Morgunblaðið - 08.01.1992, Side 25

Morgunblaðið - 08.01.1992, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANUAR 1992 25 Staða íslensks landbúnaðar í ljósi GATT-samnings rædd utan dagskrár í Alþingi: Samningsdrögin með öllu óaðgengileg fyrir okkur - segir Jón Helgason fyrrverandi landbúnaðarráðherra STAÐA íslensks landbúnaðar með tilliti til viðræðna um nýjan GATT- samning var til umræðu utan dagskrár í gær. Fjöldi þingmanna tók til máls og stóð umræðan fram eftir kvöldi. Þingmenn stjórnarand- stöðu, sérstaklega Framsóknarflokks og Alþýðubandalags gagn- rýndu fyrirliggjandi samningsdrög harðlega. Einnig sumir þingmenn Sjálfstæðisflokks. Flestir ræðumenn, til dæmis allir þeir almennu þingmenn Sjálfstæðisflokks sem til máls tóku, töldu nauðynlegt að gerðir yrðu fyrirvarar af hálfu íslands við ýmis atriði í landbúnaðark- afla samningsdraganna. Jón Helgason (F-Sl) rakti nokk- uð þróun GATT-viðræðnanna og sérstaklega þróun síðustu vikna sem hann taldi boða íslenskum landbúnaði uggvænleg og váleg tíðindi. Síðustu drög að nýjum GATT-samningi byggðum á hug- myndum Arthurs Dunkels fram- kvæmdastjóra GATT-viðræðnanna hefðu verið kynnt og væru þessar tillögur mjög fjarri því tilboði sem Islendingar hefðu gert í þessum viðræðum. Greindi ræðumaður nokkuð frá álitsgerð sem Ketill A. Hannesson ráðunautur og hagfræð- ingur Búnaðarfélags íslands hefur unnið fyrir samtök bænda máli sínu til stuðnings. Þar kom m.a. fram að meginreglan ætti að verða sú að aðildarlönd yrðu að sanna á vísindalegum grunni hvenær þörf væri á því að takmarka innflutning á landbúnaðarafurðum vegna dýra- og plöntusjúkdóma. Ekki yrði annað séð en margvíslegar landbúnaðaraf- urðir sem ekki hefði verið leyft að flytja til landsins fram að þessu, með tilvísan í heilbrigðisreglugerð- ir, stæðust ekki þetta próf. Einung- is ferskar og frystar kjötvörur og e.t.v. egg myndu falla undir þetta ákyæði. í samningsdrögunum væri einnig gert ráð fyrir því að innflutnings- hömlur á landbúnarafurðum yrði breytt í svokölluð innflutningstolla- ígildi sem tækju mið af verðlags- mun innanlands og heimsmarkaðs- verði á árabilinu 1986-88 en gert væri ráð fyrir því að þessi tolla- ígildi lækkuðu svo um 36% á árun- um 1993-99. Það væri ljóst að af- urðaverð til bænda yrði að lækka mun meira ef innlend vara ætti að seljast. Ástæða þessa væri lækkun á niðurgreiðslum þótt á móti vægi einhver hækkun á heimsmarkaðs- verði vegna lækkandi útflutnings- bóta. Fyrirliggjandi GATT-tillögur gera ráð fyrir því að aðildarlönd dragi úr útflutningsbótum um 36% en ræðumaður benti á það að ís- lendingar hefðu nú þegar gengið flestum þjóðum lengra í því að draga úr þessum bótum og með nýgerðum búvörusamningi væri að því stefnt að afnema þær árið 1992. Þessar aðgerðir hlytu að hafa grundvallaráhrif á afstöðu íslend- inga til samningsins. Drögin að GATT-samningnum gera ráð fyrir að draga úr innan- landsstuðningi við landbúnað en stuðningur sem ekki teldist mark- aðstruflandi félli utan við samning- inn. Niðurgreiðslur teldust mark- aðstruflandi og skyldu þær lækka um 20%. Beinar greiðslur til bænda í sauðfjárrækt væru einnig innan þessa ramma. Búvörusamningi yrði að breyta á þann veg að beinar greiðslur yrðu ekki tengdar fram- leiðslu, til þess að þær féllu ekki undir skerðingu. Jón Helgason taldi sýnt að þessi samningsdrög væru með öllu óað- gengileg fyrir íslenskan landbúnað; það yrði útilokað að framfylgja sjálfstæðri landbúnaðarstefnu, draga myndi stórlega úr matvæla- öryggi þjóðarinnar. Og nýgerður búvörusamningur héldi ekki lengur gildi sínu og kippt væri burtu gmndvellinum að þeirri framleiðsl- ustjórn og hagræðingarstarfi sem samið hefði verið um. Málshefjandi innti Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra eftir því hvernig hann mæti stöðu íslensks landbúnaðar miðað við þá þróun sem orðið hefði í GATT-viðræðunum? Hvort það