Morgunblaðið - 18.02.1992, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 18.02.1992, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992 Fundur um GATT í Suðursveit: Samstaða um fyrir- vara stj óruvalda fyálfafellsstad, Suðursveit. BUNAÐARSAMBAND Austur-Skaftafellssýslu boðaði til almenns fundar um GATT-samninginn mánudagskvöidið 3. febrúar 1 félags- heimilinu Hrollaugsstöðum í Suðursveit. Frummælendur voru Helga Guðrún Jónsdóttir frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins og Ketill A. Hannesson frá Búnaðarfélagi íslands. Alþingismenn- irnir Egill Jónsson, Gunnlaugur Stefánsson, Hjörleifur Guttorms- sen og Jón Kristjánsson mættu á fundinn. með sérákvæðum innan samn- ings.“ Fundargestir voru um 100. - Einar Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Nú sér fyrir endann á framkvæmdum við sjúkraálmu Dvalarheimilis- ins Lundar á Hellu en verkið verður boðið út á næstu dögum. Nýja álman er t.v. á myndinni. Dvalarheimilið Lundur: Formaður Búnaðarsambands- ins, Öm Bergsson, setti samkom- una og fundarstjóri var Fjöinir Torfason. Helga Guðrún Jónsdótt- ir tók fyrst til máls og útskýrði GATT-samninga almennt, gerðar- dóm og samningalotur en nú stendur hin áttunda yfir sú er hófst 1986 og hin fyrsta er tekur til búvara auk annarra mikilvægra mála. 90% af heimsversluninni fer nú fram innan GATT. Útskýrði hún drög að GATT-samkomulagi frá 21. des. 1991 er kennd eru við Dpnkel og hvað í þeim felst. Þá greindi hún frá fyrirvara ríkis- stjómar íslands 10. jan. 1992 á þau samningsdrög. Ketill A. Hannesson tók næstur til máls og hugleiddi hugsanleg áhrif samkomulags GATT-þjóð- anna á íslenskan landbúnað ef samið yrði samkvæmt tilboði Dun- kels. Erfitt væri að samræma núver- andi búvörusamning því tilboði og ljóst að samningsdrög af því tagi væm óaðgengileg fyrir íslenskan landbúnað. Alþingismenn kjördæmisins tóku til máls og lýstu fullri sam- stöðu um fyrirvara þann er stjóm- völd hafa sett fram. Heimamenn tóku og til máls, fýrirspumir vom bornar fram og svöruðu frammælendur eftir bestu getu. Ræðumenn voru yfirleitt sammála um að góð orasta hefði unnist í þessu máli sem fylgja bæri eftir. I lok fundarins var samþykkt tillaga þar sem lýst var eindregn- um stuðningi við framkomna ályktun bændasamtakanna, og al- þingismenn Austurlands hvattir til að vinna að með öllum tiltækum ráðum í áframhaldandi viðræðum innan GATT að bændum sé tryggður samningur sem þeir geta búið við. Að öðram kosti verði sérstaða íslendinga viðurkennd Neskaupstaður: Kaupfélagið Fram 80 ára Neskaupstað. KAUPFÉLAGIÐ Fram varð 80 ára 9. febrúar sl. Kaupfélagið var stofnað 9. febrúar 1912 og voru stofnfélagar á milli 70 og 100. Félagið tók við af Kaupfélagi Norðíjarðar sem stofnað var 1902. Fyrsta sölubúðin var opnuð 1925, en fram að þeim tíma hafði starf- semin verið rekin með pöntunarfé- lagssniði. Kaupfélagið Fram rekur nú 5 verslanir, mjólkurstöð, brauðgerð, skipaafgreiðslu og olíusölu. Velta félagsins á síðasta ári var um 320 milljónir og stöðugildi 52. Fyrsti kaupfélagsstjóri var Helgi Pálsson en núverandi kaup- félagsstjóri er Friðgeir Guðjóns- son. - Ágúst. Framkvæmdir við loka- frágang boðnar út Hellu. RÍKISSJÓÐUR hefur á fjárlög- um þessa árs veitt 9 milljónum króna til framkvæmda við loka- frágang á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Verkið verður boðið út á næstu dögum og gert er ráð fyrir að ljúka megi við bygginguna á fyrri hluta næsta árs. Fjögur ár eru síðan fram- kvæmdir stöðvuðust við nýju sjúkraálmuna við dvalarheimilið og hefur ekkert verið unnið í henni síðan. Staðið hefur á fjármagni frá ríkinu sem greiðir 85% kostnaðar en sveitarfélögin greiða á móti 15%. Það era Rangárvallahreppur og 4 hreppar vestan Eystri-Rang- ár sem standa að Hellulæknishér- aði og eiga Lund. Nú er rými fyr- ir 26 vistmenn en mikil þörf hefur verið á að koma upp sjúkraálmu við heimilið. í nýju álmunni verða 12 hjúkrunarrúm, setustofa, mat- salur og eldhús. