Morgunblaðið - 18.02.1992, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992
31
Minning:
Ásmundur Sigurðsson
fyrrv. alþingismaður
Kveðja til föðurbróður
Hann Ásmundur föðurbróðir
okkar er dáinn. Alltaf verður maður
jafn undrandi þegar maðurinn með
ljáinn lætur til skarar skríða, jafn-
vel þó skugga hans hafi brugðið
fyrir. En Ásmundur tók honum með
sama æðruleysi og einkenndi allt
hans líf. Hann var að verða níræður
en því trúði varla nokkur maður
því hann var alltaf eitthvað að sýsla,
alveg fram á síðasta dag. Hann
hafði lifandi áhug aá þjóðfélagsmál-
um og umhverfi sínum, ekki síst
skógrækt. Trjágróðurinn við bústað
þeirra hjóna í Grímsnesinu ber
glöggt vitni um þá alúð sem ein-
kenndi öll hans verk.
Það var ekki asinn á honum Ás-
mundi, alltaf jafnlyndur, rólegur og
hlýr. Með þessu jafnaðargeði komst
hann ekki síður á leiðarenda en
aðrir. Við minnumst hans úr Kefla-
víkurgöngu: Hann er kominn fast
að áttræðu, gengur ótrauður á jöfn-
um hraða, heldur áfram þegar aðr-
ir hvílast, veit að fætumir stirðna
ef hann sest niður, afþakkar hæ-
versklega öll boð um að setjast upp
í bíl einhvem spotta. Árla næsta
morgun kemur hann gangandi frá
Barónsstígnum vestur í bæ meðan
þeir yngri eru enn að jafna sig. í
okkar huga er þetta lýsandi fyrir
Ásmund.
Ásmundur bjó yfir mikilli þekk-
ingu og víðsýni. Nú þegar föður-
bróðir er farinn fyrir fullt og allt
hörmum við að hafa ekki nýtt okk-
ur betur þennan viskubrunn.
Við vottum Guðrúnu, eftirlifandi
eiginkonu Ásmundar, okkar dýpstu
samúð og þökkum liðnar samvem-
stundir, bæði heima á Barónsstíg
og í Kolgrafarkoti.
Anna M. Hlöðversdóttir,
Þorgerður Hlöðversdóttir,
Páll Hlöðversson,
Sigurður Hlöðversson.
Orð eru lítils megnug á stundu
sem þessari þegar góður nágranni
er genginn á vit örlaga sinna. Ekki
óraði mig fyrir því að við Ásmund-
ur ættum ekki eftir að hittast í
sumarhúsum okkar á komandi
sumri eins og undanfarin ár.
Báðir byggðum við fyrir um 25
árum sumarhús í Norðurkotslandi
í Grímsnesi, lönd okkar láu mjög
nærri hvort öðru og var umgengni
því miki! á milli okkar Ásmundar
og hans góðu konu Guðrúnar
frænku minnar.
Það var gaman að fylgjast með
hvernig þau hlúðu að og ræktuðu
land sitt með fallegum trjám og
öðrum gróðri af öllum tegundum
enda árangurinn slíkur að land
þeirra er orðið eitt fallegasta sum-
arbústaðaland i Norðurkotslandi.
Við hjónin munum sakna þess í
sumar að eiga ekki von á því að
sjá Ásmund koma gangandi upp
veginn til okkar eins og svo oft
áður, stór og myndarlegur, svipur
hans glaðlegur og geislandi af göfgi
og góðvild. Handtak hans var þétt
og höndin hlý. í öllu sínu yfirlætis-
leysi og hógværð lét hann engan
ósnortinn sem honum kynntust.
Slíkum mönnum er allstaðar vel
fagnað og alstaðar aufúsugestir.
Nú að leiðarlokum finnst mér
ljúft og skylt að þakka fýrir ein-
læga vináttu, hugljúf kynni og
tryggð við okkur hjónin.
Við kveðjum mætan mann og
munum minnast hans með hlýhug,
þakklæti og virðingu.
Elskulegri eiginkonu og öðrum
aðstandendum vottum við einlæga
hluttekningu. Blessuð sé minning
Ásmundar.
Elín og Magnús Bergsteinsson.
Góður maður er genginn. Hann
Ásmundur sem stóð við hlið Guð-
rúnar frænku okkar og var hennar
besti vinur og félagi. Það sem ein-
kenndi hann var einstök ljúf-
mennska og kurteisi og þessi virð-
ing sem hann bar fyrir öllu lifandi.
