Morgunblaðið - 18.01.1992, Síða 24

Morgunblaðið - 18.01.1992, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Hver er stefna ASI? Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands hefur skrifað forsæt- isráðherra bréf. Þar ítrekar mið- stjórnin fyrri mótmæli gegn því, sem nefnt er „árásir ríkisstjórnar- innar á lífskjör launafólks“. Jafn- framt setur Alþýðusambandið fram kröfu um, að ríkisstjórnin breyti ákvörðunum um hækkun þjónustugjalda, gjaldskrárhækk- anir, skerðingu bamabóta og sjó- mannaafsláttar en þessar ráðstaf- anir telur miðstjóm ASÍ að hafi í för með sér 2% skerðingu á ráð- stöfunartekjum launþega að með- altali. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, m.a. í tilefni af þessu bréfi: „Við emm þarna að árétta efni, sem við höfum ítrekað komið á framfæri við ráðherra og þing- nefndir án teljanlegs árangurs ... Við töldum ástæðu til að árétta það sérstaklega núna að það, sem þama gerist mun kalla á viðbrögð okkar í tengslum við kjarasamn- inga ... Ég ítrekaði það við forsæt- isráðherra, að það hvemig ríkis- valdið bregst við í þessu efni, get- ur ráðið úrslitum um það, hvort samningar takast eða ekki og þá hvort þeir takast með friði eða hvort þar verða átök.“ Bréf miðstjórnar ASI og um- mæli forseta Alþýðusambandsins gefa tilefni til að spyija hver stefna ASÍ í efnahagsmálum og kjara- málum er. Hvað er ríkisstjórnin að reyna að gera? Það er í raun- inni mjög einfalt. Ríkissjóður hefur ámm saman verið rekinn með miklum halla. Þessi halli hefur verið jafnaður með lántökum og nú síðustu árin í vaxandi mæli hér innanlands. Þessar miklu lántökur hafa leitt til mikilla vaxtahækk- ana. Hinir háu raunvextir eru að sliga atvinnulífíð í landinu, draga úr því allan þrótt og stuðla þar með a<3 atvinnuleysi meðal laun- þega. í síðasta mánuði vom 3.000 Islendingar atvinnulausir. Jafn- framt era þessir háu raunvextir að sliga velflestar fjölskyldur, sem hafa staðið _ í einhveijum fram- kvæmdum. Á það ekki sízt við um ungt fólk. Ríkisstjórnin hefur ráðist á þennan mikla hallarekstur ríkis- sjóðs. Markmiðið með því að draga úr honum er að draga úr lánsljár- þörf ríkisins og stuðlað þar með að lækkun raunvaxta. Það fer ekkert á milli mála, að það er ekki hægt að örva atvinnulífið til nýrra átaka með áhrifaríkari hætti en þeim að ná fram lækkun raun- vaxta. Það er líka alveg ljóst, að lækkun raunvaxta er margfalt meiri kjarabót fyrir stóra hópa launþega, ekki sízt ungt fólk, en óraunsæjar kauphækkanir, sem era étnar upp þegar í stað í auk- inni verðbólgu. Þar að auki er verðbólgan komin í slíkt lágmark, að kraftaverk má teljast. Þessi lága verðbólga þýðir stórminnk- andi útgjöld fyrir heimili og at- vinnufyrirtæki í formi margfalt lægri verðbóta á lán en tíðkazt hefur. Útgjöld til heilbrigðis- og trygg- ingamála nemaum 40% af útgjöld- um ríkissjóðs. Útgjöld til mennta- mála nemaum 15% af útgjöldum ríkissjóðs. Útgjöld til landbúnaðar- mála nema um 10% af útgjöldum ríkissjóðs. Þetta eru grófar tölur en myndin er nokkurn veginn þessi. Það er gersamlega útilokað að ná fram nokkrum niðurskurði, á ríkisútgjöldum og þar með