fyrmefnd orð em orð eins og „blómabörn“ og „iðnaðamjósnir", sem em þýðingarlán (bæði á dönsku og íslensku). Dæmi um síðamefndu orðin em orð eins og „cash“, „image“, ,joint“, „joke“ og „rock“. Það koma stundum til okkar beiðnir um dönsk orð fyrir erlend, til dæmis frá fólki, sem vinnur við tölvur. Einmitt í þeirri grein ganga hlutirnir svo hratt fyrir sig, það era alltaf að koma fram ný og ný hug- tök og orð að dönsku orðin koma oftast of seint. En við látum nægja að gefa upp dönsk orð sem hug- myndir, en reynum ekki að telja um fyrir fólki að nota frekar dönsku orðin en erlend tökuorð. í þau fáu skipti, sem það hefur verið reynt, hefur það tekist illa.“ En nú er misjafnt hvers konar framburð tökuorðin fá í dönsku. Stundum er framburðurinn mjög danskur, stundum alveg enskur. Fyrir nokkm var stofnaður nýr banki, sem kallar sig Unibank. Forr- áðamenn hans lögðu fyrir starfsfólk- ið að bera nafnið fram sem „Júní- bank“ upp á ensku, í stað „Uní- bank“, sem samræmist dönskum framburði. Hefur málnefndin engin afskipti af slíkum atriðum? „Nei, hér er hveijum og einum fijálst að ákveða hvemig orð eru borin fram. Formaður Dönsku mál- nefndarinnar, sem er einnig málfars- ráðunautur danska útvarpsins, lagði til að fréttamenn segðu „Úníbank" á danska vísu, en fréttamennirnir era ekki bundnir af því. Sjálf myndi ég aldrei bera við að segja neitt annað en „Úníbank". Ég er svolítið gamaldags og nota ensk orð í mjög danskri útgáfu eins og eldri kynslóð- ir gera, meðan yngra fólk notar enskan eða enskulegan framburð. Sennilega breiðist „Júníbank" út, bæði vegna þessa og eins af því bankinn heldur fram þeim fram- burði.“ Hvað með dönsk mannanöfn, em reglur um þau? PJ: „Kirkjumálaráðuneytið gefur út lista með viðurkenndum manna- nöfnum. Ef á að gefa nafn, sem ekki er á listanum, þarf að sækja um viðurkenningu á því og ráðuneyt- ið leitar þá til Nafnastofnunar, sem er háskólastofnun, þar sem fengist er við rannsóknir á mannanöfnum. Ein viðmiðunin er að ekki megi gefa nafn, sem geti talist skaðlegt fyrir einstakling að bera. Sem dæmi um nöfn, sem hafa verið dæmd úr leik em Bakkus, Bobo, Knirk og Vrimle. Útlendingar verða að taka sér eitt danskt nafn, en mega svo auðvitað halda sínum nafnahefðum. Það gild- ir því allt annað með nöfn en orð. Nöfnum er harðlega stjórnað.“ Afstaðan til móðurmálsins Þetta hafði Pia Jarvad að segja um hvernig danskan er meðhöndluð í Danmörku af þeim aðilum, sem um málið véla. Jorn Lund hefur stundað rannsóknir á afstöðu Dana til dönskunnar. Sem stendur er verið O u_ Úr blaðadómi um OFUREFLI eftir Leó E. Löve. Pia Jarvad á skrifstofu Dönsku málnefndarinnar. „Nefndin skráir ný orð, en með skráningunni eru orðin ekki viðurkennd á neinn hátt sem góð eða vond, æskileg eða óæskileg, aðeins að þau eru til í málinu.“ Jorn Lund prófessor við Danska kennaraháskólann. „Norðmönn- um finnst málið sitt til dæmis yfirleitt gott. Það finnst Dönum ekki og það er áhyggjuefni." að gefa út í Danmörku ritverk í nokkmm bindum um sjálfsímynd Dana, hvernig Danir sjái sjálfa sig og hvaða hugmyndir þeir geri sér um sig. Eitt bindið verður um tungu- málið og það skrifar Jorn Lund. Á næstunni mun hann taka að sér yfir- stjórn á stóra verkefni, sem er út- gáfa á tuttugu binda danskri al- fræðiorðabók, sem Gyldendal mun gefa út. .Jorn Lund fæst við rannsóknir á nútíma dönsku, en hann hefur líka augun á íslensku og hefur lengi haft. Þegar hann var tæplega tvítug- ur hafði hann mikinn áhuga á forn- íslensku, á sjálfu tungumálinu og málfræðikerfi þess og samdi þá bók til að hjálpa dönskum stúdentum til að átta sig á því. Meðhöfundur var félagi hans, sem hann hefur síðar á stundum starfað með, Lars Brink prófessor við HI. Síðan hefur nútím- amálið orðið ofan á og í fyrra var hann á íslenskunámskeiði á íslandi og ætlar að halda áfram íslenskun- áminu. Eins og hann segir sjálfur, kann maður ekki íslensku þó maður geti lesið Morgunblaðið. Það þarf meira til að skilja mælt mál og geta talað sjálfur. Jorn Lund þekkir af- stöðu íslendinga