Morgunblaðið - 18.01.1992, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1992
Atlagan að sveit-
arfélögunum
eftir Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson
í grein er birtist í fréttablaði
Vinnuveitendasambands íslands,
VSÍ, 5. tbl. 4. árg. í nóvember sl.
og nokkrir fjölmiðlar hafa vitnað
til, er fullyrt „að sveitarfélögin í
landinu hafi aukið rauntekjur sínar
af aðstöðugjöldum og fasteigna-
sköttum um fullar 1.000 milljónir
vegna minni verðlagsbreytinga af
vökldum þjóðarsáttar." Þessi fuli-
yrðing er röng. Hækkun þessara
gjalda milli áranna 1990 og 1991,
á tímum þjóðarsáttar, nemur um
467 millj. þegar búið er að taka
tillit til verðlagsbreytinga. Þetta
er skýrt í eftirfarandi útreikningi,
sem sýnir álagningu þessara gjalda
1990 og 1991.
1990 1991 Mism.
millj.kr. millj.kr. millj.kr.
Fast.skattur 3.736 4.232 493
Aðstöðugj. 4.461 5.005 544
Samtals 8.197 9.237 1.040
hækkun 12,7%
Mækkun vcröl. milli ára, 1990-1991 537 7,0%
Hækkun umfram almcnnarvcrðlagshækkanir467
Ný útgjöld sveitarfélaga
Á þessu tímabili hafa sveitarfé-
lögin orðið fyrir miklum útgjalda-
auka vegna ákvörðunar löggjafans
um að taka upp virðisaukaskatt í
staðinn fyrir söluskatt en þá var
fullyrt af hálfu ríkisstjórnarinnar
að skattkerfisbreytingin myndi
ekki hafa í för með sér meiri kostn-
aðarhækkun fyrir sveitarfélögin en
næmi víkkun skattstofnsins eða
um 100-200 millj. króna. Lauslega
má áætla að kostnaðarauki sveit-
arfélaganna vegna virðisauka-
skattsins frá því að skattkerfis-
breytingin átti sér stað, nemi um
500-600 millj. kr. Annað dæmi um
útgjaldaaukningu sveitarfélaga er
kostnaður vegna umhverfismála
sem hefur aukist um 630 millj. að
raungildi frá 1986-1991.
Hér er einungis um að ræða
hluta af útgjaldaauka sveitarfélag-
anna, sem nauðsynlegt er að draga
fram þegar rætt er um að tekjur
þeirra hafi aukist. Einhliða fram-
setning VSÍ er röng og villandi og
fullyrðing um 1.000 milljón kr.
gróða sveitarfélaganna hrein fjar-
stæða.
Eðli eftirágreiddra skatta
Nauðsynlegt hefði verið fyrir
VSÍ að geta þess, að þegar sveitar-
félög innheimta eftirágreidda
skatta verður ávallt um að ræða
raunlækkun eða raunhækkun
þeirra, eftir því hvernig verðbólgan
þróast hverju sinni.
Ef skoðuð eru árin 1982 og
1983, þegar verðbólgan hækkaði
sem mest, kemur í Ijós að tekjur
sveitarfélaganna vegna útsvars,
fasteignaskatts og aðstöðugjalds,
sem þá voru öll eftirágreidd, lækk-
uðu að raungildi milli áranna um
2.300 millj. kr. á núgildandi verð-
lagi, miðað við breytingu á fram-
færsluvísitölu.
Sömu sögu er að segja um tíma-
bilið 1984-1985 og 1988-1990, en
þá rýrnuðu sömu skatttekjur sveit-
arfélaga um 500 millj. kr. samtals.
Þess er ekki minnst að VSI hefði
af því áhyggjur þó sveitarfélögin
yrðu fyrir milljarða króna tekju-
missi á tímum hækkandi verð-
bólgu, vegna eðlis eftirágreiddra
skatta.
Slæm fjárhagsstaða
sveitarfélaganna
Á árinu 1989 var fjárhagur
sveitarfélaganna þannig að þriðji
hver kaupstaður hafði ekki tekjur
til að mæta rekstrargjöldum, sem
flest eru lögbundin. Fjárhagsstaða
sveitarfélaga var orðin svo alvar-
leg, að félagsmálaráðherra sá sig
knúinn til að skipa nefnd til að
kanna fjárhagsstöðu verst stöddu
sveitarfélaganna og finna leiðir til
úrbóta.
