Morgunblaðið - 19.02.1992, Síða 4

Morgunblaðið - 19.02.1992, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992 Strandir: Aætlun- arbifreið fauk útaf Laugarhóli, Bjarnarflrði. ÁÆTLUNARBIFREIÐ frá Guð- mundi Jónassyni hf. á leið frá Reykjavík til Hólmavíkur fauk út af veginum á Ennishálsi í Stranda- sýslu síðdegis í gær. I bifreiðinni voru fimm börn og sjö fullorðnir en engin slys urðu á fólki eða skemmdir á bíl. „Þetta var allt í lagi. Við lentum að hluta undir næstu sætum en eng- inn meiddist. Bílstjórinn bjargaði þessu eins snyrtilega og hægt var,“ sagði Erna Arngrímsdóttir, farþegi úr bílnum, í samtali við fréttaritara. Bóndi á bæ við Ennishálsinn fór á dráttarvél og náði bílnum upp á veginn. Síðan var sendur vörubíll frá Hólmavík til að aðstoða hann við að komast til Hólmavíkur. Mjög hvasst var á Ströndum í gær og rigning. Glerhálka var á vegum og engir auðir kantar. Vatnslaust varð á Hólmavík í óveðrinu síðdegis í gær. S.H.Þ. Morgunblaðið/Uísli Bogason Gunnlaugur Friðbjarnarson heldur á bút af lifrinni en lifrin úr ein- um hákarli vó alls 150 kg. Fornar hefðir á tækniöld Djúpavogi. Á DJÚPAVOGI er brædd hákarlalifur hjá fyrirtækinu Kraftlýsi hf. Lifrin var fengin frá Norðfirði en áhöfnin á togaranum Bjarti hirti hana. Á 18. og 19. öld voru hákarlaveiðar stundaðar víða um land. Var hákarl- alýsi ein helsta útflutningsafurð íslendinga á þeim tíma. - GBB. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 19. FEBRUAR YFIRLIT: Við strönd Grænlands vestur af Reykjanesi er 565 mb lægð sem þokast norðaustur en skammt suðvestur af írlandi er 1040 mb hæð. SPÁ: Fram eftir morgni verftur sunnan hvassviftri eða stormur og rign- ing austast á landinu, en þar lóttir síðan til og kólnar heldur með suð- vestan kalda. Vestanlands verður suðvestan strekkingur með allhvöss- um éljum. Veður fer smam saman kólnandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðvestanátt með éljum sunnan og vestan- lands, en þurrviðri norðaustanlands. Frost á bilinu 2-8 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG:Breytileg átt, snjókoma eða él víða um land. Hiti um eða undir frostmarki. Svarsími Vefturstofu íslands — Vefturfregnir: 990600. o & Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduéi Él r r r * r * / / * / r r r r * r Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heii fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka itig-. FÆRÐ A VEGUM: Greiðfært er um vegi í nágrenni Reykjavíkur, um Mosfellsheiði og austur um Hellisheiöi og Þrengsli og með suðurströndinni til Aust- fjarða og þar er ágæt færft nema um Breiðadalsheiði. Dálítii háika er á Suðausturiandi. Agæt færð er vestur um land um Snæfellsnes, Dali og til Reykhóla. Kleitaheiði er aðeins fær jeppum og stórurn bílum en fært er öllum bilum milli Patreksfjarðar og Bíldudals. Fært er um Holta- vörðuheiöi, til Hólmavíkur og þaðan til ísafjarðar en Breiðdals- og Botnsheiði eru ófærar. Þá er fært um Norðurland til Siglufjarðar, Olafs- fjarðar, Akureyrar og Húsavíkur og þaðan með ströndinni til Vopnafjarð- ar. Möðrudalsöræfi eru fær velbúnum jeppum. Um vestanvert landið ertalsvert hvassviðri. Vegagerðin Bergen 2 snjókoma Helsinki +1 skýjað Kaupmannahöln 1 snjókoma Narssarssuaq +4 snjókoma Nuuk +21 skafrenningur Ósió +5 léttskýjað Stokkhólmur 0 skýjað Þórshöfn S haglél Algarve 15 skúr Amsterdam 2 skýjað Barcelona 7 mistur Berlín vantar Chicago 2 rigning Feneyjar 6 heiðskirt Frankfurt +1 snjóél Glasgow vantar Hamborg 0 skýjað London vantar Los Angeles 11 léttskýjað Lúxemborg +1 skýjað Madríd 9 alskýjað Malaga 14 alskýjað Mallorca 11 skýjað Montreal +3 þoka New Yorlt vantar Oriando vantar Parfs 1 skýjað Madeira 17 skýjað Róm 10 léttskýjað Vín +1 skýjað Washington 4 súld Winnipeg +6 snjókoma / DAG kl. 12. _______________ HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hitl veður 1 skýjað 3 rigning Hehnlld: Veöurstofa Islands (Byggt á veöurspá kl. 16.16 í gær) Seinni eiginkona Fokkers flugvéla- smiðs var íslensk i SEINNI eiginkona Anthonys Fokker, stofnanda Fokker-verksmiðjí anna, var íslensk og hét Fjóla Austmann. Er hún giftist Fokker eftir fyrri heimsstyrjöldina hafði hún verið búsett í Bandaríkjunum um nokkurt skeið og tekið sér nafnið Violet Eastman. Sem kunn- ugt er hafa Flugleiðir ákveðið að kaupa fjórar flugvélar frá Fok- ker-verksmiðjunum í innanlandsflug félagsins og kom sú