Morgunblaðið - 08.01.1992, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992
19
■ BERLÍN - Ericli Honec-
ker, fyrrum leiðtogi Austur-
Þýskalands, og kona hans Mar-
got, sem leituðu hælis í sendi-
ráði Chile í Moskvu til þess að
komast hjá því að verða fram-
seld til Þýskalands, hafa krafist
þess að fá eftirlaun frá þýska
ríkinu og í því sambandi leitað
á náðir dómstóls i Berlín.
Greiðslurnar voru stöðvaðar er
sovétherinn flutti hann með
leynd til Moskvu í mars í fyrra
til þess að hann yrði ekki dreg-
inn fyrir rétt en hann á yfir
höfði sér ákæru fyrir að hafa
fyrirskipað að þeir sem reyndu
flótta yfir Berlínarmúrinn yrðu
skotnir.
■ HANOI - Talið er að 220
manns að minnsta kosti hafi
týnt lífi í fárviðri við austur-
strönd Víetnams 28. desember
sl., að því er embættismenn
skýrðu frá í gær. Vitað er um
139 látna en 81 er enn saknað.
Flestir hinna látnu eru sjómenn
sem voru á hafi úti er óveðrið
gekk yfir. Mörg hundruð manns
við sjávarsíðuna misstu heimili
sín en eignatjón í óveðinu er
álitið vera jafnvirði 60 milljóna
ÍSK.
■ PARÍS - Leiðtogi Jafn-
aðarmannaflokksins í Frakk-
landi, Pierre Mauroy, sagðist
í gær hafa
ákveðið að
segja af sér
og láta af
flokksfor-
mennsku á
morgun,
fímmtudag.
Mikil valda-
barátta á sér nú stað innan
flokksins milli yngri manna,
m.a. um nýtt forsetaefni því
ekki er gert ráð fyrir að
Francois Mitterrand Frakk-
landsforseti verði í kjöri þegar
næstu forsetakosningar fara
fram 1995. Hermt er að fylk-
ingarnar hafi komist að mál-
amiðlun sem feli í sér að Laur-
ent Fabius, forseti franska
þingsins og fyrrum forsætisráð-
lierra, taki við flokksfor-
mennskunni og í staðinn verði
Michel Rocard tilnefndur for-
setaframbjóðandi flokksins við
forsetakosningarnar. Samkom-
ulagið virðist draga úr mögu-
leikum Jacques Delors, forseta
framkvæmdastjórnar Evrópu-
bandalagsins, á að hljóta til-
nefningu.
■ HONG KONG - Þremur
kanadiskum þingmönnum,
sem fóru til Kína til þess að
kynna sér ástand mannréttinda-
mála þar, var vísað úr landi í
gær og þeir voru sendir til Hong
Kong. Þingmennirnir ræddu við
fjölskyldur kínverskra andófs-
manna en voru stöðvaðir í gær-
morgun á leið til fangelsis þar
sem stjórnarandstæðingum er
haldið. „Þetta var ekkert annað
eri mannrán. Um 100 manna
her- og lögreglulið sat um bif-
reið okkar og beitti okkur fanta-
brögðum. Við vorum fluttir
nauðugir út á flugvöll og settir
um borð í næstu flugvél úr
landi," sagði einn þingmann-
anna.
Reuter
Japanskir hægrimenn efndu til mótmæla í Tókíó vegna heimsóknar George Bush Bandaríkjaforseta til
Japans í gær. Á myndinni má sjá einn þeirra með grímu sem líkist Bush.
EBflytur
Brussel. Frá Kristófcr M. Krislinssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
Skrifstofulið Evrópubandalags-
ins tók sig upp um jólaleytið og
flutti um set úr Berlaymont-bygg-
ingunni sem hefur hýst höfuð-
stöðvarnar um árabil í Brusscl.
Framkvæmdastjórn bandalagsins
tók ákvörðun um að rýma bygging-
una síðastliðið vor vegna þess að hún
væri hættuleg heilsufari þeirra sem
í henni störfuðu. Belgísk stjórnvöld
hafa ákveðið að endurbyggja húsið
þvert ofan í óskir EB en þar á bæ
vildu menn byggja nýtt hus.
Flutningarnir hafa staðið frá því
í byijun desember og búist er við
því að síðustu starfsmennirnir af
þeim fjögur þúsund sem störfuðu þar
verði fluttir út fyrir 15. janúar. Það
kom í hlut Belga að finna viðunandi
húsnæði fyrir starfsmennina og hef-
ur þeim verið fundinn samastáður á
tólf stöðum í borginni.
Flutningarnir sjálfir kostuðu sem
svarar rúmlega 70 milljónum ÍSK
en aðsetursskiptin í heild tæplega
6,5 milljarða ÍSK. Framkvæmda-
stjórnin hefur ekki gefið belgískum
stjórnvöldum endanlegt vilyrði fyrir
því að flytja aftur í bygginguna að
endurnýjun lokinni en reiknað er með
því að hún verði tilbúin eftir fjögur
ár.
Bush knýr á Japani um aukinn innflutning frá Bandaríkjunum;
Kveðst ekki sætta sig við mála-
myndaaðgerðir af hálfu Japana
Tokyo, Seoul. Reuter, The Daily Telegraph.
