Morgunblaðið - 18.01.1992, Page 32

Morgunblaðið - 18.01.1992, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992 Minning: .. Svala Ingólfsdóttir Fædd 10. ágúst 1944 Dáin 11. janúar 1992 Enginn til foldar fuglinn smár fellur án drottins vilja. Öll hann telur vor höfuðhár hans ráð má enginn skilja. Viðkvæmnin samt í víli sár veldur að brennheit sorgartár sólbjartan himin hylja. (Steingn'mur Thorsteinsson) Mig langar til að minnast í fáum orðum Svölu Ingólfsdóttur, sem var mér ákaflega góð nágrannakona alit frá árinu 1975 er leiðir okkar lágu saman. Ekki ætla ég að rekja ættir eða lífshlaup Svölu til þess eru aðrir færari. Eg vil aðeins tjá henni og fjölskyldu hennar þakk- læti mitt fyrir vinsemd og hlýju, sem ég varð aðnjótandi þessi ár sem við höfum búið hlið við hlið. Ég vildi óska að þau ár hefðu orðið miklu fleiri. Oft reynist býsna erfitt að skipta um umhverfi, ég tala nú ekki um, þegar manni er kippt upp með rót- um eins og svo margir reyndu í Vestmannaeyjum í janúar 1973. * Eftir marga flutninga voru ég og fjölskylda mín svo heppin að lenda við hliðina á þeim ágætu hjónum Svölu o g Þórhalli Guðjónssyni ásamt börnum þeirra. Þarna eign- uðumst við aftur góða nágranna, sem tóku okkur vel og hafa reynst sérstaklega góðir og hjálpfúsir vin- ir. Svala var glaðlynd, ljúf og væn, og gaf sér tíma til að tala við mann þó svo að ég vissi að hún væri störf- um hlaðin, bæði á heimili sínu og •*- einnig utan þess. Það var líka gott að koma til þeirra hjóna, enda var oft gestkvæmt hjá þeim. Mér varð þungt fyrir bijósti þeg- ar ég vissi að Svala mín væri hald- in skæðum sjúkdómi, sem því miður leiðir oft til dauða. En Svala kvart- aði ekki og sýndi hversu sterk hún var. „Ég er betri og þetta fer að lagast,“ var svarið þegar ég spurði hana hvernig hún hefði það. Ég man síðasta símtalið hennar, þá var bjartsýnin ríkjandi, kannski til að slá ryki í augu mín. Ég þakka Svölu samfylgdina og votta foreldrum hennar, eigin- manni, börnum og barnabörnum samúð mína. 'T Anna Þorsteinsdóttir. Við vorum ekki há í loftinu er við fórum fyrstu ferð okkar til Vest- mannaeyja með Herjólfi. Svala frænka hafði boðið okkur að koma og dvelja hjá sér um hálfsmánaðar skeið. Hún hafði skráð okkur á sundnámskeið í Eyjum, þar sem engin sundlaug var komin þá á Hvolsvelli. Öll fjölskyldan tók vel á móti okkur og hvatti til dáða við okkar fyrstu sundtök. Þetta var bara eitt skipti af svö mörgum sem við fórum og dvöldum um lengri eða skemmri tíma á Illugagötu 17. Þar var mjög gestkvæmt og alltaf nóg húsrými, þó við kæmum mörg saman var aldrei talað um pláss- leysi. Það var alltaf rúm fyrir okkur og vini okkar, er við fórum á þjóðhá- tíð. Og ekki er okkur grunlaust um að erfiðara hefði verið að fá farar- leyfi á þjóðhátíð, ef við hefðum ekki átt svo góða að sem Svölu og Halla. Nú er Svala frænka dáin svo langt um aldur fram. Er við minn- umst hennar fínnum við fyrir mikl- um söknuði og gleðitilfinningu, því þegar við lítum til baka og minn- umst samverustunda okkar með Svölu, þá finnum við og sjáum bara gleði og ást, sem hún átti svo mik- ið af. Hver minnist ekki hvella hlát- ursins sem var svo smitandi og við minnumst léttleikans og orkunnar sem geislaði frá henni. Að fara til hennar elsku bestu frænku í Vestmannaeyjum var allt- af mikið tilhlökkunarefni hjá okkur systkinunum. Svölu þótti ákaflega vænt um fjölskyldu sína og þegar barnabörnin komu eitt af öðru fór á sömu leið með þau iíkt og alla aðra, þau elskuðu hana og virtu. Það var ekki hægt að komast hjá því að þykja vænt um svona mann- eskju, sem var svo góð og vildi allt fyrir alla gera. Þær eru ófáar peys- urnar sem Svala hefur prjónað á okkur systkinin í gegnum árin allt- af