í skýrslu nefndarinnar er talað
um að tekjur sveitarfélaga eigi sinn
þátt í versnandi fjárhagsstöðu
þeirra, en um það er sagt m.a.:
„Þá hafa útsvarstekjur í nokkrum
tilvikum ekki hækkað til jafns við
verðbólgu. Meginskýringin felst í
samdrætti í atvinnulífi á fyrr-
nefndu árabili. Þá hafa tekjur
sveitarfélaganna að mestu leyti
verið óverðtryggðar, sem hefur
komið sér illa á verðbólgutímum.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, eini
verðtryggði tekjustofn sveitarfé-
laganna, hefur verið skertur frá
árinu 1984. íbúaframlög og tekju-
jöfunarframlög úr sjóðnum hafa
því orðið lægri en ella.“ Skerðingin
á framlögum í Jöfnunarsjóðinn
nam milljörðum króna.
Aðrar ástæður voru m.a. nefnd-
ar þessar:
a) Of lágar tekjur einstakra
sveitarfélaga miðað við sambæri-
leg sveitarfélög.
b) Aukin verkefni og þjónusta
sveitarfélaga.
c) Of miklar fjárfestingar og
mikill fjármagnskostnaður.
Þeir málaflokkar, sem hafa tek-
ið til sín meira fjármagn og um-
fang vegna meiri þjónustu eru:
Þjónusta við aldraða, mötuneyti í
skólum, staðaruppbætur til kenn-
ara, dagvistarheimili fyrir börn,
umhverfismál og fram til ársins
1990 hækkuðu sjúkratryggingar,
rekstur heilsugæslustöðva og þátt-
taka sveitarfélaga í tannlækna-
kostnaði langt umfram verðlag, en
3 síðastnefndu málaflokkarnir
fluttust til ríkisins með nýju verka-
skiptalögunum.
Ný lög til að bæta
fjárhagsstöðu
sveitarf élaganna
Um áramótin 1990 gengu í gildi
ný lög um verkaskipti ríkis og
sveitarfélaga og tekjustofna sveit-
arfélaga jafnframt því sem gefín
var út ný reglugerð um Jöfnunar-
sjóð sveitarfélaga. Markmið þess-
ara aðgerða var að gera skilin á
milli verkefna ríkisins og sveitarfé-
laganna skýrari og einfaldari og
að bæta fjárhagsstöðu sveitarfé-
laganna sem var orðin afar slæm.
Við þessar breytingar batnaði fjár-
hagsstaða sveitarfélaganna, en
það var einmitt tilgangurinn sem
margir virðast nú vera búnir að
gleyma. Mjög brýnt er að verja
þann árangur sem náðst hefur, að
öðrum kosti ráða sveitarfélögin
ekki við að sinna sínum skyldum
nema með stóraukinni skuldasöfn-
un. Þá stefnir í sama farið og 1989
þegar nokkur sveitarfélög voru
undir fjárhagslegri gjörgæslu fé-
lagsmálaráðuneytisins.
Þróun tekna og gjalda
sveitarfélaga 1980-1990
Þegar settar eru fram þær full-
yrðingar að rauntekjur sveitarfé-
laganna hafi aukist um 46% frá
árinu 1980, verður að gera þær
kröfur til aðila eins og VSÍ, að
tölur séu settar í rétt samhengi.
Það eru ekki mikii vísindi, en VSÍ
minnist hvergi á útgjaldaaukningu
sveitarfélaga og ástæður hennar.
Tekjur sveitarfélaga hafa aukist
að raungildi frá 1980-1990 um
40,3% ef miðað er við þróun fram-
færsluvísitölu. Á sama tímabili
hafa útgjöld þeira aukist um 44%
að raungildi eða u.þ.b. 8% umfram
tekjuaukninguna.
1980 1990 Aukning
millj. miiy. %
Tekjur sveitarfél. 20.135 28.247 40,3
Útgj. sveitarfél. 19.866 28.602 44,0
Á verðlagi 1991.
Á þessum tölum sést, að mjög
villandi er að sýna eingöngu þróun
tekna sveitarfélaga án þess að
sýna um leið útgjaldaþróun þeirra,
því hér kemur allt önnur niður-
staða í ljós en sú sem VSÍ komst
að.
Raunlækkun útsvarstekna
áárinul992
Ástand í atvinnumálum þjóðar-
innar hefur bein áhrif á afkomu
sveitarfélaga. Áætlað er að út-
svarstekjur sveitarfélaga munu
rýrna að raungildi um 200 millj.
kr. milli áranna 1991 og 1992,
þrátt fyrir hækkun meðaltalsút-
svarsprósentu úr 6,99% í 7,05%.
