Morgunblaðið - 18.02.1992, Side 28

Morgunblaðið - 18.02.1992, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992 Frakkland r - ítalskir kaupsýslu- menn særa þjóð- emiskennd Frakka MIKIL ásókn ítalskra kaupsýslumanna, með Fiat-fjölskylduna Agn- elli fremsta í flokki, í að fjárfesta í frönskum matvælaiðnaði hefur komið sárt við þjóðernisvitund margra Frakka. Áhyggjur Frakka eru ekki með öllu ástæðulausar. í ljós hefur kom- 1o að Agnelli-fjölskyldan er í dag orðinn einn voldugasti og umsvifa- mesti aðilinn í frönskum matvæla- iðnaði. í þokkabót er hér einnig um að ræða tilraunir ítalanna til að yfirtaka fyrirtæki sem framleiða vörur sem í raun eru hluti af þjóðar- ímynd Frakka, Chateau Margaux- rauðvín, Roqueford-osta og síðast en ekki síst Perrier-ölkelduvatn. Mörgum Frökkum finnst sem Agn- elli-fjölskyldan sækist hér eftir sjálfu hjarta frönsku þjóðarinnar, því allir Frakkar vita að leiðin að hjarta mannsins liggur í gegnum magann. Agnelli-fjölskyldan hefur vissu- Leiðrétting í töflu yfir stöðu inn- og útlána 15 stærstu sparisjóðanna um síð- ustu áramótm, sem birtist í við- skiptablaði sl. fimmtudag, vantaði upplýsingar yfir útlán veðdeildar Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Þau námu alls 800 milljónum króna þannig að heildarútlán sparisjóðsins námu um áramót um 4 milljörðum og jukust um 4,4% á sl. ári. lega komið ár sinni vel fyrir borð. Fjölskyldan á 5,7% í stærsta fyrir- tæki Frakklands inpan matvæla- iðnaðarins, BSN, sem er dágóður hlutur í Ijósi þess að um 70% hluta- bréfa eru úti á markaðnum. Eignarhaldsfélagið IFIL, sem er í eigu Agnelli-fjölskyldunnar, á góð- an hlut í bankanum Worms, sem aftur á 49% i sykurframleiðandan- um Saint-Louis, sem aftur á 2,8% hlut í BSN! Saint-Louis hefur að auki nú nýlega keypt 13,8% hlut í Source Perrier. Ánnað eignar- haldsfélag í eigu Agnelli, IFINT, á nú þegar 21,3% hlutabréfa í Exor, en það félag er meðal annars eig- andi Perrier, Chateau Margaux og Rocqueford. Þannig hefur ítölunum tekist að tryggja sér 49% hlut í Exor. En Frakkarnir ætla sér ekki að gefast upp baráttulaust þegar jafn mikilvægir þjóðarhagsmunir eru í húfi. Nú hefur BSN myndað banda- lag með Nestlé til að reyna að bjarga Perrier frá grimmilegum örlögum. Hvort það tekst á eftir að koma í ljós. Aftur á móti er ljóst að þrátt fyrir að Frakkland sé stærsti framleiðandi landbúnaðar- afurða í Evrópubandalaginu, þá er frönskum matvælaiðnaði fyrst og fremst stýrt af útlendingum. Utanríkisviðskipti Minni útfíutningur japanskra bifreiða BIFREIÐAÚTFLUTNINGUR frá Japan minnkaði um 0,2% í desemb- er sl. en um 1,3% á öllu síðasta ári. Kemur þetta fram í skýrslu frá Samtökum bifreiðaframleiðenda í Japan en þar segir, að í desember hafi verið fluttar út 503.823 bifreiðar á móti 504.823 í sama mánuði fyrir ári. I desember jókst bifreiðaútflutn- ingur Japana til Norður-Ameríku um 3,6%, aðallega vegna þess, að þá var verið að kynna nýjar gerðir á markaðnum, en yfir allt árið minnkaði hann um 6,3%. Er skýr- ingin á því ekki minni kaup á jap- önskum bílum, heldur sú, að fram- leiðsla japanskra bíla í Bandaríkjun- um sjálfum eykst stöðugt, Útflutningur Japana til annarra Asíulanda minnkaði um 5,7% í des- ember og 0,6% á síðasta ári en í Evrópu nam samdrátturinn í des- ember hvorki meira né minna 23% og 2,3% á árinu öllu. í Miðausturlöndum er hins vegar annað uppi á teningnum. Bifreið- aútflutningur Japana þangað jókst um 51% í desember og 33% á ár- inu. Raunar er aðallega um að ræða, að ástandið sé að jafna sig eftir Persaflóastríðið. í Rómönsku Ameríku jókst innflutningur jap- anskra bíla um 51% í desember sl. og _um 26% á árinu. Á síðasta ári var útflutningurinn 43,4% af samanlagðri framleiðslu japanskra