Morgunblaðið - 18.02.1992, Síða 35

Morgunblaðið - 18.02.1992, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992 35 NYJUNG Ungfrú Albanía kjör- in í kulda og trekki Fyrir skömmu var í fyrsta sinn kjörin ungfrú Albanía, en það er ekki langt síðan slík uppákoma hefði þótt gersamlega út í hött þar um slóðir, enda landið einangrað, slyppt og snautt og alþýða manna þar fótum troðin af ógnarstjórn kommúnista sem nú er fallin. Meðal fyrstu vestrænu strauma sem leika um landið er fegurðars- amkeppnin. En það gekk ekki átakalaust að koma henni á fót. Allt um það, þá var 19 ára snót valin ungfrú Albanía. Valbona Selimllari heitir hún. Að mörgu leyti brosir nú fram- tíðin við Valbonu. Hún hreppti 600 dollara í sigurlaun, en það eru þreföld árslaun venjulegs verka- manns í landinu. Hún á einnig smugur að fá fyrirsætustörf í út- löndum, sem er stórmál í landi þar sem atvinnutækifæri fyrirfinnast varla og framtíðin er dökk. En Valbona er einnig hrygg. Faðir hennar lagðist gegn því að hún keppti og það slettist upp á milli þeirra vegna þessa. Valbona vonar að það grói um heilt, en ekki er útséð um það. Þá er hún atvinnu- laus og kann því illa. Þó hún gæti nú hugsanlega fengið vinnu er- lendis vill hún síður yfirgefa fjöl- skyldu sína. Þá óttast hún mjög, að strákarnir í hverfinu álíti sig nú ekki merkilegri pappír heldur en ótínda gleðikonu. Og það var lítill glans yfir keppninni, alla vega hefði það þótt á Vesturlöndum. Á meðan æfingar stóðu yfir hjá stúlkunum í sýningarhöllinni var fimbulkuldi úti og til að spara kyndingarkostn- að var húsið ókynt og því litlu skárra ástand innan dyra og utan. Það varð til þess að margar stúlkn- anna fóru í kápur sínar er sund- bolaatriðið var æft og neituðu að fara úr! Þær voru ekki allar svo fyrirhyggjusamar og sumar þeirra naga sig væntanlega í handarbök- in, því fimm stúlkur heltust úr lestinni á síðustu stundu vegna svæsinnar kvefpestar. Valbona Selimllari, ungfrú Albanía. ENDALOK Fræg íþróttasljarna dregur sig í hlé Ein skærasta íþróttastjarna Breta seinni árin, spjótkastarinn Fa- tima Whitbread, eða Fatima Frans- brauð eins og hún var gjarnan nefnd hér not'ður í höfum, hefur lagt spjót- ið á hilluna. Hún er þó aðeins þrítug og hafði lagt blóð svita og tár í að ná sínu besta formi fyrir komandi Ólympíuleika í Barcelona. En læknir hennar sagði við hana: „Ef þú kepp- ir eru miklar líkur á að þú skaðir þig og búir við örkuml það sem eftir er ævinnar." Fatimu þótti fráleitt að keppa við svo búið og hún felidi tár Fatima Whitbread er hún tilkynnti formlega að hún væri hætt íþróttaiðkun.