Morgunblaðið - 18.01.1992, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992
Loðnukvótinn aukinn um 300 þúsund tonn:
Sólinni fagnað með kaffi og pönnukökum
SÓLARKAFFI ísfirðingafélagsins í Reykjavík var haldið í gærkvöldi á Hótel íslandi. Veitingarnar voru ólíkar
því, sem gestir skemmtistaðarins eiga að venjast, kaffi og ijómapönnukökur. Sá siður hefur lengi verið á ísafirði
að borða ijómapönnukökur með kaffinu 25. janúar ár hvert, en þá er því fagnað, að aftur sést til sólar í
bænum, eftir myrkan vetur. Brottfluttir Ísfírðingar láta ekki sitt eftir liggja og í gær komu um 800 manns
í kaffisopann á Hótel íslandi, þó að sólarkaffíð væri í raun á borð borið viku of snemma. Meðal gesta var
Herdís Albertsdóttir, 83ja ára, sem kom gagngert frá ísafírði á sólarkaffið, eins og hún hefur gert um margra
ára skeið. Fyrir aftan Herdísi er dóttir hennar Guðný Hanner og við hlið hennar situr Margrét Sanders, dóttir
Alla Kalla, eins og hún sagðist ætíð kynna sig.
Eimskip kaupa lóð og
húsnæði Vikurvara
1 j
EIMSKIPAFELAG Islands hf. hefur keypt lóð og húsnæði fyrirtækis-
ins Vikurvara hf. vestast í Sundahöfn. Vikurvörur, dótturfyrirtæki
BM Vallár, hefur flutt út vikur, en flytur nú starfsemi sína til Þorláks-
hafnar. Þorkell Sigurlaugsson, frainkvæmdastjóri þróunarsviðs Eim-
skipafélagsins, sagði að tilgangur kaupanna væri að efla og tengja
þessa aðstöðu við athafnasvæði félagsins í Sundahöfn og hafa mót-
töku þar á vöru fyrir innanlandsflutninga.
„Þetta tengist því að við ætlum gefa upp söluverðið á eignum Vikur-
að efla þessa starfsemi í ljósi þess
að Ríkisskip hættir þessum sigling-
um. Við ætlum að bæta þjónustuna
og efla hana. Hugmyndin er sú að
aðgreina betur móttöku á vörum frá
einstaklingum eða fyrirtækjum, sem
eiga að fara út á land, frá þeim
rekstri sem tengist millilandasigl-
ingum,“ sagði Þorkell.
Um er að ræða 1.100 fermetra
iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði,
2.000 fermetra vikurgeymslu og
8.000 fermetra lands. Víglundur
Þorsteinsson, stjórnarformaður Vik-
urvara, sagði að samningaviðræður
hefðu hafíst síðastliðið sumar. Fyrir-
tækið hefði fengið vilyrði fyrir
ágætri aðstöðu í Þorlákshöfn, en
með tilkomu Óseyrarbrúarinnar hafí
hagkvæmni Þorlákshafnar aukist
mjög varðandi útflutning á vikri.
Vikurinn er tekinn á Heklusvæðinu.
Vegalengdin þaðan til Þorlákshafn-
ar væri meira en 70 km styttri en
til Reykjavíkur. Víglundur vildi ekki
vara í Sundahöfn en þar væri um
umtalsverðar fjárhæðir að ræða.
Eftir kaupin verða fímm aðilar
með starfsemi í Sundahöfn auk Eim-
skipafélagsins, Komax, Fóður-
blandan, Lyftir, vörubílastöðin ET
og Reykjavíkurhöfn sem hefur þar
viðlegukant fyrir skemmtiferðaskip.
Eimskip hyggst nýta húsnæðið
undir skrifstofur og móttöku á vör-
um og sagði Þorkell að einhveijar
breytingar þyrfti að gera á hús-
næðinu en að öðru leyti þyrfti félag-
ið ekki að kosta miklum fjármunum
til að koma starfseminni á laggirn-
ar. Hann sagði að hluti lóðarinnar
hefði verið í eigu Reykjavíkurhafn-
ar.
-----♦ ♦ ♦--
Stunginn
með hnífi
á heimili
Verðmæti loðnuafurða
gæti orðið 5,4 milljarðar
íslendingar gætu veitt a.m.k. 700 þúsund tonn
Útflutningsverðmæti loðnu-
afurða gæti orðið 5,4 milljarðar
króna á þessari vertíð, miðað
við að íslendingar veiði um 700
þúsund tonn, að sögn Jóns 01-
afssonar framkvæmdastjóra
Félags íslenskra fiskmjölsfram-
leiðenda. Hann segir að veiðar
íslensku skipanna verði hins
vegar að ganga mjög vel á næst-
Umsóknir um 400 milljónir
króna vegna greiðsluerfiðleika
liggja fyrir og eru það síðustu lán-
in vegna þess flokks lána sem
hefur verið lokað. Auk þess er
talið að umsóknir vegna um
300-400 milljóna bíði afgreiðslu
vegna kaupa á notuðu húsnæði
og vegna nýbygginga, sem hafa
dregist verulega saman. Til sam-
anburðar bárust umsóknir um
húsbréf fýrir rúman milljarð í des-
ember 1991.
