Morgunblaðið - 08.01.1992, Page 30

Morgunblaðið - 08.01.1992, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992 félk í fréttum TILRAUN Nicholson velur dóttur sína Ung verðandi leikkona sem bú- ast má við að tekið verði eftir er hún kemur fram í sinni fyrstu kvikmynd á næstunni er Jennifer Nicholson, 27 ára gömul dóttir Jacks Nicholsons sem þarf enga kynningu. Kvikmyndin sem um ræðir heitir „Blue Champagne" og framleiðandi myndarinnar er eng- inn annar en karl faðir hennar. Jennifer er dóttir Jacks af fyrsta og eina hjónabandi hans í gegn um tíðina, með leikkonunni Söndru Knight. Það telst ekki til tíðinda að börn þekktra stjarna reyni fyrir sér með þessum hætti, mörg hafa þegar gert það, sum með ágætum árangri, eins og til dæmis bræðurnir Charlie Sheen og Emilio Estevez og Kiefer Sutherland. Það sem Jennifer Nic- holson hefur hins vegar fram yfír flesta þá sem skipa þennan hóp er, að hún hefur alist upp langt frá glysnum í Hollywóod. Og er hún ákvað að freista gæfunnar tók hún sig til að menntaði sig í bak og fyrir í leiklist og er nú útskrifuð með ágætiseinkun. Það orð fer af henni að hún sé í meira lagi efnileg og sannað þyki í þessu tilviki að sjaldan falli eplið langt frá eykinni þótt sannað sé reyndar að epli vaxi ekki á eikartijám, heldur eplatijám. I kvikmyndinni „Blue Champagne" leikur Jennifer Nic- holson á móti Jonathan Silverman, en leikstjóri er Blaine Novak. Mynd- in verður frumsýnd í Bandaríkjun- um með vorinu. Jennifer Nicholson hefur erft leikhæfiieika föður síns. POPP Frú Springsteen leynir á sér Patti Scialfa er best þekkt fyrir að vera frú Bruce Springsteen. Áður söng hún bakraddir með hljómsveit bónda síns og það var á þeim árum sem samband þeirra tók að blómstra með þeim afleiðingum að Springsteen skildi við eiginkonu sína og tók saman við Scialfa. Þau eiga nú eitt barn saman og annað er á leiðinni. Almennt var álitið að hún væri ekki sérlega stórt innlegg í hljómsveitinni, en fáir hafa til þessa vitað að hún hefur sjálf feng- ist við lagasmíðar og textagerð. Umboðsmaður Springsteenhjónanna staðfestir að Scialfa er langt komin með sólóskífu, meira að segja tvöfalda þótt ekki sé víst að báðar verði gefnar út í einu. Bamastússið og fleira tengt einkalífínu hefur tafið vinnslu skífunn- ar verulega í seinni tíð, en umboðsmað- urinn sagði að því færi fjarri að Scialfa væri búin að leggja verkið á hilluna. Það biði síns tíms og frúin biði spennt eftir því að fá nauðsynlegt næði til að takast á við verkið á nýjan leik. Ekki sagði umbinnhvernær það yrði, en menn hafa getið sér til um að það verði þegar seinna barnið er komið eitthvað á legg. Því hefur verið fleygt að Bruce Springsteen sé sjálfur meira og minna á plötunni og Scialfa ætli sér að nota nafn hans til að koma eigin tónlist á framfæri. Umboðsmaðurinn segir þetta fírru, karlinn komi hvergi nærri, Scialfa vilji sjálf ekki sjá það. Patti Scialfa. FEGURÐ Fyrsta fegurðardr ottning sameinaðs Þýskalands að er margt sem breytist við sameiningu tveggja ríkja. Þannig kaus sameinað Þýska- land sína fyrstu fegurðardrottn- ingu fyrir nokkrum mánuðum og tók hún þátt í keppninni um titilinn Ungfrú Heimur sem Svava Haraldsdóttir keppti í fyr- ir hönd íslands. Fyrir valinu varð Monika Rausch, 24 ára gömul kennslukona frá litlum námabæ í hinu sáluga Austur Þýskalandi. Hún náði ekki að komast í úrslit í alheimskeppninni, en hyggur á breytta hagi að reynslunni lok- inni. Fyrirsætustörf skulu það vera og þreifingar í sjónvarps- og kvikmyndamálum. Á með- fylgjandi mynd má sjá ungfrú Rausch ásamt stúlkunum sem urðu í öðru og þriðja sæti. 1 vinningur á kr. 25.000.000. 4 vinningar á kr. 5.000.000, 6 vinni , Láttu. skunsemma ráða Það er mannlegt að lifa í von um áhyggjulaust líf og fastar (háar!) tekjur til æviloka. Það kostar ekki mikið að vera með í Happdrætti Háskólans, en í hverjum mánuði getur þú átt von á vinningi sem skiptir sköpum í lífi þínu. Láttu skynsemina ráða og spilaðu til vinnings í stórhappdrætti með 70% vinningshlutfall. HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS vænlegast til virmings

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.