Morgunblaðið - 18.01.1992, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 18.01.1992, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992 37 ÚTSKURÐUR Karólína höfð að féþúfu? Franskur útskurðarmeistari að nafni Raymond Amy breytti út af vananum um hátíðirnar svo eftir var tekið. Gífurleg sala er í útskurðum af fjölskyldunni helgu, Maríu, Jósef, Jesús og vitringun- um auk hlöðunnar, jötunni og húsdýrunum öllum sem á staðnum voru er guðsbarnið var getið í heiminn, í Suður Evrópu fyrir hver jól. Englar og dýrlingar era einnig í miklu uppáhaldi, Frakkar, ítalir og Spánveijar skreyta mjög heim- ili sín með gripum þessum. Amy breytti til sem fyrr segir, hann skar út fígúru af Karólínu prins- essu af Mónakó sem hann heldur fram að sé engill í jarðarvist. „Karólína er helg. Hún er eng- ill send af himnum ofan og í fyll- ingu tímans er ég sannfærður um að hún verði tekin í dýrlingatölu,“ segir útskurðarmaðurinn Raym- ond Amy. Hann heldur áfram: „Sjáið hvað hún hefur þurft að þola í þessu lífi, en hve hún tekur öllu með mikilli ró og yfirvegun og æðraleysi.“ Styttan litla var Rayniond Amy með styttuna umtöluðu. unnin upp úr ljósmynd af Karólínu þar sem hún röltir um götu sveita- þorps í einföldum kjól með litla innkaupakörfu í hendinni. Mynd þessi er fræg orðin og sýnir Karól- ínu í mikilli sorg eftir lát eigin- manns hennar Stefano Cashiragi. Styttan var fjöldaframleidd og seldist óhemjuvel. Þeir eru til sem Ljósmyndin fræga sem. styttan var gerð eftir. segja Amy lygamörð, hann hafi haft sorg hinnar vinsælu prinsessu að féþúfu. Benda megi á að al- gengt sé að mannskepnan taki ástvinamissi með jafnaðargeði án þess að það sé verðlaunað með sérstökum hætti, eins og til dæm- is með því að taka fólk í dýrlinga- tölu. STEINAR WAAGE Verð 1.495,- Stærðir: 36-41. Litur: Hvítur. Landsins mesta úrval af heilsuskóm Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. Morgunblaðið/Alfons ÓLAFSVÍK Aldarafmæli sparisjóðsins Ólafsvík. Sparisjóður Ólafsvíkur varð 100 ára þann 14. janúar eins og komið hefur fram í Morgunblað- inu. Myndin er tekin á afmælis- degi Sparisjóðsins og á myndinni eru Leó Guðbrandsson, spari- sjóðsstjóri ásamt starfsfólki. SUÐUREYRI Kringlunni, Toppskónum. sími 689212. Veltusundi, s. 21212. Domus Medica, sími 18519. .• ÍSLENSKAR SKÁLDSÖGUR • ÞÝDDAR SKÁLDSÖGUR • BARNA OG UNG,_ Magnaóasti bókamarkaóur allra tíma Karlarnir þykjast kunna ensku Suðureyri. Skömmu fyrir áramót lauk tveggja mánaða enskunám- skeiði hjá Farskóla Vestfjarða sem staðið hefur yfir í Grunnskólanum á Suðureyri. Nemendur voru níu alls. Deborah Anne Ólafsson, sem var leiðbeinandi á námskeiðinu, er ættuð frá Nýja Sjálandi en hefur búið á Suðureyri síðustu 8 árin. Nemendurnir, sem voru allir af „betra kyninu“, voru kampakátir i lokatímanum og töldu sig hafa haft bæði gagn og gaman af skóla- setunni. Helst þótti þó hafa vantað á að eitthvað af karlmönnum vermdu skólabekkina, en einn nemendanna hafði þó skýringu á því. „Þeir þykjast allir kunna þetta greyin“, varð honum að orði. - Sturla. Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson Hluti nemendanna við lok enskunámskeiðsins með Deborah Anne Ólafsdóttur leiðbeinanda, sitjandi fyrir miðju. Eymuitdsson j - ^ STOFNSETT 1872 3 o C c ^nMavGoh • mmimi >m9Jiqof«i • mh9I(hm • wdninnim

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.