Morgunblaðið - 01.02.1992, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992
25
jllESSur
r
a
morgun
Guðsþjónustur í
Reykjavíkurprófasts-
dæmi
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Guðsþjónusta kl.
14. Kaffi eftir messu. Árni
Bergur Sigurbjörnsson.
Fimmtudag: Biblíulestur í
safnaðarheimilinu kl. 20.30.
Guðspjall og önnur rit Jóhann-
esar kynnt. Allir velkomnir.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAK1RKJA: Barna-
messa kl. 11. Arna, Gunnar
og Pálmi. Guðsþjónusta kl. 14.
Organisti Guðni Þ.
Guðmundsson. Pálmi Matthí-
asson.
DÓMIRKJAN: Messa kl. 11
með (Dátttöku Gideonfélaga.
Sigurbjörn Þorkelsson prédik-
ar. Dómkórinn syngur. Organ-
isti Marteinn H. Friðriksson.
Sr. Jakob Á. Hjálmarsson.
Barnasamkoma í safnaðar-
heimilinu á sama tíma í umsjá
Báru Elíasdóttur. Bænaguðs-
þjónusta kl. 17. Björk Jóns-
dóttir syngur einsöng. Sr. Jak-
ob Á. Hjálmarsson. Miðviku-
dag:1cl. 12.10. Hádegisbænir
í kirkjunni. Léttur málsverður
á kirkjuloftinu á eftir. Kl. 13.30-
16.30. Samvera aldraðra í
safnaðarheimilinu. Tekið í spil.
Kaffiborð, söngur, spjall og
helgistund.
ELLIHEIMILIÐ GRUND:
Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Ólaf-
ur Jóhannsson.
GRENSÁSKIRKJA: Fjöskyldu-
messa kl. 11. Sr. Gylfi Jóns-
son. Messa kl. 14. Sr. Halldór
S. Gröndal. Organisti Árni
Arinbjarnarson. Fyrirbænir
eftir messu og heitt á könn-
unni. Þriðjudag: Kyrrðarstund
kl. 12.00. Orgelleikur í 10 mín-
útur. Fyrirbænir, altarisganga
og léttur hádegisverður.
Þriðjudag kl. 14.00. Biblíulest-
ur og kirkjukaffi. Sr. Halldór
S. Gröndal
HALLGRÍMSKIRKJA:
Fræðslusamvera kl. 10. Sam-
ræður um trú og lífsskoðanir.
Hvað er siðfræði? Dr. Vil-
hjálmur Einarsson. Barnasam-
koma og messa kl. 11. Sr.
Ragnar Fjalar Lárusson.
Kyrrðarstund á kyndilmessu
kl. 17. íhugun. Sr. Karl Sigur-
björnsson. Þriðjudagur: Fyrir-
bænaguðsþjónusta kl. 10.30.
Beðið fyrir sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl.
10. Sr. Bragi Skúlason.
HÁTEIGSKIRKJA: Morgun-
messa kl. 10. Sr. Tómas
Sveinsson. Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Kirkjubíllinn fer frá
Suðurhlíðum um Hlíðarnarfyr-
ir barnaguðsþjónustuna. Há-
messa kl. 14. Sr. Arngrímur
Jónsson. Mánudag: Biblíulest-
ur kl. 21.00. Kvöldbænir og
fyrirbænir eru í kirkjunni á mið-
vikudag kl. 18.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
Guðbrands biskups. Óska-
stund barnanna kl. 11. Söng-
ur, sögur, fræðsla. Umsjón sr.
Flóki Kristinsson. Guðsþjón-
usta kl. 14. Kór Langholts-
kirkju flytur stólvers (hópur I).
Organisti Jón Stefánsson.
Prestur sr. Flóki Kristinsson.
Kaffi að guðsþjónustu lokinni.
Aftansöngur alla virka daga
kl. 18 í umsjá sr. Flóka
Kristinssonar.
LAUGARNESKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Organisti Vio-
leta Smid. Sr. Jón D. Hró-
bjartsson. Barnastarf á sama
tíma í umsjá Þórarins Björnss-
onar. Heitt á könnunni eftir
guðsþjónustuna. Fimmtud:
Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleik-
ur, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðar-
heimilinu að stundinni lokinni.
NESKIRKJA: Barnasamkoma
kl. 11. Munið kirkjubílinn.
Guðsþjónusta kl. 14. Orgel-
og kórstjórn Reynir Jónasson.
Guðmundur Óskar Ólafsson.
Dr. Pétur Pétursson flytur'
erindi í safnaðarheimili kirkj-
unnar að lokinni guðsþjónustu
kl. 15.30, sem nefnist „Kirkjan
og trúarlíf íslendinga". Mið-
vikudag: Bænamessa kl.