jafn fallega útpijónaðar og vand- aðar. I ágúst sl. stofnaði eitt okkar systkinanna heimili og meðal fyrstu gesta voru Svala og Halli færandi hendi að venju. Og er Hilmar Tryggvi fæddist um miðjan október sl. leið ekki á löngu að hún færði houm útpijónaða peysu og húfu. Þá var hún fársjúk en hafði pijónað þesar gjafír milli sjúkdómsstríða meira af vilja en mætti, en hand- bragðið alltaf jafn fínt. En nú hefur sjúkdómurinn sem hún barðist svo hetjulega við allt til dauðadags náð yfírhöndinni. Hann hefur höggvið stórt skarð sem ekki verður fyllt. Okkur er tregt tungu að hræra og við biðjum góðan Guð að styrkja Halla í hinni miklu sorg, en hann hefur vart vikið frá sjúkrabeði Svölu síðustu mánuði, við biðjum líka Guð að styrkja ömmu og afa á Hvols- velli, börnin, tengdabörnin og barnabörnin í Eyjum. Þeirra sorg er mikil. Við kveðjum nú Svölu frænku okkar hinstu kveðju og þökkum henni fyrir allt sem hún hefur verið okkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna ■ Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Berglind, Þorbjörg, Finnur Bjarki, Magnea og Hilmar Tryggvi, Hvolsvelli. Sestu héma hjá mér systir mín góð i kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð. í kvöld skulum við vera kyrrlát af því, að mamma ætlar að reyna að sofna rökkrinu í. Mamma ætlar að sofna og mamma er svo þreytt og sumir eiga sorgir sem svefninn getur eytt. Sumir eiga sorgir og sumir eiga þrá sem aðeins í draumheimum uppfylla má. I kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð því mamma ætlar að sofna systir mín góð. (Davíð Stefánsson.) Þessar ljóðlínur reikuðu um huga minn eftir að hafa vakað með syst- ur minni yfír móður okkar elsku- legri síðustu stundirnar. Að morgni 11. janúar lést í Borg- arspítalanum eftir erfið veikindi móðir mín, Svala Ingólfsdóttir. Hún var fædd í Neðra-Dal, V-Eyjafjalla- hreppi 10. ágúst 1944, dóttir hjón- anna Ingólfs Ingvarssonar og Þor- bjargar Eggertsdóttur. Hún átti þijú alsystkini og eina uppeldissyst- ur, þau eru: Eggert Ingvar, Guð- björg Lilja, Tryggvi og Asta Gréta. Þann 31. desember 1963 gekk Svala að eiga ástkæran föður minn, Þórhall Ármann Guðjónsson. Alls eignuðsut þau fjögur börn: Ingi- björgu, Bergþóru, Jón Óskar og Svandísi. Mamma var fyrst og fremst hús- móðir og fórst það vel úr hendi. Dugnaðurinn, áræðnin og viljinn var svo ríkur í fari hennar og nýtt- ist henni vel þegar á móti blés. Mamma var frændrækin. Fannst henni alltaf jafn gaman að keyra um Suðurlandsundirlendið og reyndi alltaf að koma við hjá sem flestum ættingjum og vinum. Ef einhveijir henni nákomnir áttu leið til Eyja bauð hún ávallt í mat eða kaffí á Illugagötu ef hún gat komið því við. Það gladdi mömmu ávallt þegar hún fékk barnabörnin í heimsókn. Þau eru nú orðin fjögur: Sigþór, Gísli Steinar, Svala og Þórhallur og er það fimmta á leiðinni. Einnig tók hún börnum sambýlismanns míns, Irisi Evu og Sigríði Svölu, mjög vel. Þessi börn sjá nú á eftir ömmu, sem alltaf hugsaði svo vel um þau og gaf þeim svo mikið af sér. Það er margt að þakka. Sam- verustundir fjölskyldunnar um ný- liðin jól voru okkur dýrmætar og ólgleymanlegar og þökkum við öll- um þeim er gerðu okkur það kleift Minning: Ellert Hannesson Fæddur 1. nóvember 1917 Dáinn 23. desember 1991 Með þessum fáu veiku orðum langar okkur að minnast Ellerts afa okkar. Það var Þorláksmessu sem okkur barst fréttin um andlát hans. Þó að afí hafi verið veikur í nokk- urn tíma áttum við ekki von á þess- um fréttum. En sennilega er aldrei hægt að vera viðbúinn dauðanum. í hugum okkar lifir minningin um hæglátan mann sem öllum vildi vel. Aldrei heyrðist hann hallmæla nokkrum manni og lýsir það kannski best hvem mann hann hafði að geyma. Afi