minni lánsfjárþörf ríkissjóðs nema ráðast á þessa útgjaldaliði. Það hefur rík- isstjórnin gert með því annars vegar að reyna að stöðva sóun í lyfjaviðskiptum, sem áreiðanlega hefur verið mikil, og hins vegar að draga úr öðrum útgjöldum eins og kostur er með því m.a. að brydda upp á tekjutengingu elli- og örorkulífeyris, skólagjöldum við vissar aðstæður o.s.fi-v. Allar hafa þessar ráðstafanir verið mjög umdeildar. Álþýðusambandið krefst breyt- inga á þessari stefnu. Gott og vel. Hver er þá stefna Alþýðusam- bandsins? Er Alþýðusambandið sammála því, að nauðsynlegt sé að draga úr ríkisútgjöldum til þess að ná framangreindum markmið- um? Ef ASÍ er sammála því en telur að skera eigi niður útgjöld með öðrum hætti er sjálfsagt að hlusta á slíkar hugmyndir, en hveijar era þær? Er Alþýðusam- bandið sammála því, að raunvext- ir verði ekki lækkaðir með öðrum hætti en að framan greinir? Ef ASÍ er ósammála því væri fróðlegt að fá þær tillögur fram í dagsljós- ið, en hingað til hefur ekki borið á því, að forseti ASÍ, sem hefur frá upphafi átt sæti í bankaráði íslandsbanka, hafi haft uppi aðrar tillögur um vaxtamál en almennt hafa verið á ferðinni í bankakerf- inu. Guðmundur J. Guðmundsson tók að vísu peninga Dagsbrúnar út úr bankanum til þess að mót- mæla vaxtastefnu hans, en það hefur forseti ASÍ ekki gert. Eina málefnalega athugasemd miðstjórnar Alþýðusambandsins er sú, að ríkisstjórnin hafí ekki lagt skatt á ijármagnstekjur. Þeim athugasemdum verður ríkisstjórn- in að svara en þær ráða engum úrslitum um það, sem að framan greinir að öðru leyti en því, að skattur á fjármagnstekjur kann að auðvelda verkalýðshreyfing- unni að sætta sig við þá þætti í stefnu ríkisstjórnarinnar, sem hún er nú að mótmæla. Raunar kemur fram hjá fjármálaráðherra í Morg- unblaðinu í dag að stefnt sé að skattlagningu fjármagnstekna frá næstu áramótum. Þrátt fyrir allt eru umræður um efnahags-, kjara- og atvinnumál málefnalegri en tíðkaðist um langt skeið. Þess vegna kemst miðstjórn Alþýðusambandsins ekki upp með það eitt að mótmæla öilum helztu aðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem augljóslega stefnir að ákveðnu markmiði, án þess að upplýsa með hvaða hætti hún vildi standa öðru vísi að málum. Komi þær hug- myndir fram er hægt að taka málefnalega afstöðu til þess, hvort í þeim felst valkostur, sem ástæða sé til að huga að. LAN VEGNA SALTSILDARKAUPA RUSSA Utanríkisviðskiptabanki Rússlands: Vill öruggar tryggingar stjórnar og innflytjanda SlMBRÉF það sem barst frá Moskvu síðastliðið miðvikudags- kvöld, og vitnað var til í baksíðufrétt Morgunblaðsins í gær var frá sendiráði Islands í Moskvu en ekki frá Utanríkisviðskipta- banka Rússlands, eins og stóð í fréttinni. Er beðist velvirðingar á þeirri missögn. Jafnframt er rétt að árétta að það er Utanríki- sviðskiptabanki Rússlands sem hefur ekki beðið um lánveitingar héðan vegna síldarviðskipta, en misskilja mátti fyrirsögn ofan- greindrar fréttar, þar sem sagði að Rússar hefðu ekki óskað eft- ir láni. Símbréf sendiráðsins er birt hér á eftir: Afstaða Rosvneshtorgbank til bankaviðræðna „Sendiráðsritari hefur