kæmi til greina fyrir íslendinga að verða aðilar að þessum samningi á grundvelli þeirra draga sem nú lægju fyrir? Ef svo væri ekki, hvern- ig hygðist ráðherrann vinna að því að hagsmuna íslands yrði gætt við samningagerðina? Og að síðustu spurði hann hvort ráðherrann myndi hafa samráð við landbúnað- arnefnd Alþingis áður en ríkis- stjórnin tæki nokkrar skuldbindandi ákvarðanir? íslenskur Iandbúnaður illa undirbúinn Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra benti á það að íslendingar hefðu þegar haustið 1990 lýst sig reiðubúna til að rýmka allverulega þær ströngu innflutningstakmark- anir sem hér hefðu gilt og væri óhjákvæmilegt að meta þá stöðu sem nú væri komin upp í því ljósi. Landbúnaðarráðherra rakti nokkuð tillögur þær sem Arthur Dunkel framkvæmdastjóri hefur lagt fram. T.d. væri tekjustuðning- ur við bændur talinn markaðstrufl- andi ef hann væri byggður á fram- leiðslu þeirra á árunum 1986-88 en tæki ekki mið af framleiðslu þeirra síðan. Þessi viðmiðunartími gæti orðið okkur erfiður og hefði það í för með sér að við yrðum m.a. að endurskoða búvörusamn- inginn og framkvæmd hans. Ráðherra sagði það t.d. hafa ver- ið mikil vonbrigði hversu vægilega Dunkel hefði tekið á útflutningsbót- um. Landbúnaðarráðherra sagði það sína skoðun að íslenskur land- búnaður hefði búið við of mikla vernd síðustu áratugina og lotið opinberri forsjá í alltof ríkum mæli. En það kom einnig fram í hans ræðu að hann óttaðist að íslenskur landbúnaður væri ekki nægilega vel búinn undir frjálsan innflutning búvara og skírskotaði til fyrri af- stöðu okkar um að við teldum nauð- synlegt enn um hríð að hafa heim- ildir til að beita innflutningstak- mörkunum. Þetta gætum við m.a. rökstutt með því að við hefðum þegar gert ráðstafanir til þess að útflutningsbætur yrðu með öllu af- lagðar frá næsta hausti. En ef um óheftan, breytilegan innflutning yrði að ræða, hlyti sú ákvörðun að koma til endurskoðunar. Landbúnaðarráðherra greindi frá því að ríkisstjórnin hefði rætt síð- ustu drög að GATT-samningnum á ríkisstjórnarfundi um morguninn og myndi ræða þau áfram næsta föstudag. Halldór Blöndal sagðist að sjálfsögðu myndu hafa samband við landbúnaðarnefnd um þessi mál. Hrun landbúnaðar Ragnar Arnalds (Ab-Nv) sagði það vera grundvallaratriði að þessi drög að samningi væru í aðalatrið- um frábrugðin flestu því sem hefði falist í tilboði íslendinga í þessum viðræðum. Eins og drögin nú lægju fyrir, væri verið að afnema innflutn- ingshömlur og opna fyrir sölu land- búnaðarafurða á lágu verði. Vörur sem væru í reynd stórlega niður- greiddar. Utflutningsbætur yrðu áfram þótt nokkuð yrði úr þeim dregið. Hins vegar hefðu íslending- ar nú þegar gengið flestum þjóðum lengra í því að draga úr eða fella niður útflutningsbætur. Ríkustu þjóðir heims myndu áfram verja gífurlegum fjármunum til útflutn- ingsbóta. Ragnar taldi að þessi drög að GATT-samningi, hvað varðaði landbúnaðarvöru, tækju að mörgu ef ekki flestu leyti mið af sjónarmið- um og hagsmunum Bandaríkjanna og Evrópubandalagsins. Ragnar Arnalds benti á að ís- lendingar væru mjög háðir milli- ríkjaviðskiptum og þeirra hagur væri í fijálsum viðskiptum en þó væri ljóst að við yrðum að gæta okkar í þessum kaupskap. Ef þessi drög kæmust óbreytt til fram- kvæmda væri ekki ofsagt að hrun blasti við íslenskum landbúnaðar. Fyrirsjáanlegt væri verðfall á land- búnaðarafurðum og það hefði veru- leg áhrif á fjölmörg byggðarlög, bæði dreifbýli og þéttbýli þar sem úrvinnsla landbúnaðarafurða færi fram. Krístín Ástgeirsdóttir (SK-Rv) vildi ekki taka afstöðu til GATT-við- ræðnanna eða fyrirsjáanlegs samn- ings fyrr en hann lagi endanlega fyrir í heild. Krístin lagði á það áherslu að GATT snerist um ótal- margt annað heldur en landbúnað- arafurðir. Heimsviðskiptin í víðum skilningi frelsi vöruviðskipta og þjónustu, m.a. fisksölu. Það yrði að skoða alla