fæddist í Reykjavík 1. nóv- ember 1917, foreldrar hans voru Margrét Einarsdóttir og Hannes Júlíusson sjómaður. Hann var einn níu systkina, þau voru Júlíus, Svava, Hafsteinn og Sigurður, sem nú eru látin, en eftirlifandi systkini eru Ásta, Svandís, Júlía og Ragna. Ungur að árum fór afí að vinna fyrir sér. Lengst af starfaði hann við efnalaugar, einnig hjá Rafha en síðustu 10 ár starfsferils síns vann hann í álverinu við Straums- vík. 14. júlí 1944 gekk hann að eiga hana Önnu Jóhannsdóttur. Þau stofnuðu heimili sitt í Hafnarfírði og bjuggu lengi á Hlíðarbraut 3 en best munum við þó eftir þeim í Grænukinninni. Þaðan eigum við góðar minningar. Amma og afi eignuðust fjögur börn, þau Ónnu Margréti, Ægi, Svandísi og Eilert, barnabörnin eru 12 og barnabarnabörnin 2. Fjöl- skyldan býr öll í Hafnarfirði nema Svandís, sem búsett er í Bandaríkj- unum. Þó afi sé farinn þá lifír minn- ing hans í huga okkar. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér hvert andaitak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (H. Laxness) Þröstur, Friðrikka, Freyja og Óskar. að vera saman. Ég kveð elskulega móður mína með trega. Hana sem alltaf var fastur og sjálfsagður þátt- ur í lífí okkar. Hana sem studdi mig alltaf svo vel sama hvað á gekk. Ég bið góðan Guð að geyma hana. í hjörtum okakr eigum við minningar sem eru huggun hjarmi gegn. Megi máttur Guðs styrkja pabba sem sat hjá henni öllum stundum og sér nú á eftir sínum lífsförunaut. Kærar þakkir til allra sem heimsóttu hana. Það var Ijúft til þess að vita þegar ég var svo langt í burtu, að alltaf kæmi ein- hver til hennar. Kærar þakkir fyrir ykkar stuðning á erfíðum stundum. Lilja systir hennar, sem alltaf fylgd- ist með henni og sat hjá henni tím- unum saman var þeim mömmu og pabba ómetanlegur stuðningur. Eins vil ég koma kæru þakklæti til starfsfólksins á A-7 á Borgarspítal- anum. Þar fékk mamma mikla að- stoð, umhyggju og hjartahlýju sem og pabbi. Fari mamma mín friði. Friður Guðs hana blessi og þökk sé henni fyrir allt og allt. Bergþóra Þórhallsdóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Oft höfum við sungið þetta fal- lega vers við útfarir og ekki leitt hugann að því að einhverntíma kæmi röðin að okkur sjálfum. Nú er fyrsti félaginn úr þessum gamalgróna og samhenta kór horf- inn. Kær söngsystir okkar, Svala, hefur nú kvatt þetta líf eftir ströng veikindi. Þetta hefur verið langur og erfiður tími fyrir íjölskylduna, sífelldar vonir um bata, sem urðu að engu, og hefur verið aðdáunar- vert að fylgjast með samheldni eig- inmanns og bama að gera henni lífið sem léttast. Svala hefur sungið með kirkju- kórnum í hartnær 20 ár. Hún hafði góða altrödd, var fljót að læra, minnug og mikill styrkur að henni. Hún mætti alltaf mjög vel og var gott að treysta á hana. Það fór aldrei mikið fyrir Svölu, hún var ekki hávaðasöm daglega, en hún var einstakur félagi, hvort sem var í starfi eða leik. Hún var um tíma í stjórn kórsins og lagði ætíð gott til mála. Ekki er hægt að minnast Svölu svo ekki sé minnst á hann Halla, manninn hennar. Hljóður og rólegur stóð hann við hlið hennar eins og klettur í blíðu og stríðu. Við minn- umst með ánægju allra ferðalag- anna innanlands og utan sem kór- inn hefur farið í gegnum árin, bæði söngferðalög og aðrar skemmti- ferðir. Oftast voru þau hjón þar með, kát og skemmtileg, þó ekki væri hávaðinn. Svala var myndarleg húsmóðir, pijónaði mikið og listavel og bjó til góðar kökur og sátum við oft stór- veislur á heimili hennar. Börnin hennar fjögur Ingibjörg, Bergþóra, Jón Óskar og Svandís bera líka foreldrum sínum fagurt vitni, eru fallegt og myndarlegt fólk, sem gaman hefur verið að fylgjast með vaxa úr grasi. Barnabörnin fjögur