undan- farna daga lagt á það mikla áherslu í samtölum við V.I. Poutilin aðstoð- arbankastjóra Rosvneshtorgbank og V. Shalasnikov yfirmann er- lendra bankasamskipta að fá skýr svör varðandi viðræður um greiðs- lusamning við íslenska banka. Eins og getið var í ofangreindu skeyti fengust þær upplýsingar sl. föstu- dag að ríkisstjórn Rússlands hefði afgreitt málið af sinni hálfu og bankinn fengi það í hendur allra næstu daga. Samkvæmt upplýsing- um Shalasnikov rétt fyrir starfslok í dag (15. janúar - innskot blm.) þá hefur bankinn ekki fengið um- rædd gögn í hendur. Shalasnikov sagði að bankinn hefði tekið opinbera afstöðu til þessa máls og hún væri eftirfar- andi: Rosvneshtorgbank sæi ekki neina ástæðu til að taka upp sér- stakar viðræður við íslenska banka um greiðslusamning vegna þessa viðskiptasamnings. Bankinn væri í hefðbundnu bankasambandi við Landsbanka íslands og það væri ekkert í gögnum ríkisstjórnar Rúss- lands sem gerði ráð fyrir sérstökum bankaviðræðum. Rosvneshtorg- bank liti svo á að viðskiptasamning- urinn fjalli um venjubundin við- skipti þar sem gert væri ráð fyrir greiðslum í reiðufé og þannig við- skiptum hafi bankinn að sjálfsögðu ekkert á móti. Bankinn væri ekki reiðubúinn að taka á sig neinar skyldur í tengslum við þessi viðskipti nema fyrst lægju fyrir öruggar trygging- ar af ríkisstjórnarinnar eða Ros- hvneshtorg (rússneska inn- flutningsfyrirtækið - innskot blm.). Þessir aðilar hafi ekki rætt við bankann um tryggingar og því sjái hann sér ekki fært að hafa milli- göngu um þessi viðskipti. Rosvnes- htorgbank taki ekki gildar trygg- ingar rússnesku ríkisstjórnarinnar byggðar á pappírsloforðum (Paper Guarantee). annað og meira verði að koma til. Bankinn telji að fyrst beri að ræða hvaða trygginga hægt sé að afla, síðan muni bankinn ákveða hvaða þjónustu hægt er að veita. Shalasnikov var spurður hvert yrði svar bankans ef Seðlabanki íslands óskaði eftir viðræðum um ghreiðs- lusamning. Hann svaraði því til að að það svar yrði, með hliðsjón af því sem sagt hefði verið, neikvætt. Hann lagði á það áherslu að Rosv- neshtorgbank tæki ekki orðalaust við skipunum ofanfrá. Hér vanti fyrst og fremst umræður um það hvaða tryggingar væru fyrir hendi. Sendiráðið hefur ítrekað reynt að ná sambandi við V. Mangaseev forstjóra Roshvneshtorg og fékk þau skilaboð eftir skrifstofutíma hér í dag að hann muni hafa sam- band við sendiráðið í fyrramálið. Þá verður vonandi hægt að fá botn í þessi bankamál og eins hvað Ros- hvnestorg hyggst fyrir.“ Jón Sigurðsson viði Síldai aðge RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fund Sigurðssonar viðskiptaráðherra um s ingslána við ríkisábyrgðasjóð, sérstal arsöluviðskiptum milli Islands og ri herra telur að þetta ætti að nægja með því að síldarsöltun hefjist nú. í frétt frá viðskiptaráðuneytinu segir að Tryggingadeildin sem sett var á fót með lögum frá árinu 1970 hafi ekki verið starfrækt um árabil. Deildin veiti útflutningslánatrygging- ar gegn þóknun og gert sé ráð fyrir að tryggingatakar axli eðlilega við- skiptaáhættu. