Morgunblaðið - 18.02.1992, Page 12

Morgunblaðið - 18.02.1992, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992 Er efnahagssamdrátt- iiriiin raunverulegur? eftir Friðrik Sophusson Síðustu misseri og ár hefur orð- ið verulegur samdráttur í efna- hagsmálum hér á landi. Á fyrri hluta síðasta áratugar var hag- vöxtur hérlendis svipaður og í öðr- um OECD-ríkjum, eða í kringum 2-3% að jafnaði á ári. Hér var þróunin að vísu skrykkjóttari hér á landi, en þegar á heildina er litið var þetta niðurstaðan. Island heltist úr lestinni Á síðari hluta áttunda áratugar- ins, eftir 1987, fór hins vegar að draga sundur með okkur og öðrum þjóðum. Á sama tíma og hagvöxt- ur í OECD-ríkjunum var um það bil 3% hefur ríkt stöðnun og sam- dráttur á íslandi. Því miður er ekkert sem bendir til annars en að framhald verði á þessari óheilla- þróun á þessu ári. Fyrirliggjandi spár alþjóðastofnana gera ráð fyr- ir rúmlega 2% hagvexti í OECD- ríkjunum meðan spáð er allt að 4% samdrætti hér á landi. Meginá- stæðan fyrir þessum samdrætti er eins og allir vita að fiskafli minnk- ar frá því í fyrra. Þjóðartekjur dragast jafnvel enn meira saman vegna óhagstæðrar þróunar fís- kverðs á erlendum mörkuðum. Að undanförnu hefur að vísu heldur birt til þannig að það er ekki víst að samdrátturinn verði alveg eins mikill og búist var við. Engu að síður er Ijóst að hann verður veru- legur. Samdrátturinn er raunverulegur Nokkuð hefur borið á því að menn geri lítið úr þessum erfíðleik- um og telji að nú sé svigrúm til að draga úr spamaði og auka neysluna af því að samdrátturinn verður ekki eins mikill og áður var spáð. Kjami málsins er hins vegar sá að samdrátturinn er raunveru- legur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við sækjum ekki meira gull í greipar Ægis með óskhyggj- unni einni saman. Fleira verður að koma til. Auðvitað er ekki ástæða til að leggja árar í bát. En við megum heldur ekki láta tálvon- ir glepja okkur sýn. Nú er það raunsæið sem gildir. Samanburður við önnur lönd Oft er hollt að líta til annarra landa til samanburðar. Ekki hefur farið fram hjá mönnum að efna- hagsástandið í Svíþjóð og Finn- Friðrik Sophusson „Nokkuð hefur borið á því að menn geri lítið úr þessum erfiðleikum og telji að nú sé svig- rúm til að draga úr sparnaði og auka neysl- una af því að samdrátt- urinn verður ekki eins mikill og áður var spáð. Kjarni málsins er hins vegar sá að samdrátt- urinn er raunverulegur hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ landi hefur verið ákaflega bágborið að undanfömu og er þá vægt til orða tekið. Þjóðarframleiðsla hefur dregist saman og atvinnuleysi stór- aukist. Talað er um kreppuástand í Svíþjóð og efnahagshrun í Finn- landi. Hvernig lítur ástandið í þessum löndum út í samanburði við ísland? Samdrátturinn í Finnlandi varð heldur meiri í fyrra en spáð er hjá okkur í ár, eða 5% á mælikvarða þjóðarframleiðslu. Atvinnuleysi hefur hins vegar þrefaldast í Finn- landi á einu ári, úr 3'/2% í tæplega 10%. í Svíþjóð dróst þjóðarfram- leiðslan saman um rúmlega 1% og stóð í stað árið 1990. Atvinnuleysi hefur einnig þrefaldast þar, úr 1 ‘/2% í 4'/2%. í þessum löndum er að sjálfsögðu litið á þennan sam- drátt sem raunverulegt vandamál. Það sama verðum við að gera, ef við ætlum okkur að leysa málið. Vaxandi atvinnuleysi og erlend skuldasöfnun Miklir erfiðleikar steðja að helstu atvinnugrein okkar, sjávar- útvegi. í kjölfarið fylgir samdráttur í öðrum atvinnugreinum vegna minnkandi eftirspumar. Þetta ástand hefur óhjákvæmilega leitt til atvinnuleysis. Samkvæmt nýj- ustu upplýsingum voru yfir 4.000 manns á atvinnuleysisskrá í jan- úarmánuði, en það er að mesta sem mælst hefur síðustu tuttugu ár. Mikilvægasta viðfangsefnið er að ná tökum á þessum efnahagsvand- amálum til þess að koma í veg fyrir að atvinnuleysi aukist enn frekar en orðið er. Erlendar skuld- ir þjóðarinnar í dag eru um 200 milljarðar króna, eða sem nemur yfír 50% af ársframleiðslu þjóðar- búsins. Það er því kominn tími til að hæta að ávísa sífellt á framtíð- ina. Við getum ekki lengur frestað lausn vandamálanna og ætlast til þess að næsta kynslóð borgi brú- sann. Þessar erlendu skuldir jafngilda 3 milljónum króna á hveija fjög- urra manna fjölskyldu, eða sem nemur algengum árstekjum hjóna. Þrátt fyrir mikinn spamað og nið- urskurð á þessu ári aukast erlend- ar skuldir þessarar sömu fjölskyldu um 230 þúsund krónur. Það svarar nokkum veginn til einna mánaðar- launa fjölskyldunnar. Með þessu er