Morgunblaðið - 18.01.1992, Side 46

Morgunblaðið - 18.01.1992, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA I SVIÞJOÐ Ótrúlega jafnt Svíarog Frakkarsetjastfyrstiraðveisluborðinu þegar úrslita- keppni Evrópukeppni landsliða hefst 10. júní í Stokkhólmi TVEIR ótrúlega jafnir riðlar, það var samdóma álit lands- liðsþjálfaranna átta eftir drátt- inn í úrslitakeppni Evrópu- keppninnar í gær í Gautaborg í Sviþjóð. Gestgjafarnir Svíþjóð höfnuðu í riðli með Frakklandi, Júgóslavíu og Englandi, en Evr- ópumeistarar Hollands höfn- uðu í riðli með Skotlandi, Sam- veldi sjálfstæðra ríkja og heimsmeisturum Þýskalands. Viðbrögð þjálfaranna átta við drættinum voru öll á einn veg, að riðlamir væru mjög jafnir og myndu bjóða upp á spennandi leiki í sumar. Tommy Svensson, landsliðs- þjálfari Svía, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri þokkalega ánægður með drátt- inn. „Það verður gaman að leika opnunarleikinn gegn Frakklandi því ' þeir eru án efa með besta landslið Evrópu um þessar mundir, þetta verður því sannkölluð knattspyrnu- veisla fyrir knattspyrnuáhugafólk í Svíþjóð. En þetta verður auðvitað geysilega erfitt því Júgóslavía og England eru einnig meðal sterkustu landsliða Evrópu. Markmið okkar Svía er að komast í undanúrslitin," sagði Tommy Svensson. Graham Taylor, Englandi Graham Taylor, landsliðsþjálfari vEnglands, sagði að sínir menn ættu Þorsteinn Gunnarsson skrifarfrá Gautaborg: erfitt verkefni fyrir höndum. „Það geta allir unnið alla í þessum riðli og því má búast við mjög jöfnum og tvísýnum leikjum. Það sem mér finnst skemmtilegast við dráttinn er að leika í riðli með gestgjöfunum Svíþjóð því áhuginn hér er auðvitað mestur fyrir heimaliðinu," sagði Taylor. Michael Platini, Frakklandi Michael Platini, landsliðseinvald- ur Frakka, tók í sama streng og enski landsliðsþjálfarinn, þetta væri enginn óskadráttur fyrir neitt af þessum liðum. „Ég geri greinarmun á Evrópukeppninni og heimsmeist- arakeppninni. Evrópukeppnin er í rauninni erfiðari því það eru mörg slök lið sem komast í í úrslita- keppni heimsmeistarakeppninnar. í Evrópukeppninni eru þetta allt mjög sterk lið og enginn leikur er unninn fyrirfram," sagði Platini og lýsti einnig yfir ánægju sinni með að fá að mæta gestgjöfum í opnun- arleik Evrópukeppninnar. Tviva Osim, Júgóslavíu Tvica Osim, landsliðsþjálfari Júgóslavíu, sagðist hafa miklar áhyggjur af því hve lítinn tíma hann hefði til að undirbúa lið sitt fyrir Evrópukeppnina. „Deildarkeppn- inni lýkur ekki fyrr en 25. maí í Júgóslavíu sem er að mínu áliti allt of seint. Hálfur mánuður í undir- 16-liða úrslit 1996 Knattspyrnusamband Evrópu, FIFA, samþykkti á fundi sínum í gær að mæla með því að 16 lið verði í úrslitakeppni Evrópukeppninnar 1996. Ástæðan er einfaldlega sú að vegna þróunarinnar í Evrópu mun aðildarlöndum FIFA fjölga úr 33 í a.m.k. 39 og því munu flestar þjóðirn- ar vera því fylgjandi að fjölga liðunum í sjálfri úrslitakeppninni um helm- ing. Fimm þjóðir hafa sótt um að halda Evrópukeppnina 1996: Austur- ríki, England, Grikkland, Holland og Portúgal. FIFÁ hefur beðið viðkom- andi lönd að endurskoða umsóknir sínar í ljósi þess að ijölga á liðunum í úrslitakeppninni. FIFA mun síðan taka ákvörðun um það í mars hvort af þessari fjölgun verður og í maí verður síðan tilkynnt um það hvaða land mun verða gestgjafi Evrópukeppninnar 1996. búning er einfaldlega ekki nóg. Svo gerir ástandið heima undirbúning- inn auðvitað enn erfiðari en ella. Eins