Sigurður Geirsson, forstöðu-
maður húsbréfadeildar Húsnæðis-
stofnunar ríkisins, sagði að mun
minni eftirspum hefði verið eftir
lánum vegna notaðs húsnæðis og
nýbygginga en í venjulegum mán-
uði. Honum sýnist að það sé farið
að draga úr sölu og metur horfurn-
ar þannig að eitthvað dragi úr
fasteignaviðskiptum og nýbygg-
ingum á þessu ári.
Samtals voru afgreiddir um 15
unni ef þau eigi að ná þessum
afla. Akveðið hefur verið að
auka heildarloðnukvótann á
vertíðinni um 300 þúsund tonn,
upp í 740 þúsund tonn, og þar
af koma 577 þúsund tonn í okk-
ar hlut, sem er nálægt meðal-
veiði okkar síðustu 5 árin. Talið
er að þegar loðnan var mæld í
nóvember hafi af þessum 300
milljarðar í húsbréfum á síðasta
ári, þar af um 2,9 milljarðar vegna
greiðsluerfiðleikalána. Útgáfan
minnkaði úr rúmum 1.400 milljón-
um í nóvember í rúmar 400 millj-
ónir í desember síðastliðnum og
hafði ekki verið jafnlítil fyrr á
árinu. Að undanskildum júnímán-
uði, þegar gefin voru út húsbréf
fyrir 829 milljónir, var útgáfan í
mánuði hveijum frá því að vera
rúmur milljarður allt upp í að vera
tæpir 2 milljarðar þegar hún varð
mest í júlí.
Að sögn Sigurðar má gera ráð
fyrir að tæplega 2/?. af útgefnum
húsbréfum, eðatæpir 10 milljarðar
árið 1991, hafí skilað sér út á
markað, það sem á vantar er ann-
aðhvort í eigu fólks eða bréfín
ganga áfram í fasteignaviðskipt-
um. Húsbréfaútgáfan frá upphafi
er þá orðin rúmir 20 milljarðar. I
ár er gert ráð fyrir að húsbréfaút-
gáfa verði 12 milljarðar.
þúsund tonnum 100 þúsund
tonn verið undir ís en 200 þús-
und voru blönduð smáloðnu og
því ekki mælanleg.
íslendingar hafa mest veitt
1,053 milljónir tonna af loðnu en
það var á vertíðinni 1986-’87. Af
þessari 300 þúsund tonna aukn-
ingu nú er hlutur íslendinga 234
þúsund tonn en bráðabirgðakvóti
íslensku skipanna var 351 þúsund
tonn. Okkar kvóti verður því auk-
inn um 234 þúsund tonn, sem
þýðir að útflutningstekjur gætu
aukist um 1,7 milljarða. Hugsan-
legt er að loðnukvótinn verði auk-
inn enn frekar á þessari vertíð ef
loðna kemur til hrygningar við
vestanvert landið í vor, að sögn
Jóns Ólafssonar.
Samkvæmt rannsóknum Haf-
rannsóknastofnunar er loðnu-
stofninn 1,458 milljónir tonna og
af þeim eru 1,086 milljónir tonna
kynþroska en 400 þúsund tonn eru
skilin eftir til að hrygna. Á síðustu
vertíð voru veidd hér 303 þúsund
tonn af loðnu og þar af veiddum
við 280 þúsund tonn. Þetta kom
fram á blaðamannafundi, sem
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra hélt í gær.
Af heildarloðnukvótanum fá Is-
lendingar 78%, eða 577.200 tonn,
Norðmenn 11% (81.400 tonn) og
Grænlendingar 11%, samkvæmt
samningi þessara þjóða, sem gildir
tiTl.júlí nk. Haft hefur verið sam-
band við Norðmenn og Grænlend-
inga vegna aukins loðnukvóta og
kvótinn verður ekki gefinn út fyrr
en þeir hafa sagt álit sitt á aukn-
ingunni. Erlend skip mega hins
vegar ekki veiða hér eftir 15. fe-
brúar ár hvert og heldur ekki
sunnan 64,30. gráðu, sem liggur
um Papagrunn.
Grænlendingar eiga engin loðn-
uskip en hafa selt loðnukvóta sinn
Færeyingum, Norðmönnum og ís-
lendingum. Þar sem loðnan er nú
við Austfirði gerir Jón Ólafsson
ráð fyrir að erlend skip nái ekki
að veiða neitt af loðnukvóta Græn-
lendinga og Norðmenn geti ein-
ungis veitt helminginn af sínum
kvóta. Þessi kvóti, samtals um 122
þúsund tonn, falli því í hlut íslend-
inga án þess að bætur komi fyrir.