bílasmiðja og verðmætið var 72,87 milljarðar Bandaríkjadoll- ara. Ferðaþjónusta Ferðavakinn kynntur á Selfossi FERÐAVAKINN hf. kynnir tölvuvædda upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn í Hótel Selfossi í dag, þriðjudaginn 18. febrúar, klukkan 13-18. Áformað er að setja upp ferðavaka á helstu ferðamannastöð- um og tengjast 18 upplýsingamiðstöðvum á landinu. Tölvukerfið sem notað er í ferða- vakanum er fólgið í tölvu, prentara og 16“ snertiskjá sem notandinn fær upplýsingar sínar á. Þetta eru upplýsingar um tiltekna landshluta eða þjónustuþætti, svo sem ferða- máta, hótel, bílaleigur, sundstaði eða veitingastaði. Tölvukerfið UTSALA Stórkostleg rýmingarsala á ákveðnum vörutegundum meðan byrgðir endast Myndbandsvélar frá kr 49.900,- byggir á margmiðlunartækni sem blandar saman hljóði, texta og mynd og birtir á einum og sama tölvuskjánum. Þetta býður upp á að ferðamaðurinn getur séð lifandi myndir í kerfinu en þar verða myndir frá 200 helstu perlum úr náttúru íslands auk þess sem unnt verður að skoða flóru og fugla landsins. Ferðamaðurinn getur fengið útprentaðar allar þær upp- lýsingar sem á skjánum birtast og haft með sér. Auðvelt verður að koma nýjum upplýsingum inn í kerfið frá selj- endum ferðaþjónustu en upplýs- ingamiðstöðvar verða tengdar saman í þessu kerfi. Jafnframt gefst möguleiki á að miðla í því fréttum og veðurfregnum. Allir þeir sem veita ferðamönnum þjón- ustu verða skráðir inn í kerfið en aðeins þeir sem kaupa áskrift og gagnainnsetningu fá birtar þær upplýsingar sem skipta öllu máli fyrir ferðamanninn. Eigendur Ferðavakans hf. eru Upplýsingamiðstöð ferðamála, Fjarhönnun hf., og Bain Business Sölution Skotlandi. Sig. Jóns. Samtök * Islensk verslun stofnar Flutningakauparáð HIN nýstofnuðu samtök, íslensk verslun, efna til stofnfundar Flutningakauparáðs í dag, þriðjudag og er hann opinn öll- um þeim sem eru kaupendur að Myndavélar frá Kr. Missið ekki af þessu einstaka tnkifœri Rammar frá kr. Verslanir HANS PETERSEN HF Bankastræti, Glæsibæ, Austurveri, Laugavegi 178,Kringlunni, Lynghálsi og Hólagarði BOSCH Bor og brotvélar GBH 745 DE Bor/brotvél 880 W. Borar í stein allt að 45 mm. Stiglaus rofi. Þyngd aðeins 7,5 kg. UBH 12/50 Bor/brotvél 1100 W. Borar í stein allt að 50 mm. Þyngd 12,5 kg. Gunnar Ásgeirsson hf. Borgartún 24 Sími: 626080 Fax: 629980 Umboðsmenn um land allt flutningum. Að sögn Birgis R. Jónssonar, formanns Islenskrar verslunar, er stofnun ráðsins nú að nokkru leyti viðbrögð við ákvörðun Verðlagsráðs um að gefa verðlagningu farmgjalda frjálsa en lengi hafi verið þörf fyrir fagleg samtök kaupenda flutninga hérlendis. Að sögn Birgis stendur íslensk verslun að stofnun Flutningakaup- aráðs vegna þess að félagsmenn hennar eru stærstu kaupendur flutninga hérlendis en Islensk verslun var nýverið stofnuð af Bíl- greinasambandinu, Félagi ís- lenskra stórkaupmanna og Kaup- mannasamtaka Islands. Birgir tel- ur að hingað til hafi vantað samtök kaupenda flutninga sem búa yfir sömu sérþekkingu og seljendur flutninga gera. Birgir segir Flutningakauparáð að nokkru leyti vera viðbrögð neyt- enda flutninga við frjálsri verðlagningu á flutningum en ráð- ið mun m.a. láta sig varða sjóflutn- inga, landflutninga, loftflutninga, hafnarmál, þ.m.t. flughafnir, póst- og fjarskipaflutninga, vöruflæði,- stjórnun og hagræðingu. Þá geti ráðið einnig gefið hinu opinbera ráð og upplýsingar um sjónarmið kaupenda flutninga. Flutninga- kauparáð eru starfandi í öllum löndum Evrópu og víðar um heim að sameiginlegum hagsmunum flutningakaupenda. Stofnfundur Flutningakaupar- áðs verður haldinn kl. 18.00 í Húsi verslunarinnar á 6. hæð í fundarsal íslenskrar verslunar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.