og málin standa nú myndu lík- lega tveir Króatar leika með okkur en þetta kemur allt í ljós næstu vikurnar. En auðvitað vil ég geta stillt upp mínu sterkasta liði og það eru allir velkomnir í landsliðið sem ég falast eftir, sama hvaðan þeir koma,“ sagði Osim. Andy Roxburgh, Skotlandi Andy Roxburgh, landsliðsein- valdur Skotlands, var fyrst spurður að því hvort hann hefði ekki verið feginn því að losna við granna sinn og höfuðandstæðing, England. „Ekkert endilega, þetta eru allt svo erfíð lið að það skiptir í sjálfu sér engu máli hveijir andstæðingarnir eru. En það hefði verið mjög áhuga- vert að lenda með Englendingum í riðli en við mætumst bara í staðinn í undanúrslitunum," sagði Rox- burgh kokhraustur. Þess má geta að Skotar eru eina landsliðið sem undirbýr sig fyrir utan landamæri Evrópu en þegar deildarkeppnunum lýkur á Bretlandseyjum í maí fara Skotamir í æfíngabúðir til Banda- ríkjanna og leika þar gegn heima- mönnum og Kanada. Aðspurður sagði Roxburgh að þetta væri gert til þess að fá að vera í algjöru næði, vera fjarri skarkala Evrópu og ekki síst til að fá frið fyrir ágeng- um fréttamönnum. „En það verður á brattann að sækja fyrir okkur í sumar. Við erum með bæði heims- meisturunum og Evrópumeistumn- um í riðli og þurfum að sýna okkar besta til að komast a.m.k. í undan- úrslitin," sagði Roxburgh. Bertie Vogts, Þýskalandi Berti Vogts, landsliðseinvaldur Þýskalands, lýsti yfir óánægju sinni með dráttinn og sagðist hlakka mikið til sumarsins. „En mitt vandamál er að ég hef aðeins tvær vikur til að undirbúa lið mitt fyrir Evrópukeppnina vegna þess hve Um helgina Körfuknattleikur Japisdeildin, sunnudagur: Stykkish.: Snæfell - UMFN.......18 Borgames: Skallagrímur - KR.....16 Keflavík: ÍBK - UMFG.............20 Akureyri: Þór- Valur.............16 1. deild kvenna, laugardagur: Grindavík: UMFG - Haukar........14 Hagaskóli: KR - ÍBK..............14 Sunnudagur: Kennaraháskóli: ÍS - ÍR..........20 Handknattleikur 1. deild karla, laugardagur: Seltjn.: Grótta - Fram........16.30 1. deild kvenna: Keflavík: ÍBK - FH............15.15 Seltjn.: Grótta - Fram...........15 Strandg.: Haukar - Stjaman.......14 2. deild karla: Keflavík: HKN-Þór................14 Sunnudagur: Seljaskóli: Ögri - Ármann.....15.30 Seljaskóli: ÍR - ÍH..............17 Blak Sunnudagnr: KA-hús: KA - HK kv...............14 KA-hús: KA - HKka.............15.15 Hveragerði: UMF. Skeið - ÍS ka..14 Knattspyrna íslandsmótið innanhúss: Leikir í 1. deild karla verða í Laugar- dalshöll á morgun og hefst keppnin kl. 09. Átta liða úrslit byrja kl. 18.12, undanúrslit kl. 19.44 og úrslitaleikur- inn kl. 20.50. Keppni í mfl. kvenna hófst í gær, en í dag mætast sigurvegaramir úr riðlun- um kl. 13.04, 14.09 og 15.14. 2. deild karla byijar kl. 10 í dag og lýkur kl. 19.47. Sund Landsbankamótið í sundi verður í Sundhöll Hafnarfjarðar í dag og á morgun. Keppt verður í unglingaflokk- um kl. 10 báða dagana, en flestir sterk- ustu sundmenn landsins keppa kl. 15.30 í dag og 15. á sunnudag. íshokki Bauerdeildin, Akureyri: SA - Bjöminn....................15 Ruud Gullit og félagar hans hjá Hollandi hafa titil að verja í Svíþjóð í sumar. deildin á Ítalíu klárast seint.