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hægt væri að ábyrgjast að há- marki 2,8 milljónir dollara, eða á milli 150 og 160 milljónir króna. „Ég geri ráð fyrir því að það mætti allt nýta í þessu skyni, en þá um leið hef ég falið Seðlabankanum að ræða það við viðskiptabankana að þeir gangi þá frá við viðskiptabankana afurðalánafyrir- komulagi á þessum grundvelli," sagði viðskiptaráðherra. „Auðvitað verður að ganga þannig frá þeim, að afurðal- án verði ekki alveg upp í topp, ekki fremur í þessu tilfelli en öðrum. Það kemur auðvitað ekki til greina að allt andvirði síldarinnar verði íjármagnað með íslenskum lánum.“ Útvegun lánsfjár vegna síldarkaupa; Er ekki hlutverk bank- ans að hafa frumkvæðið - segir Stefán S. Stefánsson sendiráðsritari í Moskvu teldi að þessir breyttu tímar með nýjum vinnubrögðum og nýjum hugunarhætti gerðu það að verkum að þær stofnanir sem koma að hugsanlegum síldarsölusamningum hefðu ekki undirbúið lántöku vegna síldarviðskiptanna sem skyldi: „Eins og þetta blasir við mér hér í Moskvu, þá er það ekki í raun og veru Utanríkisviðskiptabanki Rúss- lands sem tekur lánið, heldur starf- ar hann eins og hver annar við- skiptabanki. Það er ekki bankans að hafa frumkvæði um útvegun láns eða ekki, heldur á það að vera fyrir framkvæði innflytjandans og þeirra stjórnvalda, sem stóðu að þessum viðskiptasamningi," sagði Stefán. Hann sagði að þótt bankinn væri neikvæður í þessum efnum, þá réði það engum úrslitum, „held- ur ræður það úrslitum hvernig málið verður byggt upp í hendur bankans. Ég hef reynt að benda á að þeir hér í Moskvu hefðu átt að reyna að byggja málið betur upp í hendurnar á Utanríkisviðskipta- bankanum," sagði Stefán L. Stef- ánsson, sendiráðsritari í Moskvu. STEFÁN L. Stefánsson sendiráðsritari íslands í Moskvu hefur fyrir hönd sendiráðsins í Moskvu átt í viðræðum við fulltrúa Utanríkisvið- skiptabanka Rússlands um bankaviðskipti við ísland vegna síldarsö- lusamninga. Stefán telur að síldarinnflytjendur í Rússlandi og ríkis- stjórn Rússlands hafi ekki undirbúið málið nógu vel í hendur Rosv- neshtorg-bank. Samt sem áður telur Stefán jafngóða möguleika á þessum síldarviðskiptum nú og í desemberbyijun, þegar viðskipta- samningur landanna fyrir þetta ár var undirritaður. „Möguleikarnir á síldarviðskipt- um era að mínu mati jafngóðir nú og þeir voru þegar viðskiptasamn- ingurinn var gerður í Reykjavík í desemberbyijun," sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að það hefði ekki farið fram hjá mönnum að umbylting hefði orðið í stjórnkerfinu og stofn- unum í Moskvu. Ný ráðuneyti og nýir bankar hefðu risið úr rústum þeirra stofnana sem fyrir voru. „Rússar sjálfir átta sig kannski ekki alveg á breyttri stöðu, því þess- ar breytingar snerta bæði þeirra starf og þeirra daglega líf. Þetta hefur í för með sér að menn verða þar af leiðandi að tileinka sér ný vinnubrögð, nýjan hugsunarhátt og vinna málin á annan hátt en áður,“ sagði Stefán. Stefán sagði að stofnanir í Moskvu, þingið og ráðuneyti væru að feta sig áfram í nýju kerfi og væru hvert um sig að reyna að sýna fram á sitt sjálfstæði. Stefán var spurður hvort hann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.