Morgunblaðið - 18.01.1992, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992
Rannsóknir og nýsköpun
eftir Þorstein I.
Sigfússon
Á tímum efnahagslegra þreng-
inga verður mönnum tíðrætt um
stefnu þjóðarinnar í atvinnumálum.
Stjórnvöld grípa til aðgerða til þess
að rétta við háskalegan halla á rík-
isbúskapnum og hnífnum er beitt
víða. Hættan er sú að ekki sé gef-
inn nægilegur gaumur að því hvar
jarðvegur og vísar raunverulegrar
nýsköpunar liggja. Ég hygg að þær
aðgerðir sem nú eru framkvæmdar
endurspegli ekki hvernig á þessum
málum muni verða haldið næstu ár,
þegar stjórnvöld hafa betur greint
afieiðingar niðurskurðar í rann-
sóknum og þróun.
Til þess að varpa ljósi á samband
þekkingarleitar og þróunar við at-
vinnusköpun langar mig að taka
sannanleg dæmi um það hvernig
atvinnutækifæri og ný fyrirtæki
hafa sprottið af rannsóknarstarfi
einnar helstu vísindastofnunar okk-
ar íslendinga Raunvísindastofnunar
Háskólans, sem nýlega hélt upp á
25 ára afmæli sitt. Raunvísinda-
stofnun var sett á fót af framsýnum
mönnum í andrúmslofti stöðnunar
og tímabundinnar kreppu á miðjum
sjöunda áratugnum. Henni var
strax ætlað að vera vettvangur
grunnrannsókna og þekkingarleitar
á ákveðnum sviðum raunvísinda við
Háskóla íslands. Á þeim sviðum
hefur hún uppskorið ríkulega og
afraksturinn birtist í nær hverri
viku ársins sem framlag til vísinda-
legrar þekkingar, með greinum í
alþjóðlegum tímaritum eða erindum
á alþjóðlegum ráðstefnum um hinar
ýmsu greinar raunvísinda.
En afrakstur þekkingarleitar og
rannsókna hefur einnig birst í ný-
sköpun í hátækni sem ef til vill á
sér enga líka í íslensku samfélagi.
Við skulum skoða þennan afrakstur
nánar og reyna að meta hann til
fjár, þótt sá mælikvarði sé ófull-
nægjandi varðandi stofnun sem
ætlað er að hafa víðtæk vísindaleg
áhrif.
Upphaf rafeindafyrirtækisins
Marels hf. má rekja beint til þróun-
ar á eðlisfræðistofu RH. Raunar
má dagsetja upphafið með skýrslu
um aukningu sjálfvirkni í frystihús-
unum sem út kom 1977. Með upp-
hafi verkefnisins var ráðist í ört-
ölvuvæðingu á stofnuninni og tölvu-
þróun. Verkefnið varð mjög fyrir-
ferðarmikið á stofnuninni. Síðar var
stofnað fyrirtækið Marel og hafin
framleiðsla og markaðsstarfsemi.
Marel hefur notið góðrar stjórnunar
og hæfra markaðsmanna og verið
kröfuhart í gæðamáium. Síðastliðið
ár hefur velta fyrirtækisins verið
u.þ.b. 350 milljónir, mest allt í
gjaldeyri frá viðskiptamörkuðum
erlendis. Marel er ieiðandi á heims-
markaðinum á sínum sérsviðum.
Marel hefur greitt Raunvísinda-
stofnun framleiðslugjald, sem unnt
hefur verið að nota til þess styrkja
starfsemi RH.
Örtölvuþróunin á Raunvísinda-
stofnun leiddi til uppbyggingar
þekkingar sem nýst gat á öðrum
sviðum. Stofnunin eignaðist alís-
lenskt ritvinnslukerfi áður en slík
kerfí urðu söiuvara á íslandi og
stofnað var fyrirtækið Hugrún hf.,
sem framleiðir og selur skráningar-
tæki fyrir hvers kyns mælingar.
Örtölvukerfi það sem notað var
í ofangreind verkefni varð einnig
grunnur þess kerfís sem fyrirtækið
Birtingur og síðar Vaki hf. notaði
í fískiteljara fyrir fiskeldisstöðvar.
Vaki hf. velti á sl. árum um 50
milljónum og er leiðandi aðili í telj-
aratækni á heimsmarkaðnum.
