Morgunblaðið - 11.12.1991, Blaðsíða 39
39
MORGUNÉLAÓIÐ MlÐVÍfCÚDÁÚlÍR 11. ÚÉÖEMÖÉÍá Í9Ó1
Æsingar leysa
engin mál
eftir Þórð E.
Halldórsson
Það er ekki hægt að segja annað
en hið hörmulega slys við Grindavík,
þar sem fimm ungir og hraustir sjó-
menn fórust, hafi dregið dilk á eftir
sér í þjóðmálaumræðunni upp á síðk-
astið. Upphlaup á lágu plani hafa
átt sér stað á Alþingi, með ófyrirsjá-
anlegum afleiðingum. Þar bar hæst
umræðan um hugsanleg þyrlukaup.
Öllum er orðið ljóst, að þau mistök
sem áttu sér stað í beiðni um aðstoð
frá varnarliðinu, við umrætt slys,
voru vegna skipulagsleysis þeirra
aðila sem þau mál áttu að annast.
Það er eins og veifað sé rauðri
tusku framan í ótt naut hjá sumum
aðilum þegar talað er um að nýta
aðstoð varnariiðsins til björgunar-
mála. Þeir hafa yfir stórum og öflug-
um björgunarþyrlum að ráða og
jafnan brugðið skjótt við þegar þeir
hafa verið beðnir um aðstoð, og þá
eru ekki fá mannslífin sem þeir hafa
bjargað gegnum árin, bæði á sjó og
landi, oft við verstu aðstæður. Þess
vegna er fáránlegt að heyra vissa
menn draga í efa að þyrlur varn-
arliðsins henti fullkomlega við
björgunarstörf. Því hefur jafnvel
verið lætt inn í umræðuna að áhafn-
ir þyrlanna skorti þjálfun. Það er
sorgleg staðreynd að þeir sem staðið
hafa að upphlaupinu á Alþingi síð-
ustu daga, vegna kröfu um tafarlaus
þyrlukaup, virðast ekki gera sér
grein fyrir umfangi þess máls í öllum
atriðum. Stór þyrla sem ke'mur að
Þórður E. Halldórsson
„Með sýndarmennsku
upphlaupi og hávaða
verður engum málum
bjargað, heldur þarf að
yfirvega á raunhæfan
og skynsaman hátt
hvernig bregðast skuli
við til farsællar lausn-
ar.“
fullum notum við björgunarstörf, ein
og sér, er ekki hin eina og full-
komna lausn málsins.
Öllum er ljóst að þyrlur varnarliðs-
ins hafa á mörgum undanförnum
Akraneskaupstaður:
Vegleg hátíðarhöld
vegna 50 ára afmælis
Akranesi.
AKURNESINGAR halda hátíðlegt
á næsta ári að 50 ár verða þá lið-
in frá því bæjaifélagið fékk kaup-
staðarréttindi. í undirbúningi eru
vegleg hátlðarhöld sem spanna
nær allt afmælisárið og ná þau
hámarki í júnímánuði þegar for-
seti íslands mun heiðra bæjarbúa
með nærveru sinni.
Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akra-
nesi sagði í samtali við Morgunblað-
ið að undirbúningur hátíðahaldanna
væri nú að komast á lokastig. „Dag-
skráin er að taka á sig endanlega
mynd og verður mjög fjölbreytt. Við
munum reyna að minnast þessara
tímamóta á fjölbreyttan hátt og
reyna að láta sem flesta bæjarbúa
tengjast þeim á einn eða annan hátt.“
Dagskráin hefst með hátíðafundi
bæjarstjórnar Ákraness 26. janúar
og að honum loknum verður fjöl-
breytt hátíðadagskrá. Síðan rekur
hver atburðurinn annan í umsjón
félagasamtaka skólanna í bænum.
Má þar nefna ýmis íþróttamót, skóg-
ræktarátak, vígslu nýs tónlistar-
skóla, sönglagakeppni, tónlistarfesti-
val og ljósmyndasýningu svo og
hreinsunar- og fegrunarátak í bæn-
um svo nokkuð sé nefnt. Ýmsar ráð-
stefnur fagfélaga á Akranesi eru
ráðgerðar. Ársþing Skógræktarfé-
lags íslands verður haldið á Akra-
nesi í ágúst. Þá kemur út fyrsti hluti
Sögu Akraness, líklega í mars, en
höfundur hennar er Jón Böðvarsson.
