Morgunblaðið - 18.02.1992, Síða 20

Morgunblaðið - 18.02.1992, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992 Forkosningar bandarískra demókrata og repúblíkana í New Hampshire: Fyrrum þingmaður frá Massachus- etts sigurstranglegastur demókrata George Bush forseti vænir Pat Buchanan um neikvæða kosningabaráttu Nasua og Manchester í New Hampshire. Reuter, The Daily Telegraph. Skoðanakannanir gefa til kynna að Paul Tsongas, fyrrum öldunga- deildarþingmaður frá Massachusetts, vinni sannfærandi sigur í for- kosningum bandaríska Demókrataflokksins, sem fram fara í New Hamspshire, í dag, þriðjudag. Svo virðist sem vinsældir Bills Clint- ons, ríkisstjóra frá Arkansas, fari ört dvínandi og er skýringin eink- um talin fólgin í ásökunum þeim sem bornar hafa verið fram á hendur honum á undanförnum vikum. Fullvíst er talið að George Bush forseti vinni sigur í forkósningum repúblíkana, sem einnig fara fram í New Hampshire í dag. Kosningabarátta forsetans þykir hins vegar ekki hafa verið sérlega vel skipulögð. Hugsanlegt er talið að íhaldsmaðurinn Pat Buchanan fái umtalsvert fylgi og telja stjórnmálaskýrendur vestra að það geti skaðað Bush forseta í bar- áttu þeirri sem fram mun fara á næstu mánuðum áður en forseti Bandaríkjanna verður kjörinn þann 3. nóvember. Forkosningarnar í New Hamps- hire eru taldar sérlega mikilvægar. Frá árinu 1952 hefur enginn fram- bjóðandi í forsetakosningum náð kjöri án þess að hafa unnið sigur í New Hamsphire. Gengi frambjóð- enda hefur ævinlega mótast af fylgi því sem þeir hljóta í þessum fyrstu forkosningum líkt og fyrrum forset- ar, þeir Truman, Johnson, Ford og Carter, fengu að reyna á sínum tíma. í forkosningunum verða vald- ir 18 fulltrúar til að sitja landsfund Demókrataflokksins er fram fer 13.-16. júlí þar sem frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í haust verður valinn. Fylgistap Bills Clintons Kannanir gefa til kynna að fylgi frambjóðenda Demókratafiokksins hafi tekið miklum breytingum á undanförnum dögum og vikum. Fyrir skemmstu þótti flest benda til þess að Bill Clinton, ríkisstjóri frá Arkansas, færi með sigur af hólmi. Clinton hefur hins vegar átt í miklum erfiðleikum. Fram komu fullyrðingar um að hann hefði stað- ið í leynilegu ástarsambandi við konu eina í heil tólf ár. Virtist svo sem honum hefði tekist að verjast þessum árásum ekki síst með stuðn- ingi eiginkonu sinnar. Á dögunum neyddist Clinton síðan til að viður- kenna að hann hefði árið 1969 skrifað liðsforingja einum í Banda- ríkjaher, sem vann að herkvaðn- ingu, bréf þar sem Clinton þakkaði honum fyrir að hafa „bjargað" sér undan því að gegna herþjónustu. Skýringar Clintons þóttu ekki sann- færandi og sérfræðingum vestra ber saman um að þessar upplýs- ingar hafi fallið í grýttan jarðveg meðal kjósenda í Bandaríkjunum. Um 27 milljónir Bandaríkjamanna voru á herkvaðningaraldri í Víet- nam-stríðinu en um 15 milljónir manna komust hjá herkvaðningu með sama hætti og Bill Clinton. Þykir þetta um margt minna á ásakanir þær sem fram komu árið 1988 er uppvíst varð að Dan Qua- yle, núverandi varaforseti Banda- ríkjanna, hefði komist hjá því að betjast í Víetnam með því að ganga í sveitir bandarískra þjóðvarðliða. Var fullyrt að hann hefði notað auð fjölskyldu sinnar til að komast hjá því að vera sendur á vígvöllinn. Könnun sem birt var í gær virt- ist staðfesta að algjör umskipti hefðu átt sér stað í herbúðum demó- krata. Samkvæmt dagblaðinu The Boston Globe fær Paul Tsongas 32 prósent atkvæða í forkosningunum í dag. Fylgi Bills Clintons mældist hins vegar um tuttugu prósent. Þrír menn til viðbótar hafa gefið kost á sér í forkosningum demó- krata. Þeir Tom Harkin, öldunga- deildarþingmaður frá Iowa, og starfsbróðir hans Bob Kerrey frá Nebraska reyndust vera með 12 og 11 prósenta fylgi. Lestina rak Jerry