fyrsta þeirra til landsins nú um helgina. Að sögn Gunnars Þorsteinsson- ar sem er ritstjóri fyrir Flugmála- stjórn og kannað hefur þetta mál mun Fjóla hafa verið ’dóttir Snjólfs Austmann frá bænum Krossi á Berufjarðarströnd og konu hans Sigríðar Jónsdóttur sem ættuð var úr Skagafirði. Fyrri kona Fokkers hét Elizabeth von Morgens og var dóttir Karls Emst von Morgens eins af hershöfðingjum Þjóðveija í fyrri heimsstyijöldinni en hann barðist bæði á austur- og vestur- vígstöðvunum. Þau Elizabeth skildu þar sem Fokker þótti bæði kvensamur og villtur í líferni. Sam- band þeirra Fjólu eða Violet varð ekki langlíft þar sem hún framdi sjálfsmorð árið 1929 með því að stökkva út um glugga á hóteli í New York. Fokker þótti ætíð nokkuð villtur í háttum, var meðal annars rekinn úr skóla en naut hjálpar fjölskyldu Maður í hrakn- ingum á Hálfdáni TUTTUGU og sex ára gamall maður frá Bíldudal lenti í hrakningum á Hálfdáni, sem er fjallvegurinn milli Tálknafjarðar og Bíldudals síðastliðinn sunnudag. Maðurinn sat í bifreið sinni sem var föst í skafli í tæpar sextán klukkustundir. Hann var matarlaus en ágæt- lega klæddur. Maðurinn komst í sæluhús eftir miðnætti á sunnudag en bifreiðin festist kl. 11 um morguninn. Maðurinn var á leið til Bíldudals frá Tálknafirði. Vegna misskilnings var aldrei óttast um manninn, þar sem talið var að hann hafi aldrei lagt á fjallið. Fljótlega eftir að bif- reiðin festist kl. 11.30 um morgun- inn skall á hríðarbylur. Klukkan 17 var bifreiðin komin undir snjó bíl- stjóramegin. Þegar veðri slotaði kl. 22.30 um kvöldið var maðurinn farinn að ör- vænta og gekk niður heiðina áleiðis til Bíldudals. Eftir nokkra kílómetra varð hann að snúa við vegna óveð- urs sem skall á. Hann komst aftur í bifreiðina eftir mikinn gang upp heiðina í mjög slæmu skyggni og þyrstur. Hann bræddi snjó í flösku inni í bifreiðinni en bensínið var á þrotum og lítið rafmagn eftir á bif- reiðinni. Um kl. 2 var komið gott veður og bjart af tungli. Gerði maðurinn þá aðra tilraun og gekk af stað í áttina að sæluhúsi sem er töluvert frá bifreiðinni. Þangað komst hann heill á húfi og tókst að láta vita af sér. Félagi úr Björg- unarsveitinni á Tálknafirði sótti manninn skömmu síðar eða um kl. 3, tæplega 16 klukkustundum frá því maðurinn festi bifreið sína á fjallinu. Manninn sakaði ekki. ----------»--»-«--- Sölumarkaður við Vesturgötu BORGARRÁÐ hefur heimilað, að samið verði við fyrirtækið Yfir- sýn hf. um leigu á hluta bíla- stæða við Vesturgötu 7 undir sölumarkað. Um er að ræða efri hæð bíla- stæðahússins og er fyrirhugað að markaðurinn verði opinn um helgar. Sykurmolarnir: 80.000 eintök hafa selst af smáskífunni Hit BREIÐSKÍFA Sykurmolanna, Stick Around for Joy, og kom út í Bretlandi fyrir rúmri viku, lenti í 16. sæti breska breiðskifulistans, en áður hafði henni verið spáð 6. sætinu. Að sögn kunnugra má rekja þetta til þess að hljómsveit- in hafði vakið mikla eftirvænt- ingu innan tiltölulega þröngs hóps, og saian því verið mikil fyrstu dagana, en síðan dregið úr henni. Um 40-50.000 eintök hafa selst af plötunni í Bretlandi. Sykurmolamir láta vel af 16. sætinu og segja það ótrúlegan árangur í raun. Breiðskífan kom út í Bandaríkjunum á mánudag, en ekki hafa borist spurnir af gengi hennar þar. Nú hafa selst um 80.000 eintök af smáskífu hljómsveitarinnar Hit, sem kom út á gamlársdag, en sveitarmeðlimir segjast ekki eiga von á að hún seljist mikið meira r.ú þegar platan sé komin út. Sykurmolamir undirbúa nú tón- leikaför sína um heiminn til að kynna plötuna, en fyrstu tónleikarnir verða í Bristol Academy í Lundúnum 7. mars næstkomandi. Áður hyggst hljómsveitin leika á einum eða tvenn- um tónleikum hér á landi og er stefnt að því að geti orðið um mánaðamót- in. -----» ------ Áburðarverksmiðjan: Áburðarverð hækki um 2% STJÓRN Áburðarverksmiðju rík- isins hefur lagt til við landbúnað- arráðherra að áburðaiwerð hækki um 2% í vor, en í fjárlögum var gert ráð fyrir 5% hækkun áburð- arverðs. Að sögn Runólfs Þórðar- sonar verksmiðjusljóra Áburðar- verksmiðjunnar var sala áburðar í fyrra meiri en reiknað hafði verið með, og sagði hann útlit fyrir að hagnaður hafi orðið af rekstri verksmiðjunnar á árinu. Áburðarverksmiðjan seldi alls 57 þúsund tonn af áburði í fyrra, en að sögn Runólfs er áætlað að salan í ár verði um 52 þúsund tonn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.