Morgunblaðið - 18.02.1992, Síða 38

Morgunblaðið - 18.02.1992, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992 Sími 16500 Laugavegi 94 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 350 Á BILUN í BEINNI ÚTSENDINGU OG TORTÍMANDANN INGALO Leikendur: Sólveig Arnarsdóttir, Haraldur Hallgrímsson, Ingvar Sigurðsson, Þorlákur Kristins- son, Eggert Þorleifsson, Björn Karlsson, Magnús Ólafsson. Leikstjórn og handrit: Ásdís Thoroddsen. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. - Miðaverð kr. 700. BILUNÍBEINNI ÚTSENDINGU ★ ★ ★ Pressan * Bíólín.m ★ ★ ★ ‘/z HK DV ★ ★ ★ ★ S.V. Mbl. Sýnd kl. 6.40 og 9. Bönnuði. 14ára. Framlag íslands til Óskarsverðlauna. Sýnd í B-sal kl. 5. Síldar- og fiskihlaðborð í Óðinsvéum Boðið er upp á síldar- og fiskihlaðborð í veitingahúsinu Óðinsvéum þessa dagana. Auk 18 mismunandi síldar- rétta er boðið upp á heita og kalda fiskirétti sem eru breytilegir frá degi til dags. Boðið er upp á síldar- og fiskihlaðborðið alla daga nema sunnudaga út febrúarmán- uð. Myndlistarsýning hjá Sævari Karli ANNA Líndal opnaði 5myndlistarsýningu í Gall- eríi Sævars Karls, Banka- stræti 9, hinn 14. febrúar 1992. Anna fæddist 17. nóvem- ber 1957 og útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands 1986. Þá hélt hún til London og stundaði nám við The Slade School of Fine Arts, University College 1987-89. Hún var skiptinemi við Hochshule der Kúnste Berlin 1988. Anna hefur tek- ið þátt í flölda samsýninga og hélt síðustu einkasýningu sína í Nýlistasafninu 1990. . Sýningin ber yfirskriftina ■ Kennslustund í stjömufræði og stendur til 13. mars. Opið er á sama tíma og verslunin. Anna Líndal við eitt verka sinna. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 300 Á ALLAR MYNDIR NEMA: „LÍKAMSHLUTAR" SPENNU-TRYLLIRINIM LÍKAMSHLUTAR Þegar Bob fékk ógræddan nýjan handlegg... Sýnd kl. 5.10, 9.10 og 11.10. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 9.10 og 11.10. Bönnuð i. 12 ára. Sýnd 5.10 og 7.10, Fáar sýningar eftir. TVOFALTLIF VERÓIMIKU AI. MHL. Það er stórkostlegt hvað læknavísindin geta. En hvað gerist þegar hönd af morðóðum manni er grædd á ósköp venjulegan mann og fer síðan að ráðskast með hann? DOUBLE LIFE df veronika ATH.: SUM ATRIÐI í MYNDINNI ERU EKKI FYRIR VIÐKVÆMT FOLK Leikstjóri: Erik Red. Aðalhlutverk: Jeff Fahey, Brad Dourif. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7.10. Fáar sýningar eftir. Anna Guðný Guðmundsdóttir, Martial Nardeau og Guðrún S. Birgisdóttir. Tónleikar á Akranesi Tónlistarfélag Akraness og Tónlistarfelag Kefla- víkur halda tónleika með Nardeau og Guðrúnu S. Guðnýju Guðmundsdóttur Á efnisskrá þeirra em verk eftir Teleman, Ku- hlau, Migot, Doppler, Atla H. Sveinsson og syrpa af vinsælunt lögum. Fyrri tónleikarnir verða í safnaðarheimilinu Vina- flautuleikurunum Martial Birgisdóttur ásamt Önnu píanóleikara. minni á Akranesi miðviku- daginn 19. febrúar kl. 20.30. Seinni tónleikarnir verða sunnudaginn 23. fe- brúar kl. 17 í Ytri-Njarð- víkurkirkju. ■ HÁDEGISRABB verður í Háskóla íslands á vegum Rannsóknarstofu í kvenna- fræðuin miðvikudaginn 19. febrúar. Þá mun Kristín Björnsdóttir lektor í hjúkr- unarfræði segja frá rann- sókn sinni á hjúkrunarstétt- inni frá sjónarhorni kvenna- fræða. Fundurinn verður í Odda, stofu 202, kl. 12-13. Allt áhugafólk um kvenn- rannsóknir velkomið. ■ HALDNIR verða tón- leikar á 3. hæð í Hinu hús- inu, Brautarholti 20, þriðjudaginn 18. febrúar. Risaeðlan mun stíga á stokk og eru þetta fyrstu tónleikar sveitarinnar um nokkurt skeið. