Morgunblaðið - 18.01.1992, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 18.01.1992, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1992 15 Sameining siúkrahúsa eftirÓlafÓrn Arnarson Ekki þarf að fara mörgum orðum um þær sviptingar, sem nú eiga sér stað í íslensku þjóðfélagi. Öllum er ljóst að undanfarið höfum við lifað hátt, gert mörg kostnaðarsöm mis- tök í ljárfestingum og safnað skuld- um úr öllu hófi. Nú er komið að skuldadögum og ekki hægt að draga að borga reikninginn öllu lengur. Við þessar aðstæður hefur fjöldi atvinnufyrirtækja orðið að leita hagræðingar í rekstri eða sam- einingar við önnur fyrirtæki. Stjómmálamenn hafa ákveðið að velferðarkerfið skuli taka á sig sinn hluta af skuldunum. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu og samdráttur í þjónustu hlýtur alltaf að orka tví- mælis og má ekki gerast á þann veg að almenningi sé meinað að njóta sjálfsagðrar og nauðsynlegrar heitbrigðisþjónustu. Sjúkrahúsþjónustan Einn dýrasti þáttur heilbrigðis- kerfisins er sérhæfð sjúkrahúsþjón- usta, sem nú er rekin í þrem sjúk- raur húsum hér í borg. Menn hafa litið mjög til þessa þáttar og talið að með uppstokkun á þessu kerfi megi ná hagræðingu og betri þjón- ustu en við höfum í dag. Það er yfirlýst stefna núverandi stjórn- valda að bráðasjúkrahúsum skuli fækkað úr þremur í tvö. í því efni er aðallega um tvo möguleika að ræða. Annarsvegar sameiningu Borgarspítala og Rík- isspítala og hinsvegar sameiningu Landakotsspítala og Borgarspítala. Þriðji kosturinn, þ.e. að sameina alla spítalana undir eina stjórn er ekki fyrir hendi vegna mikillar and- stöðu. Að mínu mati og eftir þátt- töku í starfi nefndar heilbrigðisráð- herra tel ég að sameining Borgar- spítala og Landakotsspítala sé besti kosturinn og faglega passi spítal- arnir mjög vel saman og bæti hvorn annan upp. Nýlega var greint frá niðurstöð- um hollensks ráðgjafa, Mr. de Kon- ing, sem Ríkisspítalar fengu til þess að gefa ráð um framtíðarstefnu Ríkisspítala. Ráðgjafínn taldi nauð- synlegt að skoða spítalakerfið í heild og taldi skynsamlegast, frá sjónarmiði Ríkisspítala, að sameina Borgarspítala og Ríkisspítala en ekki Borgarspítala og Landakots- spítala. Rétt er að geta þess að ráðgjafinn ræddi ekki við forsvars- menn annarra spítala en Ríkisspít- ala. Niðurstöður nefndar heilbrigð- isráðherra um sameiningu Borgar- spítala og Landakots voru honum því að sjálfsögðu ókunnar, þar sem þær lágu ekki fyrir fyrr en síðar. Staða Borgarspítala og Landakots Borgarspítali í Fossvogi var í upphafi hugsaður fyrst og fremst sem bráðaspítali. Fyrsti hluti hans, sem byggður var, þ.e. A-álma og E-álma, gegna því hlutverki enn í dag. B-álma hefur verið byggð að verulegum hluta til fyrir fé úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra og er rekin í dag sem hjúkrunar- og öldruna- rdeildir. B-álman er þrátt fyrir það fyrst og fremst innréttuð með tilliti til þarfa bráðaþjónustu, enda er þar að finna fullkomnustu sjúkradeiídir landsins. Þróun Borgarspítala sem bráðasjúkrahúss hefur því stöðvast. Landakotsspítali hefur undanfar- in 15 ár verið rekinn sem bráðaspít- ali skv. sérstöku samkomulagi við St. Jósefssystur, sem gert var þeg- ar þær seldu ríkinu spítalann 1976. Rekstur hans hefur bæði í tíð systr- anna og sjálfseignarstofnunarinnar verið mjög erfiður vegna þess Framhaldsskólar: Sparnaðurinn bitnar á kennslu - segir Örnólfur Thorlacius rektor Menntaskólans við Hamrahlíð ERFITT verður að spara umtals- verðar fjárhæðir á framhalds- skóiastiginu á þessari önn þar sem hún hefur þegar verið skipu- lögð en sums staðar hefur þó verið reynt að spara fé með því að fjölga í hópum. Forsvarsmenn Menntaskólans við Hamrahlíð liafa brugðið á það ráð að segja upp samningi um leigu á íþrótta- húsi Vals að Hlíðarenda og mun það spara skólanum á fjórðu