Morgunblaðið - 18.01.1992, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992
:
Ragnheiður Hannes-
dóttir, Gunnar Olafs■
son - Hjónaminning
Fædd 11. maí 1907
Dáin 9. janúar 1992
Fæddur 3. ágúst 1910
Dáinn 19. desember 1990
Lát mig starfa, lát mig vaka,
lifa, meðan dagur er.
Létt sem fuglinn lát mig kvaka,
lofsðng, drottinn flytja þér,
meðan ævin endist mér.
Lát mig iðja, lát mig biðja,
lífsins faðir, drottinn hár.
Lát mig þreytta, þjáða styðja,
þerra tár og græða sár,
gleðja og fórna öll mín ár.
(Oterdahl. Margrét Jónsd. þýddi).
Mig setti hljóða er tengdadóttir
þessara mætu hjóna hringdi til mín
og tilkynnti mér lát Heiðu okkar í
Haga. Heiða hét fullu nafni Ragn-
heiður Hannesdóttir og var fædd
11. maí 1907 að Stóru Sandvík í
Sandvíkurhreppi, dóttir hjónanna
Sigríðar Jóhannsdóttur og Hannes-
ar Magnússonar. Systkinin voru 14
og var hún sjötta í röðinni af þeim
12 sem komust til fullorðinsára. Á
þeim árum fóru ungar stúlkur
gjarnan til Reykjavíkur í vist á góð
heimili og var það talið á við bestu
húsmæðraskóla. Hún fór í slíkar
vistir og vann einnig á Hótel Skjald-
breið. Kringum 1939 fór hún austur
á Selfoss og kynntist þar ungum
manni, Gunnari Ólafssyni. Þau
felldu hugi saman og giftu sig árið
1940.
Það var kannski vegna nýafstað-
innar jólahátíðar að mér flaug í hug
jólaævintýrið um Litlu stúlkuna
með eldspýturnar. Heiða átti það
sameiginlegt með stúlkunni með
eldspýturnar að hún gat kveikt ljós
og yl í hjörtum þeirra sem komu
til þeirra hjóna, hvort sem það var
til lengri eða skemmri dvalar. Hver
man ekki Heiðu koma brosandi út
á tröppurnar í Haga með útbreiddan
faðminn til að bjóða alla velkomna.
Að ég tali ekki um „borðið“, alltaf
hlaðið af heimabökuðum tertum og
kökum.
Gunnar var fæddur 3. ágúst 1910
í Keldudal í Vestur-Skaftafells-
sýslu, sonur hjónanna Guðrúnar
Dagbjartsdóttur og Ólafs Bjarna-
sonar. Börn þeirra voru 6. Dagbjört
dvelur nú á öldrunarheimilinu Selja-
hlíð í Reykjavík, Bjarngerður dvelur
á elliheimilinu Grund í Reykjavík,
Anna býr í Austurkoti í Hraungerð-
ishreppi, Sigurlín dvelur á Hrafnistu
í Hafnarfirði, en Bjami lést fyrir
allmörgum árum. Gunnar var ungur
þegar hann fór að vinna fyrir sér
og sem þá var siður sendi hann
foreldrum sínum launin. Um tví-
tugsaldur fór Gunnar að vinna við
bústörf í Viðey og síðar í Lækjar-
hvammi hér í Reykjavík. Eftir 1935
fór hann austur að vinna við loðdýr-
arækt sem starfrækt var í Haga.
Eins og áður hefur komið fram giftu
Gunnar og Heiða sig um 1940 og
bjuggu allan sinn búskap í Haga.
Þau eignuðust 4 syni. Þeir eru:
Hannes, kvæntur Ásu Bjamadóttur
og eiga þau 4 börn og 5 barna-
börn. Magnús, kvæntur Guðrúnu
Ingvarsdóttur, þau eiga 3 börn.
Ólafur, kvæntur Bergrúnu Sigurð-
ardóttur, þau eiga 3 börn. Sigurður
Karl, kvæntur Þórunni Jónsdóttur,
þau eiga 2 börn, en Þórunn átti 3
börn frá fyrra hjónabandi sem
Heiða og Gunnar tóku við sem eig-
in barnabörnum og auk þess hafa
nú bæst við 4 barnabörn í þann hóp.
Þau hjón vom með búskap í
Haga og jafnframt búskapnum
stundaði Gunnar vinnu frá heimil-
inu, t.d. eftir stríð var hann við
uppbyggingu Sogsvirkjunar og
einnig hjá íslenskum verktökum á
Keflavíkurflugvelli. Kom þá í hlut
húsfreyjunnar að gæta bús og
barna, og fórst Heiðu það einkar
vel úr hendi. Hún hafði yndi af
skepnum, naut þess að skreyta
heimili sitt og hafði næmt auga
fýrir fallegum fötum. Ég, sem þess-
ar línur rita, kynntist þeim hjónum
er faðir minn fór að búa með Dag-
björtu, systur Gunnars. Eftir það
leið ekki það sumar eða vetur að
ég keyrði austur til að þau gætu
dvalið orlofsnætur í Haga. Eftir að
Dagbjört varð ekkja voru þau hjón
henni betri en enginn þvi hún var
oft langdvölum í Haga. Einnig var
faðir Gunnars á heimilinu síðustu
árin og hjúkraði Heiða honum eins
og svo mörgum öðrum. Sumir læra
hjúkrun í háskólum en öðrum er
það meðfætt. Það er ekki ofmælt
að Heiða hafí notið sín er hún stjan-
aði við menn og málleysingja og
ekki dró Gunnar þar úr. Gunnar
og Heiða bjuggu allan sinn búskap
í Haga og urðu aðeins 12 mánuðir
og 20 dagar á milli þeirra hjóna.