FJOGURRA daga heimsókn George Bush Bandaríkjaforseta til Jap-
ans hófst í gær og forsetinn lagði ríka áherslu á að stefna bæri að
auknu frjálsræði í viðskiptum rikjanna. Litið er á heimsóknina sem
upphafið að baráttu Bush fyrir endurkjþri og hann hyggst knýja á
japönsk stjórnvöld um að draga úr viðskiptahömlum og greiða fyrir
auknum innflutningi frá Bandaríkjunum til að hægt verði að blása
nýju lífi í efnahag landsins.
Vöruskiptajöfnuður ríkjanna er
Japönum hagstæður um 41 milljarð
dala og Bush sagði að Bandaríkja-
menn gætu ekki sætt sig við mála-
myndaaðgerðir af hálfu Japana. „Ég
vil að bandarískur varningur fái auk-
inn aðgang að japanska markaðn-
um,“ sagði hann. „Frjáls viðskipti á
jöfnum grundvelli skapa atvinnu og
bæta lífskjörin í ríkjunum báðum.“
Frammámenn 18 bandarískra
stórfyrirtækja fylgja Bush í ferðinni,
þar á meðal stjórnendur bílafyrir-
tækjanna Ford, Chrysler og General
Motors. Samanlagt tap þessara
þriggja fyrirtækja á níu fyrstu
mánuðum liðins árs nam rúmum sex
milljörðum dala og skýrt var frá því
nýlega að General Motors hygðist
fækka starfsmönnum sínum um
74.000. Helsta ástæða þess að vöru-
skiptajöfnuður ríkjanna er Banda-
ríkjamönnum svo óhagstæður er
gífurlegur innflutningur japanskra
bifreiða.
Kiichi Miyazawa, forsætisráðherra
Japans, leitaðist við að friða Bush
og fylgdarlið hans. „Við verðum að
ganga eins langt og við getum til
að aðstoða Bandaríkjarnenn," sagði
hann. Forsætisráðherrann hvatti
Japani til að hafa „samúð“ með
Bandaríkjamönnum og benti á að
þeir hefðu veitt aðstoð við endurreisn
Japans eftir síðari heimsstyrjöldina.
Hann er reiðubúinn að slaka á
ströngum eftirlitskröfum sem hafa í
reynd hindrað aukinn innflutning
bifreiða til Japans. Hann virðist einn-
ig staðráðinn í að tryggja að japönsk
bílafyrirtæki efni loforð sín um auk-
inn innflutning frá Bandaríkjunum.
Skoðanakannanir benda til að
fylgi Bush hafi minnkað mjög að
undanförnu vegna efnahagssam-
dráttarins og óvíst er að hann nái
endurkjöri í forsetakosningunum í
nóvember. Það er hagsmunamál fyr-
ir japanska útflytjendur að Bush fari
með sigur af hólmi í kosningunum
fremur en frambjóðandi demókrata,
sem hafa hótað að minnka bílainn-
flutning frá Japan um þriðjung með
verndartollum verði vöruskipti ríkj-
anna ekki jöfnuð á næstu fimm árum.
Bush er málsvari fijálsra viðskipta
og leggst gegn slíkum aðgerðum.
Bandaríkin:
Quayle fær uppreisn æru
Washington. The Daily Telegraph.
SPÉFUGLAR og dálkahöfundar í Bandaríkjunum hafa lengi haft
Dan Quayle varaforseta að skotspæni en ýmislegt bendir til að
Bandaríkjamenn séu nú farnir að taka hann alvarlega.
Frá því Quayle varð varaforseti
fyrir þremur árum hefur honum
iðulega verið lýst sem hjákátlegum
og vitgrönnum hægrimanni, sem
komi vel fyrir í sjónvarpi en hafi
takmarkaðan áhuga á öðru en
golfi. Ýmislegt bendir hins vegar
til að bandarískir blaðalesendur og
sjónvarpsáhorfendur hafi fengið
sig fullsadda á Quayle-bröndurum,
einkum vegna þess að margir líta
nú svo á að hann hafi staðið sig
betur í embættinu en búist var við
í fyrstu. Nú hefur jafnvel höfuð-
Quayle
vigi fijálslyndra
Bandaríkja-
manna, Was-
hington Post,
látið hann njóta
sannmælis og
birtir i þessari
viku greinaröð,
þar sem honum
er lýst sem klók-
um og stefnu-
föstum stjórn-
málamanni. Annar af höfundunum
er Bob Woodward, sem átti þátt í
að afhjúpa Watergate-hneykslið
og margir bandarískir hægrimenn
líta enn hornauga. Höfundarnir
segjast skyggnast „á bak við
skrípamyndina“ og viðurkenna að
Quayle sé líklegur til að verða for-
seti árið 1996. Fimm af níu síð-
ustu försetum Bandaríkjanna voru
áður varaforsetar.
Quayle er í miklum metum hjá
George Bush og samstarfsmönn-
um hans í Hvíta húsinu og hjá
repúblikönum út um allt land,
meðal annars vegna þess að hann
hefur aflað flokknum meiri fjár-
muna en nokkur annar varaforseti
Bandaríkjanna.
ÚTSALAN BYRJAR í DAG
OPIÐ DAGLEGA K L. 9-18 OG LAUGARDAGA K L. 10-16
Uáumv
VERSLUN V/NESVEG, SELTJARNARNESI