Rannsóknarsjóður rannsóknarráðs
á mestan hlut í að fjármögnun verk-
efna tókst. Vaki hf. varð til á þeim
tíma þegar íslenskt fískeldi var á
mestri uppleið, en vegna þess að
Vaki hefur gert miklar kröfur um
tæknileg gæði festi hann fót á
heimsmarkaðnum og selur nær alla
framleiðsluna utan. Þannig lifði
Vaki af hrun íslenska fiskeldisins.
Ofangreind fyrirtæki velta nær
hálfum milljarði á ári hveiju. Það
er fímmfalt framlag ríkisins til
Raunvísindastofnunar, sem er rekin
að hálfu leyti með ríkisframlagi og
hálfu leyti með sértekjum, aðallega
styrkjum til rannsókna.
Fjölnemar hf. er nýtt fyrirtæki
sem stofnað var á grundvelli þekk-
ingar á geislun og geislunarmæling-
um við Raunvísindastofnun. Fyrir-
tækið er enn á bernskuskeiði en
kemur til með að selja dýran búnað
með mikilli framlegð. Áhættufjár-
magn til Fjölnema hefur komið frá
nokkrum aðilum hér á landi. Nýver-
ið settu sérfræðingar Fjölnema upp
aldursgreiningarkerfí við Beta Ana-
lytic fyrirtækið í Bandaríkjunum,
sem er stærsta fyrirtæki sinnar teg-
undar í heiminum. Slík kerfi kosta
„Ef heppnin verður
með okkur er þess ef
til vill ekki langt að bíða
að gjaldeyrisveltan í
fyrirtækjum sem
spretta af rannsóknum
og þróun á Raunvísind-
astofnun nálgist millj-
arðinn á hverju ári.“
á bilinu 2,5-3,5 miljónir króna.
Þá má nefna að hugbúnaðarsér-
fræðingar við Raunvísindastofnun
hafa í félagi við nokkra aðra ráðist
til atlögu í hinni hörðu samkeppni
á heimsmarkaði hugbúnaðarins.
Fyrirtækið Softís hf. sem stofnað
var utan um ákveðið verkefni er nú
í samningum um framleiðslu og
sölurétt. Margir telja að í hugbún-
aði Softís felist verðmæti sem séu
meiri en öll ofangreind dæmi. Fram-
tíðin mun leiða það í ljós.
í dag eru aðstæður betri til þess
að flytja þekkingu og þróunarverk-
efni út til fyrirtækjanna. Reykjavík-
urborg hefur verið mikilvirkur aðili
í þessari þróun undanfarin ár eins
og stuðningur borgarinnar við ný-
byggingar Tæknigarðs á háskóla-
lóðinni sýnir. Þróunarfélag íslands
hefur einnig komið víða við í tengsl-
um við flutning tækniþekkingar og
stofnun fyrirtækja.
Að síðustu vil ég nefna rannsókn-
Þorsteinn I. Sigfússon
ar- og þróunarverkefni á sviði líf-
tækni, en sérfræðingar RH hafa
sérhæft sig á sviði kuldavirkra en-
síma úr fískslógi og örverum. Þessi
ensím eða efnahvatar vinna best
við mjög lágan hita og gætu orðið
mikilvægt hráefni í efnaiðnaði. Úr
þessu verkefni hefur nú sprottið
verkefni í genatækni þar sem sér-
fræðingar í matvælafræði við RH
hafa beislað frumur til þess að
framleiða ofangreind ensím.
Ef heppnin verður með okkur er
þess ef til vill ekki langt að bíða
að gjaldeyrisveltan í fyrirtækjum
sem spretta af rannsóknum og þró-
un á Raunvísindastofnun nálgist
milljarðinn á hveiju ári. Þar með
yrði framlag ríkisins tífaldað. Þessi
ávöxtun er, eins og ég nefndi fyrr,
aðeins hin sýnilega ávöxtun stofn-
unar sem gegnir grunnrannsókna-
hlutverki en er vel á verði gagnvart
ábyrgð sinni í tækniþróun Íslands.
Auðlindin sem sótt er í er stöðug
og vaxandi og í henni eru engar
verulegar sveiflur. Hún er fyrst og
fremst hugvit, fólk með Háskóla
íslands sem bakhjarl. Fjárfestingin
felst fyrst og fremst í þróun. Þar
skiptast á skin og skúrir; það er
eðlilegt að þróun leiði ekki alltaf
til þess sýnilega árangurs sem við
höfum tíundað.
