Morgunblaðið - 01.02.1992, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992
mmmn
Ást er...
\Z-I3
... að hríngja klukkan
3 að nóttu og tjá honum
ást sína.
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved
® 1991 LosAngelesTimesSyndicate
Ég stoppa stutt. Ætla að
hjálpa mömmu með veisluna
fyrir ákærandann í málinu
þínu ...
morgunkaffínu
Hún er farin að heiman og
tók með sér fjarstýring-
una...
HÖGNI HREKKVÍSI
Meiri skattar ekki til góð s
„Við eigum þetta samfélag“
hrópaði leiðtoginn á fundinum sem
sýndur var í sjónvarpinu á dögun-
um og titraði af réttlátri reiði.
Þessir „við“ hafa sjálfsagt verið
ýmsir sjálfskipaðir og kjömir leið-
togar vinnandi fólks. Ríkisstjómin
vóg að velferð lyfsalanna, sem nú
eru uppnefndir „sjúklingar, gam-
almenni, námsmenn og sjómenn".
Hvað þessir hópar eiga svo sam-
eiginlegt er annað mál. Þessi rök-
semdafærsla hefði sómt sér vel
hjá ræðumanni aftan á vörubfls-
palli á árinu 1948. Allt er slæmt
sem ríkisstjórnin gerir, allur
sparnaður settur undir sama hatt,
enginn ljós punktur í aðgerðunum.
Enda er engin þörf á röksemda-
færslu samkvæmt forskrift ræðu-
mannsins. Tilgangur Ögmundar
helgar meðalið og tilganginn má
greina í ummælum hans um fall
Sovétríkjanna þar sem hann lét
þá skoðun í ljós að gallarnir á
Sovétkerfinu hefði fólgist í skakkri
aðferð við að koma sósíalismanum
á. En lítum nánar á upphrópanim-
ar:
„Skattleggjum fyrirtækin. “
Fyrirtæki greiða enga skatta, hafa
aldrei gert og munu aldrei gera.
fólk greiðir skatta. Hveijir eiga
að greiða þessa skatta; bera skatt-
byrðina? Eigendur, launþegar eða
almenningur sem stendur undir
tekjum fyrirtækjanna? Auðvitað
ber allur almenningur skattbyrð-
ina í landinu. En þeir sem þjálfað-
ir em í og orðnir vanir að falsa
söguna þurfa hvorki að syara
þessu né yfirleitt að velta því fyr-
ir sér.
„Hátekjuskattur. “ Þótt hann
gefi sáralítið í aðra hönd, leiði til
skattasvika, eyðileggi stað-
greiðslukerfið og virki letjandi á
vinnuframlag og hagvöxt skal
hann lagður á. Jafnvel þótt gjald-
endur flýji land og greiði sína tí-
und í Sviss eða Frakklandi af þeim
tekjum sem myndast í öðmm lönd-
um þá gerir það ekkert til. Eru
skandinavísku vítin ekki til að
varast þau? — Öfundin er nefni-
lega undirrót alls ills.
„Hækkaða eignaskatta.“ Óvíða
munu skattar á eignir hærri en
hér á landi (hvergi?). Hún nálgast
mjög og er kannski í sumum tilfell-
um stjómarskrárbrot; ólögmæt
eignaupptaka. Fyrirmyndin að
þjóðnýtingu með eignasköttum
fáum við hins vegar frá Austur-
Þýskalandi sáluga og Tékkósló-
vakíu. Og fyrirmyndirnar hans
Ögmundar láta nú ekki á sér
standa.
Um skatta á íjármagnstekjur
gegnir hins vegar allt öðra máli.
Skattur á þær hefur enga ókosti
sem aðrir skattar hafa ekki; allir
skattar hafa letjandi áhrif. Hitt
er svo annað mál að eigendur spa-
rifjár em yfirleitt fullorðið og gam-
alt fólk. Það færi vel á að verka-
lýðshreyfmgin gerði sér grein fyr-
ir því strax hverjir munu greiða
skattinn. Það tekur því ekki að
leggja þennan skatt á ef ætlunin
er að undanskilja t.d. 60 ára og
eldri.
Einar S. Hálfdánarson
Þessir hringdu ...
Jákvæð þróun
Skokkari hringdi:
Ég tel það hiklaust jákvæða
þróun að æ fleiri taka nú þátt í
íþróttum án þess að vera að
keppa. Keppni er auðvitað
skemmtileg líka en mesta ánægja
hvers og eins er að stunda sína
fþrótt og keppa við sjálfan sig.
Iþróttasamband íslands hefur nú
stofnað samtök sem heita íþróttir
fyrir alla og verða þau áreiðanlega
mikilvægur stuðningur við al-
menningsíþróttir. Þetta framtak
íþróttasambandsins ber að þakka.
Vonandi fer þeim ljölgandi sem
leggja stund á íþróttir sér til
skemmtunar og heilsubótar.
Meira af íslenskri tónlist
Guðný hringdi:
Ég vil koma því á framfæri við
útvarpstöðvamar að meira verði
spilað af íslenskri tónlist. Lög með
enskum textum glymja stöðugt
en allt of lítið heyrist af íslenskri
tónlist.
Hringur
Gullhringur fannst við Kring-
una. Upplýsingar í síma 689079.
Hjól
Hvítt og fjólublátt BMX hjól
með hvítum dekkjum og hvítum
hnakk fannst í garði við Flúðasel
fyrir nokkra. Upplýsingar í síma
75203.
Húfa
Leðurhúfa fannst innarlega við
Bergstaðastræti fyrir nokkrum
dögum. Upplýsingar í síma
16713.
Kettlingar
Kettlingar fást gefins. Upplýs-
ingar í síma 685615.
