Morgunblaðið - 18.02.1992, Síða 21

Morgunblaðið - 18.02.1992, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992 21 Kynning á efni tónleikanna verður hjá FIH í Rauða- gerði 27 í kvöld kl. 20.00. Sigursveinn K. Magnús- son sér um kynninguna. Fjölmennum! Frá sjónvarpskappræðum frambjóðenda Demókrataflokksins. Frá vinstri: Bill Clinton, Bob Kerrey og Paul Tsongas. kvæmt könnun sem sjónvarpsstöðin CNN lét gera um helgina í sam- vinnu við dagblaðið USA Today fékk forsetinn meira fylgi eða 60% en Buchanan 33%. Sérfræðingar eru almennt þeirrar skoðunar að óhugsandi sé að Buchanan beri sig- urorð af Bush. Á hinn bóginn er mat manna það að hljóti Buchanan umtalsvert fylgi verði það til marks um allvíðtæka óánægju með stjórn forsetans, sem mjög hefur átt und- ir högg að sækja að undanförnu vegna efnahagskreppunnar í Bandaríkjunum. Það geti aftur dregið úr sigurlíkum forsetans í kosningunum. Pat Buchanan, sem er þekktur sjónvarpsmaður og var yfirmaður íjöimiðlaskrifstofu Ron- alds Reagans forseta á sínum tíma, höfðar einkum til þeirra sem lengst eru til hægri í bandarískum stjórn- málum. Buchanan endurtók um helgina fyrri árásir sínar á stjórn George Bush, sem hann kveður hafa svikið öll helstu stefnumál repúblíkana. Einkum hefur Buchan- an gert kosningaloforð forsetans frá árinu 1988 að umtalsefni en þá hét Bush því að skattar yrðu ekki hækkaðir næði hann kjöri. Þetta loforð hefur forsetinn neyðst til að svíkja. Buchanan hefur einnig gert kostnað við heilbrigðiskerfið að kosningamáli sínu auk þess sem hann er hlynntur því að Bandaríkja- menn sýni fulla hörku í viðskiptum sínum við Japani og að herafli Bandaríkjamanna í Evrópu verði kallaður heim. „Neikvæð kosningabarátta“ Buchanans Ýmsum þykir sem Bush forseti og kosningastjórar hans hafi ekki brugðist við ásökunum Buchanans með nógu markvissum hætti. Sjálf- . ur lýsti Bush yfir því um helgina að sú „neikvæða kosningabarátta“ er einkenndi framboð Buchanans myndi ekki koma að tilætluðu gagni. „Neikvæð kosningabarátta" þykir sérlega áhrifamikil í Banda- ríkjunum en eitt helsta einkenni hennar er markvissar árásir á mót- frambjóðendur en minna fer fyrir stefnumálum. Sjónvarpsauglýsing- ar þykja gagnlegar í þessu skyni og er tilgangurinn einkum sá að skapa „neikvæða ímynd“ af and- stæðingnum í hugum kjósenda. Þótti kosningastjórum Bush takast mjög vel upp á þessum vettvangi er hann háði baráttuna við Dukakis árið 1988. Bush forseti hvatti um helgina kjósendur í New Hampshire til að styðja ekki óánægjuframboð. „Þið standið frammi fyrir því að þurfa að taka afstöðu og það ber að taka alvarlega. Þið kjósið ekki þann sem hæst hefur eða þann sem hefur í frammi kröftugustu mótmælin. Ég tel að þið takið kosningar þessar alvarlega," sagði forsetinn en at- hygli vakti að hann nefndi aldrei Buchanan á nafn. Aðstoðarmenn Bush fullyrða að hann muni vinna auðveldan sigur á Buchanan og óháðir sérfræðingar eru á sömu skoðun. „Við eigum engan veginn í erfiðleikum. Það er ekkert sem bendir til þess að við munum lenda í erfiðleikum," sagði Robert Teeter, kosningastjóri for- setans, í sjónvarpsviðtali á sunnu- dag. Pat Buchanan sagði hins veg- ar að niðurstöður forkosninganna í New Hampshire ættu eftir að koma „heimsbyggðinni allri á óvart.