Morgunblaðið - 18.01.1992, Page 13

Morgunblaðið - 18.01.1992, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1992 13 Þurfa læknar að hverfa frá námi? svar til Lárusar Jónssonar, frkvstj. LIN eftír Steingerði Sigurbjörnsdóttur Þessi grein birtist nú þótt nokk- uð sé um liðið sem svar við grein í Morgunblaðinu þann 14. desemb- er sl. Þar er vitnað í Lárus Jóns- son, framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna, og leitað viðbragða hans við grein er undir- rituð skrifaði í Morgunblaðið dag- inn áður, þann 18. desember. í upphafi greinarinnar þann 14. desember segir Lárus Jónsson „ .. .alla námsmenn í sérfræðin- ámi, sem hafi hærri tekjur af námi sínu en sem^ nemur útreiknaðri framfærslu LÍN, fái ekki námslán, hvort sem það sé í sérfræðinámi ílæknisfræði eða öðrum greinum". Lárus talar um útreiknaða framfærslu LÍN. Þar á hann við 48.000 kr. sem er grunnfram- færsla einstaklings á ísiandi. Á þeim forsendum leyfir Lánasjóður sér að afgreiða lækna í sérfræðin- ámi erlendis á einu bretti og hafn- ar umsóknum þeirra. Þeir eru ekki lánshæfir og raunhæf framfærsla með tilliti til búsetu, fjölskyldu- stærðar o.s.frv. er ekki reiknuð út. Það skal tekið skýrt fram að læknar í sérfræðinámi fá styrk frá háskólastofnun þeirri er þeir stunda nám við en engar aðrar fastar tekjur. Fyrir ári þegar lækn- ar voru lánshæfir nægði þessi styrkur ekki til framfærslu sam- kvæmt útreikningi LÍN. Hvað hef- ur breyst? Eftirfarandi er tilvitnun í fyrrverandi stjórn LÍN í júlí 1990: „ .. .stjórn LÍN lítur svo á að sérnám lækna sé lánshæft nám, óháð því hvort slíkt nám er stund- að við almennar sjúkrastofnanir, læknaháskóla eða almenna há- skóla. Þessi hefur ávallt verið skilningur LÍN, að undanskildum starfstíma fyrrverandi stjórnar Lánasjóðsins... Stjórn sjóðsins vill árétta að sémám lækna er að öllu lánshæft, en farið verður með tekjur (ef einhverjar) viðkomandi á sama hátt og almennt gerist um lánþega hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. “ Þessi stefna fyrrverandi stjóm- ar LÍN var í góðri trú lögð til grundvallar hjá stórum hópi lækna við val á námsgrein og náms- landi. Það er alvarlegt að réttindi til námslána skuli skert og það á miðjum námstíma. Það er siðleysi. Fjölskyldur hafa flust búferlum og hafið nám með vilyrði fyrir námsláni og treyst því. Þessu er breytt svo minnst varir með þeim afleiðingum að nú blasir við fjár- hagslegt skipbrot fjölskyldna. Er þetta löglegt? Leyfíst að breyta stefnu sjóðsins fyrirvaralaust og láta ganga yfír fólk sem þegar hefur hafið nám? Það skal vera hverjum ljóst að STORUTSALA læknar í sérfræðinámi biðja ekki um meira en sambærileg réttindi og aðrir námsmenn. Undirrituð veit til þess að íslendingar í dokt- orsnámi í Bandaríkjunum njóta námslána auk skólastyrks sem veittur er vegna kennslu- og rann- sóknarskyldu. Það er því ekki rétt sem haft er eftir Lárusi Jónssyni í upphafi greinarinnar þar sem hann segir alla námsmenn í sér- fræðinámi á sama báti. Það er fleira sem kemur í kjölf- ar alls þessa. Að vera ekki láns- hæfur þýðir að endurgreiðslur „Fjölskyldur hafa flust búferlum og hafið nám með vilyrði fyrir náms- láni og treyst því. Þessu er breytt svo minnst varir með þeim afleið- ingum að nú blasir við fjárhagslegt skipbrot fjölskyldna.“ fyrri lána skuli hefjast og að styrk- ur sá, er viðkomandi læknir nýtur frá háskólastofnun þeirri er hann stundar nám við, dregst frá náms- lánum maka hans, sé maki náms- maður. Það er rétt sem Lárus seg- ir. Það fer fyrir brjóstið á okkur að eiga að hefja endurgreiðslu námslána áður en námi lýkur. Ætlar lánasjóður kannski að taka upp greiðsluerfíðleikalán? Mun Lánasjóður íslenskra námsmanna krefjast endurgreiðslu af lánum þeim sem veitt voru fyrir þessa síðustu stefnubreytingu, eftir að fólk hefur neyðst til að hverfa frá námi? Höfundur er læknir í sérfræðinámi í Bandaríkjunum. Steingerður Sigurbjörnsdóttir Ótrúleg verðlækkun Dragtín, Klapparstíg 37 Nú rýmum við fyrir nýjum vörum og lækkum hressilega verðið á öllum gólfefnum í versluninni, áður en þau nýju koma. Teppi - Mottur - Flísar - Dúkar - Parket 15-50% VERÐLÆKKUN Þú getur sparað þúsundir króna á UTSOLUNNI Taktu málin með þér og prúttaðu við okkur um verðið á bútum og afgöngum. Við þjónum þér fljótt og vel. imiM wm 1/754® K Góðir greiðsluskilmálar - visa-raðgreiðslur í allt að 18 mán. Eurokretit til 11 mánaða - staðgreiðsluafsláttur OPIÐ LAUGARDAGA FRA KL. 10-16 TEPPABUÐIN Gólfefnamarkaður - Suðurlandsbraut 26, S. 681950.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.