Morgunblaðið - 18.02.1992, Page 1
56 SIÐUR B
40. tbl. 80. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Búist við að árásarinnar á
leiðtoga Hizbollah verði hefnt
^Jerúsalem. Reuter.
ÖRYGGISGÆSLA var hert í ísrael í gær af ótta við hefndaraðgerð-
ir vegna árásar Israelshers á leiðtoga Hizbollah á sunnudag. David
Levy, utanríkisráðherra Israels, neitaði því í gær að Sheikh Abbas
Musawi hefði verið drepinn til að hefna morða á þremur ísraelskum
hermönnum aðfaranótt laugardags. Ennfremur vísaði hann því á
bug að árásin á Musawi myndi spilla viðræðum um frið í Miðaustur-
löndum.
REUTER
Líkkista Sheikh Abbas Musawi, Ieiðtoga Hizbollah, var borin um götur Beirút í gær. Fimmtíu þúsund
manns tóku þátt í sorgarathöfn vegna láts leiðtogans og sóru margir þess dýran eið að hefna hans.
Útvarpsstöð í ísrael sagði að
komið yrði upp vegartálmum á
mörkum hernumdu svæðanna, leit-
að yrði vandlega á Palestínumönn-
um sem yfirgæfu hernumdu svæðin
og varsla við lögreglustöðvar yrði
aukin.
Félagar í Hizbollah skutu í gær
eldflaugum frá Suður-Líbanon til
svæða nyrst í ísrael en ekkert tjón
hlaust af. Búist var við fleiri slíkum
árásum í nótt. Lögregla í ísrael
Sameiginleg yfirlýsing Rússa, Bandaríkjamanna og Þjóðveija:
sagðist ennfremur búast við árásar-
ferðum frá Líbanon eða hernumdu
svæðunum til að hefna drápsins á
Musawi.
David Levy réttlætti í gær árás-
ina á Musawi og sagði að ísraelar
myndu berjast gegn hryðjuverka-
mönnum hvort sem friðarviðræður
stæðu yfir eður ei. Ehud Gol, tals-
maður Yitzhaks Shamirs, forsætis-
ráðherra Israels, sagðist í gær telja
að drápin um helgina ættu ekki að
torvelda friðarviðræður. Sýrlend-
ingar og Líbanir sögðust um helgina
ætla að mæta til leiks í Washington
24. þessa mánaðar er næsta lota
hefst.
Vísindamiðstöð á að stuðla
gegn útbreiðslu kjarnavopna
Moskvu, Lissabon. Reuter, The Daiiy Telegraph.
BORIS Jeltsín Rússlandsforseti og James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, áttu þriggja tíma fund í Moskvu í gær. Að honum
loknum kynntu þeir sameiginlega yfirlýsingu Rússa, Bandarikja-
manna og Þjóðverja um stofnun sérstakrar vísindamiðstöðvar fyrir
kjarnorkuvísindamenn. Á blaðamannafundi sem Baker og Jeltsín
héldu að fundinum loknum sagði Jeltsín að þeir hefðu einnig náð
samkomulagi um að lánsloforð Bandaríkjamanna handa Rússum
vegna kaupa á korni myndu taka gildi í apríl. Jeltsín sagðist hafa
farið fram á að fá 600 milljónir dollara til viðbótar að láni vegna
kornkaupa og sagðist búast við að sú beiðni myndi fá jákvæða af-
greiðslu.
Afvopnunarmál voru ofarlega á
baugi á fundi Jeltsíns og Bakers
og ræddu þeir nýlegar tillögur ríkis-
stjórna landanna beggja um veru-
lega fækkun kjarnorkuvopna. Rúss-
ar hafa lagt til að hvorugt ríkið
hafi fleiri en 2.500 kjamaodda í
sínum fórum og er það mun lægri
tala en Bandaríkjamenn hafa lagt
til. Rússlandsforseti sagði að enn
skildi eitthvað á milli ríkjanna í
þessum efnum en taldi víst að sam-
komulag myndi nást sem hægt
væri að samþykkja formlega á leið-
togafundi Jeltsíns og George Bush
Bandaríkjaforseta í Bandaríkjunum
í júlí.
í yfirlýsingu ríkjanna þriggja um
stofnun nýrrar vísindamiðstöðvar
segir að Bandaríkjastjórn muni út-
vega 25 milljónir dollara fyrir mið-
stöðina og að stefnt sé að því að
jafnt alþjóðlegar stofnanir sem
einkaaðilar taki einnig þátt í fjár-
mögnun hennar.
Markfnið vísindamiðstöðvarinnar
á að vera að styðja við bakið á
kjarnorkuvísindamönnum fyrrum
Sovétríkjanna en þeir standa nú
margir uppi atvinnulausir eða illa
launaðir. Á Vesturlöndum óttast
menn að margir vísindamannanna,
sem telja allt að fjögur þúsund,
kunni að falla fyrir gylliboðum frá
ríkjum eða jafnvel hryðjuverkahóp-
um sem vilja aðstoð þeirra við að
þróa fram kjarnorkuvopn. Yrði eitt
helsta markmið vísindamiðstöðvar-
innar að gefa fyrrum sovéskum
vísindamönnum tækifæri til að nýta
krafta sína á öðrum sviðum en þró-
un og framleiðslu vopna.