18.20. Guðmundur Óskar
Ólafsson. Fimmtudag: Biblíu-
lestur kl. 20 í safnaðarheimil-
Guðspjall dagsins:
Matt. 8.:
Jesús gekk á skip.
inu í umsjá sr. Franks M. Hall-
dórssonar.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.
Barnakórinn syngur undir
stjórn Sesselju Guðmunds-
dóttur. Börn úr barnastarfinu
koma fram. Organisti Þóra
Guðmundsdóttir. Prestur sr.
Solveig Lára Guðmundsdóttir.
Miðvikudag: Kyrrðarstund kl.
12. Söngur, altarisganga,
fyrirbænir. .Léttur hádegis-
verður í safnaðarheimilinu.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11 árdegis. Organleik-
ari Sigrún Steingrímsdóttir.
Barnastarf í kirkjunni á sama
tíma. Kirkjubíllinn fer um Árt-
únsholt og efri Selás. Fyrirbæ-
naguðsþjónusta miðvikudag
kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þor-
steinsson.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 14 þar
sem sérstaklega verður
minnst 20 ára starfs KFUM
og K við Maríubakka. Helgi
Gíslason prédikar. Páll Frið-
riksson flytur ávarp og Hannes
Guðrúnarson leikur einleik á
gítar. Organisti Þorvaldur
Björnsson. Á eftir verður opið
hús í félagsheimili KFUM & K
við Maríubakka. Bænaguðs-
þjónusta með altarisgöngu
þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli
Jónasson.
DIGRANESPRESTAKALL:
Barnasamkoma í safnaðar-
heimilinu við Bjarnhjólastíg kl.
11. Guðsþjónusta í Kópavogs-
kirkju kl. 14. Sr. Þorbergur
Kristjánsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 11. Prestur
sr. Guðmundur Karl Ágústs-
son. Organisti Guðný M.
Magnúsdóttir. Barnastarf á
sama tíma. Fyrirbænir í Fella-
og Hólakirkju mánudag kl. 18.
Guðsþjónusta miðvikudag kl.
20.30. Sönghópurinn „Án skil-
yrða“ sér um tónlistina. Prest-
arnir.
GRAFARVOGSSÓKN. Ath.
breyttan messutíma. Vegna
útvarpsmessu á sunnudag
verður barnaguðsþjónustan á
laugardag kl. 11 í félagsmið-
stöðinni Fjörgyn. Skólabíllinn
fer frá Hamrahverfi kl. 10.30
og fer venjulega skólaleið.
Valgerður, Katrín og Hans
Þormar aðstoða. Utvarps-
messa sunnudag kl. 11 í fé-
lagsmiðstöðinni Fjörgyn. Jón
Heimir Sigurbjörnsson leikur
einleik á flautu. Kirkjukórinn
flytur stólvers undir stjórn
Sigurbjargar Helgadóttur
organista. Vigfús Þór Árna^
son.
HJALLAPRESTAKALL:
Messusalur Hjallasóknar, Di-
granesskóla. Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Húsið opnað kl.
10.30. Foreldar eru hvattir til
að fylgja börnum sínum. Sókn-
arprestur.
KARSNESPRESTAKALL: Fjöl-
skylduguðsþjónusta í Kópa-
vogskirkju kl.11. Fermingar-
börn syngja ásamt börnum úr
barnastarfi og kirkjukórnum.
Ægir Fr. Sigurgeirsson.
FRIKIRKJAN í HAFNARFIRÐI:
Barnasamkoma kl. 11. Einar
Eyjólfsson.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Al-
menn guðsþjónusta/barna-
messa kl. 14. Messukaffi. Þór-
steinn Ragnarsson safnaðar-
prestur.
FRÍKIRKJAN í RVÍK: Flautu-
skólinn laugardag kl. 11.
Barnaguðsþjónusta sunnudag
kl. 11. Ásgeir Orri og Rúnar
Ingi leika á píanó. Gestgjafi í
söguhorninu er Sigrún Waage.
Guðsþjónusta kl. 14. Miðviku-
dag morgunandakt kl. 7.30.
Orgalleikari Pavel Smid. Cecil
Haraldsson. Eftir barnaguðs-
þjónustu kl. 11: Hljóðfæraleik-
arar úr Tónskóla Eddu Borg
undir stjórn Margrétar Dann-
heim koma í heimsókn.
SEUAKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta
kl. 14. Molasopi eftir guðs-
þjónustuna. Organisti Kjartan
Sigurjónsson. Laugardag:
Guðsþjónusta í Seljahlíð kl.
11.
Sóknarprestur.
KRISTSKIRKJA, Landakoti:
Messa kl. 8.30. Hámessa kl.
