Morgunblaðið - 18.02.1992, Side 14

Morgunblaðið - 18.02.1992, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992 Kreppa markaðshyggjunnar eftir Þóri Karl Jónasson Síðastliðið vor tók ný ríkisstjórn við stjómartaumunum, Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn. Og þama sannaðist það hver er hin raunverulega stefna Alþýðuflokks- ins. Sá flokkur hefur einmitt kallað sig jafnaðarmannaflokk íslands. Og er það með eindæmum hvað þetta nafn er misnotað. Jafnaðarmaður þýðir það sama og ensku orðin socialist og socialdemocrat! Flest öllum svokölluðum sósíaldemó- krataflokkum í Vestur-Evrópu svip- ar mikið til Alþýðuflokksins, þeir eru allir mjög hægrisinnaðir og hvetja til frjáls markaðsbúskapar. Alþýðuflokkurinn er að mörgu leyti mun hægrisinnaðri en Sjálfstæðis- flokkurinn. Enda hefur það sýnt sig að ef hann hefur þingmeirihluta með Sjálfstæðisflokknum fer hann undantekningarlítið í ríkisstjórn með honum. Alitaf annað slagið hefur sú umræða verið í þjóðfélaginu um það að sameina Alþýðuflokkinn og Alþýðubandalagið, og hefur sú umræða verið á mjög lágu plani, vegna þess að það er mik- ill pólitískur ágreiningur á milli þessara flokka, t.d. er Alþýðu- flokkurinn hlynntur veru okkar í NATO og hann útilokar ekki aðild íslands að EB. Þess vegna á Alþýðuflokkurinn miklu meiri samleið með Sjálfstæðisflokkn- um. Því báðir þéssir flokkar vilja frelsi peninganna á öllum svið- um. Með öðrum orðum, eru þetta kapítalískir flokkar. Sjálfstæðis- flokkurinn hvatti á síðasta lands- fundi sínum til aukinnar kristni í landinu, og allt er gott um það að segja. En ég hélt að aðal boð- skapur kristinnar trúar væri sá að allir menn væru fæddir jafnir, en ég spyr, berst Sjálfstæðisflokkur- inn fyrir auknum jöfnuði? Ekki hef ég séð það og fylgist ég þó nokkuð vei með fjölmiðlum, eða gæti það hafa farið framhjá mér? Nei, aldeil- is ekki. Núverandi ríkisstjórn vinn- ur að því leynt og Ijóst að innleiða hér thatcherisma í sinni verstu mynd. Thatcherismi var að leggja allt í rúst í hennar eigin heima- landi og hafa þeir hafnað honum. Sú stefna sem Margaret Thatcher rak í heilbrigðismálum jók ójöfnuð meðal þegnanna, þeir sem ekki höfðu efni á samfélagslegri hjálp urðu þá bara að vera án. Ég spyr, er það vilji okkar að innleiða þessa stefnu hér? Alþýða þessa lands hlýtur að hafna þessari stefnu ... Lýðræðisást kapítalistanna Helstu boðberar frelsis og lýð- ræðisástar þessa dagana eru svo- kallaðir „lýðræðissinnar“. Þeir bera út fagnaðarerindið um frelsi handa öllum og réttlæti. En hvaða öfl eru þetta, boða þeir jafnrétti í launa- málum eða vilja þeir útrýma at- vinnuleysi, vilja þeir fijálsan samningsrétt verkalýðsfélaga? Þessari spurningu verður maður að svara neitandi, auðvitað er þetta hræsni og ósannindi. Það sem kap- ítalistar kalla frelsi er ekkert frelsi, nema þeirra sem eiga fyrirtæki og peninga. Land frelsisins, hjá ís- lenskum kapítalistum, er Bandarík- in, þar sem félagsleg hjálp og þjón- usta við þá sem eiga enga peninga er nánast engin, þar er samnings- réttur verkalýðsfélaga nánast eng- inn, og fólk sem er í bandarískum verkalýðsfélögum er litið homauga af samfélaginu og sakaðir um að vera kommúnistar og glæpamenn. Er þetta j)að sem við viljum inn- leiða hér á Islandi? Ég spyr, er lýð- ræði sama og lýðræði? Er það lýð- ræði að flokka fólk eftir efnahag þess inní skóla og sjúkahús? Höfuð- markmið lýðræðis hlýtur að vera það að allir séu jafnir til náms og allrar almennrar samfélagslegrar hjálpar óháð efnahag. Það hljóta að teljast grundvallar mannréttindi að verkalýðsfélög hafí frjálsan rétt til þess að semja um kaup og kjör umbjóðenda sinna, og að hver ein- staklingur hafí vinnu til þess að geta framfleytt sér. Þeir hópar sem kalla sig lýðræðissinna og segjast beijast fyrir frelsi, verða að standa undir því nafni. Því frelsi og frelsi er ekki alltaf sami hluturinn. Frelsi sem kapítalistamir beijast fyrir er frelsi peninga, frumskógarlögmálið, sá stærri og sterkari lifír en hinn ekki. Kreppa kapítalismans Mikil umræða hefur verið um krepputal að undanförnu, og