milljón króna árlega. Skipuð hef- ur verið samstarfnefnd mennta- málaráðuneytisins og framhalds- skóla manna til þess að vinna að tillögum um sparnað í skólunum. Pétur Rasmussen, konrektor Menntaskólans við Sund, sagði að engar ákvarðarnir hefðu verið tekn- ar um sparnað á vorönn og beðið væri eftir niðurstöðum samstarfs- nefndar um samræmdar sparnaðar- ráðstafanir i framhaldsskólunum. Skólanum hafa borist sparnaðartil- lögur frá ráðuneytinu sem fela í sér að ekki verði boðið upp á námskeið sem fáir velji nema í einstaka skól- um, val verði minnkað og reynt verð að fjölga í hópum og sagði Pétur að ef til vill væri nægilegt að fylgja þeim. Reiknað er með að 1536 kennslustundum á viku verði fækkað í 1405 eða um 131. Örnólfur Thorlacius, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, sagði að þegar færi farið að draga saman seglin í skólanum, reglur um hve fáir mættu vera í hverjum greinum til að þær væru kenndar hefðu verið hertar og sagt hefði verið upp samningi um leigu á íþróttahúsi Vals að Hlíðarenda. Með því að segja upp samningum sagði Órnólfur að skólinn sparaði á fjórð- um milljón en reiknað er með að líkamsrækt fari fram utan dyra þegar samningurinn rennur út. Þá sagði Örnólfur að faghópar ynnu að sparnaðartillögum og fjárhagur skólans yrði skoðaður í þeim til- gangi að koma á hagræðingu en þar væri þröngt um vik þar sem kennslukostnaður væri yfirgnæfndi liður. Örnólfur sagði að ekki yrði hjá því komist að sparnaðurinn bitn- aði á kennslu. Hafsteinn Stefánsson, skóla- meistari Fjölbrautaskólans í Árm- úla, sagði að reynt hefði verið að fjölga í hópum en slíkt væri erfið- leikum bundið þar sem námskeiðin væru í beinu framhaldi af námsefni á haustönninni. Þá kvað hann ekki ólíklegt að færri nýnemar yrðu teknir inn í skólann í haust en endr- anær. Forgang í skólann hafa nem- endur úr 8 grunnskólum á höf- uðborgarsvæðinu en á eftir þeim eru aðrir nemendur á höfuðborgar- svæðinu og nemendur í landshlut- um þar sem ekki er framhalds- skóli. Hafsteinn sagði að einnig kæmi til greina að skera niður íþrct- takennslu þar sem hún væri skólan- um mjög dýr. Staðið hefði til að segja upp samning um leigu á Laug- ardalshöllinni í haust en þá hefðu fengist hagstæðir samningar en nú stæði 16% leiguhækkun fyrir dyr- „Læknaráð beggja spít- alanna hafa fjallað um þetta mál í viðræðu- nefnd undanfarna mán- uði. Niðurstaða þeirra er sú að leggja til, að spítalarnir verði sam- einaðir á grundvelli þeirra tillagna, sem nefnd ráðherra skilaði af sér. Læknaráðin leggja hinsvegar áherslu á að undirbúa þurfi sameiningu vel, menn verði að ætla sér góðan tíma og nauðsyn- legt sé að hafa gott samráð við starfsfólk beggja spítalanna ef góður árangur á að nást.“ hversu naumt rekstrarfé hefur ver- ið skammtað. Með því að breyta rekstri, loka 30-40 sjúkrarúmum og miklu aðhaldi hefur svo tekist til að sl. tvö ár hefur reksturinn verið í jafnvægi fjárhagslega (tekju- afgangur áætlaður um 4,5 milljónir króna 1991), enda þótt spítalinn hafi aldrei í 90 ára sögu sinni þjón- að jafnmörgum sjúklingum og nú, en á árinu 1991 voru lagðir inn 6.076 sjúklingar. Samningur St. Jósefssystra Samningur St. Jósefssystra og ríkisins gerði ráð fyrir að sjálfseign- arstofnun ræki spítalann til ársloka 1996. Að þeim tíma liðnum er víst að Landakotsspítali verður lagður undir Ríkisspítala og þá væntanlega rekinn sem hjúkrunarheimili. Það er því ekki að ástæðulausu að for- svarsmenn spítalans hafa um nokk- urt skeið velt því fyrir sér hvaða ieiðir eigi að fara með reksturinn næstu árin. Ljóst er að sá rekstur yrði mjög erfiður vegna tímatak- markana. Það yrði erfitt að fá fólk til starfa á bráðaspítala, sem ekki á nema takmarkaða framtíð fyrir sér sem slíkur. Öll uppbygging myndi fljótlega stöðvast og spítali, sem ekki fær að þróast og uppfyll- ir jafnan kröfur