því verið að leggja þunga byrði á komandi kynslóðir eins og sést á því að afborganir og vextir af þessum erlendu skuldum eru um 25 milljarðar á ári, eða sem svarar til tæplega 400 þúsund króna á ári á fjölskyldu. Viðurkennum staðreyndir Öllum hugsandi mönnum er ljóst að slík öfugþróun getur ekki geng- ið lengur. Við vandanum þarf að bregðast með einurð og það er ein- mitt það sem núverandi ríkisstjóm er að gera með því að rifa seglin, draga úr eyðslunni og tryggja þannig ömgga velferðarþjónustu fyrir þá sem raunverulega þurfa á henni að halda. íslendingar eru sérfræðingar í að deila um alla skapaða hluti. Varla verður þó um það deilt að samdrátturinn í efnahagslífínu er raunverulegur og alvarlegur. Fmmskilyrði þess að við tökum á vandanum er að viðurkenna stað- BÍRÓ SKRIFBORÐSSTÓLL VERÐ KR, 13.000,- MEÐ ÖRMUM KR. 16.500 Islenskgæðahúsgögn með 5 ára ábyrgð. Skrifborðsstólar í miklu úrvali. Verð frákr. 7.500,- Margar gerðir af tölvuborðum. Verðfrá kr. 12.500,- b í r ó steinar SMIÐJUVEGI2 - 200 KÓPAVOGI - SÍMI46600 TB-10TÖLVUBORB VERÐKR. 12.500,- MEÐ HLIÐARPLÖTU KR. 14.700,- J FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ 17. februar 1992 Efnahagsskrifstofa Hagvöxtur á mann á íslandi og í OECD-ríkjunum 1980 -1992 Vísitala Áætlun Spá reyndir og horfast í augu við vera- leikann. Skilyrði nýs hagvaxtarskeiðs Til þess að stofna ekki öryggi þeirra lakast settu í voða verðum við hin að bíða með að gera nýjar kröfur til samfélagsins. I stað þess þurfum við að deila á okkur byrðunum. Með því að nájafnvægi í ríkisfjármálum og peningamálum treystum við efnahagslegan stöðugleika og stuðlum að lægri verðbólgu. Takist okkur að halda verðlagi í skefjum, lækka vexti og örva atvinnulífið til ábatasamra verk- efna sköpum við á nýjan leik skil- yrði fyrir hagvexti og batnandi lífs- kjörum. Því fyrr sem víðtæk sam- staða næst um þetta markmið rík- isstjórnarinnar þeim mun auðveld- ara verður fyrir þjóðina að vinna sig út úr vandanum. Höfundur er fjárm&laráðherra. Vasapeninga í stað dagpeninga eftir Inga Björn Albertsson Mikið hefur verið rætt um dag- peninga þingmanna, ráðherra og maka þeirra, að undanförnu. Sú umræða er fyllilega réttmæt og tímabær ekki síst í ljósi þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir og stendur fyrir þessa dagana. Aðgerða sem kalla á spamað og aðhald víðs vegar í þjóðfélag- inu, aðgerða sem koma afar mis- jafnlega niður á fólki. Það er þvi eðlilegt að krafíst sé fórna af ráðamönnum þjóðarinnar ekki síður en af öðmm þegnum landsins. Þess vegna er það eðlilegt að litið sé í áttina að dagpeninga- greiðslum. í dag fá ráðherrar greiddan allan ferðakostnað, gisti- kostnað, risnukostnað og síma- kostnað, eða á venjulegri íslensku allan kostnað greiddan, til viðbótar þessum greiðslum fá þeir síðan dagpeninga að fullu og ef maki er með í ferð fær hann greidda dagpeninga til hálfs við ráðherra. Það sjá auðvitað allir að þessar dagpeningagreiðslur eru ekkert annað en launauppbót sem á að taka til endurskoðunar nú þegar. Og auðvitað er þetta ferðahvetj- andi kerfí, enda viðurkenndi fyrr- verandi forsætisráðherra það í umræðunni fyrir nokkmm misser- um. Mín tillaga er sú að það kerfi sem nú er við lýði gagnvart þing- mönnum, ráðhermm og mökum þeirra verði lagt niður og tekið upp nýtt kerfí sem byggist meira á vasapeningum en dagpeningum, og skal ég nú útskýra við hvað ég á í örfáum orðum. Greiddar verða lágmarks vasa- peningar, t.d. 2-3.000 kr. pr. dag, síðan fái sá er þarf að ferðast greiðslukort frá fjármálastjóra, með því greiðir hann allan kostn- að, skilar síðan kortinu inn að aflokinni ferð ásamt kvittunum fyrir eyðslunni og gerir um leið grein fyrir henni. Finnist fjármála- stjóra eitthvað athugavert við Ingi Björn Albertsson „Það sjá auðvitað allir að þessar dagpeninga- greiðslur eru ekkert annað en launauppbót sem á að taka til endur- skoðunar nú þegar.“ eyðsluna gerir viðkomandi fyllri grein fyrir henni, verði það ekki samþykkt er viðkomandi ábyrgur fyrir eyðslunni og greiðir hana þá sjálfur. Gistingu á sömuleiðis að panta í gegnum viðkomandi stofnun (Al- þingi/ráðuneyti) eftir áður mark- aðri stefnu í þeim málum'hvað snertir gæði og þjónustu. Einhvern veginn á þessum nót- um tel ég að vinna eigi nýtt kerfi, það er einfalt og lokar fyrir það ferðahvetjandi kerfi með stórkost- legum launauppbótum sem nú er við lýði. Höfundur er einn af alþingismönnum Sjálfstæðisflokksins I Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.