Morgunblaðið - 08.01.1992, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1992
-i
fj
MM ilÍL '•
Fyrr og- síðar
Ég sem þetta skrifa er kominn til
aldurs og get sagt, að ég hafi lifað
tvenna tíma. Ég man sumt sem gerð-
ist á fjórða tug þessarar aldar. Það
var merkilegur áratugur, byijaði með
þingrofi og Alþingiskosningum 1931
og endaði með stríði suður í Evrópu.
Þá var hörð stjómmálabarátta hér
á landi og glögg flokkaskipting. Það
var fjölmennur Sjálfstæðisflokkur
nýbúinn að losa sig við íhaldsnafnið,
sem þótti tortryggilegt, Framsóknar-
flokkur, með samvinnutaðkvörnina,
eins og það var kallað. Svo var vinst-
riflokkur, sem klofnaði í tvennt,
meinlausan Alþýðuflokk og Komm-
únistaflokk. Kommúnistar höfðu það
takmark að bjarga heiminum með
byltingu eftir fýrirmynd frá Rúss-
landi.
Þá voru bombur látnar falla, stór-
ar og smáar, en nú er ekki einusinni
kastað gorkúlu.
Nær allan fjórða áratuginn var ég
á vetrarvertíðum suður með sjó. Þeg-
ar ég var á ferðinni kom ég alltaf á
áheyrendapall í Alþingishúsinu, því
ég hef löngum notið þess að fylgjast
með stjómmálum.
Þá voru miklir garpar á Alþingi
og mætti nefna Jónas frá Hriflu,
Harald Guðmundsson og Einar 01-
geirsson, sem er einhver mælskasti
maður á íslandi á þessari öld. Þá
má ekki gleyma Bjarna Benedikts-
syni. Faðir hans Benedikt Sveinsson
var þá forseti neðri deildar ef ég
man rétt.
Hann var virðulegur og fyrirmann-
legur. Fyrst þegar Benedikt kom á
þing var hann talinn til Framsóknar-
flokksins, en sagt var að hann hafi
hrakist úr flokknum fyrir ráðríki
Jónasar frá Hriflu.
Ég man Þorstein Dalasýslumann.
Hann hafði kæk, lyfti öxlinni við
aðra hveija setningu þegar hann
flutti ræðu. Þessi borgfirzki höfðingi
bjó við miklar vinsældir og kyssti
konur í kosningaferðum. Hann átti
margar bækur, tíu þúsund eða fleiri.
Sjálfstæðisflokkurinn gaf Dalasýslu-
manni Summaríu frá Goðdölum á
afmælisdegi hans.
Guðsorðabæklingurinn Summaría
var prentaður á Hólum 1589. Hvað
í hann er skráð veit ég ekki og var
hann þó í Goðdalakirkju til 1942.
Summaría fór með löglegum hætti
frá Goðdölum. Safnaðarfundur sam-
þykkti að selja Guðbrandarbiblíu og
fylgiritið Summaríu fyrir smápening
°g söfnuðurinn varð guðsfeginn að
losna við þessi gömlu rit fyrir nokkr-
ar krónur. Summaría er talin fylgirit
Guðbrandarbiblíu, þó_ hún sé prentuð
fimm árum síðar. Á þessum tíma
voru íjögur eintök til af Summaríu
á öllu landinu. Eintak Háskólans var
gallað, en eintak Goðdalakirkju alveg
ógallað. Að svo var, er góður vitnis-
burður um Goðdalakirkju. Altaris-
skápur hennar hefur verið músheldur
um aldaraðir.
Hvort innihald Summaríu er
merkilegt veit ég ekki. Jú annars:
Allir guðsorðabæklingar eru merki-
legir, því þeir eru spegilmynd af „trú
og vonum landsins sona “ á hverri tíð.
Páll Kolka læknir var ekki Alþing-
ismaður, en tók þátt í stjórnmálum
og skrifaði í blöð. Mér þótti alltaf
gaman að lesa það sem hann skrif-
aði. Hann var skorinorður og vægði
ekki andstæðingum, þegar svo bar
undir. Það birtist grein í biaði með
fyrirsögn: Hólastóll og hundaþúfa.
Mig minnir að hún væri eftir Pál
Kolka. Þetta var líking og hundaþúf-
an var Framsóknarflokkurinn.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar.
Nú er ég fyrirstöðulaust kominn upp
á tíunda tug aldar vorrar. Það líður
allt áfram eins og þungur straumur.
Mér finnst stjórnmálamenn vera
svipminni nú, en á fjórða tug aldar-
innar.
Nú er allt orðið flatt og slétt. Sjálf-
stæðisflokkurinn boðar lýðræðisjafn-
aðarstefnu. Framsóknarflokkurinn
lætur samvinnutaðkvömina snúast.
Alþýðuflokkurinn er meinlaus hægri-
flokkur eins og hann hefur alltaf
verið og kommúnistar dauðir eða í
dvala.
Það er allt orðið flatt og slétt. Ég
uni illa á „sléttunnar slóð, slétturnar
engu leyna“. Ég vil að leyndarmál
séu á bak við næstu hæð.
Mér finnst stjórnmálamenn vera
svipminni nú en á fjórða áratugnum.
Þó er einn með svip. Það er Olafur
Ragnar Grímsson. Hann fékk líka
gott uppeldi, alinn upp í Framsóknar-
flokknum. Það er ekki sama, hvar
menn alast upp. Framsóknarflokkur-
inn hefur þann höfuðkost, að hann
er opinn í báða enda. Þeir sem þar
era þurfa ekki að óttast að þeir lok-
ist inni. Innilokunarkennd er afleit.