“ Um andstæðingana sagði Vogts að þetta yrðu allt erfiðir leikir. Til Hollands og Skotlands þekkti hann vel en Samveldi sjálfstæðra ríkja væri stórt spumingarmerki. Rinus Michels, Hollandi Rinus Michels, hinn gamalgróni þjálfari Hollendinga, sem stýrði þeim til sigurs í Evrópukeppninni 1988, lék á als oddi á blaðamanna- fundinum eftir dráttinn og var skrafhreifur mjög. Var hann ánægður með dráttinn. Holland og Þýskaland væru sigurstranglegustu þjóðirnar en á góðum degi gætu Skotar og ekki síst Samveldin skot- ið þeim skelk í bringu, í knatt- spyrnu gæti allt gerst. Honum varð tíðrætt eins og mörgum landsliðs- þjálfaranna um hve lítinn tíma hann hefði til undirbúnings með landslið sitt. „Æfíngabúðirnar fyrir keppn- ina er mikilvægasti tíminn sem hver landsliðsþjálfari hefur til und- irbúnings með lið sitt. Við fáum aðeins tvær vikur en ég er að gera mér vonir um að AC Milan og Barc- elona verði búin að tryggja sér sig- ur í deildarkeppnunum í sínum lönd- um miklu fyrr til að ég geti fengið lykilmenn mína til undirbúnings miklu fyrr,“ sagði Rinus Michels og hló. Því miður náði Morgunblaðið ekki tali af landsliðsþjálfara Sam- veldanna í gær í Gautaborg. Evrópukeppnin í Svíþjóð í júní Staður Stokkhólmur Malmö Gautaborg Norrköping Stokkhólmur Malmö Gautaborg Norrköping Stokkhólmur Malmö Gautaborg Norrköping Stokkhólmur Gautaborg Leikur Svíþjóð : Frakkland Júgóslavía: England 18:15 18:15 Holland Sovétríkin Svíþjóð Frakkland Holland Skotland Svíþjóð Frakkland Holland Skotland 1. Riðilll 1. Riðill II Skotland Þýskaland Júgóslavía England Sovétríkin Þýskaland England Júgóslavía Þýskaland Sovétríkin 2. Riðill II 2. Riðill I Gautaborg 18:15 ÚRSLITALEIKURINN Allir leikirnir verða sýndir beint í sjónvarpi hér, utan tveir, en 17. og 18. júní fara tveir leikir f ram á sama tíma. Annar leikjanna verður sýndur í heild i sjónvarpi seinna um kvöldið. ■ ÞJÓÐVERJAR eru efstir á blaði hjá veðmöngurum sem sigur- vegarar í EM, með 9:4. Frakkar koma með 9:2, en síðan koma Eng- landingar og Hollendingar með 11:2, Sovétríkin (Samveldin), Sví- þjóð og Júgóslavía eru með 9:1, en Skotland 14:1. ■ BOBBY Charlton, fyrrum landsliðsfyrirliði Englands, sagðist vera ánægður með að landar sínir léku ekki í sama riðli og Skotland, Holland og Skotlands. ■ SVÍAR þeir sem sjá um örugg- ismál í sambandi við EM, eru án- ægðir með að Englendingar og Þjóðverjar sér ekki í sama riðli og einnig að Skotar séu ekki í sama riðli og Englendingar. M FRANZ Beckenbauer, fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, sagði að landar sínir léku í erfiðum riðli. „Holland og Þýskaland eru líkleg til að komast áfram, en það má ekki afskrifa Sovétmenn né Skota.“ ■ HOLLENDINGAR og Þjóð- verjar fá ekki leikmenn sína, sem leika á Ítalíu, lausa fyrr en tíu dögum fyrir EM, en deildarkeppn- inni á Italíu stendur til 24. maí. ■ MICHEL Platini, landsliðs- þjálfari Frakklands, sagði að hann óttaðist Englandinga mest, en hann fengi tilvalið tækifæri til að vega og meta getu þeirra þegar Frakkar léku gegn þeim á Wem- bley í febrúar. ■ SAMKVÆMT ákvörðun UEFA verður skylt að númera Iandsliðstreyjur leikmanna bæði að framan og aftan í Evrópukeppn- inni í sumar. Auk þess skulu nöfn leikmanna einnig vera aftan á treyj- unum. M ÞEIR leikmenn sem eru skráð- ir með gul spjöld eftir riðlakeppn- ina, taka þau spjöld með sér í úrsli- takeppnina. Þjóðverjar fóru fram á það við UEFA að þessu yrði breytt og allar þjóðirnar byijuðu keppnina án þess að vera með nein- ar áminningar. Þessari bón hafnaði UEFA. Þess má geta að fimm leik- menn Þýskalands taka með sér gult spjald í Evrópukeppnina í Sví- þjóð og þurfa því aðeins eitt í við- bót'tii að fara í eins leiks leikbann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.