Morgunblaðið - 18.01.1992, Síða 42

Morgunblaðið - 18.01.1992, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992 Athugasemd OBI við bók- un skipulagsstj óra ríkisins MORGUNBLAÐINU hefur borist bréf Öryrkjabanda- lags Islands, sem undirrit- að er af Arnþóri Helga- syni, formanni stjórnar Öryrkjabandalags íslands, með athugasemdum við bókun skipulagsstjórnar ríkisins. Bréfið, sem stílað er til Eiðs Guðnasonar umhverfisráðherra, er svohljóðandi: „Öryrkjabandalagi íslands hefur borist afrit af bókun skipulagsstjómar ríkisins frá 8. þessa mánaðar vegna málefnis sambýlis geðfatl- aðra í Þverárseli í Reykjavík. Nokkur atriði í bókinni eru þess eðiis að Öryrkjabanda- lag íslands telur nauðsynlegt að gera við hana athuga- semdir. í bókuninni segir m.a.: í 10. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 segir að á skipu- lagsuppdrætti skuli sýna að- alumferðaræðar, skiptingu fyrirhugaðrar byggðar í íbúðahverfi, iðnaðarhverfi og opin svæði svo og staðsetn- ingu nauðsynlegra bygginga til almenningsþarfa o.s.frv. Samkvæmt þessum lið bókunar skipulagsstjómar ríkisins er ekkert að finna í skipulagsgögnum sem gerir ráð fyrir að heimili fatlaðra skuli sýnd á skipulagsupp- dráttum enda verður að gera ráð fyrir að sambýli falli ekki undir hugtakið „bygg- ingar til almenningsþarfa". I áðurnefndri bókun er einnig að fínna eftirfarandi tilvitnun í skipulagsreglu- gerð nr. 318/1983, gr. 3.3 og 4.1: Sýna skal á upp- drætti og lýsa í greinargerð núverandi landnotkun og fyrirhugaðri, þ.e. skiptingu byggðar í íbúðasvæði, úti- vistarsvæði, iðnaðarsvæði og verslunar- og þjónustusvæði. Kanna skal að hve miklu leyti og hvar skuli gert ráð fyrir þjónustustofnunum rík- is og sveitarfélaga svo sem skólum og heilbrigðisstofn- unum. Tilvitnun þessi hnígur enn frekar að þeirri túlkun sem fram kemur hér að ofan að sambýli falli eigi undir ákvæði skipulagslaga og til- vitnaðrar reglugerðar. Eðli sambýla er með þeim hætti að hæpið er að flokka þær undir stofnanir þar sem íbúar sambýlanna taka nokkurn þátt í rekstri þeirra og mótun starfs þess er þar fer fram. Minnt skal á að sambýli eru fyrst og fremst íbúðir þeirra sem þar búa. Endur- hæfíng fer fram á sérstökum stofnunum. Að vísu skal tek- ið fram að í vissum tilvikum þarf endurhæfing að eiga sér stað á heimilum fólks og getur slíkt gilt jafnt um sam- býli sem íbúðir í einkaeign. Sem dæmi má nefna að missi einstaklingur sjón þarf hann að læra að nýju að almennar athafnir daglegs lífs á eigin heimili. Engum dettur í hug að heimilið breytist í stofnun á meðan á slíkri endurhæf- ingu og kennslu stendur. Að lokum skal vitnað í samþykkt stjórnar Öryrkja- bandalags íslands frá 7. júní 1990 vegna máiefna heimilis einhverfa að Sæbraut 2 á Seltjarnarnesi, en þar segir m.a: Stjórn Öryrkjabandalags íslands bendir á að fatlaðir einstaklingar eiga jafnan rétt og aðrir á því að búa í almennum íbúðahverfum og njóta þeirra þjónustu sem almenningi stendur til boða. Stjórnin álítur að með sam- stilltu átaki og fræðslu sé unnt að haga málum svo að ekki komi til árekstra vegna starfsemi í þágu fatlaðra. Þessi ályktun stjórnar Ör- yrkjabandalags íslands skal hér með ítrekuð." Fræðslufundur Fugla- verndarfélagsins Stolni bíllinn fannst ekki á partasölu FRÆÐSLUFUNDUR Fuglaverndarfélagsins verður haldinn þriðjudag 21. janúar í stofu 101 í Odda, húsi Hugvísinda- deildar H.í. og hefst klukk- .