Þetta gerist vegna samdráttar í
atvinnulífinu, en Þjóðhagsstofnun
hefur spáð, að atvinnutekjur muni
hækka um 2,5-3,0% milli áranna
1991 og 1992 en á sama tíma er
gert ráð fyrir meiri hækkun fram-
færsluvísitölu eða um 5,9%. Enn-
fremur má ætla, að sveitarfélögin
verði að grípa meira inn í atvinnu-
rekstur á árinu 1992, með einum
eða öði-um hætti þegar erfiðleikar
í þjóðarbúskapnum í heild fara að
beija fastar að dyrum.
Framlög sveitarfélaga til
atvinnulífsins
Árásir VSI á sveitarfélögin eru
með öllu óskiljanlegar þegar horft
er til þess að tæpast stendur neinn
aðili atvinnulífinu nær en sveitarfé-
lögin, sem eru beinir þátttakendur
í atvinnulífínu með margvíslegum
hætti og sameiginlega eru þau einn
stærsti vinnuveitandinn í landinu.
Fyrir þeirra tilstuðlan eru víða
kosnar atvinnumálanefndir, er
vinna að framþróun atvinnulífsins,
hvert á sínu svæði. Mörg sveitarfé-
Iög eru beinir þátttakendur í at-
vinnurekstri, sérstaklega kaup-
staðir og kauptúnahreppar á lands-
byggðinni.
A árinu 1991 námu bein fjár-
framlög sveitarfélaganna til at-
vinnulífsins hundruðum milljóna
króna. Tvö lítil bæjarfélög, Ólafs-
vík og Seyðisfjörður, lögðu at-
vinnulífinu til fjárhæðir, sem nema
VERÐLAUN í hugmyndasam
keppni um útlit og skipulag af-
greiðslusala Búnaðarbanka fs-
lands voru nýlega afhent. Fyrstu
verðlaun voru 800 þúsund krónur
og það voru arkirektarnir Jón
Ólafur Ólafsson og Sigurður Ein-
arsson, sem hlutu þau.
Önnur verðlaun, að upphæð 450
þúsund krónum, hlutu Guðbjörg
Magnúsdóttir, innanhúsarkitekt, og
Sigurður Hallgrímsson, arkitekt, og
þriðju verðlaun, 150 þúsund krónur,
komu í hlut Ellenar L. Tyler, innan-
hússarkitekts.
AIIs bárust níu tillögur í keppnina
en þar af var ein ekki tekin til dóms,
þar sem dómnefndin taldi hana bijóta
í bága við útboðsskilmála. Dóm-
nefndina skipuðu Sólon R. Sigurðs-
son, bankastjóri, Unnar Jónsson, for-
stöðumaður, Gunnar Friðbjömsson,
arkitekt, Hilmar Þór Bjömsson, arki-
tekt, og Jóhann Einarsson, arkitekt.
í umsögn um tillögu Jóns Ólafs
og Sigurðar segir m.a. að hún hafí
yfir sér nýtískulegt yfirbragð, sem
standi á traustum grunni fortíðarinn-
ar. Höfuðkostur hennar sé að tekist
hafí að ná fram sterku heildaryfir-
bragði og útfærslu, sem hafi mikla
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
„Ríkisstjórnin virðist
hafa trúað ósannindum
og rangfærslum um
fjármál sveitarfélag-
anna í fréttabréfi VSÍ
og ætlar nú að sækja
gull í sjóði sveitarfélag-
anna í landinu. A einni
helgi ákvað ríkisstjórn-
in án nokkurs samráðs
við sveitarfélögin að
færa verkefni yfir til
sveitarfélaganna og
auka álögur á þau.“
150 milljónum kr. og mörg önnur
svo sem Akureyri, Akranes, Borg-
arnes og mörg fleiri lögðu fram
milljónatugi til viðbótar. Eitt nýj-
asta dæmið um slíkt er veruleg
fjárhagsaðstoð Bolungarvíkur-
kaupstaðar við stærsta atvinnufyr-
irtækið á staðnum. Auk þessa
nema afskriftir og niðurfellingar
sveitarfélaganna á beinum tekjum
og þjónustugjöldum, vegna gjald-
þrota atvinnufyrirtækja tugum
milljóna króna. Ástandið hvað
þetta varðar var þó ekkert verra
árið 1991 en árin þar á undan.