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 en húsið opnar kl. 21.00. ■ ROKKTÓNLEIKAR verða í Félagsheimilinu Hvammstanga á vegum Tónlistarfélagsins mið- vikudagskvöldið 19. febrúar. Gildran sækir Húnvetninga heim og mun m.a. kynna tónlist af væntanlegri hljóm- plötu þeirra. Hljómleikarnir hefjast kl. 21.00. ------»■-»■-♦--- Leiðrétting RANGLEGA var farið með nafn þess er dró niður ís- lenska fánann þegar Askja síðasta skip Skipaútgerðar ríkisins var aflient nýjum eigendum. Það var Hafsteinn Haf- steinsson, skipstjóri Oskjunn- ar, sem dró fánann niður. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Bílbruni á Þórshöfn Þórshöfn. ÞAÐ var ófögur sjón sem blasti við bíleiganda á Þórs- höfn aðfaranótt mánudagsins 17. febrúar sl. Konan vakn- aði urn þrjúieytið um nóttina við mikla reyk- og hitalykt og fór fram til að athuga málið. Inni fann hún ekkert athugavert, en sér strax að úti er eitthvað að gerast. Það er þá Saabinn þeirra hjóna sem stendur í ljósum logum í innkeyrslunni, fast upp við bílskúrshurðina. Hún hringir strax á aðstoð og var bíllinn dreginn sem skjótast frá húsinu því frem- ur hvasst var og gat því húsinu verið hætta búin. Slökkviliðið slökkti eldinn á skammri stundu og hafði kviknað í mælaborðinu út frá rafkerfinu, héldu menn. Bíllinn var af tegundinni Saab 900 árgerð 1982. Ekki er fullkannað hvort hjónin munu fá tjónið bætt en bíll- inn sem er gjörónýtur var ekki kaskótryggður. - L.S. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Bíllinn sem valt ofan í Rauðalæk. Holtahreppur: Valt ofan í Rauðalæk Hellu. ÞAÐ óhapp varð upp úr hádegi á laugardag að Subaru-bifreið sem ekið var vestur Suðurlandsveg valt í hálku og hafnaði á hvolfi í Rauðalæknum. Fjórir farþegar voru í bif- reiðinni og sluppu allir ómeiddir. Slysið varð með þeim hætti að þegar ökumaður bifreiðarinnar nálgaðist brúna yfir Rauðalæk skipti engum togum að hann missti vald á bifreiðinni þegar hann lenti í hálku og krapi. Bif- reiðin snerist á veginum og fór yfir öfugan vegarhelming og féll þaðan 3-4 metra og hafnaði sem fyrr segir á toppnum í læknum. 4 farþeg- ar voru í bifreiðinni og þykir það mesta mildi að þeir slös- uðust ekki en þeir voru allir í beltum. í kjölfar þessa slyss varð þriggja bíla árekstur á brúnni þegar ökumaður stöðvaði bifreið sína að því er virðist til að skoða bílinn í læknum. Tveir bílar komu aðvífandi og stöðvuðu einnig en sá fjórði sem kom síðastur lenti aftan á þeim þriðja sem skall aftan á öðrum en sá fremsti slapp og ók í burtu og virtist ekki hafa orðið var við það sem var að gerast fyrir aftan hann. - A.H.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.