Morgunblaðið - 18.02.1992, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.02.1992, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992 Lárus J. Guðmunds son - Minning Mig iangar að minnast Lárusar afa og Elínar ömmu í fáeinum orðum en afi lést 8. febrúar síðastliðinn 87 ára að aldri. Ömmu missti hann 10. febrúar 1987, einnig 87 ára, eftir tiltölulega stutta sjúkralegu. Þegar ég minnist æskuáranna, þar sem afi og amma voru ætíð til staðar, hornsteinar tilverunnar, vin- amörg og félagslynd, bæði komin á sjötugsaldur og alltaf í góðu skapi, man ég hve gott var að kíkja til þeirra milli leikja, fá mjólkursopa og köku og jafnvel betla mola því alltaf áttu þau slíkt til að stinga upp í stóra sem smáa. Hve gott var að hlusta á kyrrðina og hávært klukkut- ifið og fínna stresslausa andrúms- loftið sem einkenndi þau og þeirra kynslóð. í stofunni sat afi við ritvélina og tók saman margs konar fróðleik, skráði örnefni æskuslóðanna í Ama- firðinum og vinnubrögð sem tíðkuð- ust þá til sjós en eru ekki unnin leng- ur og myndu glatast seinni kynslóð- um ef þau yrðu ekki skráð niður. En það vildi afi koma í veg fyrir. c**/*o'92 Verð frá: 969.000,- Greiðslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vatnagörðum 24 virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 — 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 (0 1 Síðan batt hann sjálfur afraksturinn og annað inn í bækur. Meðan heilsan brást honum ekki, sat hann aldrei auðum höndum. Fyrst reyndu smáir fingur að „pikka“ á ritvélina eins og afi gerði, en þeir lengdust og stækkuðu með árunum, svo mörgum árum seinna slógu þeir lipurlega á ritvélina hans nokkrar af greinum hans. Gaman var að hlusta á afa segja frá liðnum tíma og skoða myndirnar hans að vestan. í stað þess að æða um Homstrandir á hveiju ári, vildi hann að ég heim- sækti sveitina hans oftar. Og það ætla ég að gera fyrr en seinna. Elín amma var alltaf svo falleg, ákveðin í fasi og hress. Jafnvel há- öldruð bar hún sig svo vel og skörug- lega. Sem barn dáðist ég að löngu dökku hári hennar þegar hún greiddi það niður og vafði síðan upp í hnút í hnakkann. Hve skemmtilegt var að heyra hana segja sögur og lesa upphátt gamansögur. Eða þegar hún kastaði fram stökum í hita augna- bliksins því hagmælt var hún. Amma hélt heimili fram á síðasta árið sem hún lifði, bakaði kleinur og pönnu- kökur og bar fram með ilmandi súkkulaði. Eftir lát ömmu bjó afi hjá eldri dóttur sinni og tengdasyni, Astu og Eyjólfi, sem önnuðust hann aðdáun- arlega vel, þótt Ásta þurfí að berj- ast við erfíðan sjúkdóm. Síðasta árið dvaldi hann svo á Sólvangi í Hafnar- firði við góða umönnun. Mér þykir vænt um að hafa feng- ið að kynnast ömmu og afa og ég hef þá von að sá tími kom að ég hitti þau aftur, þau þá ung og heil- brigð (Job. 33:25), við langtum betri aðstæður hér á jörðinni en eru í dag. Þegar spádómsorð Biblíunnar rætast að „upp muni rísa bæði rétt- látir og ranglátir" (Post. 24:15) und- ir stjóm ríkis Guðs og Krists, þegar „vilji Guðs verður gerður hér á jörðu sem á himni“ (Matt 6:10) eins og Jesús kenndi fylgjendum sínum að biðja um. Þangað til hvíla þau í minningu Guðs. Hanna. Láras Jón Guðmundsson andaðist að Sólvangi í Hafnarfirði 8. febrúar sl. Láras fæddist í svonefndu Hólm- arahúsi á Bíldudal 12. september 1904. Foreldrar hans voru Guð- mundur Lárusson, fæddur á Arnar- stöðum í Helgafellssveit 1869, og Guðrún Jónsson frá Bjarnarhöfn, fædd 1868. Þau hjón fluttu frá Stykkishólmi til Bíldudals 1901. Lárus átti sín æskuár á Bíldudal og unglingsárin í Bakkadal í Arnarfirði, er foreldrar hans