Bein þátttaka í atvinnurekstri get-
ur þó tæpast talist verkefni sveitar-
félaga samkvæmt skilgreiningu á
verkefnum þeirra í sveitarstjórnar-
lögum.
Nær væri að VSÍ sneri sér enn
frekar að því að bæta stöðu fyrir-
tækjanna með hagræðingu og
sparnaði í útgjöldum heldur en að
ráðast ómaklega að sveitarfélög-
unum í landinu.
Nýjar álögur á sveitarfélögin
1992
Ríkisstjórnin virðist hafa trúað
ósannindum og rangfærslum um
aðlögunarhæfni og gefi möguleika á
að nýta hugmyndina í flestum af-
greiðslusölum útibúa bankans.
Þess má einnig geta að Jón Ólafur
fjármál sveitarfélaganna í frétta-
bréfi VSÍ og ætlar nú að sækja
gull í sjóði sveitarfélaganna í land-
inu. Á einni helgi ákvað ríkisstjórn-
in án nokkurs samráðs við sveitar-
félögin að færa verkefni yfir til
sveitarfélaganna og auka álögur á
þau. Hér var um að ræða kostnað
upp á 410 millj. kr. vegna málefna
fatlaðra, 0,1% af útsvarsstofni er
næmi 230 millj. króna sem yrði
dregin af innheimtu staðgreiðslufé
sveitarfélaganna og að fella lands-
útsvar ÁTVR til sveitarfélaga nið-
ur, sem áætlað var um 759 millj.kr.
Þannig tæki ríkið til sín um 700
millj. króna. Þessum hugmyndum
var síðan vikið til hliðar meðal
annars vegna háværra mótmæla
sveitarstjórnarmannanna. í stað-
inn ákvað ríkisstjórnin, að sveitar-
félögin greiddu 700 milljónir
króna, sem ætti að vera þátttöku-
kostnaður þeirra í löggæslukostn-
aði. Síðan hefur lögregluskatturinn
verið lækkaður í 600 milljónir
króna en gert ráð fyrir 100 millj-
óna króna aukaframlagi í Jöfnun-
arsjóð sveitarfélaga til jöfnunar-
framlaga.
Áður framkomnar tillögur í
frumvarpi til laga um ráðstafanir
í rikisfjármálum leiddu til um 240
millj. króna útgjaldaauka fyrir
sveitarfélögin. Þar er um að ræða
ábyrgðarsjóð launa, aukin þátttaka
sveitarfélaganna í byggingu fé-
lagslegra íbúða, hækkun þjónustu-
gjalda Fasteignamats ríkisins, nið-
urfellingu á mótframlagi ríkisins
til skipulagsmála og lækkun ríkis-
framlags til refa- og minnkaveiða.
Þannig á að sækja nálægt 750
milljónir króna til sveitarfélaganna
í formi aukinna álaga til þess að
ná því markmiði að lækka fjárlaga-
halla ríkissjóðs.
Samstarfi ríkis- og
sveitarfélaga teflt í tvísýnu
í einstaka leiðurum dagblaða er
m.a. sagt að sveitarfélögin geti
ekki verið stikkfrí í baráttunni við
efnahagsvandann og ríkisstjórnin
hvött til að láta ekki þrýstihópa
trufla sig. Sveitarfélögin eru ekki
stikkfrí eins og sýnt hefur verið
fram á og þau eru heldur ekki
þrýstihópur. Sveitarfélögin gera
þær kröfur til ríkisins að það standi
við gerða samninga um lýðræðis-
leg samskipti ríkis og sveitarfé-
laga. Að öðrum kosti er hætta á
að trúnaðarbrestur verði milli þess-
ara tveggja sjórnvalda í landinu
og nauðsynlegu samstarfi þeirra,
sem getur varðað þjóðarhag miklu,
teflt í tvísýnu.
Höfundur er borgarfulltrúi og
formaður Sambands íslenskra
sveitarfélaga.
og Sigurður unnu fyrir skömmu einn-
ig fyrstu verðlaun í hugmyndasam-
keppni um skipulag Bessastaða-
hrepps.
Verðlaun afhent í hugmynda-
samkeppni Búnaðarbankans
Morgunblaðið/KGA
Við afhendingu verðlaunanna. Frá vinstri Sólon Sigurðsson, banka-
stjóri Búnaðarbankans, Guðni Ágústsson, formaður bankaráðs Bún-
aðarbankans, og arkitektarnir Sigurður Einarsson og Jón Ólafur
Ólafsson.