Okkar fyrstu minningar um Ás-
mund eru frá því er við vorum litlar
stelpur í Kolgrafarkoti. Fyrstu
heimsóknirnar liðu við drullumall,
bangsaleiki og ævintýrasögur Ás-
mundar. Leist honum oft ekkert á
lesefnið sem við fluttum með okkur
í bústaðinn; Tarzan apabróður og
fleiri spennusögur og kynnti þess
vegna fýrir okkur heim Kiplings og
HC Andersens.
Árin liðu, við stækkuðum en
Guðrún og Ásmundur breyttust
ekkert. Heimsóknir í Kolgrafarkot
urðu að árlegum viðburði og eru á
meðal okkar uppáhaldsminninga
frá unglinsárunum, þar voru oft líf-
legar umræður um landsins gagn
og nauðsynjar. Ásmundur var víð-
lesinn og vel að sér á öllum sviðum
og þar að auki rammpólitískur.
Hinn sósíalíski boðskapur komst vel
til skila hjá okkur frænkunum og
því til sönnunar gengum við ásamt
þeim og fleiri félögum friðar-
gönguna 1983. Það er ekki þar með
sagt að sumarbústaðaferðirnar hafi
verið dulbúnir sellufundir heldur
frekar að við höfum tekið okkur
þau til fyrirmyndar og litið upp til
þeirra.
Occidente Sole
Við skuium só!
sömu báðir
hinsta sinni
við haf líta; -
létt mun þá leið
þeim, er ljósi móti
vini studdur
af veröld flýr
(J. Hallgr. þýddi.)
Elsku Guðrún, minningarnar lifa.
Sólveig Einarsdóttir og
Sigrún B. Jakobsdóttir.
Sigurður K. Pálma-
son — Kveðjuorð
Fæddur 10. júní 1964
Dáinn 22. nóvember 1991
Það var laugardagsmorguninn
23. nóvember að bróðir minn færði
mér þær sorgarfréttir, að systur-
sonur okkar hefði drukknað kvöld-
ið áður, ásamt fjórum skipsfélög-
um sínum, er Eldhamar GK stran-
daði við Grindavík. Einn skipveiji
komst lífs af. Þvílíkt reiðarslag,
mér fannst ég lostinn þungu höggi
og að þokan yrði enn þéttari þenn-
an nóvembermorgun. Á slíkum
stundum vakna ýmsar spurningar
og efasemdir um handleiðslu Guðs.
Hver skyldi vera tilgangurinn með
að hrífa burtu unga menn frá
heimili og ástvinum? Við sem eftir
stöndum skiljum það ekki og eig-
um erfitt með að sætta okkur við
það.
Siggi Kári, eins og hann var
kallaður af ættingjum og vinum,
var fæddur 10. júní 1964 á Húsa-
vík. Foreldrar hans voru Guðný
Káradóttir frá Hóli á Tjörnesi og
Pálmi Guðmundsson frá Ytriskál
í Köldukinn. Siggi átti einn albróð-
ur, Ragnar Leif, sem búsettur er
í Reykjavík.
Siggi flutti ungur með móður
sinni að Knútsstöðum í Aðaldal,
er hún giftist Jónasi Jónssyni. Með
honum eignaðist hún þrjú börn.
Jónas gekk honum í föðurstað og
leit alltaf á hann sem eitt af sínum
börnum. Hann átti ennfremur tvo
hálfbræður samfeðra. Á Knúts-
stöðum ólst hann upp, gekk í
Hafralækjarskóla í Aðaldal og í
Héraðsskólann að Laugum. Að
skóla loknum lá leiðin að heiman
til ýmissa starfa, en ungur fór
hann að stunda sjó, og var það
hans ævistarf. Oftast var hann á
bátum frá Grindavík, en lík á bát-
um frá Hrísey og Akureyri.
Árið 1984 kynntis hann ágætri
stúlku, Hörpu Guðmundsdóttur
frá Grindavík, hófu þau sambúð
1985 og eignuðust tvo syni, Arnar
Þór, fæddan 11. aprfl 1986, og
Fannar Geir, fæddan 3. desember
1990. Siggi og Harpa áttu fallegt
heimili á Selsvöllum 6 í Grindavík,
og reyndist hann góður heimilis-
faðir og ástríkur sonum sínum og
konu.
Þó heimili hans stæði suður í
Grindavík leitaði hugur hans oft
norður, og þar sannaðist að römm
er sú taug sem rekka dregur föður-
túna til. I öllum fríum og á hátíð-
um var farið norður á vit frænda
og vina.