Aðalhátíðahöldin verða 12.-19.
júní og væntanlega mun forseti ís-
lands, frú Vigdís Finnbogadóttir,
verða viðstödd þau fyrsta daginn.
Gísli bæjarstjóri segir að dagskráin
þessa viku sé ekki að fullu ákveðin
en reynt verði að gera öllum til hæf-
is og vonandi verða fjölmargir brott-
fluttir Skagamenn sem og aðrir gest-
ir hjá okkur í heimsókn þessa daga
til að riíja upp gamla tíma jafnframt
því að njóta þess sem boðið er uppá.
í október verður síðan dagskrá á
vegum bæjaryfirvalda og með því
lýkur formlegum hátíðarhöldum þess
afmælisárs. Gísli segir að mikil vinna
hafí nú þegar verið lögð í undir-
búningsstarf, en sérstök afmælis-
nefnd hefur unnið að dagskrárgerð.
Fleiri aðilar munu síðan bætast við
þegar nær líður m.a. ýmis félagasam-
tök eins og áður kemur fram.
- J.G.
árum sótt veika og eða slasaða menn
í skip langt á haf út í kringum land-
ið. Með þyrlu hefur það aðeins verið
framkvæmanlegt að henni fylgdi
eldsneytis-áfyllingarvél. Þetta atriði
hefur aldrei komið fram í hita um-
ræðunnar að undanförnu, og allra
síst frá þeim sem telja sig baráttu-
menn fyrir þyrlukaupum.
Ég vil fá svör við því, án felu-
leiks, hvort þessir „hugsjónamenn"
um þyrlukaup hafi hugsað sér að
sleppa framangreindum lið í björg-
unarstörfum, eða hvort þeir hafi
hugsað sér að kaupa áfyllingarvél
með stóru þyrlunni. Þeir virðast
ætla sér að koma í veg fyrir nokkra
umræðu um samstarf við varnarliðið
í björgunarmálum, en verða jafnfra-
mat að sýna fram á hvaða þáttum
í björgunarstörfum þeir hugsa sér
að sleppa.
Það kom fram í umræðunni um
mistök þau, sem gerð voru í því að
óska ekki í tíma eftir aðstoð vam-
arliðsins vegna slyssins við Grinda-
vík, að ekki bæri að leita að einhveij-
um blóraböggli til að kenna um þau
mistök. Með öðrum orðum, ekki að
láta þann aðila axla ábyrgð. Þann
aðila átti auðvitað að reka úr starfí
á stundinni. Það eitt hefði komið í
veg fyrir að slíkt endurtæki sig.
Með sýndarmennsku upphlaupi og
hávaða verður engum málum bjarg-
að, heldur þarf að yfírvega á raun-
hæfan og skynsaman hátt hvernig
bregðast skuli við til farsællar lausn-
ar.
Höfundur er ellilífeyrisþegi,
fyrrv. lögregluþjónn og
starfsmaður Cargolux.
:■ ÚÍÍÍ,.. i —1
Jólatilboðið okkar gildir til
20. des.
Allt þetta er innifalið í minnstu myndatökunni hjá okkur
Á aðeins kr. 10.500,00
Ljósmyndastofan Mynd sími 65-42-07
Ljósmyndstofan Barna og fjölskylduljósmyndir sími
677-644
Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4-30-20
%
'O
gardeur
- dömufatnaður
til jólagjafa
Síðbuxur
Pils, bein og felld
Stakirjakkar
Hnébuxur
Peysur
Odutitv.
verslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi.
Opið daglega frá kl. 9-18,
laugardag 14. des. frá kl. 10-18,
sunnudag 15. des. frá kl. 14-17.
TH4500
Helluborð
„Moon“ keramik yfirborð,
snertirofar, svartur rammi
eða stálrammi, fjórar
hellur, þar af tvær halógen
og ein stækkanleg,
hitaljós, tímastilling á
hellum.
TH 2010
Helluborð
Keramik yfirborð, svartur
eða hvítur rammi, fjórar
hellur, þar af tvær halógen
og ein stækkanleg,
sjálfvirkur hitastillir og
hitaljós.
TH490
Helluborð
„Moon“ kermik yfirborð,
stálrammi, fjórar hellur,
þar af tvær halógen,
sjálfvirkur hitastillir og
hitaljós.
O
cn
ffl
TH 483 B
Helluborð
Keramik yfirborð, svartur
eða hvítur rammi, fjórar
hellur, þar af tvær
halógen, sjálfvirkur
hitastillir og hitaljós.
Funahöfða 19
sími 685680