10.30. Messa kl. 14. Ensk
messa kl. 20. Laugardag
messa kl. 14 og ensk messa
kl. 20. Aðra rúmhelga daga
messa kl. 18.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti:
Messa kl. 11. Laugard. kl. 14,
fimmtud. kl. 19.30 og aðra
rúmhelga daga kl. 18.30.
HVÍTASUNNUKIRKJAN
Ffladelfía: Sunnudagaskóli kl.
11. Almenn samkoma kl.
16.30. Fjölbreytt dagskrá.
KFUM & K: Almenn samkoma
kl. 20.30 í kristniboðssalnum,
Háaleitisbraut 58. Sunnu-
dagaskóli kl. 11 á sama stað.
HJALPRÆÐISHERINN:
Sunnudagaskóli kl. 14. Hjálp-
ræðissamkoma kl. 20. Major-
arnir Reidun og Kaaren Mor-
ken stjórna og tala. Odd And-
ersen boðinn velkominn til
starfa.
FÆREYSKA sjómannaheimil-
ið: Samkoma kl. 17. Ræðu-
maður Óskar Jónsson frá
Hjálpræðishernum. Organisti
Eiríkur Skala.
MOSFELLSPRESTAKALL:
Messa í Lágafellskirkju kl. 14.
Barnastarf í safnaðarheimilinu
kl. 11. Sr. Jón Þorsteinsson.
GARÐASÓKN: Fjölskyld-
usamvera í Kirkjuhvoli kl. 11.
Æskufólk aðstoðar. Sr. Bragi
Friðriksson.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Guðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Bjarni Þór
Bjarnason messar. Kór Víði-
staðasóknar syngur. Organisti
Úlrik Ólason. Sr. Sigurður
Helgi Guðmundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 11. Munið
skólabílinn. Guðsþjónusta kl.
14. Organisti Helgi Bragson.
Sr. Gunnþór Ingason.
KAPELLAN St. Jósefsspítala:
Messa kl. 10.30. Rúmhelga
daga kl. 18.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Þýsk messa kl. 10.
KARMELKLAUSTUR: Messa
kl. 8.30. Rúmhelga ' daga
messa kl. 8.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli í umsjá Ragnars og
Málfríðar kl. 11. Munið skóla-
bílinn. Fjölskyldumessa kl. 14.
Almennur safnaðarsöngur og
kórsöngur. Vænst er þátttöku
fermingarbarna og foreldra
þeirra. Organisti Einar Örn
Einarsson. Sr. Lárus Halldórs-
son.
KAÞÓLSKA kapellan, Kefla-
vík: Messa kl. 16.
GRINDAVÍKURKIRKJA:
Messa kl. 14. Fundur með for-
eldrum fermingarbarna að
messu lokinni. Sóknarprestur.
HVALSNESKIRKJA: Sunnu-
dagaskólinn í grunnskólanum
í Sandgerði kl. 11 í umsjá Jó-
hönnu Norðfjörð. Sóknar-
prestur.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 14. Sr. Hjörtur
Magni Jóhannsson.
ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 10.30. Messa kl.
14. Að henni lokinni verður
borið fram kaffi í fundarsal
kirkjunnar. Nk. miðvikudag kl.
16 er samvera 10-12 ára
barna. Sr. Svavar Stefánsson.
HVERAGERÐISKIRKJA:
Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Messa kl. 14. Sr. Tómas
Guðmundsson.
SELFOSSKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Messa
kl. 14. Æskulýðsfundur kl. 20.
Sóknarprestur.
BORGARPRESTAKALL. Fjöl-
skylduguðsþjónusta í Borgar-
neskirkju kl. 11. Helgistund í
kirkjunni nk. þriðjudag kl.
18.30. Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA: Barnguðs-
þjónusta kl. 11. Messa kl. 14.
Fyrirbænaguðsþjónusta nk.
fimmtudag kl. 18.30. Beðið
fyrir sjúkum. Organisti Jón Ól.
Sigurðsson. Sr. Björn Jóns-
son.
M DR. JÓN Torfi Jónasson dós-
ent í uppeldisfræði við Háskóla ís-
lands heldur fyrirlestur í dag, laug-
ardag, 1. feb., þar sem hann fjallar
um sál og líkama út frá sjónarhorni
gervigreindarfræða. Fyrirlesturinn
er hluti af fyrirlestraröð um tengsl
sálar og líkama sem hófst sl. laug-
ardag með lestri Guðmundar Pét-
urssonar, forstöðumanns Tijrauna-
stöðvar Háskóla íslands í meina-
fræði á Keldum. Fyrirlesturinn
hefst kl. 15 í stofu 101 í Odda,
húsi Félagsvísindadeildar Há-
skólans.