Nú er mikil umræða um fiskveið-
ar. Jón Baldvin er sakaður um, að
hafa gleymt að skila boðum frá meg-
inlandi Evrópu. Þegar ég var að al-
ast upp var ekki sími í minni sveit
Þessir hringdu . ..
Kettlingar
Þrír mannelskir kettlingar átta
vikna gamlir fást gefins. Upplýs-
ingar í síma 33352 eftir kl. 17.
Kettlingnr
Kettlingur fæst gefins. Upplýs-
ingar í síma 14496.
Tík
Falleg sjö vikna tík fæst gefins.
Upplýsingar i síma 52861 eftir kl.
18.
og krakkar voru sendir með boð á
milli bæja. Það var talið mikið mann-
dómsmerki ef börnin skiluðu boðum
greinilega og rétt. Er kynslóðin að
ganga niður? Hannibal hefði skilað
boðum rétt.
EB-veldin iáta ekki snúa á sig.
Þau bentu á að Rússar hefðu veitt
langhala á Islandsmiðum fyrir nokkr-
um árum, svo ekki væri eftir nema
ein og ein sjóskepna af þessari teg-
und. Menn mega ekki láta sér detta
í hug að þeir geti veitt á morgun
fisk, sem þeir drápu og átu í fyrra-
dag.
Ég held að Islendingar ættu að
bjóða EB-veldum að veiða skötu hér
við land. Kæst skata er herramanns-
matur og mundi smakkast vel í
Frakklandi.
Sem betur fer eru ekki allir menn
eins og margir lausir við minnimátt-
arkennd og'segja sína meiningu
umbúðalaust og með öiyggi. Einn
þeirra er Ingi Björn Albertsson. Hann
er ekki gull í skel og eplið fellur
ekki langt frá eikinni. Albert faðir
hans var ekki alitaf þjáll í stjórnmál-
um.
Það var mikið bíó fyrir sunnan,
þegar Ingi Björn tók forsætisráð-
herra á kné sér og vildi kenna honum
að stilla málgleði sína, vera kurteis
og tala fallega íslenzku. Hver árang-
ur verður í þeim skála á eftir að
koma í ljós.
í Morgunblaðinu 30. nóvember er
þessi setning: „Ingi Bjöm Albertsson
sagði að enginn einn maður hefði
tafíð eins störf Alþingis þessa viku
fremur en Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra með ótímabæram, óviðeig-
andi, ódrengilegum ummælum í við-
tölum við fjölmiðla."
Davíð Oddsson er dugandi stjórn-
málamaður og á þegar gilda afreka-
skrá, en hann er veill í íslenzku, en
það gerir honum ekkert til. Hann er
ekki móðurmálskennari og hann er
ekki skyldugur til að tala fallega ís-
lenzku, en hinsvegar er skemmti-
legra að stjórnmálamenn geri það.
Björn Egilsson frá
Sveinsstöðum.
Kápa
Græn ullarkápa, hringskorin
með stóram kraga varð eftir í
heimahúsi við Bræðraborgarstíg í
nóvember. Vinsamlegast hringið í
síma 11949 ef hún hefur fundist.
Skór
Svartur vinstrifótar dömuskór
tapaðist á jóladag, hugsanlega við
bílastæðin við Kleppsveg 46.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 35440.
Týnd síamslæða
Lítil síamslæða hvarf að heim-
an frá sér á Hverfisgötu 6, Hafn-
arfírði, aðfaranótt þriðjudagsins
7. þ.m. Hún er með ól með öllum
upplýsingum í um hálsinn. Ef ein-
hver hefur orðið hennar var er
hann vinsamlega beðinn um að
hringja í síma 691225 á daginn
eða 650729 á kvöldin.
K
v •
-Vv-/
Skallfiaiiilöl
fyrir einstaklinga
Farið er yfir helstu atriði skattalaganna sem varða skatta-
mál einstaklinga, útreikning á tekju- og eignaskatti, rétt til
'endurgreiðslna, svo sem vaxta- og barnabóta. Gerð eru
«raunhæf skattaframtöl og kennt er að fylla út allar skýrslur
sem einstaklingum er gert að skila með framtali.
Innritun stendur yfir.
Tölvuskóli Reykiavíkur
Borgartúni 28, sími 91-687590
37
' HEILSUPROF
HEILSURÉTTIR
HEIMALEIKFIMI
HEILSURÆKT
' ÁSKRIFSTOFUNNI
i •“V''.vKí]
MEGRUN
KYNÞOKK1
KORN
HVÍTLAUKUR
REYKINGAR
MATARÆÐI
• --4 í
K.:..
Fjölbreytt
vetrarstarf
Kramhússins
hófst að nýju
6. janúar
Dansleikfimi - Afró - Jass
- Modern-Stepp
- Leiksmiðja - Kórskóli
Ath! Nanette Nelms kennir
dans næstu 3 mánuði.
Listasmiðja barna oq unqlinqa:
Byrjenda- og framhaldsflokkar
1. Tónlist - Söngur - Spuni
3-5 ára og 6-9 ára.
Kennari: Margrét Pálmadóttir.
2. Leiklist. 7-9 ára og 10-13 ára.
Kennarar: Ásta Arnardóttir og Þórey Sigþórsdóttir.
3. Leikir - Dans - Spuni 4-6 ára
Kennarar: Þórey, Ásta og Guðbjörg Arnardóttir.
4. Ballett. 7-9 ára.
Kennari: Guðbjörg Arnardóttir.
5. Jass. 7-9 og 10-13 ára.
Kennari: Eva Gísladóttir.
Tímabókanir standa yfir
ísímum 15103 og
17860
VIÐ BERGSTAÐASTRÆTI
HÚ5I&
Metsölublad cí hverjum degi!