Nú þegar leiðir skilja um sinn
er margs að minnast og margt að
þakka. Fram í hugann koma minn-
ingar um ljúfan og glaðan dreng
sem vildi vita skil á hinum ýmsu
hlutum, síðan lífglaðan og bjart-
sýnan ungling sem naut lífsins í
ríkum mæli. Þrátt fyrir að aldurinn
færðist yfir hann breyttist þetta
ekki, alltaf sama ljúfmennskan og
létta viðmótið hvar sem fundum
bar saman.
Minningar um slíka menn er
gott að eiga, þær hugga og styrkja
á erfiðum stundum. Ég og fjöl-
skylda mín sendum öllum sem um
sárt eiga að binda innilegar sam-
úðarkveðjur og biðjum Guð að
styrkja þau öll, megi minningin
um ljúfan og góðan dreng lýsa
þeim gegnum sorgarmyrkrið.
Ég veit að landtakan handan
móðunnar miklu hefur verið góð
fyrir frænda minn og vin. Hafi
hann þökk fyrir allt og allt.
Kristján Kárason.
Sigríður Alexanders-
dóttir - Minning
Fædd 13. júní 1910
Dáin 10. febrúar 1992
Það er erfitt á stundum sem þess-
ari þegar einhver svo kærkominn
manni er látinn. Að takast á við
staðreyndirnar og sætta sig við
gang lífsins. Það er svo furðulegt
til þess að hugsa að nú sé hún elsku
amma farin frá okkur og að við
eigum ekki aftur eftir að sjá hana
eða njóta samvista við hana í bráð.
Amma fæddist á Stóra-Hrauni,
Eyrarbakka, 13. júní 1910. Amma
giftist afa okkar Sveini Tómassyni
málarameistara 25. desember, jóla-
dag, árið 1931. Þau byggðu sér
heimili á Bræðraborgarstíg 35, þar
sem amma hefur búið alla tíð, þar
til hún fluttist að Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund sín síðustu æviár,
en afi lést 23. júní 1960.
Amma eða amma Sigga eins og
við kölluðum hana var besta amma
amma sem hægt er að hugsa sér í
hugum okkar. Hún var mjög heil-
steyptur persónuleiki sem mátti
ekkert aumt sjá og var það henni
þvert um geð er illa var talað um
náungann. Við systkinin eigum öll
mjög góðar minningar frá samvist-
um okkar við ömmu. Hún var alltaf
tilbúin að ræða við okkur börnin,
sýna okkur hlýju og vera okkur
vinur í raun. Það var gott til þess
að vita, að ef eitthvað bjátaði á var
hún okkar stoð og stytta. Þegar
maður lítur til baka til æskuáranna
þá er amma alltaf stór hluti af þeirri
minningu. Við urðum þeirrar gæfu
aðnjótandi að fá svo að segja að
alast upp með ömmu, þar sem hún
kom gjarnan til okkar um helgar
og dvaldi hjá okkur þar til hún
þurfti að mæta til næsta vinnu-
dags. Amma vann seinni hluta ævi
sinnar utan heimilisins. Hún vann
hjá Sláturfélagi Suðurlands í pylsu-
pökkun eða þangað til heilan leyfði
ekki meira. Hún var mjög duglegur
og samviskusamur starfskraftur og
höfúm við aldrei heyrt annað en
hun hafi verið vel liðin af sínum
samstarfsfélögum. Það var ekki svo
sjaldan þegar maður fór í bæinn
að maður kæmi við í vinnunni hjá
ömmu til þess að heilsa upp á hana
eða væri henni samferða og færi í
heimsókn til henanr á Bræðró eins
og það var kallað. Það var aldrei
svo komið þangað að ekki væri tek-
ið á móti manni með einhverju góð-
gæti, eða að maður skryppi fyrir
hana út í búð að kaupa eitthvað,
því það var alltaf viðkvæðið hjá
henni „en ég á ekkert gott handa
þér“ og einnig var þetta sagt þegar
maður kom til hennar á elliheimilið.
Það er ekki hægt að kveðja
ömmu nema að minnast á það fáein-
um orðum að nafna hennar Sigríður
bjó hjá ömmu sinni árin 1977 til
1986, þar til amma fór á elliheimil-
ið. Samband þeirra var mjög kært
og máttu þær ekki af hvor annarri
sjá og það var þeim mjög sárt að
skiljast þegar amma flutti á elli-
heimilið en Sirrý í sína íbúð. Hún
kom samt til ömmu sinnar daglega,
því hún vissi að amma saknaði
hennar og það var gagnkvæmt.