höfðu flutt þangað. Arnaríjörð- urinh var Lárusi mjög kær. Hann var fróðleiksmaður og áhugasamur um að safna minningum. Honum tókst einnig að ná mynd- um af öllum eða nær öllum kirkjum á landinu. Af mörgum hafði hann tekið sjálfur og skrifað um þær. Þá fékkst hann við, á efri árum, að binda inn bækur og náði góðri leikni við það verk. Á Bændaskólanum á Hvanneyri, þar sem hann var við nám, kynntist hann konu sinni, Elínu Kristjáns- dóttur frá Langholtsparti í Flóa, fædd 1899, dáin 10. febrúar 1987. Þau giftu sig 1928 og hófu búskap að Vinaminni í Bakkadal í Arnar- firði og bjuggu þar til þess að þau fluttu til Hafnarfjarðar 1947. Þau eignuðust 3 börn, öll fædd vestra; Ásta Guðríður, hennar maður er Eyjólfur Einarsson; Guðmundur, kona hans er Unnur Einarsdóttir; og Guðrún, maður hennar er Jóhann- es Jónsson. Þau búa öll í Hafnarfirði. Eftir að Láras kom til Hafnar- fjarðar hóf hann störf hjá Jóhannesi Reykdal. Síðan réðst hann til Pósts og síma í Hafnarfírði sem bréfberi og vann við það þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Átti hann miklum vinsældum að fagna, því hann var samviskusamur, lipur og ljúfur, ávallt hress í framkomu. Fljótlega eftir að þau Láras og Elín komu í Hafnarfjörð gengu þau í stúkuna Daníelsher nr. 4. Voru þau bæði mikilvirkir liðsmenn, sístarf- andi við hvað eina til styrktar stúk- unni og Góðtemplarareglunni í heild. Þeim hjónum var margt til lista lagt. Höfðu bæði góða leikarahæfí- leika og tóku oft þátt í leiksýningum innan stúkunnar. Eins var Elín ein- staklega góður upplesari. Hún var gædd sérstökum frásagnarhæfileik- um. Lárus var ávallt í fremstu sveit, að vinna fyrir góðtemplararegluna í Hafnarfirði. Þegar hafíst var handa um tómstundastarf fyrir unglinga (og eldri) á vegum Góðtemplara- hússins (sem bærinn tók við síðar) var Lárus með öðrum góðum er sáu um stjóm þess. Allt unnið án endur- gjalds. Stúkumar í Hafnarfírði sáu um að planta út árlega skógi á sérstöku svæði við Hvaleyrarvatn. Þar stóðu þau Lárus og Elín, með öðrum, vel að verki. Er þetta svæði kallað Templarareitur. Þá má einnig minna á bindindismótin o.fl. o.fl. Meðal annars sat Lárus í fyrstu stórn ís- lenskra ungtemplara — ÍÚT undir forystu hins ágætasta prests séra Árelíusar Níelssonar, sem nú er ný- látinn. Sérstaklega verður Lárusar minnst sem hins góða og hugljúfa félaga, sem ætíð var reiðubúinn til starfa og sem gott var að starfa með. Eftir að heilsa hans bilaði og hann gat ekki lengur staðið að verki, var hugur hans ætíð bundinn starf- inu, og hann leitaði frétta hvernig gengi. Hann er nú kvaddur af miklum innileik, þakklæti til hins góða og trygga félaga fyrir samstarfíð. Blessuð sé minning hans. Með samúð til aðstandenda, kveðja frá stúkunni Daníelsher nr. 4. Hinn 8. febrúar sl. lést á Sól- vangi, Hafnarfirði, gamall vinur og sveitungi, Láras Jón Guðmundsson fyrpverandi póstmaður í Hafnarfirði. Lárus fæddist í Glaumbæ á Bildudal 12. september 1904. For- eldrar hans, Guðmundur Lárasson og Guðrún Jónsdóttir, mikið dugn- aðarfólk, vora bæði ættuð úr byggð- um Breiðafjarðar. Þau fluttust til Bíldudals eins og margir á þeim áram, er Pétur Thorsteinsson hafði þar hvað mest umsvif. Guðmundur stundaði sjómennsku á fískiskútum frá Bíldudal á sumram, en vertíðir sunnanlands á vetrum. Jafnframt byggði hann sér íbúðarhús, fyrst utanvert í plássinu, ofan vegar, en það eyðilagðist í aur- og gijótskriðu, skömmu eftir byggingu. Síðar byggði Guðmundur svonefnt Hólm- arahús utar í þorpinu. Það hús stend- ur enn, en nafnið fékk húsið vegna þess að Guðmundur og Guðrún komu frá Stykkishólmi. Vegna