„Ég virðist sterk á yfirborðinu, en undir niðri er ég tilfinninganæm og ég græt í hljóði yfir að geta aldrei framar bor- ið af í íþrótt minni,“ sagði Fatima. Fatima átti lengi við meiðsl að stríða í hægri öxl og fyrstu verkirnir gerðu vart við sig á Evrópumótinu í Stuttgart 1986. Hún sigraði þar í spjótkasti og setti glæsilegt heims- met, kastaði 77,44 metra. Meiðslin smáversnuðu, en síðustu þrjú árin hefur Fatima verið að byggja sig upp og æft kerfisbundið í þeim tilgangi að styrkja öxlina. En rétt fyrir jólin kom reiðarslagið. Hún var þá í þann mund að hefja lokaundirbúninginn fyrir Ólympíuleikana í Barcelona og var að reyna styrk axlarinnar. Hún tók nokkur köst, en það skipti engum togum að hún hrökk úr axlarlið og skaddaði svo liðbönd og liðpoka, að læknir kvað upp þann úrskurð eftir stutta skoðun, að ef öxlin fengi ekki algera hvíld frá allri íþróttaiðkun, gæti Fatima þurft að búa við örkuml alla sína daga. „Eg sný mér nú að þjálfun, þetta er það eina sem ég kann. Kannski að ég komi mér upp einhveijum vísi að einkalífi, eignist ef til vill mann og börn. Kannski að ég eignist minn eigin litla spjótkastara," sagði Fa- tima Whitbread. r Námskeid í stjórn áfengisneyslu Víltu draga úr áfengisneyslu þinni, hætta drykkju tíma- bundið og/eða takast á við neikvæðar afleiðingar áfengisnotkunar? Námskeiðið verður haldið í febrúar-mars. Upplýsingar og skráning í símum 675583 og 611359 kl. 20-21 og síma 688160 kl. 15-17. Auður R. Gunnarsdóttir, sálfræðingur, Ævar Árnason, sálfræðingur. _ HÓTEL ÍSLAND OPIÐ ALLA DAGA VIKUNNAR Færum þér veisluna heim og bjóbum upp á kalt borb, steikarhlaðborb, heilsurétti, heita og kalda smárétti, pottrétti, pinnamat, kaffisnittur, kökuhlabborb og fleira. Sendum daglega út matarbakka til fyrirtækja og verktaka. Hafbu samband vib yfirmatreiöslumanninn okkar og talabu vib hann um veisluna þína. HÓTEL TjLMD Sími 687111. Yfirmatreiöslumaöur Magnús Níelsson. ★ Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn? ★ Vilt þú auðvelda þér námið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? ★ Vilt þú lesa meira af góðum bókum? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax á næsta hraðlestrar- námskeið sem hefst fimmtudaginn 5. mars nk. Skráning í síma 641091. Ath.: Óbreytt verð frá síðasta vetri. VR og flest önnur félög styrkja félaga sína til þátttöku á námskeiðunum. HRAÐLESTRARSKOLINN fEl — HÓTEL HOLT Í HÁDEGINU Þríréttaður hádegisverður alla daga. Verð kr. 1.195.- REÍAIS& CHATEAUX. Bergstaðastræti 37, sími 91-25700 OPNUNARTIMI Föstudaga kl. 13-19 Laugardaga kl.10-16 Aðra daga kl. 13-18 BILDSHOFÐA 10 Hm BÍLDSHÖFÐI STÓRÚTSÖLU MARKAÐURINN VESTURLANDSVEGUR ÓTRÚLEGT VERÐ Með lágu verði, míklu vöruúrvali og þátttöku fjöldafyrirtækja hefur stór-útsölumarkarðurinn svo sannarlega slegið í gegn og stendur undir nafni. STRAUMUR Y Fjöldi fyrírtækja - gífurlegt vöruúrval STEINAR, hljómplötur - geisladiskar - kasettur • KARNABÆR, tískufatnadur herra og dömu • SONJA, tískufatnaður • PARTÝ, tískuvörur • BOMBEY, barnafatnaður • BLÓMALIST, allskonar gjafavörur og pottablóm • KÁPUSALAN, kvenfatnaður • STRIKIÐ, skór á alla fjölkylduna • KJALLARINN/KÓKÓ, alhliða tískufatnaður • STÚDÍÓ, fatnaður • SAUMALIST, allskonar efni • ÁRBLIK, peysur • Xog Z, barnafatnaður • ÉG OG ÞÚ, undirfatnaður og margt fleira

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.