Hún hugsaði mjög vel um ömmu
sína sem endranær, þó svo að leiðir
þeirra hefðu skilið. Söknuður henn-
ar er sár. En um leið og við kveðj-
um elsku ömmu í dag viljum við
þakka fyrir að hafa átt hana að.
Við biðjum góðan guð að taka
vel á móti elsku ömmu og við vitum
að nú getur hún á ný hafið samvist-
ir við afa eftir langan aðskilnað.
Við þökkum elsku ömmu fyrir
allt það sem hún veitti okkur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gunnhildur.
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar nokkrum orðum.
Sigríður fæddist á Stóra-Hrauni,
Eyrarbakkahreppi, 13. júní 1910.
Dóttir Helgu Jónasdóttur og Alex-
anders Arnórssonar. Helga var við
nám í Máleysingjaskóla sem var að
Stóra-Hrauni en Alexander ráðs-
maður þar. En vegna erfiðra að-
stæðna gátu foreldrar Sigríðar ekki
haft hana hjá sér, var hún því sett
í fóstur til hjónanna Ingveldar Jóns-
dóttur og Sæmundar Guðmunds-
sonar er bjuggu að Foki, Eyrar-
bakkahreppi, en síðar að Bræðra-
borg, Stokkseyrarhreppi, þar sem
Sigríður ólst upp hjá þeim og böm-
um þeirra, Jóni, Guðríði og Þuríði,
sem alltaf litu á hana sem systur
sína. Helga og Alexander hófu síðar
búskap að Ásakoti í Flóa. Þar eign-
uðust þau tvö börn, Guðmund, nú
búsettan í Reykjavík og Guðrúnu,
búsetta á Stokkseyri. Eftir andlát
Alexanders fluttist Helga móðir
þeirra til Guðrúnar dóttur sinnar
og Hallgríms tengdasonar síns. Bjó
hún hjá þeim þar til hún lést í ágúst
1960. Mjög kært var með þeim
systkinum þó ekki væru þau uppal-
in saman. Einnig áttu þau systkin
hálfsystur, Guðbjörgu Álexanders-
dóttur, er lengst bjó að Ásgríms-
stöðum á Fljótsdalshéraði.
Sigríður fluttist til Reykjavíkur
og giftist Sveini Tómassyni málara-
meistara, bjuggu þau lengst á
Bræðraborgarstíg 35. Sigríður
missti mann sinn 1960. Sigríður og
Sveinn eignuðust þrjú börn, Sæ- .
mund Inga, Vilhelmínu Sofíu og
Guðlaugu Helgu. Þau eru öll búsett
í Reykjavík. Tengdafaðir Sigríðar
var til heimilis hjá þeim hjónum í
17 ár. Sigríður sagði við mig að
það hefði verið sér mikil ánægja
að hafa hann á heimilinu, börnin
dáðu afa sinn og þótti mikið til
hans koma. Heimili þeirra Sigríðar
og Sveins stóð ætíð opið öllum ætt-
ingjum og vinum, enda voru þau
gestrisin og góð heim að sækja.
Eftir að Sveinn lést bjó Sigríður
ein, utan smátíma sem hún bjó hjá
okkur hjónum. Dótturdóttir og
nafna, Sigríður, flutti til ömmu
sinnar og bjó hjá henni síðustu árin
sem hún hélt heimili og getum við
seint fullþakkað henni hversu vel
hún hugsaði um ömmu sína. Amma
Sigga eins og hún var ávallt kölluð
innan fjölskyldunnar, var ekki há-
vaxin kona en þeim mun meiri var
hennar hjartahlýja og góðvild ekki
síst gagnvart þeim sem minna
máttu sín. Börnum okkar Helgu
hlaust sú ánægja að alast upp í
fangi ömmu sinnar og nálægð henn-
ar í uppvextinum. Gott var að leita
til ömmu Siggu ef eitthvað fór öðru-
vísi en til var ætlast.
Tóta vinkona og Bubbi hafið
þökk fyrir allan þann vinskap og
kærleik sem þið hafið sýnt Sigríði
og börnum hennar.
Síðustu árin var Sigríður á hjúkr-
unardeild Elliheimilisins Grund og
viljum við færa starfsfólki deildar-
innar alúðarþakkir fyrir góða
umönnun hennar.
Hafí Sigga mín þökk fyrir allt
og allt.
Grímur Friðbjörnsson.