Þegar stjórnvöld huga að stefnu
og áætlunum um rannsóknir og
þróun þessa áratugar er mikilvægt
að þessi starfsemi sé efld. Að um-
hverfi þessarar starfsemi, þar með
talið rannsóknaráð og vísindaráð
sé styrkt. Síðast en ekki síst er
mikilvægt að læra af því fordæmi
sem Raunvísindastofnun hefur gef-
ið um skipulag, stjómun og frelsi
til rannsókna. Þetta á ekki síst við
nú þegar rætt er um sameiningu
stofnana.
Ég trúi því að eftir nánari grein-
ingu á því hvernig framlag til rann-
sókna skilar sér aftur í þjóðarbúið,
muni stjórnvöld einbeita sér að
þessum málaflokki. Þannig megi
vænta þes að öflug rannsókna- og
þróunarstarfsemi geti orðið raun-
vísir nýsköpunar og velmegunar á
íslandi.
Höfundur er prófessor í stöðu
íslenska Járnblendifélagsins við
HÍ og stjórnarformaður
Raunvísindastofnunar.
Óréttmæt skerðing á ellilífeyri
eftir Margréti
Thoroddsen
Ég vil heilshugar taka undir orð
Magnúsar H. Magnússonar, fyrr-
verandi tryggingaráðherra, um að
tillögur ríkisstjómarinnar um
skerðingu ellilífeyris séu mannrétt-
indabrot.
í iögum um almannatryggingar
frá 1946, sem gengu í gildi 1. jan-
úar 1947, er kveðið á um að allir
íslenskir ríkisborgarar, sem orðnir
eru 67 ára, skuli hafa jafnan rétt
til ellilauna án tillits til tekna eða
efnahags. Að vísu var í fyrstu um
skerðingu að ræða vegna eftiria-
una úr lífeyrissjóðum, en hún var
fljótlega afnumin, þar sem hún
þótti í meira lagi ósanngjörn. Nú,
46 árum síðar, á að fara að
skerða þennan rétt.
Jafnframt var ákveðið að allir
íslenskir ríkisborgarar, 16-67 ára,
búsettir hér á landi, skyldu greiða
iðgjöld, sem tryggðu þeim ellilíf-
eyri í framtíðinni. Var iðgjöldunum
jafnað niður á einstaklinga sem
nefskatti og voru meira að segja
unglingar, sem stunduðu skóla-
nám, gjaldskyldir, þó þeir hefðu
litlar sem engar tekjur. Lenti það
því oft á foreldrunum að greiða
einnig gjöld fyrir þá og veit ég að
það gat verið erfítt hjá bammörg-
um fjölskyldum, sem vildu mennta
börnin sín.
Þessar iðgjaldagreiðslur voru í
gildi allt til 1. janúar 1972, en þá
var greiðslutilhöguninni breytt,
þannig að eftir það var greitt óaf-
markað gjald til Trygginga-
stofnunarinnar í gegnum skatt-
kerfið.
Þeir sem eru á ellilífeyrisaldri
núna og reyndar þeir sem fæddir
em 1931 eða fyrr hafa því greitt
bein iðgjöld til Tryggingastofnunar
ríkisins í 26 ár. Áuk þess hafa all-
ir sem voru orðnir 16 ára fyrir 1.
janúar 1972 greitt þessi iðgjöld í
lengri eða skemmri tíma.
Ellilaunin eru því áunnin réttindi
þessa fólks og fínnst mér þess
vegna skerðingin óréttmæt. Þó hér
sé ekki um háar upphæðir að ræða,
má búast við að ef á annað borð
er hróflað við þessum lögbundnu
réttindum, verði auðveldara að
taka alltaf stærri og stærri sneið
af kökunni og það endi með því
að framfærslusjónarmiðið verði
ofan á tryggingarsjónarmiðinu.
Væri það illa farið og ekki í anda
þeirra hugsjónamanna, sem stóðu
að setningu laga um almanna-
tryggingar.
Á síðustu árum hefur vaxið
skilningur á því hve mikils virði
sé fyrir fólk á eftirlaunaaldri að
fá að starfa áfram, svo framarlega
sem það hefur starfsorku og
áhuga, sem mikill hluti þessa ald-
urshóps hefur nú á dögum. Tveir
mætir læknar, Ólafur Ólafsson
landlæknir og Þór Halldórsson,
yfírlæknir á Öldrunardeild Landsp-
ítalans, hafa skrifað ítarlegar
greinar um þessi mál, byggðar á
„Þó hér sé ekki um háar
upphæðir að ræða, má
búast við að ef á annað
borð er hróflað við
þessum lögbundnu rétt-
indum, verði auðveld-
ara að taka alltaf stærri
og stærri sneið af kök-
unni.“
rannsóknum og könnunum.