Verður Heiða nú lögð til hinstu
hvílu við hlið manns síns í Selfoss-
kirkjugarði í dag 18. janúar kl.
13.30.
Nú legg ég aupn aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engii, svo ég sofi rótt.
(Foerson - S. Egilsson.)
Að leiðarlokum óska ég þeim
heiðurshjónum góðra endurfunda
og leyfi mér að þakka þeim alla
tryggð og hve þau reyndust Dag-
björtu vel alla tíð. Ég votta drengj-
unum þeirra, mökum, bamabörnum
svo og ættingjum og vinum mínar
dýpstu samúðarkveðjur. Veri þessi
merku hjón kært kvödd. Guði á
hendur falin. Hafi þau hjartans
þökk fyrir allt og allt.
Jónína Björnsdóttir
frá Oddgeirshólum.
Hinn 9. janúar lést í Sjúkrahúsi
Suðurlands á Selfossi Ragnheiður
Hannesdóttir húsfreyja í Haga við
Selfoss og verður hún jarðsungin
frá Selfosskirkju í dag. Fyrir rösku
ári lést eiginmaður hennar, Gunnar
Ólafsson bóndi í Haga. Vil ég minn-
ast þeirra hjóna hér beggja er þetta
heimili heyrir nú sögunni til.
Gunnar Ólafsson fæddist 3.
ágúst 1910 í Keldudal í Mýrdal.
Þar bjuggu þá foreldrar hans, Ólaf-
ur Bjamason frá Engigarði í Mýr-
dal og Guðrún Dagbjartsdótir frá
Ketilsstöðum í Mýrdal. Gunnar ólst
upp hjá foreldrum sínum í Keldudal
til ársins 1921 er þau brugðu búi.
Fór hann þá sem tökudrengur að
Norðurgarði til ársins 1923, en var
svo næstu árin vinnumaður á Steig
í Mýrdal. Úr Mýrdalnum hélt hann
17 ára gamall að Torfastöðum í
Fljótshlíð, þar sem hann var vinnu-
maður í eitt ár. Síðan lá leiðin til
Reykjavíkur.
Reykjavík varð ekki lokaáfang-
inn í lífi Gunnars Óiafssonar, en
veitti þó góða lífsreynslu og starfs-
þjálfun. Hann vann þar á eyrinni
og var vinnumaður í Lækjarhvammi
í fjögur ár. En þar lærði hann einn-
ig til loðdýraræktar. Það réð úrslit-
um um frekara h'fshlaup hans. Árið
1938 réðst Gunnar aftur austur
fyrir ijall að sjá þar um nýstofnað
refabú Loðdýrabús Sandvíkur-
hrepps. Stofnendur þess voru 22
og keyptu þeir nýbýlið Haga við
Selfoss með öllum húsum og rétt-
indum. Þar settist nú Gunnar að
um sumarið, setti upp girðingar
fyrir refi og lét smíða refakassa.
Fyrstu refirnir voru keyptir um
haustið en fyrstu minkana lagði
Gunnar sjálfur til.
Vel gekk þessi rekstur framan
af. Mér hefur verið sagt að lífdýr
Gunnars hafí þótt vel alin og seldi
því búið mikið til uppeldis í öðrum
og nýrri búum. Gekk svo fram á
stríðsárin er allur markaður brast
ytra. Þrátt fyrir mikla natni Gunn-
ars var verðfallið orðið þannig að
ekki réðst við neitt og lögðu hlut-
hafarnir því búið niður árið 1943.
Þótti Gunnari það bæði endasleppt
og sárt en varð að una við slíkt og
leita annarrar vinnu.
Hann réðst þá í almenna verka-
mannavinnu og var nóg að starfa,
m.a. við Sogsvirkjun og byggingu
Ölfusárbrúar. Hann varð seinna um
sjö ára skeið útiverkstjóri Selfoss-
hrepps, en árið 1953 hóf hann störf
hjá Kaupfélagi Árnesinga á gúmmí-
vinnustofu félagsins og starfaði þar
óslitið til sjötugs. Þar minnist ég
Gunnars sem hins trausta manns
sem alltaf var jafn öruggt að leita
til. En samfara þessu hafði hann
alltaf dálítið bú heima í Haga.
Nokkrar kýr og kindur eins og bý-
lið bar. Reisti ný hús yfír allan
búpening sinn. Stundaði garðrækt
Iðnlánasjóður
kt. 540172-0139
Ármúla 13a, Reykjavík
Skuldabréfaútboð 1. flokkur 1991
Heildarfjárhæð kr. 400.000.000.-
Utgáfudagur 5. desember 1991
Fyrsti söludagurvar 15.12.1991
Flokkur Gjalddagi Upphæð
l.fl.A 1991 05.12.1996 125.000.000
l.fl.B 1991 05.12.1998 125.000.000
l.fl.C 1991 05.12.2000 75.000.000
l.fl.D 1991 05.12.2002 75.000.000
Skuldabréfin bera fasta vexti 6,0%.
Skuldabréfin eru verðtryggð skv. lánskjaravísitölu.
Grunnvísitala er 3198.
Ávöxtun yfír hækkun lánskjaravísitölu nú 7,0%
Umsjón: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Teleíax 68 15 26.
r
»
>
i
i
>
>
>
UTS AL A
»hunraél^P
20-50% afsláttur
Opið í dag frá kl. 10-16
V/SA
SP.ORTBUÐIN
Ármúla 40, sími 813555
E