*n 20.30. Efni fundarins nefndist Fuglalíf og vemdun sunn- SÉRSTÖK safnaleiðsögn fyrir sýningargesti að Kjarvalsstöðum mun hefj- ast laugardasginn 18. jan- úar. Sérfræðingar safnsins mun taka á móti gestum í anddyri Kjarvalsstaða og fara með þá í gegnum sýn- ingarnar Kjarval og eldri meistara úr Listasafni Reykjavíkur. Safnaleiðsögn verður framvegis á laugardögum og sunnudögum kl. 16.00. Gífuleg aðsókn hefur verið að ljóðasýningu Isaks Harð- arsonar og myndlistarsýn- ingu á verkum eftir eldri meistara úr eigu borgarinn- ar, en þetta er í fyrsta sinn sem er skipulögð sérstök sýning á þessum verkum sem venjulega hanga á hinum ýmsu stofnunum borgarinn- ar. Mikil aðsókn skólafólks hefur verið í leiðsögn safna- leiðbeinanda Kjarvalsstaða Qg vilja forsvarsmenn Kjar- valsstaða beina þeim tilmæl- um til kennara að panta sér- lensks votlendis og munu Einar Ó. Þorleifsson og Jó- hann Óli Hilmarsson skyra frá störfum votlendishóps Fuglaverndarfélagsins s.I. 2 ár, en unnið hefur verið að því að skrá það sem eftir er af sunnlensku votlendi, gróðri þess og fuglalífí. staklega tíma. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 10-18 og er STARFSMENN Trygg- ingastofnunar ríkisins, innan vébanda Starfs- mannafélags ríkisstofnana héldu fund hinn 15. janúar og Iá starfemi stofnunar- innar að mestu niðri þá tvo klukkutíma, sem fundur- inn stóð. A fundinum kom fram óánægja með treg viðbrögð samninganefnd- ar ríkisins og krafa um úrbætur á vinnuaðstöðu og kjörum. Samþykktar voru tvær ályktanir á fundinum, önnur um að skorað væri á ríkis- stjórnina að veita samninga- nefnd sinni fullt umboð til samninga og minnt var á að 5 mánuðir væru nú Iiðnir frá því er samningar urðu lausir. Hin ályktunin fjallar um laun VEGNA fréttar i Morgun- blaðinu í gær, um að lög- reglan hefði fundinn stol- iiin bíl á bílapartasölu í Artúnsholti skal tekið fram, að billinn fannst ekki í húsnæði fyrirtækisins, heldur í því næsta við hlið- ina. Húsnæðið, þar sem bíllinn fannst, er leigt af nokkrum aðilum, sem geyma þar ýms- ar bifreiðar. Einn þeirra ætl- aði að selja fornbíl og kom til hans maður, sem vildi láta Golf-bifreið upp í kaupin. Hann skildi bílinn eftir og kvaðst koma síðar með alla pappíra og ganga frá kaup- unum. Hann vildi fá fornbíl- inn strax, en fékk ekki. Á þriðjudag óskaði hann eftir því við eiganda fornbílsins að Golfinn yrði settur inn, sem var gert. Eigandi forn- veitingabúðin opin á sama tíma. og aðbúnað og sagt er að þau séu lakari hjá Trygg- ingastofnuninni en viðunandi geti talist og að ný skýrsla Ríkisendurskoðunar undir- striki enn þesa ömurlegu staðreynd. Þá segir í álykt- uninni: „Fundur starfs- manna Tryggingastofnunar, haldinn 15. janúar 1992, skorar því á heilbrigðis- og tiyggingaráðherra og for- mann tryggingaráðs að koma til fundar með starf- mönnum. Farið er fram á að fundurinn verði haldinn sem fyrst. Á fundinum óskum við sérstaklega eftir að ræða launamál okkar og starfsað- stöðu, en auk þess höfum við mikinn áhuga á að ræða um annað efni í skýrslu Ríkis- endurskoðunar." bílsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði ekki heyrt í manninum aftur, en lögreglan hefði komið og tekið Golfínn í sína vörslu, enda hafði honum verið stolið frá bílasölu í des- ember. Dagur aldr- aðra í Mos- fellsbæ KARLAKÓRINN Stefnir ásamt Stefnum, sem eru samtök eiginkvenna kórfé- laga, mun sunnudaginn 19. janúar standa fyrir degi aldraðra í Hlégarði í Mos- fellsbæ. Þessir aðilar hafa á undanförnum 10 árum staðið fyrir slíkri skemmt- un aldraðra og hefur það framtak mælst vel fyrir. Dagskráin hefst kl. 15 með því að spiluð verður fé- lagsvist. Síðan verður boðið til kaffihlaðborðs Stefnanna sem er rómað í Mosfellsbæ og Kjósinni og víðar fyrir mikilfenglegar og Ijúffengar tertur og annað kaffimeð- læti. Síðast en engan veginn síst mun Karlakórinn Stefnir syngja nokkur vinsæl íslensk lög sem allir þekkja. Allir aldraðir eru boðnir velkomnir til þessarar skemmtunar. í LEIKBRÚÐULANDI Fríkirkjuvegi 11 laugard. 