dvínandi atvinnulífs á Bíldudal, flutti ijölskyldan árið 1913 að Vinaminni, grasbýli í landi Bakka, sem var miðsveitis í Ketildaiahreppi við sunnanverðan Arnaríjörð. Hreppurinn er nú sameinaður Suður- íjarðahreppi og nefnist Bíldudals- hreppur. Guðmundur hélt áfram að stunda sjóinn, á skútum, vertíðum sunnanlands á vetrum og svo róðra á árabátum, síðar trillubátum, frá Bakka og víðar í sveitinni. Hann var kappsfullur og talinn góður formað- ur. Grasnyt var lítil, sem fylgdi Vina- minni, en nokkrar skepnur var þó hægt að hafa. Láras ólst þar upp við störf til sjós og lands, en þó meira við sjósókn. Einnig dvaldi hann oft hjá kunningjafólki á sveita- bæjunum í kring á sumram. Verk- kunnátta hjá ungu fólki, sem bjó við svipaðar aðstæður, varð því alhliða og það gat unnið flest störf jöfnum höndum á sjó og landi, enda var mikið farið milli landshluta til ýmissa starfa, aðallega á vetram. Systkini Lárusar vora: Marta, f. 1901, Ólafía, f. 1910, báðar dánar, og Ólafur Tryggvi, f. 1907, en dó sama ár. Lárus var aðeins 14 ára, þegar hann fór að heiman til sjó- róðra. Sjóinn stundaði hann síðan, fyrst á árabátum, síðar trillubátum, þess á milli á þilskipum á handfæra- veiðum, einnig fór hann nokkrar vetrarvertíðir suður á lánd. Árið 1943 hóf hann búskap á nýbýlinu Grænuhlíð í Bakkadal og bjó þar til ársins 1947 að hann flutti til Hafnaríjarðar með fjölskyldu sinni, að Hraunbergi og starfaði fyrst hjá Verksmiðju óg íshúsi Reyk- dals. Á unglingsárum sínum var Láras við nám á Núpi og síðar á Bændaskólanum á Hvanneyri. Hann útskrifaðist þaðan sem búfræðingur árið 1926. Á námsáram sínum á Hvanneyri kynntist hann ágætri konu, Elínu Kristjánsdóttur frá Langholtsparti í Flóa. Þau giftust í Reykjavík árið 1928 og munu hafa ætlað að fara að búa á jörðinni Granda í Bakka- dal, sem þau voru búin að festa sér til ábúðar. En sviplegt fráfall Guð- mundar, föður Lárasar, sem drakkn- aði í sjóferð frá Flateyri til Selár- dals vorið 1929, breytti áformum ungu hjónanna þannig, að þau ílent- ust í Vinaminni hjá móður og yngri systur Lárusar. Stækkuðu þau hús- ið, bættu ræktun og juku bústofn eins og hægt var að hafa á býlinu. Þarna voru þá landþrengsli og veitti ekki af að stunda sjóinn jafnframt, því það vora erfiðir tímar á þessum árum og ekki margra kosta völ. Það breytti samt ekki því að alltaf voru þau hjón jafn ljúf og góð heim að SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. • Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. • Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. • Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjörður: Póllinn hf., AÖalstræti 9. • Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. • Sauðárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu í. • Siglufjörður: TorgiÖ hf., Aðalgötu 32. • Akureyri: Sír hf., Reynishúsinu, Furuvöllum 1. Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a. Þórshöfn: NorÖurraf, Langholti 3. Neskaupstaður: Rafalda hf„ Hafnarbraut 24. Reyðarfjörður: Rafnet, Búöareyri 31. Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins GuÖmunds., Kaupvangi 1. Breiðdalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. Höfn í Hornafirði: Kristall, Hafnarbraut 43. Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Rötum 18. HvolsvöIIur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29. Garður: Raftækjav. SigurÖar Ingvarssonar, HeiÖartúni 2. Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25. C 3 co °I o* o* 3 (Q 0:8 D O* D C 3 Q < O: O ^ 7T -j. Q Q' 3 sc- QÍ =50 Q^ D CL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.