að allt sé að sigia í strand. Það sé ekki hægt að hækka kaupið hjá verkalýðnum því fyrirtækin standi svo illa. En hveijir skapa kreppu? Er það verkalýðurinn? Er það al- menningur sem stjórnar því? Hveij- ir stjórna því eiginlega? Það eru fulltrúar eignastéttar- innar sem stjórna því, þeir sem eiga peningana hér og það eru fyrst og fremst þeir sem skapa kreppu hér í þessu landi, þeir stjórna peninga- markaðinum, þeir ráða vaxtastig- inu hér, þeir hafa grafíð sér sína eigin gröf og ætla að reyna að finna einhvern annan sökudólg. Allt tal um kreppu er kreppa sem þeir hafa skapað að öllu leyti. Það er til tæki sem heitir búmerang sem maður hendir út í loftið, og ef maður beit- ir því vitlaust hittir það mann sjálf- an. Það sama á við markaðshyggj- una ef henni er beitt vitlaust þá hittir hún mann sjálfan, því mark- aðurinn er þjónn en ekki herra. Höfnum markaðshyggjunni Launafólk á íslandi hlýtur að hafna markaðshyggjunni, því hún Þórir Karl Jónasson „Þess vegna verður verkalýðshreyfingin að sækja fram með kröf- una um hærra kaup og aukinn kaupmátt og sigur fæst með sam- stöðu.“ tekur ekki tillit til mannlegra þarfa nema þú eigir mikla peninga. Eins og ég kom hér inná í upphafí þá beijast núverandi valdhafar þjóðar- innar við að koma hér á fijálsu markaðskerfi. Einkavæða ríkisfyr- irtæki og selja þau á hálfvirði, einn- ig hafa þeir talað um að selja Landsvirkjun og RARIK, á sama tíma reyna þeir að koma okkur inní EES. Og það er ekki leyfilegt að þjóðnýta neitt, þess vegna eru miklir möguleikar að erlendir auð- hringar eignist auðlindirnar til sjáv- ar og sveita, einhvern tíma hefði það flokkast undir landráð að selja auðlindirnar sem eru sameign þjóðarinnar. Þess vegna er það nauðsynlegt að þjóðin hafni núver- andi ríkisstjórn, og ætti hún að vera búin að segja af sér því hún er rúin trausti þjóðarinnar. Sókn til bættra lífskjara Verkalýðurinn verður að sækja fram til bættra lífskjara, því tekju- skipting þjóðarinnar verður að breytast, skattleggja verður fjár- magnsgróða og verðbréfabrask. Það verður að hækka skattleysis- mörkin og hækka kaupið verulega, skattleggja háar tekjur með öðru skattþrepi, og afnema það að hér séu til svokallaðir sjálfsafgreiðslu- hópar sem skammta sér sín eigin laun. Verkalýðshreyfingin hafnar kja- rasamningum um ekki neitt. Það er athyglisvert að þeir menn sem semja fyrir hönd vinnuveitenda eru með tekjuhæstu mönnum þessa lands. Hvaða grein haldið þið að þessir menn geri sér fyrir því hvern- ig er að iifa nú til dags af kauptöxt- um verkalýðsféiaganna? Þá segja sumir, það er enginn á þessum kauptöxtum, það eru allir yfirborg- aðir, sem er ekki satt. En ef satt væri er þá ekki sniðugt að afnema alla kauptaxta sem eru undir fá- tæktarmörkunum, þurrka þá bara út? Nei. Málið er ekki svona ein- falt. Mjög stórir hópar verkalýðs- fólks eru ennþá á þessum strípuðu töxtum. Þess vegna verður verka- lýðshreyfíngin að sækja fram með kröfuna um hærra kaup og aukinn kaupmátt og sigur fæst með sam- stöðu. Launþegar, standið saman um kröfuna um bætt lífskjör. Stöndum saman um að veija vel- ferðarkerfið þeim árásum sem ríkisstjórnin er að framkvæma. Höfundur er Dagsbrúnarmaður. Niðurskurður í velferð- arkerfi - er það hægt? eftir Árna Ingólfsson Þegar ég í dag velti fyrir mér þessari fyrirsögn og þeim mótmæl- um sem dynja yfír þjóðfélagið verð- ur mér hugsað til viðtals sem ég átti við merkan sænskan mann fyr- ir 15 árum. Strax á þeim tíma var orðið aug- ljóst mál að velferðarkerfið í flest- um löndum Vestur-Evrópu stefndi Verð frá: 1.548.000,- Greiðslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vatnagörðum 24 virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 (0) 1 í hið ómögulega. Starf þessa manns var slíkt að hann var mjög mikið á ferðalögum um alla Vestur-Evrópu og þar átti hann viðtöl við fjölda manns í viðkomandi iöndum. Hann ræddi mikið við þá um velferðar- kerfíð og hvað væri til ráða til að bjarga því. Hann persónuiega var eindregið á þeirri skoðun, og að hans sögn einnig allir „marktækir menn“ á þessu svæði, að