hagsmuni. Ræðumaður kvaðst vel skilja að bændur væru uggandi, íslenskur landbúnaður hefði lengi verið verndaður í bak og fyrir. En henni þótti bændur draga upp alltof dökka mynd af því sem hyllti undir í nánustu framtíð. Henni sýndist að íslenskir bændur gætu sjálfir brugðið vopni til varnar erlendri innrás; bændur yrðu að leggja ofurkapp á vörugæðin. „Fáviska eða blekkingar" Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne) sagði að málamiðlunartil- laga framkvæmdastjóra GATT væri sett fram til að þóknast Evrópu- bandalaginu og Bandaríkjunum. Hún væri alls ekki skref til fríversl- unar. Þær þjóðir sem hafi veitt stjarnfræðilegum fjárhæðum til út- flutningsstyrkja gætu haldið því áfram. Gagnrýndi hann málflutning Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- ríkisráðherra í sjónvarpsfréttum, hann hefði sleppt grundvallaratrið- um í samanburði á tilboði fyrrver- andi ríkisstjórnar í GATT-viðræð- unum um landbúnaðarmál og nú- verandi málamiðlunartillögu og auk þess farið rangt með. Sagði Jóhann- es Geir að annaðhvort vissi ráðherr- ann ekki um hvað málið snerist eða kosið að fara með blekkingar. Ræðumaður sagði að það hefði ekki verið upplýst hvaða áhrif það hefði á aðrar atvinnugreinar en landbún- að ef samkomulagsdrögin gengju óbreytt í gegn og beindi því til ráð- herra ríkisstjórnarinnar að upplýsa Alþingi um það. Steingrímur J. Sigfússon (Ab- Ne) lýsti furðu sinni á þeim ummæl- um utanríkisráðherra að ekki væri munur á samningsdrögunum og til- boði fyrri ríkisstjómar Islands. Ráð- herra hefði frá upphafi túlkað samningstilboð íslands á sérkenni- legan hátt. Taldi ræðumaður að það gæti staðið í tengslum við þann til- gang Alþýðuflokksins að fella niður stuðning við landbúnaðinn og varn- ir hans. Sagði Steingrímur að sam- komulagsdrögin væru algerlega óásættanleg. Þau væru ósanngjörn fyrir íslendinga sem væru búnir að lækka útflutningsuppbætur en gætu svo ekki varið eigin búvöru- framleiðslu með innflutningstak- mörkunum. Taldi hann að utanrík- isráðherra hefði ekki haldið að öllu leyti nógu vel á málstað íslands í þessum viðræðum. Hann virtist hafa verið upptekinn við aðra hluti, m.a. Evrópumálin. Steingrímur sagði nauðsynlegt að reynt yrði að ná betri niðurstöðu, að öðrum kosti að hafna samningum. Samningur valds og peninga Egill Jónsson (S-A) sagði að íslendingar hefðu þegar ákveðið að hætta útflutningi búvara og dregið úr fjárframlögum til landbúnaðar- ins, gagnstætt því sem aðrar þjóðir væru að gera. Aðrar þjóðir hefðu aukið styrki til landbúnaðarins og hefði það komið fram í auknum útflutningsbótum. Samkomulags- drögin hjá GATT tækju mið af því. Sagði Egill að ekki þessi samningur væri ekki um fijáls viðskipti. Þetta væri samningur valds og peninga til að komast með vörur inn á nýja markaði. Hann hlyti að teljast and- stæður íslenskum hagsmunum og íslensk landbúnaðarstefnu hyrfi ef drögin yrðu óbreytt að samningi. Egill sagði að verð á búvörum til íslenskra bænda myndi lækka. Sem dæmi um það nefndi hann að reikn- að hefði verið út að í lok samnings- tímans myndi mjólkurverð til bænda hafa lækkað um 35,7%. Landbúnaðurinn gæti ekki ráðið við slíka verðlækkun. Sagði hann samningsdrögin óásættanleg fyrir Islendinga. Sagði hann að nú yrði að vinna vel að málinu næstu daga og þjóðin yrði að fá sem fyrst að vita niðurstöðu ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Páll Pétursson (F-Nv) sagði að samkomulagsdrögin væru ekki ein- ungs árás á íslenska bændur, með þeim væri einnig ráðist á íslenska neytendur. Það væru hagsmunir íslenskra neytenda að eiga ávallt aðgang að góðum og ódýrum búvör- um en þess nytu þeir ekki ef þeir væru háðir innflutningi. Búvörur væru stórlega mengaðar víða um heim. Páll sagði að ef tillaga Dun- kels yrði niðurstaðan myndi það leiða til þyngra áfalls fyrir íslenskan landbúnað en þekkst hefði á undan- förnum áratugum og