tímans, á ekki rétt á sér. Lóð Landakots leyfir ekki neinar viðbyggingar, sem nauðsyn- legar eru, ef halda ætti áfram bráðaþjónustu til frambúðar. Þegar menn velta fyrir sér þess- um staðreyndum er ekki óeðlilegt að ýmsir starfsmenn Landakots og Ólafur Örn Arnarson Borgarspítala hafi ræðst við og komist að þeirri niðurstöðu að rétt væri að skoða aukið samstarf eða sameiningu betur. Megin hugmynd- irnar eru þær, að skipt verði á hlut- verki B-álmu og Landakots, þ.e. að bráðaþjónusta Landakots verði flutt í B-álmuna og öldrunarþjónustan á Landakot. Til þess að svo megi verða þarf að bæta aðstöðu þjón- ustudeilda í E-álmu Borgarspítala svo þær geti tekið við starfsemi á skurðstofu, röntgendeild, rannsókn- arstofu og gjörgæsludeild, sem nú tengist bráðaþjónustunni á Landa- koti. Til þess að það sé mögulegt þarf að rýma skrifstofu- og þjón- ustuhúsnæði í E-álmu, og flytja í nýbyggingu. Gera þarf nokkrar breytingar á Landakoti en talið er að þar geti rúmast 110-130 öldr- unarsjúklingar með góðu móti. Auk þess er veruleg dagdeildarstarfsemi fyrir aldraða fyrirhuguð. Hagkvæm fjárfesting Mörgum hefur vaxið í augum sá kostnaður, sem þessar breytingar hafa í för með sér. Samkvæmt nið- urstöðum nefndar heilbrigðisráð- herra, sem skilað hefur áliti um málið, er gert ráð fyrir að kostnað- urinn verði u.þ.b. 1 milljarður króna, sem dreifist á 3-4 ár eða lengur. Um það bil 700 milljónir króna af þessari upphæð hefði þurft til þess að fullgera Borgarspítalann, sem hefði verið gert hvort eð var, og því vafasamt að telja til samein- ingarkostnað. Þegar starfsemi hins sameinaða sjúkrahúss verður komin í endanlegar skorður er gert ráð fyrir að sparast geti 250-300 millj- ónir króna á ári í rekstri. Hér hlýt- ur því að vera um mjög arðbæra fjárfestingu að ræða sé litið til _ nokkru lengri tíma. Læknaráð beggja spítalanna hafa fjallað um þetta mál í viðræðu- nefnd undanfarna mánuði. Niður- staða þeirra er sú að leggja til, að spítalarnir verði sameinaðir á grundvelli þeirra tillagna, sem nefnd ráðherra skilaði af sér. Læknaráðin leggja hinsvegar áherslu á að undirbúa þurfi samein- ingu vel, menn verði að ætla sér góðan tíma og nauðsynlegt sé að hafa gott samráð við starfsfólk beggja spítalanna ef góður árangur á að nást. Spennandi verkefni Landakotsspítali hefur á að skipa góðu starfsfólki, sem hefur skilað verkefni sínu í bráðaþjónustu frá- bærlega á undanförnum árum, oft við erfiðar aðstæður. Hollusta þess við spítalann hefur verið með ein- dæmum og margir starfsmenn unnu með St. Jósefssystrum á sín- um tíma. Miðað við þær rekstrarfor- sendur sem spítalinn hefur nú er ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af atvinnuöryggi starfs- manna. Með því að taka þátt í við- ræðum um sameiningu spítalanna teljum við, að hægt sé að tryggja atvinnu starfsfólksins við þá þjón- ustu, sem það kann best og er mjög vel hæft til að sinna, þ.e. bráðaþjón- ustu. Það verður spennandi og verð- ugt verkefni að skipuleggja, ásamt starfsfólki Borgarspítala, vel útbú- inn 350 rúma bráðaspítala í Foss- vogi með breiða faglega undirstöðu í tengslum við slysavarðstofu, sem veitir góða og örugga þjónustu ver- ulegrar hagræðingar í rekstri. Jafn- framt mun hinn nýi spítali veita Landspítala verðugt aðhald, bæði faglega og rekstrarlega, en með sjálfsagðri og eðlilegri verkaskipt- ingu. Höfundur eryfirlæknir og formaður læknaráðs Landakotsspítala. ÞYRNIR sf. C 74377 Bjarni C 44992 Ágúst Boðsími 984 54495 N Y R Civic hefur verið endurhannaður með nýjar kröfur samtímans í huga. Civic er nútímabíll, sem er kraftmikill, öruggur og þægilegur en tekur jafnframt fullt tillit til umhverfisins. Civic árgerð 1992 er ril sýnis að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 68 99 00 Verð frá: 1.155.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.