18. jan. kl. 15. Uppselt Sunnud. 19. jan. kl. 15. „Vönduð og bráðskemmlileg, fléttuö saman af ótrúlegu liug- myndaflugi" (Súsanna, Mbl.) „Falleg og vel unnin“ (Lilja, Þjóðv.) „Stór áfangi fyrir leik- brúðulistina í landinu“ (Auður, DV) - Miðapantanir í s. 622920 Ath! F.kki hægt að hleypa inn eftir að sýning hefst. Leiðsögn um Kjarvalsstaði (Frétt frá Kjarvalsstöðum) Starfsmenn Tryggingastofnunar: Vilja fund með heilbrigð- is- o g tryg'gingaráðherra Sími 16500 Laugavegi 94 Stórmynd Terrys Gilliam BILUN í BEINNIÚTSENDINGU F I S H E R KING „Besta jólamyndin í ár “ - ★ ★ ★ ★ Bíólínan ★ ★ ★Va HK DV ★ ★ ★ ★ S.V. Mbl. „Tvímælalaust ein eftirminnilegasta mynd, sem ég hef séð á árinu. Gott handrit og frábær leikur." Valdís Gunnarsdóttir. Bókin Bilun í beinni útsendingu fæst í bókaverslunum og söluturnum. Sýnd í A-sal kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.30. Bönnuð innan 14 ára. BÖRN NÁTTÚRUNNAR Aðalhlutverk: Gísli Halldórs- son og Sigríður Hagalín. Sýnd í B-sal kl. 7.15 og 9. Sýnd í A-sal kl 3. 7. sýningarmánuður. Sýnd kl. 5og 11. Bönnuð i. 16. POTTORMAR - Sýnd kl. 3 - Miðaverð kr. 300. í ss Fyrsta frumsýning á nýju sviði í Þjóöleikhúsinu Smíðaverkstæöið: ÉG HEITI ÍSBJÖRG, ÉG ER LJÓN eftir Vigdísi Grímsdóttur Tónlist: Lárus Grímsson. l.ýsing: Björn B. Guðmundsson. Lcikmynd og húningar: Elín Edda Ámadóttir. Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson. Leikarar: Guðrún Gísladóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Þórarinn Eyfjörð, Pálmi Gestsson, Hjálmar Hjálmarsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Frumsýning fós. 24. jan kl. 20.30 uppselt. 2. sýn. sun. 26. jan. kl. 20.30. 3. sýn. fös. 31. jan. kl. 20.30. 4. sýn. lau. 1. feb. kl. 20.30. RÓMEÓ OG JÚLÍA eftir William Shakespeare Fim. 23. jan. kl. 20. Lau. 1. feb. kl. 20. Sun. 26. jan. kl. 20. Lau. 8. feb. kl. 20. Hi miintes er a< li£« <a eftir Paul Osborn Sun. 19. jan. kl. 20. Sun. 2. feb. kl. 20. Lau. 25. jan. kl. 20. Fös. 7. feb. kl. 20. SÝNINGUM FER FÆKKANDI eftir David Henry Ilwang í kvöld kl. 20. Fös. 31. jan. kl. 20. Fös. 24. jan. kl. 20. Fim. 6. feb. kl. 20. LITLA SVIÐIÐ: cftir Ljudmilu Razmnovskaju í kvöld kl. 20.30, uppselt. Fös. 24. jan. kl. 20.30, upps. Sun. 19. jan. kl. 20.30, uppselt. Lau. 25. jan. kl. 20.30, upps. Mið. 22. jan. kl. 20.30, uppselt. UPPSELT ER A ALLAR SÝNINGAR Á KÆRU JELENU TIL 9. FEBRÚAR. Miðar á Kæru Jelenu sækist viku fyrir sýningu, clla seldar öðrum. BUKOLLA barnaleikrit eftir Svein Einarsson. Aukasýning sun. 19. jan. kl. 14 fá sæti laus. Allra síðasta sýning. Miðasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga ncma mánudaga og fram að sýningu sýningardagana. Auk þess er tekið við pöntun- um í síma frá kl. 10 alla virka daga. Greiöslukortaþjónusta - Græna línan 996160. Leikhúskjallarinn er opinn öll föstudags- og laugardagskvöld. Leikhúsveisla; leikhúsmiði og þríréttuð máltíð öll sýningar- kvöld á stóra sviðinu. Borðapantanir í miðasölu. Leikliúskjallarinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.