voru líka augasteinar ömmu og rétt fyrir jólin dreif hún sig sárveik af spítalanum til að kaupa jólagjafír handa þeim. Fjölskyldan var henni alltaf efst í huga. Það verður erfitt að standa á pallinum í Landakirkju í dag og syngja við útför kærrar söngsystur, en bænir okkar og blessunaróskir fylgja henni inn í eilífðina. Elsku Halli og fjölskyldan öll, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Félagar í Kór Landakirkju. Svala andaðist á Borgarspítalan- um laugardaginn 11. janúar sl., og fer útför hennar fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum í dag. Hún fæddist í Neðra-Dal, Vestur Eyjafjallahreppi, 10. ágúst 1944. Dóttir hjónanna Ingólfs Ingvars- sonar og Þorbjargar Eggertsdóttur sem þar bjuggu. Æskuárin liðu í hópi kærra foreldra og systkinanna Ingvars, Lilju, Tryggva og fóstur- systurinnar Ástu Grétu. Þar fékk hún það veganesti sem hún mat mikils á lífsleiðinni, þar lærði hún til almennra verka og var mikil hagleiks- og dugnaðarkona til allra starfa. Fegurð Eyjaljallasveitar og mannlífsins þar gleymdi hún aldrei og var sérstök tryggð Svölu til æskustöðvanna. Á gamlársdag 1963 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Þór- halli Guðjónssyni frá Reykjum í Vestmannaeyjum. Svala og Halli eins og hann er ávallt kallaður, hófu búskap sinn að Reykjum, en innan skamms var risið fallegt hús að Illugagötu 17, þar sem þau hafa búið síðan. Heimilið þeirra bar þeim fagurt vitni, sameiginlega hjálpuð- ust þau við að vinna heimilinu allt og börnunum fjórum, Ingibjörgu, Bergþóru, Jóni Öskari og Svandísi. Mikill skuggi hvílir nú yfír heimilinu þar sem húsmóðirin er öll langt um aldur fram. Trúin um að öll él birti upp um síðir mun styrkja Halla, börnin, tengdabörnin og barnabörn- in Sigþór, Gísla Steinar, Svölu og Þórhall að takast á við sorgina. Svala lifði fyrir fjölskyldu sína og það mun lifa með þeim. Þakka nú frændur í Hvolsvelli Svölu frænku í Eyjum fallegu peysurnar sem hún pijónaði og allar þær gjafir sem hún gaf þeim, gjafmildi Svölu var einstök. Vinátta, kærleikur og traust voru aðalsmerki Svölu, um- búnaður og umtal var ekki að henn- ar skapi, en þess betri var hjálpar- hönd hennar og hlýhugur þegar á reyndi, það fengu ættingjar og vin- ir að reyna. Allir sem fylgdust með veikind- um Svölu dáðust að því hversu hetj- ulega hún gekk á móti þungum örlögum. Eiginmaður hennar og fjölskyldan öll hjálpuðust við að létta henni róðurinn. Sameiginlega sáu þau oft ljós í myrkrinu. Eiginmanni hennar, börnum og fjölskyldum þeirra, foreldrum og systkinum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Bið algóðan Guð að styrkja þau í sorginni og minnist Svölu með ljóðlínum Einars H. Kvaran: Já, ótal margs nú að minnast er, og margbreyttur kærleikans sýnir. Og brennandi þökk nú vér bjóðum þér öll böm þín og vinirnir þínir. Helga Fjóla Guðnadóttir. Á laugardagsmorguninn var, heyrðust á öldum ljósvakans ómar af fögrum söng Þuríðar Pálsdóttur, „Sofðu unga ástin mín“, en þar er endir ljóðs Jóhanns Siguijónssonar, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. Söngurinn var naumast þagnað- ur, er mér bárust þau sorgartíðindi að góður vinur, og söngsystir í Kór Landakirkju um árabil, Svala Ing- ólfsdóttir, væri látin. Það dró ský fyrir sólu, er við fregnuðum fyrir 2 árum að Svala væri orðin sjúk af krabbameini. Allir vonuðu, að þessi óvenjulega kjarkmikla og stillta heiðurskona í blóma lífsins, myndi með Guðs hjálp og góðra manna komast yfir veik- indin. Á þessu tímabili hafa skipst á bjartir tímar vongleði og þung alvara raunveruleikans. Nú drúpum við höfði í minningu Svölu, sem svo mörgum var kær. Svala var fædd og uppalin í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.