Morgunblaðið - 18.02.1992, Page 15

Morgunblaðið - 18.02.1992, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992 15 Minning: Þórunn P. B. Guðjóns- dóttir frá Hnífsdal Fædd 5. október 1900 Dáin 10. febrúar 1992 Þórunn Guðjónsdóttir fæddist í Tungu í Fljótavík árið 1900. Foreldr- ar hennar voru Guðjón Kristjánsson og Sigríður Finnsdóttir. Fyrri maður Þórunnar var Guð- mundur Jensson. Með honum átti hún eina dóttur, Guðbjörgu. Seinni maður Þórunnar var Bene- dikt Halldórsson úr Mjóafirði. Þau eignuðust 5 börn og ólu upp tvö barnabörn, við kröpp kjör, eins og algengt var á þeim tíma hjá verka- mannafjölskyldu. Þau bjuggu lengst af í Hnífsdal, en fluttust til Reykja- víkur árið 1957. Ég hitti Þórunni fyrst árið 1988, þegar sonur hennar, núverandi mað- urinn minn, kynnti mig fyrir henni. Mér fannst hún ótrúlega hugguleg, þessi fíngerða kona, sem horfði á mig með sínum stingandi rannsak- andi augum, góða stund, en sagði svo: „Mér líst vel á þig, en hvernig líst þér á mig?“ Svona var hún hrein- skilin og skemmtileg. Ég var hjá henni seinna, eftir hádegi, í nokkra mánuði, þegar hún var að bíða eftir að komast í Hafnarbúðir. Þá kynnt- ist ég henni betur. Við áttum margar góða stundir saman. Hún sagði mér frá Hnífsdal, frá Benedikt manninum sínum og börnunum sínum, sem hún var svo ánægð með. Hún missti Halldór son sinn, sem var skipstjóri, 37 ára gamlan. Hún var ótrúlega hress og skýr kona. Hún hafði aldrei þurft að fara á sjúkrahús og las gleraugnalaust dagblöðin. Afkomendur Þórunnar eru orðnir 96. Ég kveð kæra tengdamóður mína með söknuði, um leið og ég þakka henni fyrir allar hlýju strokumar og fallegu fyrirbænirnar til okkar allra. Minningin um góða konu mun lifa. Ransý. Elsku amma er dáin. Ég sakna hennar sárt. Hún var okkur alla tíð svo góð. Það var gott að koma til ömmu í Skipasundi. Hún tók alltaf fagnandi á móti okkur. Hún átti til svo mikla hlýju og fórnfýsi, sem við fengum öll að njóta. Hins vegar var hún mjög nægjusöm fyrir sjálfa sig. Hún virtist sjálf geta lifað á nánast engu. Amma hét Þórunn Pálína Borgey Guðjónsdóttir. Hún fæddist í Tungu í Fljótavík 5. október 1900. Hún var dóttir Guðjóns Kristjánssonar og Sig- ríðar Finnsdóttur. Á þessum árum fóru allir þeir karlmenn, sem áttu heimangengt til sjóróðra að Látrum, og var langafi minn einn af þeim. Þeir komu oft á helgum með þunga bagga af soðmat yfír Tröllaskarðið, sem var einhver illvígasti fjallvegur þar, þótt ekki væri hann langur. Vorið 1907 fluttist amma með foreld- rum sínum að Látrum. Þau fengu að byggja timburhús á húsatúninu. Húsið var eitt stórt herbergi og lítið eldhús. Þetta þótti góður húsakostur í þá daga. í þessu húsi bjó amma með foreldrum sínum, systur sinni Guðmundínu og fósturbróður sínum Siguijóni og ömmu sinni Kristjönu. Búskapur foreldra hennar var aldrei stór í sniðum, enda engin skilyrði til þess. Þau áttu ekkert land, heldur voru þau í húsmennsku. Bústofninn var ein kýr og fáeinar kindur. Amma var skólaskyld tíu ára gömul, og fljót- lega eftir það sendibréfsfær, eins og hún sagði sjálf frá. Hún missti föður sinn úr lungnabólgu