Þá telur Jón Ólafsson að Norð-
menn hafí meiri áhuga á að ná
loðnukvóta sínum í Barentshafinu,
540 þúsund tonnum, en að veiða
loðnu hér við land en þeir hafa
veitt um 20 þúsund tonn af loðnu
hér í vetur. Yfir 60 norsk skip
hafa leyfi til loðnuveiða hér, eða
um 30 færri en í fyrra. í gær
voru 26 norsk skip í okkar lög-
sögu, flest út af Seyðisfirði. Jón
segir að einungis tvö færeysk skip,
Þrándur í Götu og Krónborg, geti
stundað loðnuveiðar hér, en þau
hafa ekki fengið veiðileyfi.
Af íslenska kvótanum er búið
að veiða 93 þúsund tonn á yfir-
standandi vertíð.
MAÐUR á fimmtugsaldri var
stunginn með hnífi á heimili
sínu í Þingholtunum í fyrrinótt.
Sár hans reyndist grunnt og var
gert að því á slysadeild. Maður
á þrítugsaldri, sem var gestur
hins, viðurkenndi að hafa lagt
til hans.
Mennirnir, sem þekktust ekki
fyrir, hittust í miðbæ Reykjavíkur
fyrr um kvöldið og bauð sá eldri
hinum heim með sér. Kl. 1.49 var
hringt til lögreglunnar í Reykjavík
og tilkynnt að maður hefði verið
stunginn með hnífi í tilteknu húsi
í Þingholtunum. Þegar lögreglan
kom á vettvang kom húsráðandi
til dyra og var hann mjög blóðug-
ur. Hann sagðist hafa verið stung-
inn í brjóstið. Yngri maðurinn var
í stofu íbúðarinnar. Hnífurinn, sem
hann hafði beitt, var lítill, með um
10 sm löngu blaði.
Við skoðun á slysadeild kom í
ljós að sárið á bringu mannsins
var mjög grunnt, þó töluvert hefði
úr því blætt og hafði hnífurinn
stöðvast á bringubeininu. Yngri
maðurinn var fluttur í fanga-
geymslu lögreglunnar. Rannsókn-
arlögregla ríkisins tók við rann-
sókn málsins. í gær var maðurinn
í haldi, en þá hafði ekki verið gerð
krafa um að hann yrði úrskurðað-
ur í gæsluvarðhald.
100 ár liðin frá fæð-
ingu Olafs Thors
EITT HUNDRAÐ ár eru liðin frá fæðingu Ólafs heitins Thors
forsætisráðherra nú á sunnudag, 19. janúar. Að því tilefni verður
Ólafs minnst víða, t.d. í Ríkisútvarpinu á sunnudag, og hans hef-
ur verið minnst á Aðalstöðinni og Bylgjunni.
Sérstök dagskrá verður flutt í
Ríkisútvarpinu um líf og störf
Ólafs Thors og hefst hún klukkan
14 á sunnudag. Guðrún Péturs-
dóttir og Ólafur Hannibalsson
annast þáttinn. Sá þáttur verður
reyndar endurfluttur sunnudag-
inn 2. febrúar klukkan 20.50.
Einnig var útvarpað sérstökum
síðdegisþætti í gær, föstudag, á
Aðalstöðinni og Bylgjunni. Sá
þáttur var í umsjá ungra sjálf-
stæðismanna. Loks gat Ásgeir
Pétursson þess að tímaritið
Stefnir, sem Samband ungra
sjálfstæðismanna gefur út í febrú-
ar, væri helgað minningu Ólafs
Thors.
Ásgeir Pétursson, bæjarfógeti
í Kópavogi, hefur verið formaður
nefndar Sjálfstæðisflokksins, sem
haft hefur með höndum undirbún-
ing afmælisins. Ásgeir sagði í
samtali við Morgunblaðið að í
Hólavallakirkjugarði yrði minn-
ingarsamkoma klukkan 14 á
sunnudag og verður þar lagður
blómsveigur að bautasteini Ingi-
bjargar og Ólafs Thors. Davíð
Oddsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, mun flytja þar ávarp
og flokkur söngmanna úr Karla-
kórnum Fóstbræðrum syngur.
í Keflavík verður minningarat-
höfn við styttu Ólafs Thors og
hefst hún klukkan 10.30.
Verulega dregið
úr eftirspurn eft-
ir húsbréfalánum
VERULEGA hefur dregið úr eftirpurn eftir húsbréfalánum vegna
notaðs og nýs húsnæðis að undanförnu ef undan er skilið það sem
eftir er að afgreiða vegna greiðsluerfiðleikalána. Verið var að
gefa út nýjan flokk húsbréfa að upphæð 4 milljarðar króna um
miðjan mánuðinn og höfðu þá ekki verið afgreidd lán frá miðjum
desember.