Morgunblaðið - 18.01.1992, Side 23

Morgunblaðið - 18.01.1992, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1992 23 Réttarhöldunum yfir Papandreú lokið: Sýknaður í mesta spillingarmáli í nú- tímasögu Grikkja Aþenu. Reuter. ANDREAS Papandreú, fyrrum forsætisráðherra Grikkja í átta ár, var sýknaður í fyrradag af öllum ákærum um fjárdrátt og fjármálamisferli í embættistíð sinni. Hafa réttarhöldin í þessu mesta spillingarmáli í seinni tíma sögu Grikkja staðið frá árinu 1989 en þá skipaði gríska þingið sérstakan 13 manna dómstól til að fjalla um það. Var niðurstaðan sú að sjö dómarar sýknuðu Papandreú en sex sakfelldu hann. Nokkrum dögum áður hafði Papandreú varað við því að gríska þjóðin kynni að klofna yrði hann sekur fundinn. Papandreú var ákærður fyrir að hafa skipulagt 200 milljón doll- ara ijárdrátt í Krítarbanka, þegið mútur og skipað ríkisstjórninni að afskrifa skuldir vinar síns. Vassilis Kokkinos, forseti dóms- ins, sagði að ekki hefðu verið færðar sönnur á þessar sakir en þær áttu á sínum tíma mestan þátt í að Papandreú og Sósíalista- flokkurinn hrökkluðust frá völd- um í júní 1989. Hins vegar voru tveir samflokksmenn Papandreú s og fyrrverandi ráðherrar í stjórn hans, Dimitris Tsovolas og George Petsos, fundnir sekir um aðild að Krítarbankahneykslinu. Var Tso- volas dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og missti einnig póli- tísk réttindi sín í þrjú ár, sem merkir að hann verður að láta af þingmennsku. Petsos var dæmdur í 10 mánaða fangelsi skilorðs- bundið. Papandreú hlýddi á úrskurðinn heima hjá sér og talsmaður hans sagði að hann væri mjög ánægður með niðurstöðuna. Forsætisráð- herrann fyrrverandi sniðgekk réttarhöldin og sagði þau lið í ófrægingarherferð hægrimanna í Nýja lýðræðisflokknum og Kommúnistaflokksins á hendur sér. Flokkamir tveir mynduðu samsteypustjórn eftir kosningaó- sigur sósíalista og notuðu þing- meirihluta sinn til að fyrirskipa réttarhöldin yfir Papandreú. Viðbrögð Papandreús við úr- skurðinum voru þau að hann hvatti til þess að efnt yrði tafar- laust til þingkosninga. Hann sagði andstæðingar hans hefðu beitt réttarhöldunum sem pólitísku vopni og ættu nú einskis annars úrkosti en boða kosningar. Þeir hefðu reynt að skaða hann en mistekist hrapallega. „Þar sem þeir komu ekki höggi á mig urðu þeir að hefna sín á Dimitris Tsov- olas og George Petsos,“ bætti hann við. Papandreú hefur einnig verið ákærður fyrir að fyrirskipa ólög- legar símahleranir en réttað verð- ur í því máli sérstaklega síðar. Ætlar að endurheimta forsætisráðherraembættið Papandreú er 72 ára að aldri og gerðist sósíalisti er hann nam lögfræði við Aþenu-háskóla. Hann var handtekinn og sætti pynting- um á fjórða áratugnum er Ioann- is Metaxas einræðisherra var við völd. Þegar hann var látinn laus var honum bannað að hafa af- skipti af stjórnmálum og hann flutti til Bandaríkjanna árið 1939. Þar varð hann bandarískur ríkis- borgari, tók próf við Harvard- háskóla og varð deildarforseti hagfræðideildar Kaliforníu- háskóla í Berkeley. ife- SPÆNSKUNÁMSKEID 8 vikna hagnýt spænskunámskeið hefjast 27. janúar fyrir byrjendur og lengra komna. Hentar fólki á öllum aldri. Kennt í fámennum hópum. Upplýsingar og innrit- un í skólanum Ármúla 36 og í síma 91-685824 milli kl. 14:00-18:00 og laugard. 