Morgunblaðið - 18.02.1992, Side 30

Morgunblaðið - 18.02.1992, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992 Fækkun kennslu- stunda í grunnskóla eftirJónÁ. Gissurarson íslensk stjómvöld hyggjast fækka lágmarkskennslustundum í 4. til 10. bekk grunnskóla um tvær stundir á viku. Þetta er talið spara 180 milljónir króna á ári. Vegna þessa hefur verið þyrlað upp blekkingum ekki litlum. For- maður Kennarasambands íslands, Svanhildur Kaaber, hefur gengið ''v>ar fram fyrir skjöldu. Á foreldra- fundi í Reykjavík lagði hún slíkt að jöfnu við að tveimur skólum þar yrði lokað eða heilum árgangi yrði meinuð skólaganga. „Um allar sagnir hallaði hann mjök til og ló frá víða,“ eru orð Njálu um frásögn Gunnars Lamba- sonar af viðbrögðum Skarphéðins í brennunni. Að breyttum breyt- anda mætti heimfæra þessi orð upp á ræðu Svanhildur á fundi þessum. Lítum nú á staðreyndir. Lág- marks stundafjöldi í 4. bekk er 27 stundir á viku. Hann hækkar svo bekk úr bekk og er 35 stúndir í þremur síðustu bekkjum. Megin- hluti þeirra er bundinn hinum ýmsu námsgreinum. Ekki á að skerða þessar stundir. Síðan koma nokkrar stundir, mismunandi margar eftir bekkjum, „til ráðstöf- unar skóla“. Af þeim skal klípa tvær stundir í hverri deild. Lág- marks stundafjöldi á viku yrði því í þremur síðustu bekkjum 33 á viku og í stað 35 nú. Allir sem kennt hafa unglingum vita að námsgeta þverr er vissum stundafjölda á dag er náð. Meðan Jón Á. Gissurarson kennt var sex daga í viku þótti hámarksskammtur á dag sex stundir, enda töldu kennarar síð- ustu tíma skila minni árangri en fyrr á degi. Þegar vinnuvika stytt- ist í fimm daga hélst vikustunda- fjöldi óbreyttur svo að vinnudagar lengdust. Er nú svo komið að suma „Hlutlaus rannsókn kynni að leiða í ljós að stytting þessara löngu daga yrði námi ung- linga til framdráttar en þeim ekki fjötur um fót:“ daga sitja grunnskólanemar átta stundir á skólabekk. Hlutlaus rannsókn kynni að leiða í ljós að stytting þessara löngu daga yrði námi unglinga til framdráttar en þeim ekki fjötur um fót. Þessi 180 millj. króna sparnaður bitnar á launagreiðslum kennara, stöðugildum fækkar og yfirvinna þeirra gæti dregist saman. Því er eðlilegt að kennurum bregði í brún. Slík yrðu viðbrögð allra launastétta við sömu aðstæður. Frá sjónarhóli nemenda gæti þetta þýtt spor í rétta átt, og lang- ir vinnudagar styttust. Sú hlið mála hefur horfið í skugga þess moldviðris sem upp hefur verið þyrlað. Svanhildur Kaaber er ekki full- trúi nemenda heldur kennara enda þeirra þjónn. Þegar hagsmunir þessara hópa skarast leggst hún á sveif með kennurum. Hún getur ekki fremur en aðrir þjónað tveim- ur herrum og verið báðum trú. Fræðsluyfirvöld segja þessa skerð- ingu einungis skammtíma fyrir- brigði. I stað þess að lengja skóla- dag að nýju teldi ég ráðlegra í þess stað að auka þann tímafjölda sem skólar fá til fijálsra afnota til styrktar nemendum á ýmsa vegu. Hver og einn skóli ætti sjálfur að ráða því til hvers þeim væri varið. Heimamenn vita best hvar skórinn kreppir að. Menn ættu nú að slíðra sverð sín og leita leiða. Málum grunn- skóla verður ekki ráðið til farsælla lykta á háværum fjöldafundum heldur með rólegri yfirvegun. Höfundur er fyrrverandi skólasijóri Gagnfræðaskóla Austurbæjar. RJBfcJD KENNSLA Námskeið sem hefjast á næstunni Málun með vatnslitum 40 stunda kvöldnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Þú lærir litameðferð, lita- fræði, myndbyggingu og meðferð vatnslita. Leiðbeinandi: Elín Magnúsdóttir. Litir og lýsing íheimahúsum Þú lærir hvernig nota má liti og lýsingu til að breyta umhverfinu og um áhrif þessara þátta á sálarlíf og vellíðan. Farið yfir mismun- andi tegundir lýsingar fyrir ólíkar aðstæður og hvað fram hefur komið á undanförnum árum. Leiðbeinendur: Anna Pála Pálsdóttir og Sigurður Jónsson. Stafsetning Áttu í erfiðleikum með stafsetninguna? Þú lærir helstu stafsetningarreglur og þjálf- ast í að skrifa rétt. Leiðbeinandi: Helga Kristín Gunnarsdóttir. Sölutækni Tvö námskeið, annað fyrir afgreiðslufólk í smásölu, hitt fyrir sölumenn, sem selja til endurseljenda eða beint til neytenda. Fyrir- lestrar, verklegar