Víkveiji skrifar
Athyglisverð frétt birtist i DV í
vikunni, þar sem skýrt var frá
óvæntri samkeppni, sem Landsím-
inn stendur skyndilega frammi fyr-
ir. Bandarískt símaþjónustufyrir-
tæki hefur sem sé ákveðið að bjóða
íslendingum aðgang að símkerfi
sínu, svo að þeir geti hringt fyrir
mun lægra verð til Bandaríkjanna
en ef farið yrði í gengum gjald-
skrárkerfi Pósts & síma. Með þessu
tilboði segjast forráðamenn banda-
ríska fyrirtækisins vera að ijúfa
skarð í áratuga gamlan einokun-
armúr Pósts & síma og geti boðið
50% lægra verð á símgjöldum milli
Islands og Bandaríkjanna.
Þannig tekur tæknin í taumana
og eyðir úreltu gömlu einokunarfyr-
irkomulagi. íslendingar eiga eftir
að þessi þjónusta kemst á að geta
hringt í ákveðið númer innan
Bandaríkjanna og lagt síðan á, en
númerið hringir síðan aftur um hæl
og menn komast í samband við
bandaríska símkerfið. Geta þeir þar
með hringt innan Bandaríkjanna
eftir að hafa tengzt símkerfinu ytra
og greitt þar með símtöl samkvæmt
gjaldskrá bandaríska fyrirtækisins
en ekki hins íslenzka.
Samkvæmt samanburði á töxtum
Pósts & síma og þessa bandaríska
fyrirtækis, sem nefnist IDT, Inter-
national Discount Telecommunic-
ations, er allnokkur munur á gjald-
skrám fyrirtækjanna. Mínútan til
Bandaríkjanna á gjaldskrá Pósts &
síma kostar 114 krónur á tímabilinu
frá klukkan 08 til 23 alla daga og
yfir nóttina kostar mínútan 79,50
krónur. Frá Bandaríkjunum kostar
hvert 5 mínútna samtal hins vegar
tæplega 84 krónur, sé hringt á
tímabilinu frá klukkan 07 til 13 áð
staðartíma, tæplega 63 krónur, ef
hringt er á tímabilinu milli klukkan
13 og 17 og rúmlega 50 krónur,
sé hringt á tímabilinu frá klukkan
17 til 07 að morgni. Hér er eins
og séð verður af þessum upplýsing-
um um allmikinn verðmun að ræða.
En ekki nóg með það. Þegar ís-
lenzkur símnotandi, sem hefur
starfrænan símabúnað, er einu sinni
tengdur við bandaríska kerfið, get-
ur hann í raun hringt hvert sem er
í veröldinni fyrir mun lægra verð
en Póstur & sími býður upp á. Um
40% notenda síma hérlendis hafa
þennan stafræna útbúnað og innan
5 ára mun ætlunin að allir verði
komnir í samband við stafræna
kerfið. Það lítur því út fyrir að
Póstur & sími verði að endurskoða
allar gjaldskrár sínar til þess að
missa ekki öll talsambönd við útlönd
til erlendra símafélaga.
Talsímagjöld við útlönd frá ís-
landi hafa löngum verið mun dýrari
en talsímagjöld milli annarra landa.
Þetta var skiljanlegt í gamla daga,
er öll símtöl fóru um sæstreng og
Mikla norræna símafélagið hafði
einkaleyfi á símtölum til og frá Is-
landi. En um leið og gervihnatta-
tæknin kom til sögunnar, ætti ekki
að vera dýrara að hringja frá Is-
landi en frá öðrum löndum til fólks
erlendis. Nú er það hins vegar
tæknin sem tekur í taumana og
krefst þess að allir sitji við sama
borð. Það er gleðilegt fyrir íslenzka
símnotendur. Síðustu fréttir herma
þó að hugsanlega muni það kosta
á 15. þúsund krónur að tengjast
þessu bandaríska símakerfi á mán-
uði, svo að viðskipti við það borga
sig eingöngu fyrir þá, sem hringja
mjög mikið til útlanda.
xxx
Ahyggjur forráðamanna skíða-
svæðanna í nágrenni Reykja-
víkur og raunar út um allt land eru
skiljanlegar. Enginn er snjórinn og
þá borin von að einhverjar tekjur
fáist upp í dýrar fjárfestingar á
þessum stöðum. I þessu sambandi
talaði Morgunblaðið í síðustu viku
við forráðamenn skíðasvæðanna í
Bláfjöllum og þegar það birtist
hringdi einn af forráðamönnum
skíðadeildar íþróttafélags Reykja-
víkur og kvað fleiri félög, en Morg-
unblaðið hafi talað við, vera í mikl-
um erfiðleikum. Nefndi forráða-
maðurinn sérstaklega ÍR og
Hamragilið og eins skíðadeild Vík-
ings og Sleggjubeinsskarðið. Þessi
félög hefðu einnig fjárfest fyrir
milljónir og nytu mun minni aðstoð-
ar hins opinbera en „Bláfjallafélög-
in“, sem hefðu þó ávallt Bláfjalla-
nefnd sem bakhjarl.
Annars finnst Víkveija veðráttan
hálf öfug og snúin um þessar mund-
ir. Hitinn, sem mældist fyrr í mán-
uðinum á Dalatanga, 18 stig, er
mun hærri en meðalhiti að sumar-
lagi og ef Víkveiji man rétt, var
þetta hitamet í janúarmánuði slegið
að næturlagi, þegar undir eðlilegum
kringumstæðum á að vera lág-
markshiti sólarhringsins. I slíkri
veðráttu er auðvitað ekki von að
nokkurn snjó festi á jörðu.