Morgunblaðið - 19.02.1992, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.02.1992, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 1992 13 Strengj akvartettar Tónlist Jón Asgeirsson Kammermúsikklúbburinn hélt tónleika í Bústaðakirkju sl. sunnudag og þar kom fram ensk- ur kvartett, Mistry-kvartettinn, ásamt Hafliða Hallgrímssyni, sem fluttu verk eftir Britten, Schubert og Hafliða Hallgríms- son. Fyrsta verkið á efnisskránni var „þijú divertimenti“, eftir Britten, sögð samin 1936. Þessir þættir eru úr ófullgerðri kvart- ettsvítu, sem Britten samdi 1933 og nefndi Go play, boy, play. Hann mun hafa átt í nokkrum erfiðleikum með að semja þetta verk og að lokum endurunnið það 1936, án þess að þó að ijölga þáttunum. Þetta er skemmtilega unnið verk og nýstárlegt, miðað við þann tíma sem það er samið á, enda fékk hann slæma um- sögn fyrir það í dagblöðunum. I leik Mistry-kvartettsins kom strax fram það einkenni, að leika á fínlegu nótunum, þannig að mjög vel samstilltur flutningur var leikandi léttur og tær. Þetta merkir ekki að kvartettfélögum hafi verið fyrirmunað að leika sterkt, heldur var þeim það ekki laust í hendi, eins oft vill verða og markaði því betur við, þar sem styrkleikaskil voru í tveimur fyrri verkunum, þ.e.a.s. verkunum eftir Britten og Hafliða. í undirþýðum fjögurra þátta kvartett, eftir Hafliða Hallgríms- son, naut .sín einkar vel fínlegur flutningur félaganna í Mistry- kvartettinum. Verkið er sorgar- söngur, vegna fráfalls vinar og Hafliði Hallgrímsson þá hrópa menn ekki, því hæg- ferðug þögnin og djúpstæð kyrrðin eru tónmál sorgarinnar og við þau skil liggur fínt ofið tónmál þessa innilega tónverks. Síðasta verkið á efnisskránni var C-dúr sellókvintettinn eftir Schubert. Þar hefðu félagarnir mátt leggja meiri áherslu á safa- ríkari tón og þó leikur þeirra væri glæsilega útfærður, var hann allt of haminn, svo að „söngurinn“ í þessu mikla lista- verki náði oft ekki að hljóma eða blómstra, eins og einnig mætti orða það. Þrátt fyrir að róman- tíkin hjá Schubert væri svolítið bæld, var leikur fimmmenning- anna í heild mjög góður. Yfirveg- aður og músikfagur flutningur félaganna féll, hvað stíl snertir, sérstaklega vel að verkum Britt- ens og Hafliða og þar gat að heyra frábæran leik og túlkun. Krystyna Cortes Evrópusamband píanókenn- ara (EPTA) stóð fyrir tónleikum í íslensku óperunni sl. mánudag og var það Krystyna Cortes pían- óleikari sem lék verk eftir Ha- ydn, Beethoven, Brahms og Bartok. Tónleikarnir hófust á sónötu í D-dúr (Hob. XVI/37), léttu og leikandi verki, sem Krystyna lék á margan hátt vel en helst til órólega fyrsta kaflann. Næst á efnisskránni var f-moll sónatan, op. 57, eftir Beethoven, sú fræga „appassionata", tæknilega erfitt verk og mikill tónskáldskapur. Fyrsti kaflinn var vel leikinn og margt í tilbrigðakaflanum var einnig vel gert en í þeim síðasta mátti greina þreytu, sem ekki er furða, því þar reynir svo sann- arlega á, bæði á tækni og músik- alskan kraft. Hvað svo sem varð- ar ýmislegt smálegt hélt, Kryst- yna vel utan um alla þætti þessa margslungna verks. Píanóverkin, op. 118, eftir Brahms, eru fallegar tónsmíðar, sem Krystyna lék mjög vel. Þessi tónlist hljómaði eins og logn og á eftir storminum í „appassion- ata“ sónötunni og hefði líklega komið betur út höfð á undan Beethoven. Krystyna Cortes er góður píanóleikari og mótar viðfangs- efni sín sterkum dráttum og þessi skýrlega framsetning kom t.d. mjög vel fram í „Improvisati- ons“ op. 20, yfír ungversk þjóð- lög, eftir Bela Bartok. Bartok Krystyna Cortes var góður píanóleikari og í píanó- tónlist sinni og ekki síður í um- ræddu verki, spannar hann allt rýmið frá einföldum fimmfingra- æfingum upp í flóknar samsetn- ingar hljóðfalls og hljómbygg- ingar. Hann er óhræddur við að leika með einfalt og fingraæfmg- arlegt tónferli, sem getur síðan umturnast í andstæðu sína og orðið flókið. Að þessu leyti er Bartok einlægur og alltaf án til gerðar. Krystyna Cortes lék „þjóð- lagauppspuna" Bartoks mjög vel og þar naut sín sérstakleg sú skemmtilega skerpa, sem oft ein- kennir kraftmikinn og lifandi flutning hennar. itoeraðeins lítið sýnishorn (takmarkað Hægindastólar, comet-leður, 4 litir Sófasett, Dahli, 3-1-1, margir litir Sófasett, Amigo, Deysi, Toledo, 3-1-1, margir litir Hjónarúm, hvítt, 160 og 180x200, m/náttb., án dýnu Barna- og unglingarúm, 90x200, m/hillu + 2 skúffum, ándýnu Sófasett, svart leður, 3-1-1, Speyer, Kati Fataskápur, hvítur, Curacao, 97x231 Fataskápur, hvítur, Curacao, 145x231 Skrifborðstólarf. börn og ungl., Emely Eldhússtólar, cs 211, beyki Klappstólar, beyki, cs 110 Klappstólar, Erik, Cindy Borðstofuborð, 93x130 og 93x160 Skenkur, 4ra hurða Borðstofustólar, EH Innskotsborð Hjónarúm m.náttb., án dýna, hvítlakkaður askur Hægindastólar m. skammeli, leður Lítil sófasett, 2-1-1 Stök náttborð á hjólum, hvít Furukojur, ólakkaðar, án dýna Sjónvarpsskápur, mahóní Skrifborð, beyki, 140x65 Skrifborð, Ijóseik, 160x75 Hornsófar, tau, 2-H-2 Stakir 3ja sæta sófar, gæsadúnspúðar Klappstólar Svefnsófar Svefnbekkur m. rúmfataskúffu og hillum, án dýnu Hillusamstæða, svört magn) Áður Nú 55.000 27.900 176.000 88.000 165.000 88.000 69.000 34.500 34.000 17.500 230.000 150.000 24.500 13.500 35.000 19.500 9.500 4.900 9.200 4.900 3.500 1.500 3.200 1.500 69.000 39.000 117.000 55.000 19.700 12.200 24.400 14.400 69.000 39.800 58.000 34.500 54.600 36.600 6.400 3.200 19.700 12.800 19.200 13.000 35.700 24.000 72.400 45.800 117.000 68.500 68.600 42.800 2.600 1.500 40.200 27.500 22.000 14.900 94.500 59.000 TM - HÚSGÖGN SIÐUMÚLA 30 SIMI 686822 Opið mánudaga-föstudaga 9-18 laugardaga kl. 19-17 sunnudaga kl. 14-17

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.