11:00-14:00. Málaskólinn HOLA - lifandi tunga - Ármúla 36, sími 91-685824. Andreas Papandreú Hann kvæntist bandarískri konu, Margaret, og þau fluttu með fjögur börn sín til Grikklands árið 1959. Hann afsalaði sér bandarískum ríkisborgararétti og var kjörinn á þing árið 1964. Faðir hans, George, var þá for- sætisráðherra. Á þessum árum þótti Pap- andreú gæta of mikilla banda- rískra áhrifa í Grikklandi og hann skrifaði að landið var lítið annað en bandarísk nýlenda vegna gífur- legrar efnahagsaðstoðar Banda- ríkjamanna og hernaðarumsvifa þeirra í landinu. Papandreú fór í útlegð árið 1967 er herforingjastjórn komst til valda. Þegar hún féll árið 1974 sneri hann aftur og sameinaði ýmsar fylkingar vinstri manna undir merkjum Sósíalistaflokks- ins. Papaendreou varð fyrsti for- sætisráðherra sósíalista eftir stór- sigur flokksins í þingkosningum árið 1981. Flokkurinn hélt völdun- um eftir kosningar árið 1985 en halla fór undan fæti hjá Pap- andreú undir lok annars kjörtíma- bilsins þegar ijármálahneykslið komst í hámæli. Auk þess þurfti hann að gangast undir hjartaað- gerð nokkrum mánuðum fyrir kosningarnar í júní 1989 og um það leyti skýrðu ijölmiðlar frá ástarsambandi hans við 34 ára flugfreyju, Dimitru Liani. Hann skildi við konu sina tveimur dög- um fyrir kosningarnar og kvænt- ist Liani mánuði síðar. Papandreú þykir óútreiknan- legur og gæddur miklum persónu- töfrum. Þrátt fyrir ásakanirnar um aðild að fjármálahneykslinu fékk flokkur hans um 40% at- kvæða í kosningum í nóvember 1989 og apríl í fyrra og hann hefur svarið þess eið að endur- heimta embætti forsætisráðherra. Reuter. Sjötug kóresk kona, sem missti eiginmann sinn í þrælkunarbúðum Japana í síðari heimsstyrjöldinni, ræðst að óeirðarlögreglumanni á mótmælafundi gegn Japönum í Seoul í gær. Suður-Kórea: Japanir iðrast stríðsglæpa Seoul. Reuter. KIICHI Miyazawa, forsætisráðherra Japans, bað í gær Suður-Kóreu- menn afsökunar á framferði Japana í stríðinu, einkum á þeim glæpum þeirra að neyða tugþúsundir kóreskra kvenna til að gerast vændis- eða lagskonur japanskra hermanna. I ræðu, sem Miyazawa flutti í suður-kóreska þinginu, lofaði hann einnig, að saga síðari heimsstyijald- ar yrði sögð í japönskum kennslubókum en hingað til hefur að mestu verið þagað um hana. Um 800 manns efndu til mót- mæla fyrir framan þinghúsið í Seoul þegar Miyazawa flutti ræðuna og brenndu meðal annars japanska fán- ann. Skáru sumir sig í fingur og skrifuðu síðan með blóðinu kröfur sínar um bætur fyrir glæpaverkin. Japanir hafa til þessa ávallt neitað að hafa neytt konur til fylgilags við hermennina á stríðsárunum en fyrir því skortir þó engar sannanir. Áætla sagnfræðingar, að „lagskonur" japanskra hermanna hafi verið allt að 200.000 talsins, þar á meðal unglingsstúlkur, og um 80% þeirra kóresk. Miyazawa minntist þó ekkert á, að fyrir þetta yrði bætt að ein- hveiju leyti en hann sagði, að kom- inn væri tími til að segja japönsku æskufólki sannleikann um stríðið, líka um hlutskipti „lagskvennanna". Heimsókn Miyazawa til Suður- Kóreu virðist ekki hafa breytt miklu um þá ímynd, sem Japanir hafa þar í landi. I skoðanakönnun ríkisút- varpsins kom fram, að 58,7% lands- manna hafa andúð á Japönum og nefndu langflestir sem ástæðu kúgun og yfirráð Japana yfir Kóreu í 35 ár. FORLOG '1*4*4**' Nú er hægt að leggja grunninn að bókasafni heimilisins á ótrúlega auðveldan hátt BOKALAGERINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.