Morgunblaðið - 18.02.1992, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18; FEBRÚAR 1992
3
Innbrotum
fjölgar í
Reykjavík
INNBROTUM í Reykjavík virðist
hafa fjölgað að undanförnu. A
miðvikudag höfðu 60 innbrot ver-
ið tilkynnt til lögreglu í febrúar.
100 innbrot voru skráð í janúar,
sem er talsverð aukning frá fyrri
árum.
Samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar er algengt að stolið sé fatnaði
úr forstofum húsa og hefur slíkt
færst í vöxt. Brotist er inn í verslan-
ir, fyrirtæki, á heimili og í bíla víðs
vegar um borgina. I gærmorgun var
tilkynnt um innbrot í hús við Ránar-
götu og Grettisgötu, auk þess sem
nokkrum málverkum var stolið úr
sýningarsal Félags íslenskra mynd-
listarmanna við Garðastræti. Mynd-
bandstæki var stolið úr skipi í Slippn-
um.
-----»'■♦■■■♦-
Hvíti víkingurinn
fram úr áætlun;
Framleiðand-
inn Filmeff-
ekt í fjárhags-
örðugleikum
Ósló. Frá Guðmundi L8ve, fréttaritara
Morguublaðsins.
KVIKMYND Hrafns Gunnlaugs-
sonar, Hvíti víkingurinn, fór um
tuttugu milljónir króna fram úr
kostnaðaráætlun framleiðandans,
fyrirtækisins Filmeffekt í Osló.
Veldur þetta fyrirtækinu tilfinn-
anlegum fjárhagsörðugleikum og
rekstrarvanda, en vonir standa til
að þessu megi mæta með niður-
skurði, uns Hvíti víkingurinn aflar
frekari sölutekna.
Að sögn Petter Borgli, annars eig-
anda Filmeffekt, hjálpaði margt að
við að koma fyrirtækinu í bobba, en
síðastliðið ár hefur ekkert verkefni
Filmeffekt skilað tilskildum fjárhags-
legum árangri.
„Við eins og svo margir aðrir í
þessari atvinnugrein eigum tilvist
okkar undir ríkisstyrkjum. Það er
erfitt að halda uppi daglegum rekstri
svona fyrirtækis, og þegar illa tekst
til með stór verkefni getur það riðið
því að fullu,“ sagðiBorgli.„Uns Hvíti
víkingurinn aflar meiri sölutekna
mun Filmeffekt eiga í þrengingum
en ég er vongóður um að við ráðum
fram úr þeim.“ Aðspurður kvað hann
undirtektir við Hvíta víkingnum hafa
verið jákvæðar á alþjóðlegum vett-
vangi og áhugi væri fýrir að fá kvik-
myndina á ýmsar kvikmyndahátíðir.
----------»-♦ ♦-----
Islendingar
hlutu þijá
meistaratitla
ÍSLENDINGAR hlutu þrjá meist-
aratitla af fimm á Norðurlanda-
mótinu í skólaskák sem haldið var
í Svíþjóð og lauk um helgina. Jafn-
framt hlutu íslendingar flesta
vinninga samanlagt úr öllum
flokkunum fimm eða 38'/2 en í
öðru sæti urðu Svíar með 36 vinn-
inga.
Jón V. Gunnarsson sigraði í D-
flokki, það er skákmanna fæddra
1979-1980, hlaut hann 6 vinninga
og sigraði þannig í öllum sínum skák-
um. Bragi Þorfinnsson sigraði í E-
flokki, það er skákmanna fæddra
eftir 1981 og varð Bergsteinn Ein-
arsson í öðru sæti í þeim flokki.
Helgi Áss Grétarsson sigraði í C-
flokki, það er skákmanna fæddra
1977-1978 og þar varð Arnar E.
Gunnarsson í þriðja sæti.
Þess má geta að á þeim 20 árum
sem liðin eru frá því að þessi skóla-
skákmót hófust hafa íslendingar
unnið til jafnmargra verðlauna á
þeim og allar hinar Norðurlandaþjóð-
irnar til samans.
Morgunblaðið/Ingvar
Jeppinn sem valt út fyrir Vesturlandsveg við Hvammsvík í fyrra-
kvöld.
Ung kona brotnaði
illa þegar jeppi valt
UNG kona beinbrotnaði illa en
var ekki talin í lífshættu eftir
að jeppabifreið sem hún var far-
þegi í lenti í árekstri og valt út
af veginum við Hvammsvík í
Hvalfirði í fyrrakvöld. Tveir
aðrir farþegar voru í bifreiðinni
auk ökumanns en þeir hlutu
ekki alvarleg meiðsli.