fjórtán ára. Þá var hún send að Horni ásamt ömmu sinni Kristjönu, til Guðmundar föður- bróður síns. Að Horni kynntist amma fyrri eiginmanni sínum, Guðmundi Jenssyni sem fæddur var 1898. Hann hafði ráðist til sjóróðra hjá frænda hennar. Vorið 1919 ákváðu þau að flytja í burtu vestur fyrir Djúp, og fara að búa. Síðan ætluðu þau að ganga í hjónaband þegar búið væri að vinna fyrir giftingarfötunum. Þau leigðu litla kjallaraíbúð í Hnífsdal og voru gefín saman í janúar 1920. I desember 1921 fæddistþeim dóttirin Guðbjörg. Vorið 1922 réðst Guðmundur sem vélamaður á mót- orkútterinn Hvessing, tuttugu tonna bát. í maíbyijun kvaddi Guðmundur konu sína og dóttur í síðasta sinn og hélt til veiða. Hvessingur kom aidrei aftur að landi. Með honum fórust níu manns. Amma varð ekkja tuttugu og eins árs gömul, m_eð fímm mánaða barn að sjá fyrir. Ég heyrði ömmu aldrei vorkenna sjálfri sér, það var öðru nær. Hún varð að duga, og það gerði hún. Hún réð sig í kaupavinnu næstu fimm árin, og tók dóttur sína með sér. Árið 1927 kynntist amma afa mínum, Benedikt Halldórssyni, og gengu þau í hjónaband í október sama ár. Afí fæddist 19. maí 1904 að Miðhúsum í Reykjafjarðarhreppi í ísaljarðardjúpi, sonur hjónanna Halldórs Sigurðssonar og Þórdísar Guðmundsdóttur. Þau bjuggu alla tíð í hjáleigu á prestssetrinu. Þórdís og Halldór eignuðust sjö börn, Sigurð, Guðmund, Þorstein, Benedikt afa, Þorgerði, Sigrúnu og Salóme, sem dó úr spönsku veikinni 1918. Afi fluttist til Hnífsdals og bjó hjá Guðmundi bróður sínum í nokkur ár, eða þangað til hann kynntist ömmu árið 1927. Afí stundaði sjómennsku meðan heilsan leyfði, en síðan vann hann við beitningar. Afi og amma eignuðust fimm börn. Þau eru Sigríð- ur fædd 1928, Halldór fæddur 1930 og dáinn 1967, Þóra fædd 1931, Óskar fæddur 1935 og Guðjón faðir minn fæddur 1937. Þau bjuggu í óeinangruðu timburhúsi með eldhúsi, stofu og litlu svefnlofti, þar sem all- ir sváfu. Hitað var upp með einni kabyssu. Börnin fóru snemma að vinna og hjálpa til við að færa björg í bú. Strákarnir stunduðu sjó frá fjórtán ára aldri, og stúlkurnar hjálp- uðu til við heimilisstörfin. Á .þessum tíma tíðkaðist ekki að mennta sig, og höfðu fæstir efni á því. Auk barn- anna sinna sex, ólu afi og amma upp tvo dóttursyni, þá Jón Ásgeirsson og Þóri Haraldsson. Börnin fluttust eitt af öðra suður, þegar þau uxu úr grasi. Faðir minn fluttist til Reykja- víkur árið 1956, og afi og amma komu suður ári seinna. Þau voru ánægð með að geta gert upp reikninginn í kaupfélaginu fyrir vest- an, og þar með voru eigurnar farn- ar. Þau bjuggu með pabba, og síðar mömmu og mér í Reykjavík fyrstu árin. Þau unnu í Júpíter og Mars þar til þau urðu að hætta fyrir aldurs sakir. Árið 1960 keyptu þau litla íbúð í Skipasundi 26 og bjuggu þar alla tíð síðan. Afi lést árið 1980. Amma stóð sig eins og hetja, eins og hennar var von og vísa. Hún hélt heimili til haustsins 1990, þegar hún fluttist í Hafnarbúðir, og þaðan á Hrafnistu, þar sem hún lést 10. fe- brúar síðastliðinn. Amma og afí voru fastur punktur í lífí mínu á uppvaxtarárunum. Til þeirra var farið í heimsókn að minnsta