ekkert væri hægt að gera, vegna þess ef Málningar- límbönd ÁRVlK ÁRMÚU 1 - REYKJAVÍK - SlMI 687222 -TELEFAX 687295 ráðamenn reyndu eitthvað í slíkum niðurskurði yrðu mótmælin svo mikil í viðkomandi þjóðfélagi að þeir myndu missa fylgið og yrðu valdalausir. Sú eina lausn sem þess- ir menn sáu fram á ef lausn skyldi kalla var allsheijar hrun. Engan veginn vildi ég samþykkja þetta og geri það heldur ekki í dag, en eins og málum er nú háttað í íslensku þjóðfélagi sækir þetta viðtal stíft á mig. Núverandi stjórnvöld sýna að mínu mati lofsverða viðleitni til að stíga á bremsurnar en jafnframt reyna þau um leið að bjarga a.m.k. kjama velferðarkerfisins sem er að hjáipa þeim sem hjálpar eru þurfi. Hvort þetta tekst er fyrst og fremst komið undir fólkinu í landinu og ég hvet fólk til að hugsa sig vel um áður en það gengur í kór mót- mælenda. Hingað til hefur það allt- af verið talið mikilvægt að sjá sjálf- um sér farborða og gildir það einn- ig þegar talað er um heilar þjóðir en ekki að skrifa reikninginn á komandi kynslóðir. Hvers vegna þarf það að endurtaka sig áratugum saman að stjórnarandstaðan á hveijum og einum tíma skuli breyt- ast í hálfgerða skæruliða þegar hún skiptir um herbúðir ekki getur það verið með heill og hag þjóðarinnar að aðalsmerki. Að mínu mati eru til margar sparnaðarleiðir í velferðarkerfinu og hef ég áður skrifað nokkur bréf um það til vissra ráðamanna. Ég þekki mest til heilbrigðismála vegna starfa míns. Ég tek sem dæmi að miklar breytingar hafa orðið í skurðlækningum undanfarin ár, sem ganga allar út á það að gera vissar aðgerðir á einfaldari máta Árni Ingólfsson „Óska ég þess að al- þingismenn slíðri sverðin og taki höndum saman um að bjarga kjarna velferðarkerfis- ins og afsanni þar með kenninguna um hið al- gjöra hrun sem ég minntist á í upphafi þessarar greinar.“ en áður hefur þekkst. Þess vegna má gera í dag stóran hluta, að mínu áliti meira en helming, að- gerða það sem kallað er ambulant (án innlagnar). Það er einnig viður- kennt mál að ef þessar aðgerðir eru gerðar utan dýru sjúkrahúsanna verður aðgerðin miklu ódýrari, en þær eru samt jafngóðar fyrir sjúkl- ingana. Þess vegna þarf að flytja þessar aðgerðir eins og hægt er frá sjúkrahúsunum og myndi það gefa bæði beinan sparnað með ódýrari aðgerðum og einnig óbeinan sparn- að því að þá þyrftum við ekki eins mörg sjúkrahús eða gætum notað miklu stærri hluta þeirra fyrir lang- legusjúklinga, en þar er eins og kunnugt er þörfin mjög brýn. Ég viðurkenni samt að auðveldara er um að tala en í að komast eins og sjá má á erfiðum Íæðingarhríðum væntanlegu Sjúkrahúss Reykjavík- ur. Ég skrifaði greinarkorn í Morg- unblaðið 14. desember 1991 og benti þá á að aðgerðir utan sjúkra- húsa hafa verið gerðar í vaxandi mæli, líklega síðastliðin 10 ár, og eins og flestu fólki er kunnugt hef- ur viðkomandi þurft að borga gjald fyrir sem er í dag þijú til Ijögur þúsund krónur, en fyrir nokkrum árum var það jafnvel hærra þar sem sjúklingar þurftu þá að borga efnis- kostnað. Þessar aðgerðir eru að öðru leyti borgaðar af Trygginga- stofnun. Ég vil taka það fram að fólk kvartar ekki undan þessum gjöldum. Þegar sambærilegt fólk fer inn á spítala með miklu meiri tilkostnaði í sömu aðgerðir og býr við sömu aðstæður og liggur þar yfir nótt borgar það ekki neitt og flestir alþingismenn eru algjörlega á móti slíkm Ég bað vissa þing- menn að gera rökstudda grein fyrir þessu skriflega þannig að alþjóð sæi. Hvernig er hægt að vara sam- mála því (a.m.k. með þögninni) að Pétur þurfí að borga en Páll megi alls ekki borga krónu, þrátt fyrir miklu dýrari þjónustu. Eins og vænta mátti þá barst ekkert svar. Nú legg ég það til að einhver blaða- maður Morgunblaðisns hafi sam-: band a.m.k. við nokkra formenn þingflokkanna og kanni hug þeirra í þessu máli. Að lokum óska ég þess að alþing- ismenn slíðri sverðin og taki hönd- um saman um að bjarga kjarna velferðarkerfisins og afsanni þar með kenninguna um hið algjöra hrun sem ég minntist á í upphafí þessarar greinar. Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.