Fyrir nokkrum árum var sam-
þykkt þingsályktunartillaga á Al-
þingi um sveigjanleg starfslok,
þannig að fólk gæti valið um hve-
nær það hætti störfum en væri
ekki bundið við 70 ára aldur, eins
og gilt hefur um opinbera starfs-
menn síðan 1935. Þessi tillaga
hefur verið að velkjast í kerfinu í
3-4 ár og er vonandi að hún verði
endanlega afgreidd frá Alþingi
áður en langt um líður.
En jafnhliða þyrfti að gera
hliðarráðstafanir þannig að eftirla-
unafólkið hefði einnig umtalsvert
fjárhagslegt hagræði af því að
vinna áfram, en þar skortir mikið
á, því ef ellilífeyrisþegar vinna sér
inn einhverjar aukatekjur kemur
skerðing á skerðingu ofan.
Fyrst skerðist tekjutryggingin
um 45% viðbótartekna, síðan kem-
ur 39,85% skattur, ef tekjurnar
komast yfír 60.000 kr. á mánuði
og eru þá lífeyrissjóður og trygg-
Athugasemd við skrif um skálamál
eftirJón Viðar
Sigurðsson
Hinn 11. janúar síðastliðinn rit-
aði Ólafur Sigurgeirsson héraðs-
dómslögmaður grein í Morgunblað-
ið þar sem hann gerir athugasemd
við skrif mín um einkaskála á há-
lendi íslands sem birtist í Morgun-
blaðinu 4. janúar. Ólafur er mér
ósammála en í stað þess að svara
grein minni á málefnalegan hátt
notar hann þá aðferð að bera á
mig ósannindi. Ólafur fullyrðir að
vegna kæru sem ég lagði fram
vegna ólöglegra einkaskáia sunnan
Langjökuls hefur Náttúruverndar-
ráð og Skipulag ríkisins hafíð af-
skipti af skálum þessum Ólafur
bætir því við að hann hafi fengið
þetta staðfest án þess að segja
hvar hann hafi fengið þá staðfest-
ingu. Ég vil af þessu tiiefni taka
fram að kæra mín vegna skálanna
var lögð fram 30. október 1991.
Náttúruvemdarráð gerði athuga-
semd vegna þessara skála í bréfi
til oddvita Grímsneshrepps 9. sept-
ember 1991 og 11. október fór
Náttúruverndarráð fram á það við
umhverfisráðuneytið að skálarnir
yrðu fjarlægðir. Skipulag ríkisins
hafði samband við oddvita Gríms-
neshrepps í september 1991 og var
hann þá minntur á að hreppsnefnd
gæti ekki veitt leyfí fyrir skála-
byggingum fyrr en samþykki skipu-
lagsstjórnar lægi fyrir. Þessu til
staðfestingar hef ég gögn sem ég
er fús til að láta öllum í té sem þau
vilja sjá. Einnig geta menn fengið
þetta staðfest með því að hafa sam-
band við viðkomandi aðila. Um leið
og menn sjá hver sannleikurinn er
í þessu máli komast þeir jafnframt
að því hversu heiðarlegur lögmað-
urinn er.
Hölimdur er nemi íjarðfræði við
Háskóla íslands.
Margrét Thoroddsen
ingabætur talin með í þeirri upp-
hæð. Það hefði því fremur þurft
að hækka skerðingarmörkin en
bæta enn einni skerðingunni við í
formi grunnlífeyris.
Aftur á móti er annar hópur líf-
eyrisþega sem sleppur við alla
skerðingu og það eru þeir sem
ekki hafa þurft að greiða í lífeyris-
sjóð en keypt sér verðbréf í staðinn
og fjármagnseigendur almennt.
Mörg dæmi eru þess að ellilífeyris-
þegar hafí hundruð þúsunda og
jafnvel milljónir í tekjur af verð-
bréfum en fá samt hámarksbætur
hjá Tryggingastofnuninni og borga
heldur enga skatta.
Við þessu er ekkert að gera
nema lögunum sé breytt, því lögum
skv. er ekki tekið tillit til §ár-
magnstekna heldur eingöngu mið-
að við atvinnutekjur og eftirlaun
úr lífeyrissjóðum. Þessu þyrfti að
breyta og það sem fyrst, því þá
myndi sparast mikið í trygginga-
kerfinu og allir lífeyrisþegar sitja
við sama borð og þá mætti ef til
vill hækka skerðingarmörkin og
bæta hag þeirra, sem verst eru
settir.
Höfundur er fyrrverandi
deildarstjóri bjá
Tryggingastofnun ríkisins