Brown, fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu en fylgi hans mældist firnm pró- sent. Átta prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni kváðust ekki hafa gert upp hug sinn. Athygli vakti að allt að tíu pró- sent kjósenda demókrata kváðust ætla að kjósa Mario Cuomo, ríkis- stjóra New York, en hann er ekki í framboði. Kjósendur geta hins vegar bætt nöfnum á listann og þannig komið skoðun sinni á fram- færi. Mjög hefur verið þrýst á Cu- omo um að gefa kost á sér í forkosn- ingunum en hann hefur þráfaldlega neitað. Margir fréttaskýrendur telja hugsanlegt að hann bætist í hóp frambjóðenda fái hann mikið fylgi í kosningunum í dag. Á hinn bóginn er bent á að tími hans sé orðinn naumur því í öllum ríkjunum er til- tekinn framboðsfrestur sem víða er að renna út. Þykir sýnt að Cuomo muni tæpast geta skipulagt kosn- ingabaráttu sína með svo skömmum fyrirvara. Nafn Lloyds Bentsens, öldungadeildarþingmanns frá Tex- as, hefur einnig verið nefnt í þessu viðfangi en hann var varaforseta- efni flokksins í síðustu kosningum árið 1988. Tsongas, sem er 51 árs og lög- fræðingur að mennt, þótti standa sig vel er frambjóðendur Demó- krataflokksins, komu saman til sjónvarpskappræðu á sunnudag. Hinir frambjóðendurnir beindu spjótum sínum að honum en þeim árásum þótti hann veijast fimlega. Tsongas fór hins vegar hörðum orðum um frammmistöðu George Bush á vettvangi efnahagsmála og kvað hana hafa einkennst af röð mistaka. Tsongas, sem er af grísk- um ættum, hætti þingmennsku árið 1985 er í Ijós kom að hann þjáðist af krabbameini. Hann kveðst nú hafa náð fuliri heilsu og engin þreytumerki voru á honum að sjá í sjónvarpskappræðunum sem stóðu yfir í 90 mínútur. Þykir minna á Dukakis Bandarískir stjómmálaskýrendur eru margir þeirrar skoðunar að Tsongas muni eiga erfitt uppdráttar í þeim forkosningum sem eftir eru jafnvel þó að hann vinni sigur í New Hampshire. Ólíklegt þykir að stuðn- ingsmenn demókrata muni fylkja sér um hann en nokkur stefnumála hans þykja engan veginn dæmigerð fyrir flokkinn. Ekki síst þykir sér- staða hans á vettvangi orkumála geta komið honum í koll en einn frambjóðenda hefur hann lýst sig fylgjandi því að kjarnorka verði um fyrirsjáanlega framtíð notuð sem orkugjafi í Bandaríkjunum. Þá hafa nokkrir sérfræðingar Demókrata- Paul Tsongas, fyrrum öldunga- deildarþingmaður frá Massachu- setts, vinnur öruggan sigur í for- kosningum Demókrataflokksins í New Hampshire í dag, þriðju- dag, ef marka má skoðanakann- anir. flokksins af því áhyggjur að fram- boð Tsongas minni um of á fram- boð Michaels Dukakis árið 1988. Dukakis, sem er af grískum ættum og fyrmm ríkisstjóri í Massachu- setts, var valinn frambjóðandi flokksins það ár en George Bush reyndist auðvelt að vinna á honum sigur. Kemur Buchanan höggi á Bush? Samkvæmt könnunum sem birt- ar voru um helgina mun George Bush forseti vinna sigur í forkosn- ingum repúblíkana þar sem slegist er um 23 fulltrúa er sitja munu landsfund flokksins í ágústmánuði er frambjóðandi flokksins í forseta- kosningunum verður valinn. í könn- un dagblaðsins The Boston Globe sem birt var í gær fær Bush 53% atkvæða en helsti andst.æðingur hans, íhaldsmaðurinn Pat Buchan- an, 29%. Afgangurinn kvaðst ekki hafa gert upp hug sinn eða sagðist ætla að styðja frambjóðanda sem engar líkur eru á að sigri. Sam- Israelsher fellir leiðtoga Hizb- ollah í þrautskipulagðri árás Fyrr um helgina höfðu árásarmenn vegið þijá nýliða í ísraelska hernum Reuter Ehud Barak, forseti ísraelska herráðsins og Moshe Arens varnar- málaráðherra voru brosleitir við athöfn er Victor Malca Villanueva, varnarmálaráðherra Perú, kom í heimsókn til Israels í gær. Barak sagðist í gær búast við að árásin á leiðtoga Hizbollah myndi e.t.v. leiða til aukinna hryðjuverka gagnvart ísrael en til lengri tíma litið myndu