Fyrr um daginn höfðu Þjóðverjar
dreift sameiginlegri yfirlýsingu ríkj-
anna þriggja á fundi utanríkisráð-
herra Evrópubandalagsins í Lissa-
bon. Talsmaður portúgölsKu stjórn-
arinnar, en Portúgalir fara nú með
stjórnina innan EB, fagnaði stofnun
vísindamiðstöðvarinnar.
Framkvæmdastjórn EB gat þess
einnig á fundinum að af þeim fjár-
munum sem bandalagið hefði
ákveðið að ráðstafa sem tæknilegri
aðstoð við Sovétríkin væru 65 millj-
ónir dollara eyrnamerktar kjarn-
orkurannsóknum. Þá fjármuni væri
því fræðilega séð hægt að láta
renna til vísindamiðstöðvarinnar.
Fimm fyrrum Sovétlýðveldi ganga í ECO:
Ríki múslima stefna
að efnahagsbandalagi
Teheran. Reuter.
FIMM fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna hafa ákveðið að þiggja boð
leiðtoga írans, Pakistans og Tyrklands um inngöngu í samtök þeirra
um efnahagssamvinnu, ECO. Akbar Hashemi Rafsaiýani, forseti
Irans, sagði í gær að fundur lejðtoganna hefði verið fyrsta skrefið
í átt að efnahagsbandalagi ríkjanna í suðvestur-Asíu sem gæti orð-
ið að stórveldi. „Við erum hluti af stærri hugmyndafræðilegri fjöl-
skyldu. Leiðarvísir okkar og leiðtogi er Kóraninn," sagði Rafsanjani.
ECO var stofnað sem laustengd þendust út suður á bóginn.
samtök um efnahagssamvinnu
árið 1964 með aðild írans, Pakist-
ans og Tyrklands, er voru einnig
í hernaðarbandalaginu CENTO,
sem Bandaríkjamenn og Bretar
stofnuðu á sjötta áratugnum til
að koma í veg fyrir að Sovétríkin
Þau fimm fyrrverandi sovétlýð-
veldi, sem gengu formlega í sam-
tökin í gær eru Azerbajdzhan,
Túrkmenístan, Úzbekístan,
Kírgízístan og Tadzhíkístan, og
búist er við að Kazakhstan bætist
bráðlega í hópinn.
Nawaz Sharif, forsætisráð-
herra Pakistans, sagði að Afgan-
istan gæti síðar orðið aðili að sam-
tökunum ef samkomulag næðist
um pólitíska framtíð landsins.
Tyrkneskir embættismenn sögðu
að Rúmenía hefði einnig sótt um
aðild að samtökunum, sem hafa
hingað til aðeins náð til ríkja
múslima.
Ráðgert er að leiðtogarnir
undirriti á næstunni samkomulag
um 10% tollalækkun á ýmsum
varningi.
Stjórnvöld í arabaríkjunum hafa
verið fámál um árásina á leiðtoga
Hizbollah. Iranir hafa hins vegar
fordæmt athæfi ísraela.
Skæruliðasamtökin Svörtu hlé-
barðarnir, sem tengjast Fatah, ein-
um armi Frelsissamtaka Palestínu,
PLO, lýstu í gær ábyrgð á hendur
sér á morðunum á ísraelskum her-
mönnum aðfaranótt laugardags.
Sjá frétt á bls. 20
Forseti Krajina;
Engar aðgerð-
ir gegn friðar-
gæslusveitum
Belgrad, Lissabon. Reuter.
MILAN Babic forseti króatíska
héraðsins Krajina, þar sem Serb-
ar eru í meirihluta, sagði á blaða-
mannafundi í gær að hann myndi
ekki láta undan þrýstingi um að
annað hvort segja af sér eða fall-
ast á friðaráætlun Sameinuðu
þjóðanna varðandi Júgóslavíu
óbreytta.
Babic sagði hins vegar einnig að
hann myndi ekki skipuleggja neinar
vopnaðar aðgerðir gegn friðar-
gæslusveitum SÞ í Krajina þó svo
að hann gæti ekki útilokað árásir
harðlínumanna á þær. Babic hefur
fram til þessa verið í harðri and-
stöðu við áætlanir um að friðar-
gæslusveitir yrðu sendar til þessa
landshluta og eru ummæli hans í
gær talin vísbending um að afstaða
hans sé að mildast.
Hann hefur sætt vaxandi gagn-
rýni í Krajina fyrir andstöðu sína
við friðaráætlunina og á sunnudag
kröfðust margir þingmenn í Krajina
afsagnar hans. Babic sagði í gær
að einungis 39 af 161 þingmanni á
þingi Krajina hefðu greitt atkvæði
með tillögunni og sakaði þá um
valdaránstilraun.
hert íIsrael