Morgunblaðið - 18.01.1992, Side 45

Morgunblaðið - 18.01.1992, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1992 45 4 4 4 4 4 4 i Ökumenn: Verið vakandi, virðið rétt gangandi fólks. Foreldrar, við kennum börnum okkar að nota gang- brautir, gerum við það sjálf. Mynd- ræn ljóð Síðast liðinn vetur og það sem af er þessum vetri hefur Sjónvaip- ið verið af og til með kynningar á íslenskum kvæðum. Kynning þessi hefur farið þannig fram.'að fengin hefur verið ákveðin persóna til að velja og lesa eitt kvæði einhvers góðskáldsins og einhver bók- menntafróður maður rætt um kvæðið við lesarann. Allt er þetta svo sem ágæt viðleitni. En að mínu mati er þetta ekki það rétta form til að kynna skáldskap í sjónvarpi, svona gæti alveg eins verið í út- varpi. Gætum að því að sjónvarpið er framar öllu öðru myndmiðill. Og þess vegna datt mér í hug hvort ekki væri upplagt að láta myndir fylgja lestri kvæðanna, þar sem efni þeirra kæmi fram í mynd- unum. En til þess að vel takist til þurfa kvæðin að vera myndræn. En við eigum heilan helling af svo- leiðis kvæðum. Hugsið ykkur hvað væri hægt að hafa fagra róman- tíska ástarsenu við lestur Ferða- loka eftir Jónas Hallgiímsson eða allar fallegu landslagsmyndimar sem gætu fylgt Áföngum Jóns Helgasonar. Eða þá við hið stór- brotna kvæði Einars Benediktsson- ar, Útsæ, þar sem öllum blæbrigð- um sjávarins í blíðu og stíðu er lýst á ógleymanlegan hátt. Ég er viss um að þetta gæti verið mjög spennandi verkefni fyrir góða myndatökumenn. Gestur Sturluson 4 UTSALA -nerra- GARÐURINN Kringlunni LANGAR ÞIG TIL AÐ VERA SKIPTINEMI? Ef þú ert fædd/ur 1975 til 1976 getur þú sótt um að fara til Ástralíu eða Nýja Sjálands. Farið er út í janúar 1993 og komið aftur í desember. Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl og það eru aðeins örfá pláss laus. Fáein pláss eru einnig laus til Bandaríkjanna, ensku- og frönskumælandi Kanada, Þýskalands, Hollands og Norðurlandanna. Sækja þarf um til þessara landa fyrir 1. febrúar. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu ASSE í síma 621455 alla virka daga á milli kl. 13 og 17. INTERMATlOrsJAL STUDENT EXCHANGE PROGRAMS Meim en þú geturímyndad þér! Hátíð hjá bókaormum í dag - bækur allt frá 50 krónum Bókamarkaðurinn byrjaði aldeilis vel í Kolaportinu síðasta laug- ardag og stefnir í að verða ennþá betri í dag, því um 300 nýir bókatitlar bætast við og söluaðstaðan hefur verið bætt til að auðvelda fólki viðskiptin. En bókamarkaðurinn er aðeins í hluta Kolaportsins og önnur markaðsstarfsemi blómstrar á nýju ári. „Við áttum von á góðri aukningu á bókamarkaðnum,“ segir Helga Mogensen, „en salan þennan fyrsta markaðsdag ijórfaldaðist frá fyrsta deginum í fyrra og fólksfjöldinn var gífurlegur svo árið byijaði svo sannarlega vel hjá okkur.“ Nýir bókatitlar og frábært verðlag. „Bókamarkaðurinn er óvenju glæsilegur núna hvað varðar úrval og verðlag. Okkur tókst að fá talsvert mikið af bókatitl- um sem ekki hafa sést áður á bókamörkuðum og þessa helgi bætast við enn fleiri. Ég reikna með að bókatitlarnir verði hátt í 1500 og mikill fjöldi þeirra er á undir 100 krónum og allt niður í 50 krónur. Svo má ekki gleyma að minnast á að hér er líka geysi- góður hljómplötumarkaður í gangi og þar getur fólk fengið úrval af hljómplötum frá 100 krónum." Margt annað spennandi í Kolaportinu „Þetta er mjög skemmtilegur tími í Kolaportinu," segir Helga, „því nú hefur Kolaportið breyst svo mikið frá því fyrir jól. Nýir söluaðilar eru stöðugt að bætast í hópinn og við erum t.d. að sjá svo mikið af þessu skemmtilega kompudóti koma aftur.“ Aðeins á laugardögum í janúar Kolaportið er aðeins opið á laug- ardögum í janúar en í febrúar bætast svo sunnudagamir aftur við. Á laugardögum er markað- urinn opinn frá kl. 10-16 og skal þess sérstaklega getið að gestum er ekki heimill aðgangur fyrir auglýstan opnunartíma. Auglýsing Meiriháttar bókamarkaður í Kolaportinu Bókamarkaðurinn í Kolaportinu:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.