Jeppanum var ekið áleiðis til
Reykjavíkur og framúr fólksbíl á
leið í sömu átt. Við framúrakstur-
inn ók ökumaður jeppans í krapa-
elg í vegarkantinum og missti við
það vald á bíl sínum sem skall á
þeim sem ekið var fram úr, valt á
hliðina og út af veginum og niður
bratta brekku. Stúlkan sem slasað-
ist mest kastaðist þá út úr bílnum.
Að sögn lögreglunnar var í
fyrstu talið að meiðsli hennar væru
enn alvarlegri en þau reyndust vera
og vegna erfíðra aðstæðna á vett-
vangi var þyrla Landhelgisgæsl-
unnar kölluð út en horfið var frá
því þegar greiðlega gekk að koma
hinum slösuðu upp á veginn og í
sjúkrabíl sem þar beið. Slökkviliðið
í Reykjavík sendi einnig á staðinn
bíl sem flóðlýsti staðinn meðan
unnið var að björguninni.
Eftirtaldir afgreiöslustaöir Islandsbanka veita Húsfélagaþjónustu:
Bankastrœti 5, sími 27200.
Lœkjargata 12, sími 691800.
Lpugavegur 172, sími 626962.
Alfheimar 74, sími 814300.
Crensásvegur 13, sími8]4466.
Háaleitisbraut 58, sími 812755.
Stórhöfii 17, viö Cullinbrú, sími 675000.
Lóuhólar 2-6, sími 79777.
Kringlan 7, sími 608000.
Þarabakki 3, sími 74600.
Dalbraut 3, sími 685488.
Eibistorg 17, Seltj., sími 629966.
Reykjavíkurvegur 60, Hafnarfiröi,
sími 54400.
Strandgata 1, Hafnarfirbi, sími 50980.
Hörgatún 2, Caröabæ, simi 46800.
Hamraborg 14a, Kópavogi, sími 42300.
Þverholt 6, Mosfellsbœ, simi 666080.
Hafnargata 60, Keflavík, sími 92-15555.
Kirkjubraut 40, Akranesi, sími 93-13255.
Hrísalundur 1a, Akureyri, sími 96-21200.
Aöalgata 34, Siglufiröi, sími 96-71305.
Nœsta mál!
Kosning gjaldkera
húsfélagsins
Húsfélagaþjónusta íslandsbanka
býðst til að annast innheimtu-, greiðslu-
og bókhaldsþjónustu fyrir húsfélög.
HUSFÉLAGA
þjonusta
Gjaldkerastarf í húsfélagi fjölbýlishúsa hefur aldrei
þótt eftirsóknarvert, enda bœbi tímafrekt og oft van-
þakklátt.
Húsfélagaþjónustan auöveldar rekstur og tryggir
öruggari fjárreibur húsfélaga meb nákvœmri yfirsýn yfir
greibslustöbu og rekstur á hverjum tíma. Þetta fyrir-
komulag er því íbúum fjölbýlishúsa til hagsbóta.
Þrír þœttir Húsfélagaþjónustu:
._—Innheimtuþjónusta:
Bankinn annast mánaöarlega tölvuútskrift gíróseöils á hvern greiö-
/'C anc^a húsgjalds. Á gíróseölinum eru þau gjöld sundurliöub sem greiöa
fdj þarf til húsfélagsins.
iS
\0 ars\ §j Greiösluþjónusta:
\> A6' >^r/ Öll þau gjöld sem húsfélagiö þarf aö greiöa, t.d. fyrir rafmagn og
'^4
■Jy'hita, færir bankinn af viöskiptareikningi og sendir til viökomandi á
uí umsömdum tíma.
Bókhaldsþjónusta:
í lok hvers mánaöar er sent út reikningsyfirlit sem sýnir hverjir hafa
greitt og í hvaö peningarnir hafa fariö.
í árslok liggur fyrir yfirlit yfir rekstur húsfélagsins á árinu, greiöslur
íbúa á árinu og skuldir þeirra í lok árs.
Allar nánari upplýsingar um Húsfélagaþjón-
ustu bankans og kynningartilboöiö sem
stendur húsfélögum til boba til
7 6. mars fást hjá þjónustufulltrúum 7 neöan- ISLANDSBANKI
greindum afgreibslustöbum bankans. _ f t(J^t VJg nýja t{mar