búvörusamn- ingurinn yrði úr sögunni. Íslenskir bændur yrðu harðar úti en bændur í öðrum löndum því þeir hefðu ver- ið búnir að taka á sig skell með» framleiðslutakmörkunum og lækk- un útflutningsbóta. Sagði Páll að ef ríkisstjórnin gerði ekki fyrirvara við tillöguna væri verið að fórna íslenskum landbúnaði. Vildi hann láta breyta meðferð samninganna og taka málið úr „pólitískri einka- umsjá Alþýðuflokksins" og fagráð- herrar Sjálfstæðisflokksins yrðu að komast að málinu. Krafðist ræðu- maður þess að utanríkisráðherra gerði Alþingi grein fyrir niðurstöðu ríkisstjórnarinnar í málinu þegar á föstudag. f Steingrímur Hermannsson (F-Rn) rakti aðdragandann að til- boði fyrri ríkisstjórnar í GATT-við- ræðunum. Þá hefði verið gert ráð fyrir að opna fyrir 1-2% af þeim landbúnaðai"vörum sem landsmenn neyta. Samningsdrögin nú væru alger kollsteypa frá því tilboði og gera yrði harða fyrirvara af hálfu Islands. Taldi hann að neytendur myndu kaupa innflutningsfrelsið ofurverði, auk þess sem það myndi kippa stoðunum undan fullveldi landsins. Einar K. Guðfinnsson (S-Vf) sagði að markmiðið með GATT-við- ræðunum væru að auka viðskipta- frelsi með tiltekna vöruflokka, m.a. búvörur, og heimsviðskiptin og því ætti það ekki að koma á óvart að í samkomuiagsdrögunum væri gert ráð fyrir rýmkun á heimildum til innflutnings búvara. Vakti hann athygli á því að viðræðurnar sner- ust um fleiri atriði, m.a. þýðingar- mikla Jiætti íslensks atvinnulífs, og ættu Islendingar að ganga til við- ræðnanna með jákvæðu hugarfari. Taldi ræðumaður nauðsynlegt að gera yrði kröfu um breytingar á búvörukaflanum vegna sérstöðu íslendinga. Islendingar háðir milliríkjaviðskiptum I upphafi málsins síns sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra að umræða þessi væri ekki um GATT-samkomulagið held- ur hefði fyrirspurn verið beint til landbúnaðarráðherra og því væri ekki ástæða fyrir hann að halda langa tölu um GATT. Hins vegar hefðu nokkur atriði komið fram í umræðunum sem gæfu tilefni til athugasemda. Vegna stóryrða ýmissa talsmanna Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags sagðist ráðherra sjá sérstaka ástæðu til að vekja athygli á tilboði fyrri ríkis- stjórnar í GATT-viðræðunum en þáverandi stjórnarflokkar hefðu all- ir staðið að því. Fór hann yfír tilboð- ið og bar saman við núverandi samningsdrög. Utanríkisráðherra sagði að íslendingar væru sú þjóð í heiminum sem einna mést væri háð utanríkisviðskiptum, flytti út matvælum en flytti inn flest annað sem þyrfti til að halda uppi lífskjör- um nútíma samfélags. Rifjaði hann upp þann árangur sem íslendingar hafa náð með aðild að GATT-samn- ingum frá upphafi, 1964, meðal annars tollfrelsi fyrir margar af mikilvægustu útflutningsafurðum landsins. Þegar utanríkisráðherra hafði lokið máli sínu kom til nokkurra orðaskipta á milli hans og Stein- gríms J. Sigfússonar, Steingríms Hermannssonar og Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar. Mótmæltu þingmennirnir því sem þeir kölluðu tilraun ráðherra til að leggja að jöfnu samkomulagsdrög Dunkels og tilboð fyri'verandi ríkisstjórnar. Umræðan stóð fram eftir kvöldi. Auk framangreindra tóku til máls: Kristín Einarsdóttir (SK-Rv), Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv), Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (SK-Vf), Árni M. Mathiesen (S-Rn), Tómas Ingi Olrich (S-Ne), Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK- Rv), Pálmi Jónsson (S-Nv), Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf), Jón Sigurðs- son viðskipta- og iðnaðarráðherra og Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK-Rn). Töldu allir ræðumenn nema ráðherra nauðsynlegt að gera fyrirvara af hálfu íslands við sam- komulagsdrögin. Páll Pétursson og Jón Helgason tóku báðir til máls á Alþingi í gær og gagnrýndu samningsdrögin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.