til tungumálsins líka í gegnum starf sitt í Norrænu málnefndinni. En hafa íslendingar aðra afstöðu til íslenskunnar en Danir til dönsku? JL: „Já. Ég veit reyndar að íslend- ingar vakna ekki og sofna með hugs- anir um móðurmálið í kollinum, en ég held að þeir séu menningarlega meðvitaðri en landar mínir. Þegar jafn fámenn þjóð og íslendingar skapa sér menningu er það vegna þess að það er vilji fyrir því. Danir, Svíar og Norðmenn geta lært mikið af litlum löndum eins og íslandi og Færeyjum. Lestur og bóksala er goðsögn, sem Islendingar halda mjög á lofti, en það er líka satt að bækur seljast þar og ég efast ekki um að þær eru lesnar. íslendingar slitu ekki tengslin við Danmörku fyrr en 1944, en þeir höfðu lengi trúað á sjálfstæði sitt. Ég held að ekkert ýti jafn kröftug- lega undir tilfinningu fyrir menningu og máli eins og slíkar aðstæður. Á stríðsárunum var sama uppi á ten- ingnum þar. Þá vom stofnuð móður- málsfélög víða um landið, sem vildu meðal annars kenna öðrum norræn- um þjóðum að nota norræn orð frem- ur en germönsk. Hálftíma eftir stríðslokin urðu þessi félög að at- hlægi, það varð hallærislegt að hugsa eftir þessum brautum. I sam- bandi við umræður um Evrópuband- alagið virðist þessi tilfmning aftur styrkjast í Danmörku." Tungumálið ber í sér menningarsöguna „Flestir Danir líta eingöngu á málið sem samskiptatæki, en hugsa minna út í að málið er sameign þjóð- arinnar og tengir hana saman. Orð- in, tungumálið, bera; sér menning- arsögu þjóðarinnar. í dönskunni er norrænt lag frá víkingatímanum, síðan koma inn lágþýsk orð á miðöld- um og frá og með siðbótinni urðu háþýsk áhrif sterk. Seinni áhrif sjást á ákveðnum sviðum. Leikhúsmálið er frá Frakklandi og bankamálið er frá Ítalíu. Nú er það enskan, sem er áhrifavaldur. Þessi lög í tungu- málinu sýna hvað Danir hafa þurft að nota af orðum og hvaðan þeir hafa tekið af. Orðin sem lifa, eru þau sem þarf að nota. Það má líkja þessum lögum í málinu við setlög í jarðveginum, þar sem hvert lag seg- ir til um hvaðan menningarvindarnir blésu á hveijum tíma. Þessi lög eru augljósari í dönsku en íslensku. Svo segir hvert mál einnig mikið til um þá menningu, þar sem málið er talað. í grænlensku era mörg mismunandi orð yfir snjó. Danir eiga ríkulegan orðaforða tengdan land- búnaði. Um leið og maður lærir móðurmálið, færir maður allt það gamla í málinu inn í nútímalífið. Fáir hugsa svo hvernig málið teng- ist og stýrir tilfinningalífinu. Málið er miklu meira en bara sam- skiptatæki og ég held að íslendingar geri sér betur grein fyrir því en Danir. Þess vegna finnst íslending- um Danir vera léttúðugir varðandi málið. Við virðumst láta allt fljóta. Danskir málvísindamenn láta sér nægja að lýsa málinu, meðan ýmsum íslenskum starfsbræðrum okkar finnst að þeir eigi að ganga lengra og stýra málinu. Það hvarflar aldrei að mér að álíta til dæmis mál gamla fólksins betra en mál þess unga. í framburðarorðabókinni, sem við Lars Brink sömdum, er öllum fram- burðartilbrigðum lýst, en það er ekki dæmt um hvort einn framburður sé öðrum betri eða réttari." Og þú finnur aldrei hvöt hjá þér til að segja fyrir um slík atriði? JL: „Nei, mér finnst mikilvægast að lýsa tungumálinu, en hver á að gera það? Eg held að Danska mál- nefndin sé best til þess fallin. Marg- ir af þeim, sem blanda sér í umræð- ur um málið, til dæmis frá móður- málsfélögum, eru einmitt mjög íhaldssamir, svo það er ljóslega til- hneiging í forskriftaráttina þaðan. Ég hef kynnt mér lesendabréf um mál og málfar og þau eru öll í þessa áttina. Flest þeirra komu frá eldra fólki og flest bréfanna eru gagnrýni á málfarið í útvarpi og sjónvarpi. Af því kynni maður að álykta að þetta sé útbreidd skoðun meðal Dana, en ég ,fékk tækifæri til að rannsaka afstöðu Dana til málsins á öðmm forsendum. Þá kom annað í ljós. Með aðstoð stúdenta var haft samband við fólk víða að úr þjóðfé- laginu. Hver stúdent átti að finna sex manns á mismunandi aldri, úr mismunandi félagshópum og land-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.