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson sveitarstjóri á Hellu segir fleiri framkvæmdir vera á döfinni, m.a. hafa verið boðnar út framkvæmd- ið við 2. hluta 1. áfanga viðbygg- ingar við Grunnskólann á Hellu. Ráðgert sé að gera bygginguna tilbúna undir tréverk fyrir árslok og verða útboðin opnuð 3. mars nk. Viðbyggingin kemur m.a. til með að hýsa kennslustofur fyrir handmennt og heimilisfræði, tölvustofu, samversal nemenda, kennarastofu, skrifstofu og bóka- safn. Þá er að sögn Guðmundar hafin bygging tveggja kaupleiguíbúða á vegum Rangárvallahrepps í Gunn- arsholti en þörf er fyrir nýtt hús- næði á þeim slóðum, þar sem margt fólk starfar á staðnum. í Gunnarsholti er m.a. Landgræðsla ríkisins, stóðhestastöð, fóður- og fræframleiðsla og Vistheimilið í Gunnarsholti. - A.H. Morgunblaðið/Árni Helgaon. Frá hófinu, er endurbótaamningurinn var undirritaður. Stykkishólmur: Samið um endurbætur á gamla sjúkrahúsinu Stykkishólmi. ALLSHERJAR viðgerð hefur verið ákveðin á gamla sjúkra- húsinu í Stykkishólmi, sem Á fundinum kom fram mikill áhugi manna á lagfæringu vegarins þannig að hann verði fær venjuleg- um fólksbílum. Styttir hann leiðina frá Djúpavogi til Egilsstaða úr 146 km í 85 km. Telja menn að ekki þurfi að veija stóram fjárhæðum í veginn þannig að hann verði fær a.m.k. yfir sumartímann. Fundurinn ályktaði m.a.: „Mjög er orðið aðkallandi að veginum yfir Öxi verði haldið við og hann lag- byggt var 1935 og er því senn 57 ára. Byggt hefur verið upp báðum megin við gamla húsið færður frá Reykjavík til Egilsstaða um 60 km og tengir Djúpavog og Höfn í Hornafirði mun betur við þjónustu og flugsamgöngur á Fljót- dalshéraði. Er þeim tilmælum beint til hand- hafa ráðstöfunaríjár vegamála á Austurlandi að þessum málalið verði veitt nauðsynlegt og nægjan- legt fjármagn á næstu dögum.“ - GBB. og því ekki vanþörf á að gera þessu góða og gamla húsi eitt- hvað til góða. Samkmulag hefur tekist milli heilbrigðisráðuneytis, fjármála- ráðuneytis, sveitarfélaga á Snæ- fellsnesi og systranna, sem rekið hafa sjúkrahúsið frá fyrstu tíð (St.Fransiskussystra) um að fram fari ganger viðgerð á húsinu. Kostnaður við þessar framkvæmd- ir er áætlaður 93,3 milljónir króna. Þar af verður hlutur sveitarfélag- anna 19,1 milljón, ríkisins 44,5 milljónir og St. Fransiskusarregl- unnar 39,7 milljónir króna. Við undirskrift verksamnings og fjármögnunarsamnings voru stjórn sjúkrahússins, Sturla Böðvarsson alþingismaður, Baldur Ólafsson og Hörður Kristjánsson frá heilbrigð- isráðuneyti og byggingadeild, en samninginn undirrituðu fyrir hönd sveitarfélaganna Ólafur H. Sverr- isson bæjarstjóri í Stykkishólmi og systir Petrea Leewens príorinna fyrir hönd sjúkrahússins. Áður höfðu heilbrigðisráðherra og fjár- málaráðherra undirritað amning- inn. Árni. Djúpivognr: Samg’öngubætur ræddar á fundi Djúpavogi. ÚR BOTNI Berufjarðar yfir í Skriðdal liggur 20 km vegarslóði sem heitir Öxi. Leið þessi styttir vegalengdina frá Reykjavík til Egils- staða um 60 km. Áhugamenn um umbætur í samgöngumálum héldu á dögunum fund á Djúpavogi og mættu um 30 manns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.