“ Kvaðst hann ekki einungis vera sannfærður um að hann gæti sigrað forsetann í forkosningunum heldur gæti hann „gjörsigrað sérhvern frambjóðanda demókrata." { her- búðum Bush er litið svo á að það sé áfall fyrir forsetann verði fylgi Buchanans meira en 30%. framleiðslunni um rúmlega 1,2 milljónir fata á dag. Heildarfram- leiðslan hefur verið um 24,2 milljónir fata á dag en tilkynnt var á laugardagskvöld eftir fjögurra daga ráðherrafund aðild- arríkjanna þrettán að hún yrði minnkuð í 22,982 milljónir fata á dag. Fjórir IRA- menn skotnir Belfast. Reuter. BRESK sérsveit skaut fjóra vopn- aða menn til bana og særði tvo til viðbótar eftir að þeir höfðu reynt að ráðast með vélbyssum á lögreglustöð í bænum Coalisland á Norður-írlandi á sunnudag. Mennirnir sex voru liðsmenn Irska lýðveldishersins (IRA) og á flótta frá lögreglustöðinni þegar sér- sveitinni tókst að umkringja þá við kaþólska kirkju í bænum. Her- maður særðist í skotbardaganum. Götubardag- ar í Mogadishu Nairobi. Reuter. HARÐIR bardagar brutust út að nýju á götum Mogadishu, höfuð- borgar Sómalíu, í gær þrátt fyrir loforð leiðtoga hinna stríðandi fylkinga í borginni um að þeir myndu virða vopnahléssamkomu- lag sem náðist fyrir tilstilli Sam- einuðu þjóðanna á föstudag. Að minnsta kosti 4.000 manns hafa beðið bana og 12.000 særst frá því bardagarnir hófust 17. nóvem- ber. Skæruliðahreyfingar steyptu Mohamed Siad Barre, fyrrverandi einræðisherra landsins, fyrir ári og vopnaðir hópar hafa síðan skipt landinu á milli sín. Agreiningur um breytta efnahagsstefnu; Fjármálaráðherra Póllands segir af sér Varsjá. Reuter. KAROL Lutkowski, fjármálaráðherra Póllands, sagði af sér emb- ætti í gær vegna grundvallarágreinings við aðra ráðherra í ríkis- stjórninni um framkvæmd efnahagsmála. Afsögn Lutkowskis kom á nokkuð óþægilegum tíma fyrir Jan Olszeweski forsætisráðherra því hún var tilkynnt rétt áður en forsætisráðherrann hélt blaða- mannafund til að kynna nýja efnahagsstefnu. Mikill ágreiningur hefur verið um hina nýju efnahagsstefnu stjórnarinnar en hún felur í sér töluverða stefnubreytingu frá síð- ustu ríkisstjórnum. Leszek Balc- erowicz, sem gegndi embætti fjár- málaráðherra undanfarin tvö ár, fylgdi mjög harðri stefnu sem hafði það að markmiði að beijast gegn óðaverðbólgu. Tókst honum að koma verðbólgunni niður og leggja grunninn að umskiptum í átt til fijáls markaðskerfis. Afleið- ing þessarar stefnu var hins vegar einnig að tvær milljónir Pólveija eru nú án atvinnu og framleiðsla hefur dregist saman um þijátíu prósent. Olszewski vill nú leggja minni áherslu á baráttuna gegn verð- bólgunni og auka aðgerðir af hálfu ríkisins til að auka hagvöxt. Telur stjórnin nauðsynlegt að grípa til slíkra aðgerða til að koma í veg fyrir kreppu er gæti ógnað frekari umbótum. Á blaðamannafundi sín- um í gær sagðist hann áfram vera trúr hinum fijálsa markaði en að gera þyrfti „nokkrar mikilvægar breytingar“ á fyrri stefnu. Lutkowski er fjórði yfirmaður fjármálaráðuneytisins sem segir af sér á síðustu tveimur vikum og hafa þeir allir verið fylgt Balc- erowicsz að málum. Olszew.ski hefur enn sem komið er einungis fallist á eina afsagnarbeiðni og hann sagðist í gær ætla að taka upp viðræður við Lutkowski. „Þetta mál er ekki útrætt enn,“ sagði forsætisráðherrann. ^ ^ d p m & s? ESSO STÖÐVARNAR FORVITNILEGAR VÖRUR... ...A FINU VERÐI Startkaplar 200 Amper kr. 639 Loöfóöraöir skinnvettlingar kr. 543 Barnabílsetur kr. 1.656 Tjöruhreinsir Sabilex 1 I. kr. 151 Myndband 180 mín. kr. 395 ...OG ÓTAL MARGT FLEIRA E-180 Olíufélagið hf - ávallt í alfaraleiö AUK / SÍA k9d26-637 L AUKhf k15<J11-244

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.