æfingar og umræður. Stuðst við bandarískt kerfi sem hefur verið aðlagað íslenskum aðstæðum. Leiðbeinandi: Torfi Geirmundsson. Bókfærsla Þú lærir öll undirstöðuatriði bókfærslunnar, daglegar færslur, uppgjör og frágang. Leiðbeinandi: Örn Gylfason. Að rata um peningafrumskóginn Þú öðlast innsýn í fjármálaheiminn. Fjallað m.a. um meðferð og ávöxtun sparifjár, verð- bréfamarkaðinn, lánamál og fjárfestingar. Fyrirspurnir og umræður. Leiðbeinandi: Friðrik Halldórsson. Notuð kerfismót óskast Húsvirki hf. óskar eftir að kaupa notuð kerfis- mót. Upplýsingar gefa Gunnar í síma 76110, Hans í síma 35832 og Stefán í síma 685853. JC-BORG 6. félagsfundur JC-Borgar verður haldinn á Hótel Sögu, Átthagasal, í kvöld, 18. febrúar, kl. 20.30 stundvíslega. Gestur fundarins verður borgarstjórinn í Reykjavík, Markús Örn Antonsson. Aðalfundur Aðalfundur Tollvörugeymslunnar hf. verður haldinn í fundarsal Hoiiday Inn, Sigtúni 38, Reykjavík, kl. 17.00, þriðjudaginn 10. mars 1992. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Útgáfa jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál. Stjórnin. TOLLVÖRU - GEYMSLAN HF FRÍOCYMSLA ■ VÖRUHÓTKL HÉÐINSOOTU 1-3 105 REYKJAVlK Félag íslenskra rafvirkja Nánari upplýsingar um námskeiðin, stað- setningu, tíma og verð á skrifstofu Tómstundaskólans, Grensásvegi 16A, sími 677222. TÚMSTUNM SKOUNN Skólavöróustig 28 Sími 621488 Félag íslenskra rafvirkja heldur fund um kjarasamningana fimmtudaginn 20. febrúar kl. 18.00 í Félagsmiðstöð rafiðnaðarmanna á Háaleitisbraut 68. Dagskrá: 1. Staða kjarasamninganna. 2. Heimild trúnaðarráðs til boðunar verkfalls. 3. Önnur mál. Félagar, mætið vel og stundvíslega og takið þátt í mótun stefnunnar. Stjórn FÍR. Fræðslufundur í Kársnessókn: Úr heimi hamingjunnar „Úr heimi hamingjunnar" er yfirskrift erindis sem dr. Eyjólfur Kjalar Emilsson, heimspek- ingur, flytur á fræðslufundi fræðslunefndar Kársnessóknar í safnaðarheimilinu Borgum, Kastalagerði 7, miðvikudaginn 19. febrúar nk. kl. 20.30. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fræðslunefnd Kársnessóknar. □ EDDA 59922187 - 2 Atkv. HELGAFELL 59922187 IVA/ 2 I.O.O.F.Ob. 1 =1732188'/2 = NK I.O.O.F. Rb. 4 = 1412188 - 8V2.O. □ FJÖLNIR 599202187=1 Frl. □ SINDRI 59922187 - 1 FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S-‘ 11798 19533 Ferðir og félagsstarf fyriralla Þriðjudagur 18. feb. kl. 20. Kvöidganga á fullu tungli í Vífilsstaðahlíð Létt ganga um skemmtilega skógarstiga í Heiðmörk. Áning við kertaljós í Maríuhellum. Verð 500,- kr., frítt f. börn m. fullorðn- um. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. (Stansað m.a. á Kópavogshálsi). Áttavitanámskeið Uppselt er á námskeiðið 19., 20. og 27. febrúar, sem auglýst hef- ur verið að undanförnu. Það er einnig kynnt í nýju fréttabréfi F.i. sem kemur út í vikunni. Ver- ið er að athuga með nýtt nám- skeið. Vetrarfagnaður Ferðafélagsins 7. mars Félagar og aðrir, mætið vel á vetrarfagnaðinn laugardaginn 7. mars. Hann verður haldinn í Básum Ölfusi (fjós og hlaða inn- réttað sem veitingastaður). Rútuferð úr bænum kl. 18. Pant- ið fljótlega. Það borgar sig að gerast félagi í Ferðafélaginu. Ferðafélag islands. ÚTIVIST Hallveigarstfg 1, sími 14606 Helgin 21 .-23. febrúar Góuferð í Bása Kynnist Þórsmörk að vetri til. Gist í góðu húsi. Fararstjóri: Björn Finnsson. Tindfjöll undir fullu tungli: Göngu- og skíðaferð. Gist ÍTind- fjallaskála. Um 4 klst. gangur upp i skálann. Fararstjóri: Þráinn Þórisson. Brottför kl. 20 í báðar feröirnar. Uppl. og miðasala á skrifstofu Útivistar. ADKFUK Matarfundur í kvöld kl. 19.00 í Kristniboðssalnum, Háaleitis- braut 58. Á eftir er dagskrá í umsjá Kristínar Möller. Miðinn gildir sem happdraettismiði. Landæamtök foreldra barna meWeserfiöleika Hugó Þórisson heldur fyrirlestur á almennun fundi á Hótel Loftleiöum fimmtu- daginn 20. febrúar kl. 20, um efnið: „I hverju greining sálfraeð- inga á börnum með leserfiðleika er fólgin og á hvern hátt er hægt að nýta greininguna við kennslu og aðstoð við börnin." Félagar fjölmennið. Áhugafólk velkomið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.