kosti vikulega á meðan ég var barn. Þau báru mikla umhyggju fyrir velferð okkar og sýndu okkur alla tíð skilyrðislausa ást. í dag kveð ég elsku ömmu mína með söknuð í hjarta og með miklu þakklæti fyrir allt sem hún var mér. Guð blessi hana og varðveiti. Sigurveig Guðjónsdóttir. EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR LÍKA NÝBAKAÐ Amma Þórunn er dáin, sagði ég við son minn sem er fimm ára. Hann svaraði að bragði: „Já pabbi, það er allt í lagi hún fer bara til Guðs.“ Þetta svar sagði mér meira en mörg orð. Amma Þórunn hafði lokið ævi- starfi sínu með sóma og var sátt við allt og allt þegar hún kvaddi hið jarð- neska tilverustig. Hún bjó síðustu æviárin á Hrafnistu og var farin að missa heilsu undir það síðasta. Hún er hvíldinni fegin og ég er viss um að henni líður vel umvafin ástvinum, sem á undan henni voru farnir, hjá afa Benedikt og syni sínum, Halldóri. Amma var orðin 91 árs, fædd 5. október aldamótaárið á Tungu í Fijótavík. Þegar hún var sjö ára fór hún til dvalar á Horni og var þar til 17 ára aldurs, _en þá fluttist hún í Hnífsdal við ísafjarðardjúp. Hún giftist afa mínum, Benedikt Hall- dórssyni, og undu þau hag sínum vel í Hnífsdal. Áður hafði amma misst fyrri eiginmann sinn, Guðmund Jens- son, í sjóslysi. Benedikt afí, sem lést 1980, og amma bjuggu í Hnífsdal til ársins 1957 en þá fluttu þau til Reykjavíkur. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast ömmu og afa vel er ég bjó hjá þeim tvo vetur að Skipasundi 26 í Reykjavík. Hún hugsaði vel um mig þann tíma sem ég staldraði við hjá þeim og kann ég henni bestu þakkir fyrir. Það er sárt að kveðja þann sem manni þykir vænt um. Nú þegar leið- ir okkar ömmu skiljast, renna í gegn- um huga minn ótal minningar. Amma var góð kona. Hún var atork- usöm og drífandi. Þegar hún settist niður voru pijónarnir aldrei langt undan og þeir voru ófáir sokkarnir sem hún pijónaði fyrir yngstu íjöl- skyldumeðlimina. Hún kom til dyr- anna eins og hún var klædd, var trúrækin og fór ekki í grafgötur með það. Það var sama hvenær maður kom í Skipasundið alltaf var amma með eitthvað gómsætt á boðstólum. Hún lagði mikla áherslu á að halda góðum tengslum við börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin. Hún átti ætíð mola til að stinga upp í þau yngstu. Hjá ömmu fundu allir hlýju og um- hyggju. Amma fór oft í heimsókn vestur á ísafjörð eftir að hún fluttist suður og bjó þá á heimili foreldra minna. Hún kunni vel við sig fyrir vestan enda rætur hennar tengdar verst- firsku fjöllunum. Þessar ferðir voru henni mikilvægar og vildi hún helst fara þangað árlega. Ferðirnar vestur verða ekki fleiri, en ég veit að nýju heimkynnin bæta henni þær upp. Guð blessi elsku ömmu mína. Valur Benedikt HATTING brauðið er fryst áður en það er fullbakað. Settu HATTING brauðið í bökunarpokanum í ofninn og stundarfjórðungi síðar er ostabrauðið tilbúið, nýtt og rjúkandi á borðið. Á BARNA- OG FULLORÐINSFATNAÐI HOLLENSKA VERSLUNARFÉLAGIÐ FAXAFENI 9-2. HÆÐ T.V. OPIÐ FRÁ KL. 10-1 8 OG LAUGARDAGA FRÁ KL.10-16 ÖRKIN 1012-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.