samtökin veikjast. Sagðist hann gleðjast yfir því hve árásin á Musawi hefði tekist vel. Jerúsalem. Reuter. The Daily Telegraph. ÍSRAELSHER felldi á sunnu- dag Sheikh Abbas Musawi, leið- toga Hizbollah. Kom árásin á bílalest Musawis í suðurhluta Líbanons í kjölfar þess að þrír nýliðar í Israelsher voru drepn- ir á aðfaranótt laugardags þar sem þeir sváfu í herbúðum sín- um. Talið er að Palestínumenn frá Vesturbakka Jórdan hafi verið þar að verki. Talsmaður Hizbollah segir að Musawi hafí beðið bana ásamt eiginkonu og ungum syni þegar ísraelskar þyrlur skutu eldflaugum á Mercedes-bifreið leiðtogans. Einnig féllu að minnsta kosti fimm lífverðir Musawis. ísraelski herinn staðfesti að hann hefði staðið fyr- ir árásinni: „Flugvélamar réðust á lest bíla Hizbollah á veginum frá Jibsheet til Sídon í suðurhluta Lí- banons," sagði talsmaður hersins. „Yfirmaður hryðjuverkasamtak- anna Hizbollah sem var í lestinni var drepinn." Fyrr um daginn hafði ísraelski flugherinn gert árásir á búðir Fatah, sem eiga_aðild að Frelsi- samtökum Palestínu (PLO), í Suður-Líbanon. A.m.k. Qórir féllu í árásunum. Ekki er Ijóst hvort þær aðgerðir voru liður í að und- irbúa árásina á leiðtoga Hizbollah. Árásin á Musawi var þraut- skipulögð að því er virðist. Bæði þyrlur og herþotur tóku þátt í henni. Fregnir herma að áhafnir ísraelsku þyrlnanna hafi skotið u.þ.b. fímm fjarstýrðum eldflaug- um á bílalest Musawis. Bifreið Musawis stóð í Ijósum logum á eftir sem og tvær Range Rover- bifreiðar. Seinna skutu Israelar á Volvo-bifreið sem flutti særða og látna á sjúkrahús. Sheikh Abbas Musawi var kos- inn aðalritari Hizbollah í maí síð- astliðnum. Það voru Hizbollah og samtök tengd þeim, er starfa í Líbanon undir verndarvæng Irana, sem héldu árum saman fjölmörg- um vestrænum gíslum. Musawi er talinn hafa átt stóran þátt í að mörgum gíslum var sleppt á síðari hluta síðasta árs. Hann var 39 ára gamall er hann var myrtur. Talið er að hann hafi verið nánari Raf- sanjani, forseta írans, en forveri hans, Sheikh Subhi Tofali. En þótt hann aðhylltist þá stefnu Irana að gefa eftir í gísla- málinu var hann staðráðinn í að herða baráttuna við ísraéla. Vitað er að hánn var ofarlega á lista Israela yfir eftirlýsta fjendur ísra- elsríkis. Heimildarmenn Reuters- fréttastofunnar segja að ísraelar hafi ætíð haft áreiðanlegar upplýs- ingar um ferðir Musawis og að þeir hafi í raun getað ráðið hann af dögum hvenær sem er. Árásin á Musawi er talin gefa til kynna að ísraelar hafi gefið upp alla von um að semja við Hizbollah um að samtökin láti af hendi sex ísraelska hermenn, lífs eða liðna. Þrír sofandi hermenn vegnir Israelsku nýliðarnir þrír sem felldir voru aðfaranótt laugardags voru bornir til grafar á sunnudag. Tveir þeirra voru innflytjendur sem komu fyrir skömmu frá Sovét- ríkjunum. Árásin var gerð skömmu fyrir miðnætti þegar allir nema níu hermenn í þjálfunarbúð- um nærri Galed í ísrael voru í fríi vegna hvíldardagsins. Búðirnar voru ekki víggirtar og læddust árásarmennirnir inn í þær vopnaðir öxum, hnífum og kvíslum og réðu hermennina þrjá af dög- um. Gröf keis- arafundin Addis Ababa. Reuter. JARÐNESKAR leifar Haile Sel- assie Eþíópíukeisara, sem lést eft- ir að marxistar steyptu honum fyrir átján árum, fundust í leyni- legri gröf á sunnudag. Útvarpið í Addis Ababa sagði að líkið hefði verið grafið undir salerni skrif- stofu Mengistu Haile Miriam, leið- toga marxistastjórnarinnar, í keis- arahöllinni í Addis Ababa. Leit hófst að líkinu eftir að fyrrverandi yfírmaður öryggisvarða hallarinn- ar skýrði frá þvi að hann yissi hvar keisarinn hefði verið grafínn. OPEC dregur úr framleiðslu Genf. The Daily Telegraph. AÐILDARRÍKI Samtaka olíuút- flutningsríkja, OPEC, hafa náð samkomulagi um að draga úrolíu- Haile Selassie

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.